Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 8
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hjónin og búið á Aulestad Hjónin á Aulestad.! BJÖRNSON var í Ítalíu er hann þær fréttir frá vinum sínum • xSoregi, að stórbýlið Aulestad í Guðbrandsdölum væri til sölu. Hann varð þegar gripinn af ómót- stæðilegri þrá, að eignast þennan stað. Honum hafði lengi verið ljóst, að í Kristianíu gæti hann ekki átt heima lengur, því að þar fekk hann engan vinnufrið. Hann gat ekki á sér setið að taka þátt í því reip- togi sem þar var háð, og hann þekkti sjalfan sig svo vel, að hann gat ekki neitað að ganga fram fyr- ir skjöldu, þegar þess var krafist. En þarna, langt inni í landi, taldi hann sig öruggan. Þar gæti hann gefið sig óskiftan að því er hann þráði mest, skáldskapnum og bú- skap. En Karólina var á öðru máli. Þau höfðu einu sinni komið að Aule- stad að haustlagi nokkrum árum áður. Honum þótti það ákaflega fag urt, en henni þótti staðurinn leiðin- legur fram úr hófi. Þó lét hún und- an, er hún fann hvað honum var þetta mikið áhugamál. Og svo var það einn fagran júnídag 1875, að fjöldi folks hafði safnast saman á bryggjunni í Lillehammer til þess að taka á móti þeim hjónun- um. Þangað var og kominn Karl Seip ráðsmaður hans, með hesta og vagn. Það var skemmtilegt að aka frá Lillehammer til Aulestad, því að nú stóð landið í sínum fegursta skrúða. Hjá brúnni á Næfraánni stöðvaði Seip hestana og sagði: „nú ertu kominn á eignarjörð þína, Bjömson“. Björnson varð klökkur. Hann þreif af sér hattinn, greip hönd konu sinnar og mælti: „í Jesú nafni“. Daginn eftir sagði hann í bréfi til eins vinar síns: „Um leið og eg gekk yfir þröskuldinn í þessu húsi mínu, sannfærðist eg um að hér er framtíð mín“. Hann hugði á stórbúskap þarna. Hann ætlaði að reisa nýtt íbúðar- hús, hann ætlaði að gera stórkost- legar jarðabætur. Hann var stór- huga þar sem annars staðar. „Ef eg á í dag 40 kýr og 7 hesta, þá verð eg að eiga 60 kýr og 8 hesta eftir þrjú ár, og 80 kýr eftir sex ár“, skrifaði hann. En það var í mörg horn að líta, viðhald húsa, kaup búpenings og jarðyrkjuverkfæra, menntun barnanna. Nýa húsið komst aldrei lengra en á pappírinn, og gluggar og hurðir, sem keypt hafði verið í það, fóru í annað. Út- gjöldin voru að vaxa honum yfir höfuð. Konan hafði fjármáhn með höndum. Hún sagði að annaðhvort yrði þau að draga úr útgjöldum, eða auka tekjumar. Ekki var hægt að draga úr útgjöldum nema með því að draga úr framkvæmdum, og það vildi Björnson ekki. Þá var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.