Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 4. «* » Þórarinn Björnsson talar í afmælishófinu menn verða af konu fæddir — en guð má vita, hvað það verður lengi! Einn hinn glæsilegasti ljóðsigur, sem unninn hefir verið með þess- ari ljóðsælu þjóð, er sá, er Davíð Stefánsson flaug á sínum Svörtu fjöðrum beint inn í íslenzk hjörtu. Mátti þó búast við, að þjóð, sem þá átti enga kotunga í ríki anda síns, heldur hafði setið við fótskör slíkra meistara sem Matthíasar og Einars Benediktssonar, svo að ekki séu fleiri nefndir, myndi ekki krjúpa hvaða kögursveini sem væri. Það er og gjarna talin sú hætta á, þegar afburðaskáld hafa komið fram hjá þjóð, að nokkur aft- urkippur verði næst á eftir. Það er eins og náttúran hafi oftekið sig og þurfi hvíldar við, segja sumir. Skýringin mun þó fremur sú, að miklir menn gera oft öðrum erfið- ara fyrir að njóta sín. Fram hjá þessum rniklu mönnum verður illa komizt, til þess eru þeir of fyrir- ferðarmiklir. Fyrir ung skáld, sem þannig rekast á, er helzt tvennt tií. Annaðhvort verða áhrif hinna eldri svo sterk, að sjálfstæði hinna yngri og persónuleiki nær ekki að þroskast og þeir verða mest end- urómur, stundum fagur enduróm- ur af rödd fyrirrennara sinna og fyrirmynda. Það er silfuröldin, sem stundum fylgir gullöldinni. En hitt ber og við, að sumir, sem finna og óttast hin sterku áhrif, reyna með öllum ráðum að rífa sig und- an þeim og leitast um fram allt við að vera frumlegir, nýir, en hættir þá oft til að verða óeðlilegir og sundurgerðarlegir, jafnvel af- skræmilegir. Það er sá öfugugga- háttur, sem stundum bryddir á eft- ir mikil blómaskeið í listum. Davíð Stefánsson var sá ham- ingjumaður, að hann þurfti hvor- uga þessa leið að fara. í því sýndi hann frumleik sinn og sjálfstæði. Hann hvorki kafnaði undir fortíð- inni né heldur varð nýunginni að bráð. En í honum runnu saman fornar og þjóðlegar menningar- erfðir og blóð nýrra tíma. Hann varðveitti tengslin milli gamals og nýs og um leið það, sem ef til vill var enn dýrmætara, samband ís- lenzkrar ljóðlistar við alþýðu þessa lands. En ef það samband rofnar, verður þjóðin aldrei söm eftir. Um þjóðina hefir Davíð sagt: „Hennar líf er eilíft kraftaverk“, og slíks mun enn við þurfa, ef þjóðin á að hfa. Ég ætla, að ekki sé ofmælt, þótt sagt sé, að á ‘örlagastund í íslenzkri ljóðlist hafi Davíð ofið einn þáttinn í hinu eilífa krafta- verki. Og til þessa þurfti hann ekki ann- að en vera hann sjálfur, einfald- lega, og hlusta. „Lífið talar stöðugt huldumál“, eins og hann segir. Það var þetta mál, sem Davíð skynjaði — og allt varð honum að ljóði, lífs- gleðin jafnt sem treginn, gömul ævintýr og ný. Hver tilfinning varð hörpuómur, þó að stundum gæti líka drunið hinn djúpi strengur bassans eða hin karlmannlega norðlenzka raust. Davíð var hinn fæddi ljóðsvanur. Hann losaði um formið, lét það laga sig meira en áður eftir inntaki og anda. Og til- finningahitinn varð meiri en menn höfðu átt að venjast. Munaðar- gleðin minnti á suðrænan funa, og „blóðsins brími“ varð svo heitur, að sumum siðlátum sálum varð ekki um sel, en unga fólkið fagn- aði því meir. Nýir og frjálsari tím- ar voru að renna upp. Fögnuður þess að vera til og njóta hafði fundið sinn djarfa túlkara. Hin villtu lífsævintýr voru skynjuð í sínum heiðna upprunaleik. En annar strengur, og hann gamall, ómaði með — strengur sorgarinnar, sem byrgir sig í barm- inn, og hinnar djúpu þrár, sem aldrei hefir notið svölunar. „Þótt sál mín syngi af gleði, er sorgin mitt undirspil", segir skáldið. Hér rann sál Davíðs saman við sál þjóðarinnar, hina aldagömlu þrá hennar eftir glæst- ari ævintýrum og bjartari lífs- hamingju, leit hennar frá grimm- um veruleika yfir á ódáinslönd draumanna. Fornar þjóðsögur öðl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.