Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 4
Séra Gisli Brynjólfsson: Byggðasaga Brunasands VI í ÞÁ er komið að þeim bæ, er seinastur byggðist á Brunasandi — Teygingalæk. — Hann stendur við vestur-jaðar- inn á stór viki, inn í hraunið, þar sem Eldvatnið fellur fram á sandinn. Er þaðan langt til slægna, en seigt til beitar í hrauninu eftir að það fór að gróa upp. Hefur það sjálfsagt ráðið staðsetningu þessa býlis í upphafi. Það er byggt í landi Hruna enda samnefnt við þann bæ fyrst í stað — kallað Efri- Hruni. n Sverrir Magnússon, síðar bóndi á Klauf í MeðaHandi mun hafa byggt bæinn á Teygingalæk þar sem hann er nú. Það var árið 1860. Ekki var hann þar nema 4 ár. Vorið 1864 flytja að Læk hjónin Jón Sveinsson og El- in Jónsdóttir. Þau bjuggu áður að Á á Siðu. Sr. Páll Pálsson, sem þá var prestur Fljótshverfinga telur El- ínu á Teigingalæk ,,prýðilega“ bæði að kunnáttu og hegðun og {á ekki aðrir slíkan vitnisburð í sókn hans það árið. Má af því ráða að hún hetf- ur verið vel gerð kona. Afkomendur þessara. hjóna í beinan karlegg haía síðan búið á Teygingalæk. Eftir þau bjó þar Jón sonur þeirra í rúm þrjá- tíu ár. Hann var giftur Ólöfu Bergs- dóttur frá Fossi, af ætt sr. Jóns Stein- grknssonar, annálaðri gæða- og mynd arkonu. Hún var blind mörg síðari ár æfi sinnar og andaðist 9. des. 1943 og skorti þá hálft ár á tírætt. c onur þeirra, Jón, tók við bui af föður sínum 1918. Hann var kvæntur Guðríði Auðunsdóttur frá Eystri-Dal- bæ í Landbroti. Jón var mikill fram- faramaður í búnaði og bætti jörð sína á margan hátt, byggði þar hús úr steinsteypu, raflýsti með vatnsafli og hóf túnrækt á sandinum austan við hraunið. Reyndist sú ræktun bæði erfið og kostnaðarsöm, jarðvegurinn áburðarfrekur og túninu hætt við kali sökum þess hve flatt landið er. — í búskapartíð þeirra Jóns og Guð- ríðar komst Teygingalækur í þjóð- braut eftir að vegurinn var lagður yfir hraunið og ekki þurfti að krækja fyrir tangann fram á sandinn. Gerð- ist þá oft mjög gestkvæmt á heimili þeirra, sem var rómað fyrir rausn og góðar móttökur og mikla fyrirgieiðslu húsbóndans við alla ferðamenn. Jón andaðist haustið 1961. Fyrir nokkrum árum lét hann búið í hendur sonar síns, Ólafs Jóns, sem nú býr á Teyg- ingalæk, kvæntur Sveinbjörgu Ingi- mundardóttur frá Melhól í Meðal- iaindL H’r að framan hetfur verið rakin í stórum dráttum byggðasaga Bruna- sandsins — yngstu sveitarinnar á fs- landi — og sagt frá fáeinum atrvik- um úr iítfi fólksins þar. Þessi saga mun ekki teljast frábrugðin sögu ann arra byggðairlaga í landinu eins og þær hafa gerzt um aldaraðir, allt frá landnójmstáð og fram undir okkar daga. Brunasandur fer að byggjast strax og fólkið kemur auga á, að þar er 3áfvænlogra beldur en í landtþrengsl- um sveitanna í kring. Og yfirleitt má segja, að á Sandinum hafi fólkinu búnazt vel þegar tekið er tillit til allra staðlhátta og þeirra möguleika, sem fyrir hendi eru. Eins og fyrr er greint, má segja að tveir séu aðalkostir bújarðanna á Sandinum. Það voru góðar engjar þax sem hægt var afla heyja handa öllum sikepnum, hrossum, fé og mjólkur- kúm. Og í annan stað var það beitin, sérstaklega kjarngóð á nýgræöunum þar sem grasið var að leggja sand- inn undir sig. Tók fé mjög vei við sér þegar það fékk jörðina nýkom- ið af húsi. Nú eru þessir landskostir — engjarnar og beitin — ekki not- aðir eins og í fyrri daga. Með breytit- um búskaparháttum hefur verðmæti þeirra rýrnað. E ngjamar hafa gengið úr sér og ræktuð tún hafa tekið við af þeim, og mikil og samfelld innigjöf er komin í staðinn fyrir útbeitina. Bn vel er bú- ið á Brunasandi enn í dag. Þar hafa verið innleiddar nýjungar og fram- fariir síðustu áratuga í íslenzkum land búnaði ekki síður en annars staðar. Það þarf varla að taka það fram, að sómi er þar á hverjum bæ og bílveg- ur heim í hlað. Það er á hverjum sveitabæ nú orðið. En það, sem menki legra er: í þessari mjög svo flatlendu sveit er raforka frá vatnsaflsstöð á öllum heimilum nema einu, Slétta- bóli. Og þetta er nokkuð öruggt afl og jatfnt, hverju sem viðrar, því vatns- magnið i lækjunum, sem koma undan hrauninu minnkar ekki að ráði þótt þurrkatið sé. En fólksfækkunin, flóttinn úx sveituinum hefur sagt til sán á Bruna- sandi ekki síður en annars staðar. Árið 1940 voru þar 10 heimili með 50 manns. Nú eru ekki eftir nema 5 heimili með 22 mönnum. Úr þessu má íbúuan Sandsins ekki fækka, ef >H heimili hans eiga að haldast í byggð. vatusstrólkur upp í loftið. Upp úr bylgj- unum lyftist hinn risavaxni skrokkur, hærra og hærra, eina ... tvær ... þrjár setkúndur. á springa þrjú púðurpundin í fallbysisunni. Hveliurinn hverfur næst- um milli rúms og bylgja og atburða, en skutullinn er lagður af stað í ferð sína, hæfir hvalinn og inni í skrokk hans springa önnur þrjú púðurpund og senda blóðugar kjötflyksurnar í allar áttir. Svo er ekki liðið nema brot úr sek- úndu, þegar hvalurirun er aftur horfinn, en á hástigi taugaæsandi atburða er eins og tímaskynjunin raskist. Heilinn starfar svo hraitt og brot úr sekúndu verður margar sekúndur. Ég mam eftir skutlinum eins og boga í loftinu. Svo hlýtur það andartak að hafa komið þegar hvalurinn tók við- bragð. Skrokkur hans þandist, eins og fjöður og hvarf svo í froðulöðrið niður í djúpið og ég man eftir skipstjóranum, sem hJjóp á harðastökki írá fallbyas- unni og áhöfninni sem hljóp aftur og fram um þilfarið. Hve fljótt hvalurinn hatfði raun- verulega brugðið við, hve eldisnöggt hann Ihafði kafað, gat ég síðar séð á hval- línunni. Hún þaut hvæsandi úr geymslu- stað sínum í lest skipsins, hvein eins og rekól, yfir hjólásinn á spiiinu, upp í gegnum blökk í mastrinu, sem hrist- ist og fjaðraði undan þrýstingnum, nið- ur í aðra blökk á þilfarinu og út úr stafni skipsins, þar sem hún hvarf niður í djúpið 300 metra, 600 metra, 900 metra. Skipstjórinn hrópaði, vélsdminn hringdi og „Sonja“ byrjaði að þokast á eftir hvalnum, svo að iinan slitnaði ekki við snöggan kipp. Dýrið kom upp langt í burtu og lá kyrrt á yfirborðinu og blós. Það hafði fengið spikskot. Skutullinn hafði borazt inn í bakið fyrir aftan baikuggann og ekki Skaðað nei<t<t viðkvæmari Mffæri sikepnunnar. Um borð í „Sonju" var byrjað að draga hvalinn að sikipinu með dráttarvinidunni. Á sama andartaki hrakti sársaukinn hvalinn aftur á flótta. Aftur varð að gefa limma út, svo að hún slitnaði ektki. Sjötíu—áttatíu smá- lestir af lifandi kjöti þutu eins og tund- urskeyti aftur og fram um hafflötinn. Þegar hvalurinn fór að þreytast og ekki var lemgur hætta á að línan slitnaði, dróst hvalveiðiskipið „Sonja“, 100 smá- lesta stórt, 90 feta langt járnskip, í gegn- um öldurnar á eftir fórnardýrinu með átta til tíu sjómílna hraða á klukku- stund, meðan skrúfan var hreyfingar- laus. Jafnvel þegar 100 hestafla vélin var látin ganga hálfa ferð afitur á bak, rann skipið allhrafct áfram og þannig gekk það í klukkustund. Það var loks eftir hálfa aðra klukkustund að skipið komst svo nálægt hvalnum að annað skot hitti hann beint í hjartað rébt fyriír aftan bægslið. Þar með lauk hinu langa helsfcriði, en þó ekiki fyrr en dýrið hafði enn einu sinni reynt að flýja mður í djúpið og kafað svo það brakaði í lín- unni hjá hjól/vindunni. Eina mínútu hélzt það í kafi, en bardaganum var lokið. Sjórinn litaðist rauður á stóru svæði, hvalurinn kom upp á því miðju og valt skyndilega á hliðina — sfcein- dauður. að var svo og svo margar smá- lestir af iýsi, svo og svo margar smá* lestir af spiki, auk ókeypis vefcrartorða a± kjöti handa heilli gTænlenzkri ný- lendu — og jafnframt eyðing tignarLeg- asta lítfs, sem maður hefur séð. Bróðir Thomas hafði verið niðri á hvalskrokknum og dælt lofti inn í kvið- arhol hans, í gegnum jámpípu, svo að hann flaut auðveldlegar. Þegar hann kom aftur upp á skipið og haldið var að landi, stóðum við samthliða við borð- sbokkinn. Hann var enn ekki jafn gamal- kunnugur mér og ég honum. Engu að síður velti hann skrotuggunni miUi tannanna og sagði kumpánlega: „Þeir eru svo hægix og rólegir... Sjf þeir væru eins geðvondir og maðurinn... Þá gæti einn eins og þessi barið okkur í plokkfisk.. . ,“ 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1*.. tölublað 1963 ,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.