Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49 hátíðarstundir, mér liggur við að segja helgiathafnir, þegar Davíð flutti opinberlega ræðu eða kvæði, sem hófst þá í æðra veldi við per- sónutöfra hans og hljómlistarkennt seiðmagn í rómi og flutningi. — Allt var þetta eins og sjálf ímynd skálds, manngerð. Svona átti skáld einmitt að vera. — Þótt seinna hafi það orðið ævistarf mitt að dást að skáldum og verkum þeirra og ég hafi átt því láni að fagna að eiga samneyti við þau mörg og blessun- arlega ólík, finnst mér enn, að Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sé allra skálda skáldlegastur, þeirra sem ég hef kynnzt. Ég hefði ekki dirfzt að fara að rifja hér upp fyrir þessu virðulega samkvæmi minningar frá kynnum mínum af skáldskap Davíðs og persónu, ef ég vissi ekki, að þetta er aðeins eitt dæmi um það, sem almennt var. Kynslóð mína og þaðan af yngri íslendinga hefur Davíð leitt við hönd sér inn í ljóðalöndin. Og hinir eldri, sem voru orðnir kveðskaparunnendur, áður en Davíð kom fram, og höfðu þroskað og mótað skáldskapar- smekk sinn við nokkuð annars kon- ar Ijóðagerð en þá, sem reis upp með honum, kunnu einnig flestir að meta list hans að verðleikum, allt til þjóðskáldsins hálfníræða, sem hafði á langri ævi lifað í og samlagazt íslenzkum bókmenntum í þúsund ár. Þannig hefur skáld- skapur Davíðs frá upphafi vega og síðan á enn fyllra hátt fundið hljómgrunn í hjarta þjóðarinnar. Það er um fram annað fyrir þetta, sem við viljum flytja skáldinu þakkir okkar í kvöld — hvernig hann hefur svalað ljóðþorsta okk- ar íslendinga, komið til móts við skáldskaparþörf okkar, ekki með því að lúta að duttlungum okkar, heldur þvert á móti með því að hlíta skáldköllun sinni, rækja og rækta sína náðargjöf. II Ástsæld verður ekki vegin eða mæld né tölum talin fremur en skáldlegt gildi og sköpunarmagn. Og þó er jafnvel eins og það, er ég þekki einna ástasnauðast og óskáldlegast allra greina, tölfræð- in, fari að segja skáldskaparlega ástasögu, þegar ástaskáldið okkar á í hlut. Engum fær dulizt, hvað í því felst, að af skáldritum Davíðs nú í rúman aldarþriðjung, 7 ljóða- bókum, 4 leikritum og einni mik- illi skáldsögu, hefur allt verið end- urprentað og flest margprentað — nema síðasta leikritið, sem enn er óútgefið — heildar-ljóðasöfn hans þrenn talsins og Svartar fjaðrir nú flognar fram 6 sinnum — og er þessi útgáfufjöldi algjört einsdæmi í lifanda lífi nokkurs íslenzks skálds, hvað þá, er skáldið stendur á sextugu. Það færist því sízt neinn ellibragur yfir þetta lífsins og frelsisins skáld, sem reis upp úr hrunadansi heimsstyrjaldarinnar fyrri sem eins konar lausnari ís- lenzkrar ljóðlistar. Ekki svo að skilja, að hún hafi þá rambað á einhverjum glötunar- barmi erfðasyndar. Síður en svo. Hún hafði sjaldan staðið með meira þroska. Þá voru einmitt séra Matthías, Stephan G. Stephansson og Einar Benediktsson svo langt á veg komnir að renna skeiðið til fullnustu, að fyrir vikið var nýjum skáldum vandfarnara. Og Davíð fór sínar eigin götur, sem voru nýjar leiðir á hinni gömlu grund, hann leysti kveðskapinn úr þrengstu skorðum hátta, stíls og efnis án þess að rjúfa lögmálin, losaði um böndin, en sleit þau ekki, endurskapaði, en reif ekki niður, færði landamærin út, en flýði ekki ættleifðina. Upp af þjóðkvæða- háttum, þulum, dönsum og viki- vökum, samdi hann sér nýtt kveð- skaparlag, sveigjanlegt og fjaður- magnað, margbreytilegt og frjáls- legt, án þess slakað væri á stuðla- kröfum íslenzkrar ljóðhefðar, ort var óbrotið, en aldrei ódýrt, hver tilfinning átti sitt hljóðfall, hver tjáning sinn brag, form féll þeim 4 mun fastar að efni sem það var lausara úr sjálfs sín fjötrum, hugs- un og búningur samgróin frá fæð- ingu. Og það var eins og mál og stíll kæmu af sjálfu sér, svipað og kveð- andin, allt eðlilegt og einfalt, lík- ast því sem mælt væri af munni fram, án þess að skáldskapartign setti ofan, í senn mjúkt og mátt- ugt, alþýðlegt og auðugt. En það var þó ekki sízt í vali og meðferð efnis, sem Davíð varð flestum djarftækari og losaði um venjuhöftin. Það, sem öðrum hafði til þessa verið hvískurmál, gat hon- um orðið að ljóðmælum. Enginn skyldi sá strengur mannlegs til- finningalífs, að hann mætti ekki vekja enduróm á ljóðhörpu skálds- ins. III Skáldskapur Davíðs Stefánsson- ar er mikill að vöxtum, meiri að vöndugleik, mestur að gildi. Hann er margvíslegur að gerð: felldur í knappa farvegu ljóða og leikrita og rennur í breiðum straumi mik- ils háttar skáldsögu. Hann er ekki síður fjölbreytilegur að efni, við- horfi og stefnu: hughrif og tilfinn- ingatjáningar, mannlýsingar og viðburðafrásagnir, sálmar og ádeil- ur, af þjóðsagnastofni eða sögulegs efnis, erlends sem innlends, róman- tískur eða raunsær, vettvangur hans nær frá heimahögum allt til landsins „bak við mána og sól“. En umfang hans og auðlegð eru þó einkum fólgin í þeirri lífsreynslu, sem hann er sprottinn af, þar sem greint er milli kjarna og hismis, þar sem hið mikla er mikið og hið smáa smátt — guðdómurinn í sann- leika búandi í öllu og almáttugur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.