Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 2
214 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. janúar hafði hann fulla rænu. Þá fekk hann nýtt kast og hríð- versnaði, og seinustu dagana í jan- úar átti fólk hans von á dauðan- um á hverri stund. En hann var þrekmenni hið mesta, og enn rétti hann við 13. febrúar og talaði þá af fullri rænu um allt. í banalegu Björnsons var stöð- ugt hjá honum kona af íslenzkum ættum, Nulle Finsen, dóttir Hilm- ars Finsens landshöfðingja. Hún hefir skrifað bók um þetta og þar segir hún meðal annars svo frá seinustu dögunum, sem skáldið lifði: — Karolina hefir fengið bréf frá Arvesen.*) Hann kemur bráð- um. Hann ætlar að færa Björnson kveðju frá Noregi, hann ætlar að vekja heimþrá hans, löngunina til að sjá landið og þjóðina, sem tekur það svo sárt að vita hann hér í framandi landi. — Guð minn góður, að hann skuli sjá Björnson þannig á sig kominn! Nú skilur hann ekkert, þráir ekkert. Hann er hressari og hefir góða matarlyst. En hann er óhugnan- lega rólegur og magnlaus. Hann hefir nú ekki talað orð í nokkra daga, ekki svarað spurningum. Hann lítur á okkur mildum og spyrjandi augum, er við komum inn til hans, og þessi stóru augu fylgja okkur þar til við göng- um út. Það er erfitt að trúa því, sem læknirinn hefir verið að segja Karolinu hvað eftir annað, að þannig geti hann legið í heilt ár, en sá dagur muni koma að hann vakni til fullrar meðvitundar, starfs og gleði. *) Ole Arvesen, æskuvinur Björn- •ons, ritstjóri „Oplandets Avis“. Arvesen og Collin*) hafa ver- ið hér. Og hann sem ekkert skildi og ekkert þráði — hann þekkti þá. Þegar hann sá Collin sitja hjá rúmi sínu, mátti lesa gleði og þakklæti í svip hans, og hann sagði og reyndi að leggja fulla alúð í orðin:- „Þökk fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir mig“. Það er átakanlegt að sjá Arve- sen sitja tímum saman og halda í hönd Björnsons. Þegar Björn- son sofnar, situr Arvesen þolin- ' móður og bíður þess að þeir fái aftur að horfast í augu og brosa. í dag sagði Björnson með áherzlu og innileik, eins og hann drægi ævilanga vináttu saman í eina setningu: „Gamli, tryggi vinur!“ Og litlu seinna bætti hann við: „Góður drengur“.**) Seinna um daginn fekk hann aftur skjálfta. Hann þolir ekkert, hvorki gleði né sorg. Hvort hann þjáist — hvort hann hugsar — við vitum það ekki. Dag eftir dag liggur hann þögull og mælir ekki orð frá vörum. Hann lifir — og lifir þó ekki — hann er hér, en þó er hann langt í burtu. — o — í dag hvíslaði hann: „Hið góða bg fagra....“ Svo fell hann í sama mókið, *) Docent Chr. Collin, bókmennta- fræðingur. **) Merkingin í þessum orðum er hin sama og kemur fram í vísu Björn- sons: Nú veit eg hið dýrasta af Drottni léð og dyggasta með sér að bera, er ekki að teljast þeim mestu með, en maður í reynd að vera. augun tala, en varirnar eru lok- aðar. Þegar Karolina laut yfir hann í dag, kom hann auga á litla gull- nælu, sem hann fekk í fermingar- gjöf, en gaf henni í brúðargjöf. Hún notaði þessa nælu aldrei nema á giftingardegi þeirra, en seinustu dagana hefir hún verið með hana. Hann ‘ þekkti næluna, brosti, lyfti hendinni til að snerta hana. Svo lokuðust augun máttlaus. Þrekið dvínar; nú vill hann ekki borða. Er lífsviljinn á þrotum? — o — Hann dó í kvöld — sofnaði. Við stóðum hjá honum og bið- um dauðans, en vissum ekki hve- nær hann kom. Björnson leið inn í þann heim, þar sem hugur hans og sál hafði lengi verið þótt hann væri enn sjálfur á meðal vor. Seinustu orð hans voru þessi: „Hið góða og fagra... Systkin Bjornsons Þau voru sex systkinin og var Björn- stjerne elztur. Næst var Mathilde, hún var flogaveik og dó um tvítugt, rétt eftir að faðir þeirra fluttist til Sögne hjá Kristiansand. Þá var Anine, hún var grönn og veikluleg og hafði mest- an hug á tónlist; seinna gerðist hún símastúlka og var sett á stöð út við hafið; hún þoldi ekki loftslagið þar og veiktist af tæringu, sem dró hana til dauða. Fjórða var Petter, langur og magur; hann tók lögfræðipróf og varð seinna bæarfógeti; hann varð ekki gamall. Fimmta var Emilie, hún giftist presti í Stafangri, sem Kristensen hét. Yngstur var Carl; hann varð verkfræð- ingur, en andaðist á unga aldri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.