Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 217 Men som jeg staar her nu i dag, jeg har ej hævn, jeg har ej hag til nogen mand paa jorden. Hann hafði sigrað sjalfan sig, eins ■ og hann krafðist af öðrum. Ekki að hata, heldur gleyma og fyrir- gefa. Hann var trúmaður mikill allt frá bernsku og treysti á framþróun. Kenning Darwins kom því ekki flatt upp á hann. En svo kom fleira. Vísindin grófu upp þúsunda ára gamla sögu og röktu framþró- unina. Kenningar þeirra virtust koma í bág við guðstrúna og marg- ir gerðust trúleysingjar. En á Björnson hafði þetta öfug áhrif, styrkti lífsskoðun hans. Að vísu fann hann, að þetta stangaðist við margar kennisetningar, og af þeim varpaði hann fyrst fyrir borð vítis- kenningunni, og sætti auðvitað á- mæli fyrir hjá mörgum. En svar hans var: „Ef guð er ekki með í framþróun- inni, hverjum eigum vér þá að þakka allar þær uppgötvanir og framfarir, sem vér njótum nú góðs af? Ef guð er ekki með í frelsis- og sjalfstæðisbaráttu, hverju eigum vér þá að þakka það, hvernig oki hefir verið létt af mannkyninu og mun verða létt af því? Nútíma vís- indi hafa uppgötvað ný náttúru- lögmál, lögmál sem drottinn setti í öndverðu, en ætti vísindin þá endi lega að vera komin frá djöflinum, eða standa í sambandi við myrkra- völdin? Prestarnir leita guðs í til- verunni, en halda þeir að þeir geti aðeins fundið hann í sköpuninni, en ekki í framvindunni og frelsinu, þar sem án þeirra væri ekkert heimsskipulag hugsanlegt? Væri ekki nær að hugsa sér að guð færi fyrir framþróunargöngu mannkyns ins, en að hann væri á eftir? Hér þarf nýan skilning“. Þessi skilningur var trúin á fram vinduna, og hún var í fullu sam- ræmi við barnatrú hans, hvað sem öllum kenningum kirkjunnar leið. Hér hafði hann fundið óbifanlega fótfestu, og hann taldi sig þjón hins alvalda. Og hann taldi að það væi hlutverk hinna góðu manna að opinbera guðs vilja, með því að vera samverkamenn hans á jörð- inni. Þessi skilningur gaf honum nýa útsýn: Hvert vandamál var þáttur í þeirri baráttu, er veitti lífinu tilgang, og var framhald hins guðdómlega sköpunarverks. En kampstor tid, og vi er med! Paa jord det störste er at være, hvor kræfter som er stort í gære skal tage skikkelse og sted; at give af sin egen ild, netop som stöbningen skal til; at trykke af sin egen form i det som bliver slægtens norm. Á stúdentahátíð lýsti hann yfir því, að það væri sem nýar lindir hefði sprottið upp í sál sinni. Æðsta skylda hvers manns væri að vera sannur. Menn eiga að dirfast að hugsa. Menn eiga að dirfast að birta hugsanir sínar. Og með tím- anum öðlast menn þá trú. Og í vorsalmi, sem hann orkti, finnst honum hann vera með að skapa eilíft vor: yde din skærv ind til det eviges hverv, liden og svag aande et eneste drag ind af den evige dag. Lífið á að fylgja sannleikanum, það á að byggja á sívaxandi reynslu en ekki sjalfsblekkingu og draum- órum, sem ekki eru annað en dust úreltra kenninga. Framvindan er fyrir öllu og guð er sjalfur með í framvindunni. Þeir, sem þar eru brautryðjendur, ganga á guðsveg- um. Þess vegna urðu seinustu orð hans táknræn fyrir allt líf hans: „Hið góða og fagra .... Hún er örvílnuð FÖLKIÐ í sögum Björnsons er ætíð heilsteypt. Það er vegna þess að hann lifði og hrærðist í því. Eina fróðlega sögu hefir Nulle Finsen sagt um það: — Við Karolína sátum á hverj- um morgni inni í svefnherberg- inu og töluðum saman, en Björn- son var í næsta herbergi að semja skáldsöguna „Mary“. Oft kom hann inn til okkar, og sýnd- ist þá annars hugar, eins og sál hans væri langt í burtu. Svo leit hann á okkur og brosti, klapp- aði á öxlina á annarri hvorri okkar og sagði: „Mér þætti gam- an að vita hvort þið getið ekki komist í þrot með umræðuefni — nei, eg held að engin hætta sé á því“. Og svo gekk hann aftur inn til vinnu sinnar. Svo var það einn morgun að hann kom ekki. Við heyrðum að hann gekk um gólf fram og aft- ur, fram og aftur. Eftir langa hríð opnaði hann dyrnar og leit á okkur með ang- istarsvip, en tárin runnu niður kinnar hans. „Björnstjerne, hvað er að þér? Hvað hefir komið fyrir?“ sagði Karolina. En hann starði á okkur með sama angistarsvipnum. „Guð hjálpi okkur Björn- stjerne, hvað gengur að þér?“ „0, það er hræðilegt, hræði- legt .... hún er alveg örvílnuð". „Hver? „Mary“. Svo lokaði hann hurðinni og við heyrðum fótatak hans fram og aftur, fram og aftur. Björnson var eigi aðeins skald- jöfur Norðmanna á sinni tíð. Þrumuraust hans náði eyrum allra menningarþjóða. Hann fekk bók- menntaverðlaun Nobels 1903. Og þegar hann fell frá, gerðu bæði Danir og Norðmenn útför hans svo veglega, sem þar væri konungur syrgður. Og konungur hafði hann verið, konungur í ríki andans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.