Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 223 . Björnson vildi sameiningu Islands og Noregs I Ársriti hins íslenzka fræðafélags 1929 eru birt nokkur bréf frá Björnson til íslendinga. Mun Bogi Th Melsteð hafa þýtt bréfin, og þær skýringar og upplýsingar sem þeim fylgja, hefir hann samið. Eru bréfin hér prentuð eftir Arsritinu ,ásamt stuttum út- drætti um tilefni þeirra. laust hjá landeiganda, og það voru ekki fá dagsverk. Þetta taldi Björnson rangindi. Annar aðilinn hefði allan hag af þessu. Hann fengi ódýrt vinnuafl og hann vanrækti viðhald á kofum hjáleigubændanna. Var það ekki orsökin til þess að berklaveikin þróaðist í kotunum, og að fólk flýði land? Þessu vildi hann breyta. Hann vildi að leiguliðarnir gæti sjalfir eignast kotin. En hjáleigu- mennirnir voru svo fátækir, að þeir gátu ekki keypt. Þá stofnaði hann „hjáleigumannabanka" og lagði sjalfur fram 1000 krónur sem stofn- fé. Það þótti stór upphæð þá. Ár- angurinn hefir orðið sá, að hjáleigu bændur hafa eignast kotin. Og síð- an hafa þeir hamast við jarðabæt- ur. Það gladdi Björnson. Frá hans sjónarmiði stækkaði Noregur við hvern teig sem ruddur var og rækt- aður. o—0—o Björnson vildi að þjóðhátíðin væri gerð að hátíð barnanna, sem eiga að erfa landið. Meðan hann átti heima í Kristianiu gekkst hann því fyrir skrúðgöngu bama 17 maí, og var sjalfur í fararbroddi. Það var hlegið að honum fyrir þetta uppátæki, en hugmyndin náði fylgi um allt land, og síðan setja skrúðgöngur barna sinn svip á þjóðhátíðardaginn. Það var því eðlilegt að nemend- ur á Follebu-skóla kæmi í heim- sókn að Aulestad hvern þjóðhátíð- ardag. Væri Björnson heima, þá ávarpaði hann sjalfur banahópinn, annars gerði það einhver sona hans. Karolina átti stóran pott, sem tók 50 lítra. Þennan pott lét hún setja upp þegar barna var von og hafa hann til barmafullan af rjúkandi kókó, þegar börnin komu. Eftir ræðuhöld og mikinn söng var pott- Bréf til Hilmars Finsens í NÓVEMBER 1860 kynntist Björnson Hilmari Finsen, sem þá var borgarstjóri í Sönderborg á Suður-Jótlandi. Finsen bauð þá konu hans að vera hjá sér um vet- urinn með Björn son þeirra, er maður hennar fór suður til Róms. Hófst þá sú vinátta með þeim, er helzt alla ævi, og skrifuðust þeir á við og við. urinn borinn út á hlað og öllum börnunum gefið kókó, ásamt boll- um og jólabrauði. Þetta varð fast- ur hður í þóðhátíðarhaldinu á Aulestad. o—O—o Björnson hafði þann sið, að setjast við skrifborð sitt klukkan hálfníu á hverjum morgni og skrifa af kappi til hádegis. Niðri hjá Næfra-ánni var útbúið steypu- bað og þangað fór hann altaf á sumrin að fá sér bað áður en hann snæddi hádegisverð. Seinni hluta dags las hann bækur, skrifaði bréf, og gekk svo sér til hressingar. Fylgdu honum þá barnabörn hans og stundum gestir. Annars sinnti hann gestum ekki nema við mál- tíðir, á kvöldin og á sunnudögum. Við allar máltíðir sat Björnson fyrir borðenda og Karolina til hlið- sx við hann. Hún tapaði snemma Vorið 1865 varð Finsen stipt- amtmaður á íslandi Haustið 1867 dvaldist Björnson um hríð í Kaupmannahöfn. Þá ritaði hann Finsen bréf 16. sept. og er svo að sjá sem það sé fyrsta bréfið, sem hann ritar honum til íslands. Með- al annars segir Björnson, að það hafi glatt sig að sjá tilraunir hans til að tryggja framtíð þess lands, sem hann stjórni, og biður hann heyrn og varð að nota hlustunar- tæki, og það háði henni nokkuð. En hann gætti þess jafnan að ekk- er færi fram hjá henni og hún fylgdist með öllu sem talað var. Á gullbrúðkaupsdegi þeirra hjónanna, 11. september 1908, var gestkvæmt á Aulestad frá morgni til kvölds. En um kvöldið, er ljós höfðu verið tendruð, safnaðist fjöl- skyldan saman í stofunni og þá ávarpaði Björnson konu sína: „Við erum nú komin inn í þann dal, þar sem klukkur hringja á báða bóga. Eg veit að þú munt lifa lengur en ég, Karolina. þú munt breiða yfir mig, og það er margt í lífi hvers manns, sem nauðsynlegt er að góð kona breiði yfir“. Það fór sem hann spáði. Hún lifði 24 ár eftir að hann dó og sat í virðingu á Aulestad. Gekk hún þá undir nafninu „hin hvíta drottn- ing landsins".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.