Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 10
222 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hans, hlynna að honum á allan hátt og vaka yfir því að honum gæti liðið vel. Þess er getið, að' einu sinni er þau áttu heima í Kristian- iu, þá kom hann mjög sár heim. Hann hafði verið inni í rakarastofu til þess að láta klippa sig, en þar hafði þá einhver pólitískur and- stæðingur ráðist á hann og svívirt hann. Upp frá þeim degi klippti Karolina hann alltaf sjálf Hún var þó ekki alltaf sama sinnis og hann. Hún hafði sínar eigin skoðanir, sem hún kvikaði ekki frá, og marga brýnuna slógu þau á Aulestad. En hann kunni vel að meta gáfur henn ar og allt sem hún gerði fyrir hann. Þess vegna orkti hann: Mig fölger en med en sjael sá stor, for mig hun ofrede alt pá jord. Þegar þurkur var, urðu allir að fara í heyvinnu. Karolina valdi handa honum bjartasta og skemmtilegasta her- bergið í húsinu. Það vai hornstofa uppi á lofti, með tveimur gluggum mót suðri og tveimur gluggum mót austri. Þarna var mikil útsýn yfir dalinn og naut Björnson þess. Og Karolina hafði raðað húsgögnum þannig að þar var nóg golfrými til þess að hann gæti gengið um gólf, því hann gekk alltaf um gólf þegar hann var að hugsa, settist aldrei við skrifborðið fyrr en hann hafði gjörhugsað það, sem hann ætlaði að skrifa. Einu sinni sendi Kjelland honum körfu til þess að hafa í mola handa smáfuglum. Karf- an var sett utan við glugga á skrifstofu Björnsons og hugð- ist hann mundu fá mikla ánægju af því að horfa á hina litlu gesti. En skjórinn var á næstu grösum og var Björnson dauð- hræddur um að hann mundi ræna góðgætinu frá smáfuglunum. Þess vegna flutti hann stól sinn út að glugganum, svo að hann gæti haft gætur á skjónum meðan hann las. En það v.arð lítið úr lestri, því að skjórinn var ágengur og var Björn- son altaf að fæla hann burtu. Þeg- ar Karolina komst að þessu, batt hún seglgarn í kross yfir körfuna, og þar með gat skjórinn ekki kom- ist í ætið. Á ganginum fyrir framan skrif- stofuna var lítil karfa og í hana fleygði Björnson öllum þeim bréf- um, sem hann skrifaði. Þegar hann var genginn til hvílu á kvöldin, þó^ti Karolinu ráðlegast að aðgæta póstinn. Reynslan hafði kennt henni, að vissara var að setja sum póstkort hans í umslög. Og það er lítill vafi á því, að hún hefir stungið sumum póstkortunum undir stól, af því hún taldi að þau væri óvar- lega orðuð. o—O—o Þegar Björnson kom til Aulestad voru þar margar hjáleigur eins og þá var títt á stórbúum. Hjáleigu- mennirnir fengu þak yfir höfuðið og landeigandi átti að halda íbúð- um þeirra við. En fyrir þetta urðu hjáleigumennirnir að vinna kaup-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.