Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 8
52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^JJvafa ^enr ÞESSA spurningu lagði ameríska tímaritið „This week“ fyrir les- endur sína og forstjóri rann- sóknastofnunar ríkisins, J. Edgar Hoover, svaraði henni á þessa leið: — Eftir margra ára starf og kynni af ótal mönnum, hefi ég komizt að því að það eru ábyggi- legustu, öruggustu og beztu mennirnir, sem eru manna fús- astir til þess að kannast við getu- leysi sitt. l^önnum kann nú að finnast mótsögn í þessu, en þetta er rétt. Menn eru öruggir vegna þess að þeir eru hógværir og minnast þess ætíð að maðurinn megnar ekkert nema guð sé í verki með honum. Þegar menn treysta á sitt eigið hyggjuvit og meaa önt^fy a þykjast færir um að standa ein- ir þegar maður miklast af afrek- um sínum, svo sem því að hafa fundið upp kjarnasprengjuna, kannað dýpi hafsins og himin- geiminn, þá þykist hann vera sinn eigin herra og gleymir guði. Afleiðingin verður ómælanlegar raunir. Jafnvel þótt menn haldi metorðum sínum og auki auð sinn, þá hefir gæfan snúið við þeim bakinu um leið og þeir hafa gleymt guði. Þeir hafa eng- an frið í sál sinni, þeim verður ekkert til sannrar gleði. Sá einn er öruggur, sem treystir guði af öllu hjarta. Og það er eina leið- in til farsældar og sannrar gleði“. -®> uðust nýtt líf í vitund Davíðs, for- tíðin lifði í honum og um leið hin eilífa þrá mannsins eftir æðra og fegurra lífi. Þráin er, ég vil ekki segja hinn „rauði þráður“, það er of hversdagslegt (og liturinn ekki réttur), heldur hinn blái strengur í skáldskap Davíðs Stefánssonar. Hann er, að ég ætla, skáld þrár- innar öllum öðrum íslenzkum skáldum fremur. Þó að Davíð kunni vel að meta „augnabliksins náð“, er samt þráin, sem aldrei öðlast slíka náð, honum enn meira virði. Er líklegt, að sjúkleiki á unga aldri hafi skerpt og dýpkað þessa gáfu þrárinnar, sem er megin-upp- spretta allrar listar og ekki sízt Ijóðrænnar listar. Gáfuðum ung- lingi og næmgeðja getur reynzt það frjótt, er saman lýstur funa æsk- unnar og kuldagusti dauðans. Ef athuguð er náttúruskynjun Davíðs, er það ennþá þráin, sem þar gerir vart við sig. Hann er, eins og sönnum og tryggum syni sveitarinnar hæfir, í einskonar blóðtengslum við náttúruna. Hann finnur skyldleika sinn við moldina, hina mildu miskunnsömu, sem hann talar um. Náttúruskynjun hans verður sjaldan að nákvæmri náttúrulýsingu, heldur verður hann eitt með náttúrunni. Fögnuð- ur náttúrunnar á sólbjörtum degi, „er loftin blána og jörðin grær“, verður honum lífsfylling. En hann talar líka um „að deyja inn í fjöll- in“. Hann þráir hinn djúpa frið, sem þögul náttúran ein geymir. Skynjun hans á náttúrunni renn- ur saman við eilífðarþrá manns- ins. Og er það ekki líka dýpsta þrá mannlegs eðlis og innsti kjarni allrar hstar að finna nálægð hins eilífa í stundlegri skynjan? Davíð Stefánsson hefir megna óbeit á allri hræsni og yfirdreps- skap, og hann smjaðrar aldrei fyr- ir neinum. Hann er hvorki höfð- ingjasleikja né múgsleikja. En hann ann hverri hreinni og ein- lægri sál, og hinn óbrotni alþýðu- maður, sem hljóðlátlega vinnur verk sitt af trúmennsku, á samúð hans og virðingu. En ríkust er samúð hans með þeim, sem búa yfir duldum harmi eða „eiga þrá, sem aðeins í draumheimum upp- fyllast má.“ En þráin og draumur- inn hafa löngum verið förunautar fátækra íslendinga, og Davíð er þeirra skáld, sem sækja gull sitt í munarheima. Skáldin eru sálufé- lagar mannkynsins og trúnaðar- menn. Þau yrkja um gleði sína og sorgir, drauma og þrár. Þegar vér, óbreyttir lesendur, lesum ljóð þeirra og skynjum tilfinningar þeirra, trúum vér þeim um leið fyrir sjálfra vor sorgum og draum- um. Og einmanaleikinn hverfur. Vér höfum eignazt skilningsríkan bróður og trúnaðarvin. Slíkur vin- ur hefir Davíð Stefánsson verið ís- lenzku þjóðinni síðustu áratugi. Þess vegna er hann þjóðskáldið, sem vér hyllum í kvöld og þökk- um af hjarta. Og Davíð mun halda áfram að vera vinur og sálufélagi óborinna kynslóða þessa lands. Hann er klassískur í því, að hann túlkar einkum hið almenna, sam-mann- lega, en eltist ekki við hið sér- staka, afbrigðilega, jafnvel sjúk- lega, eins og nútímabókmenntum hefir hætt til um of. Davíð á hæfi- leikann til að skynja hið uppruna- lega í innileik þess og eilífleik. Þess vegna gat þjóðsagan, sem geymir sál aldanna, samlagazt ljóði hans, og þess vegna munu börn fram- tíðarinnar einnig leita sér hugsvöl- unar „undir björkunum í Blá- skógahlíð“. Á meðan slíkir laukar sem Davíð Stefánsson vaxa í norð- lenzkri moldu, getum vér Norð- lendingar borið höfuðið hátt — og munum líka gera það! Fyrir það, Davíð Stefánsson, færi ég þér þakkir „að norðan“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.