Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53 Ólafur Ólafsson kristniboði: Með pílagrímum I Kína ÞÓTT íslendingar sé miklir ferðalangar og hafi víða farið, mun Ólaf- ur Ólafsson kristniboði vera sá eini, sem hefir tekið sér pílagrímsstaf í hönd og gengið á hin heilögu fjöll Teishan og Vúdangshan í Kína og Fúsiyama í Japan. í Lesbók 1953 birtist frásögn hans af pílagríms- göngunni til Taishan, elzta heilaga fjalls í heimi. Hér segir hann svo frá göngunni á Vúdangshan, hið heilaga fjall í Mið-Kina. Kínverskt hof piLAGRÍMSFERÐIR til helgra * staða voru ekki óvenjulegt fyr- irbrigði í Kína. Almenningur leit á það sem eftirsóknarverðasta hnoss og mestu forréttindi, að eiga þess kost að taka þátt í pílagrímsferð. Auk þess að vera þörf tilbreyting í lífi kínverskrar alþýðu, voru píla- grímsferðir að einhverju leyti svöl- un fyrir meðfædda útþrá og trúar- þörf. Pílagrímsferðir höfðu venjulega langan aðdraganda. Mér er bezt kunnugt um það frá þorpum í mínu stöðvarumdæmi, í Honan. Fólk, sem hyggst fara í píla- grímsferð, myndar samtök eða fé- lagsskap með það fyrir augum. Meðlimir þessa „hsing shan hvei“, fjallgöngufélags, eins og það nefn- ist, leggja sjálfviljuglega á sig skatt mánaðarlega, en félagsstjórn ávaxt ar peningana. Þó að fimmtíu þátt- takendur greiði ekki nema tíu aura á mánuði til sjóðsins, er það orðið mikið fé að þremur árum liðnum. Venjulegt er að undirbúningur far- arinnar vari það lengi. Peningarnir eru lánaðir út til skamms tíma í senn, fyrir okurrentur, innheimtir aftur og lánaðir út á ný, æ ofan í æ. Á tilteknum tíma koma meðlimir fjallgöngufélagsins saman til gleð- skapar, það er að segja þegar nóg er komið í ferðasjóðinn, og sitja nokkrar klukkustundir yfir feitum krásum og sterkum vínföngum. Næsta morgun í býti, leggur allur hópurinn af stað fótgangandi. — Kostnaður er greiddur úr sameig- inlegum ferðasjóði. Önnur útgjöld, svo sem til fórnargjafa, kaupa á helgum munum og minjagripum, verður hver um sig að borga úr eigin vasa. Fjallið helga ÚDANGSHAN er mesta og nafnkunnasta fjall Húpehhér- aðs í Mið-Kína. Tindar þess eru sjötíu og einn að tölu, allir brattir og með stuttu millibili. Gróðurlaus- ir eru þeir hvergi nema þar, sem eru klettar og hengiflug. Útsýni er stórfenglegt og fagurt á hæsta fjallstindi. En þar, á tor- sóttasta og afskektasta stað héraðs- ins eru mikil mannvirki, flest forn, allt að því fimm alda gömul. Þar eru búsett nokkur hundruð manna. Og þar hefur um margra alda skeið verið gestkvæmara nokkurn hluta hvers árs, en á nokkrum öðrum stað í þremur héruðum. Til Vúdangshan leituðu í upphafi menn, sem langþreyttir af skarkala lífsins þráðu einveru og frið. Þeir voru ekki fáir. Og þeim fór ört fjölgandi. Kofar og hellar munka og einsetumanna urðu fleiri með ári hverju. Orðrómur um helgi staðarins tók að berast út og náði loks keisaranum til eyrna. Hann lét héraðsstjóra senda sér skýrslu og komst að þeirri niðurstöðu, að Vúdangshan væri tilvalinn helgi-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.