Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 13
í þessu landsvæ'ði fórst flugvélin. I Mannraunir i Alaska | Framhald af bls. 9 ina, og ég hafði einar tvær, „Walden“ eftir Thoreau, og svo bók eftir Robert Service um gullgrafaratímabilið þarna norður frá, 1898. — Það síðasta, sem við gerðum á hverju kvöldi, var að lesa dálítið í biblí- unni og svo.... báðum við þess, að við yrðum bráðlega fundin. — Einn flugmaðurinn hérna sagði mér, að hann hefði, ef á hefði þurft að balda, brennt allan skóginn hérna, til þess að vekja á sér athygli. — Það er vel trúlegt, sagði Ralph Flores dræmt.... — Sannast að segja, held ég ekki, að mér hafi dottið það í hug. Ég reyndi bara að vera þolinmóður og seiglast áfram. S vo leið hver dagurinn eftir ann- an og Helen batnaði í fætinum. Einu sinni reyndi Flores að veiða fisk í vatninu, en það strandaði á því, að hann gat ekki komizt gegn um ís- inn, sem var hálfur meter á þykkt. En á meðan hélt Kanadaflugherinn áfram leitinni í 30 daga, og fór yfir hundruð þúsunda ferkílómetra af auðn- inni. í fyrstunni gerði Flores örvæntingar- fullar tilraunir til að koma loftskeyta- tækinu í gang, og eins hélt Helen dag- bók fyrstu vikurnar þrjár. Svo kom í ljós, að viðgerð á tækjunum var von- laus og upp úr því gleymdi hún dag- bókinni. Það var nóg erfiði að halda sér lifandi. Seinna týndist dagbókin. í 31 dag sátu þau hvort andspænis öðru og horfðu hvort á annað, í „tjald- inu“ hjá flakinu af vélinni, íklædd ein- kennilegri samsetningu af fatnaði, peysum og öðru, sem gat haldið á þeim hita. Helen var í fernum buxum og með heilt lag af peysum um fæturna. En 6amt tók hana að kala á fætinum, sem hún gat ekki hreyft. Vinnan við ískalda og grjótharða trjábolina tók einnig að segja til sín á höndunum á Flores. Brátt tók hann að kala á fingrum. ’ F Hif til vill — þótt enginn geti um það sagt —. misstu þau bæði meðvit- undina öðru hverju. En það eina, sem þau höfðu sífellt í huga, var lífsþráin og trúin á það, að þau mundu lifa þetta af En þau urðu máttfarnari með degi hverjum. Sá sem hefur reynt það að horfa út yfir auðnirnar í Yukon, getur skilið, hve vonlaust ástandið var — míl- um saman ekkert annað en harðneskju- leg og frosin auðn — snjóbreiður með nokkrum trjám hér og þar, og svo fjalla- tindar, sem teygja sig eins og berir fingur mót himni, uppi yfir hásléttunni, og snjóskaflar, 10—15 metra háir. Öll hásléttan liggur eitthvað milli þúsund og tvö þúsund metra yfir sjó, og gönguför, þótt ekki sé nema fimm- tíu metra í lausum snjónum, nægir til að gera hvern mann uppgefinn. Eða, eins og ljósmyndarinn í White- horse sagði: — Það þarf ekki annað en fara áfram út úr aðalgötunni hérna, þá er hægt að halda áfram 5000 kílómetra, án þess að hitta nokkra lifandi sálu. Svo mikil er auðnin. Vonlaust. Engu að síður sagði Ralph Flores: — Mér datt aldrei annað í hug en að okkur yrði bjargað!! — Á 32. degi voru þau orðin svo hress, að þau gátu farið að hreyfa sig. Þau höfðu heyrt svo margar flugvélar fara yfir, að þau misstu alla von um að verða fundin þar sem þau voru, og 16. marz tók Ralph Flores að skyggnast um eftir betri stað til að tjalda. — Fyrst safnaði ég svo miklum eldi- við, að Helen átti að geta haldið á sér hita, meðan ég væri burtu. Svo lagði ég af stað niður eftir fjallshlíðinni á snjóskóm, sem ég hafði búið til sjálfur. Samt tók ferðin viku. egar hann hafði hvílt sig, hrúg- uðu þau því nauðsynlegasta upp á málmplötu úr vélinni og notuðu hana fyrir sleða, og lögðu svo af stað til ann- ars tjaldstaðarins, sem var í útjaðri á rjóðri einu. — Það gekk með snigilshraða. Enda þótt við gætum næstum ekki séð það fyrir sóti, voru fingurnir á mér á góð- um vegi með að verða svartir í endann, sem er fyrsta merkið um drep, og Hel- en var að fá drep í tærnar, sem hún gat ekki hreyft. Við urðum eitthvað að aðhafast, og það fljótt. Þegar við vorum búin að tjalda aftur og höfðum getað kveikt eld, og ég hafði safnað nógum eldivið, til þess að hún gæti þolað nokkra stund ein, lagði ég af stað aftur í áttina til Alaskaþjóðveg- arins. Ég hafði enga hugmynd um, að hann væri svona langt í burtu — 80 kíló- metra — og því taldist mér svo til, að ég mundi ná þangað á tveimur dögum. Við vorum hætt að sjá flugvélar uppi yfir okkur, og ef þær gætu ekki fundið okkur, urðum við að finna þær. Ég heyrði líka eitthvert hljóð á nótt- unni, eitthvað sem líktist hljóðinu í vél- sög. Fyrst hélt ég, að þetta væri í bíl- unum á veginum — en þarna úti í auðn- •inni berst hljóðið langar leiðir. — Enn þann dag í dag hef ég enga hugmynd um, hvað þetta var. Næsta morgun kvaddi hann, skildi eftir hrúgu af eldiviði og hélt áfram niður eftir hlíðinni og kom þá að snjó- uðum bletti — líklega 2x300 metra að stærð og tók þar að stappa út í snjóinn Ralph Flores gat sig ekki hreyft fyrst eftir að hann kom í sjúkrahúsið, en svo studdist hann við hækjur til þess að komast i simann og tala við konu sína. þetta SOS, sem síðar bjargaði þeim, — með heljarstórum stöfum. r að voru þegar liðnir fjórtán dag- ar síðan þau yfirgáfu fyrra tjaldstað- •inn, og alls nákvæmlega sjö vikur síðan þau týndust, svo að menn í Yukon höfðu fyrir löngu gefið upp alla von um, að þau gætu verið lifandi. — Ég ætlaði ekki að trúa mínum eig- in augrnn, þegar ég sá merkið, SOS — og ör, sem benti að tjaldstaðnum, sagði Chuck Hamilton. — Fyrst spurði ég George, sem er Indíáni og kann að rekja spor, hvort hann sæi það líka. — En jafnvel eftir að við vorum orðn- ■ir þess vissir, að þarna væri einhver, gat okkur ekki dottið í hug, að það væru þau._________________________ j BÖKMENNTIR | Framhald af bls. 6 til þess að gera hann, verða menn að vita, að þýðingar séra Jóns séu tiL Hvað er svo að læra af því, sem hér hefur verið sagt um þá Eggert Ólafsson og séra Jón Þorláksson, lífs- starf þeirra og áhrif? Það kemur fram í áðurnefndri ræðu Sigurðar A. Magnússonar, að honum virðist, að íslenzkur hugsunarháttur og lífsviðhorf hafi fram að þessu verið skáldum okkar enn meinlegri en jafn- vel fastheldni þeirra á rímið. Kjarninn í erfðum hugsanaháttar og lífsviðhorfa með okkur fslendingum hefur einmitt verið sá mikli manndómsandi íslend- ingasagna og fornra kvæða, sem jafnvel gætti í hinum aumustu kotungshreys- um á nauðöldum þjóðarinnar, sá andi, sem kemur jafnljóslega fram hjá Bólu- Hjálmari og Kristrúnu í Hamravík — í uppreisn þeirra gegn himnaföðurnum — eins og hjá Agli Skallagrímssyni í Sonatorreki gagnvart sonarbananum. Það var þessi höfðingsháttur í hugsun og skapgerð, sem við munum geta þakk- að það, að Eggert Ólafsson valdi hið jákvæða úr straumum, stefnum og nýj- um fræðum samtíma síns erlendis og samhæfði það þörf íslendinga. Áhrif Eggerts lifðu af Móðuharðindin og all- ar aðrar hörmungar þjóðarinnar á síð- ari hluta 18. aldar, þegar meir kreppti að henni en nokkru sinni áður. Þau lifðu í frásögnum um hann, lifðu í ljóð- um hans, ritlingum hans og í ferðabók- inni miklu og urðu önnur líftaugin I bókmenntalegri endurreisn 19. aldar. Það er staðreynd, að alþýðumál 18. ald- arinnar gat samræmzt tungutaki höf- unda Völuspár og Sonatorreks, og þetta hvort tveggja varð í höndum snillings- ins Jóns Þorlákssonar efni í íslenzkan búning, sem var samboðinn miklum verkum erlendra stórskálda. Áhrif mál- farsins á þessum miklu skáldritum urðu svo hin líftaug bókmenntalegrar og þjóðmenningarlegrar endurreisnar. En svo var það líka þannig, að þó að margir menn þeirrar stefnu erlendis, sem ýmist hefur verið kölluð skyn- semi- eða upplýsingarstefna á íslenzku máli, lytu ærið lágt, sagði Eggert Ólafs- son: „Látum oss ei sem gyltur grúfa.“ Og séra Jón hugsaði sem svo, að bezt mundu hinir tignu gestir, sem hann kynnti þjóð sinni, njóta sín, ef klæða- snið þeirra og allur búnaður væri með íslenzkum hætti, en jafnframt gætti hann þess að velja þeim það, sem sómdi bezt tign þeirra — og vandaði allt, svo sem hann mest mátti. Hjá þessum tveim velgerðamönnum íslenzku þjóðarinnar, Eggert Ólafssyni og séra Jóni Þorlákssyni, unnu skyn- semi og tilfinning þannig saman sem bezt verður á kosið, enda árangurinn glæsilegur. 1!V. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1 fí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.