Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 16
228 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS AULESTAD & o KAROLINA BJÖRNSON andaöist sumariö 193If, og var þá nœr 99 ára aö aldri. Eftir lát hennar varö Aulestad ríkiseign og er húsiö meö öllum innanstokksmunum varöveitt eins og þaö var á meöan Björnson liföi. Sonardóttir hans, Else Björnson, hefir umsjá meö húsinu. Um þennan þjóöarhelgidóm hefir Francis Bull sagt: — / löndum mótmœlenda, sem ekki hafa þann sið kaþólskra manna aö tigna dýrlinga, hefir oft komiö upp hrein og bein dýrkun þjóöskáldanna, og mörg heimkynni hinna gömlu skálda draga aö sér straum pílagríma nútímans, feröalangana. En hvorki x húsi Shakespeares í Stratford-on-Avon, né Terslösegaard Holbergs komast menn í svo náin tengsl viö skáldin sem í húsi Runebergs og Fredrika í Borga, og á heimili þeirra Karolinu og Björnstjerne Björnson á Aulestad. Þessi tvö skáldáheimili eru ekki söfn, þar sem meö miklum erfiöismunum hafa veriö dregin saman húsgögn og komiö fyrir, heldur eru þau alveg eins og þegar skáldin skildu viö þau. sínum, látin giftast Niels Hansen, sem þá var búnaðarmálastjóri. Það var ekki fyr en mörgum ár- um seinna, að Björnson frétti hvernig með þau Augustu hafði verið farið. Er þá mælt að honum hafi orðið á munni: „Augusta var yndisleg, en móðirin var kvikindi“. Björnson saknaði hennar alla ævi, en þau voru altaf góðir vinir. Og hann skrifaði henni á hverjum afmælisdegi hennar. Hún tregaði hann líka, eins og sjá má á lítilli bók, sem hún hefir skrifað: „Er- indringer om Björnstjerne Björn- son". Smávegis Bréfafarg úr brenndum leiri. Það gerði Albert Thorvaldsen upphaflega handa Stampe ^ítró^hú, «n vinur Björnsons, H c ' ■ el, gaf honum gripinn. Björnson hafði varla gert sér grein fyrir því, er hann fluttist til Aulestad, hvað staðurmn var afskekktur. Járn- brautin náði þá ekki lengra en til Eiðs- vallar og þaðan var svo farið eftir Mjörs með gufuskipi, eða á sleða á vetrum þegar vatnið var lagt. Póst- ferðir voru strjálar, engir bílar, enginn sími. Næsta landsímastöð var í Lille- hammer. Fyrsta veturinn, sem Björn- son var þarna, segir hann í bréf:: „í vetur hefir verið hjá mér gestur, sem ég hefi ekki kynnzt áður — þung- lyndi“. Björnson ^ýsti Aulestad svo er hann var nýkominn þangað: „Hér er allt miklu betra en ég bjóst við. Náttúru fegurðin er töfrandi, veðráttan dásam- leg. Jörðin á bezta selið og þangað eru þrjár mílur. Og þar er silungs- vatn. Bærinn stendur undir brekku og fyrir neðan er flatlendi, sem nær nið- ur að ánni. Hinum megin er skógur- inn minn og í honum hjále gurnar. Skógurinn nær upp á ásinn og langt niður eftir hinum megin. Jörð n tak- markast af Næfraánni, sem 'rennur í Gausaelfi. í Næfraánni er steypibað. Frjóvsemi jarðarinnar er því að þakka að hér fyrir ofan eru stórbýli, og um aldir hefir leysingavatn skolað áburð- unum þaðan niður á mitt land . . .*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.