Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 8
Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sjálfu sér hjálp. Hugsið yður bara að vera einn og svo hitt, að hafa einhvern að tala við. Ef hún hefði ekki verið þarna, þá.... — En matarlaus? — Við treindum þessar svokölluðu matarbirgðir okkar eins lengi og við gátum — fyrst sardinurnar og ávextina. Það liðu einir fimm dagar áður en því var lokið. Og þá tókum við til við tann- sápuna. — Og síðan? fsvatn.... bráðinn snjó — annað ekki — í 42 daga samfleytL Mr að sem við gerðum, var að „Þykjast" vera að borða súpu. Einn dag- dnn sögðum við, að þetta væri tómat- súpa, næsta dag kjúklingaseyði eða nautaketsseyði. Það hljómar skrítilega, en sé maður á annað borð orðinn nógu svangur og nokkrir dagar eru liðnir, þá endar það með því, að maður fer að trúa því sjálfur — hvort sem maður er þá búinn að missa vitið eða ekki! Og hamingjan má vita, að ef við hefðum raunverulega farið að hugsa um það — þá hefði líklega verið skammt í vitfirringuna. Þegar við brosið, sem Helen getur sett upp nú, bætist það, að Halph Flores vó 178 pund og hún 140, þegar þau lögðu af stað frá Whitehorse, en þegar þau komu í sjúkrahúsið var hún 90 og hann 120 pund, og það með, að lækn- arnir skilja þetta ekki almennilega, en segja, að ein ástæðan til þess, að þau sluppu úr þessari raun sé sú, að þau voru bæði vel holdug þegar þau lögðu af stað, þá er þetta skiljanlegra. Engu að síður grípa jafnvel laeknarnir um höfuðuð á sér! Jafnvel þeir nefna „kraftaverk", og kennir lotningar í rómnum. Það, sem hér hefur gerzt, á þessum síðustu 49 sólarhringum er óskiljanlegt, hvað sem allir læknar, vísindamenn, eðlisfræðingar og aðrir segja. Þeir hafa reynt að kalla til hjálpar lækna frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, og auðvitað einnig danska lækna frá Grænlandi — meira að segja einn frá Síberíu — en ekki hefur tekizt að fá skynsamlegt svar við spurning- unni (og í læknamáli er „trú“ — að því er Ralph Flores segir, ekki nein staðreynd, sem byggt verður á). Hvað er það, sem hefur haldið þeim lifandi? Og þrátt fyrir öll götin, sem eru I minninu hjá þeim? Þegar talað er við þau. Þegar reynt er að horfa í augun á þeim er erfitt að svara því! H vað gerðist meðan þau voru þarna? Þau vita það varla, en þau vita þó tiltekin aðalatriði, sem þau halda sér fast að. fer fyrir alvöru að berjast fyrir lífi sínu. Ralph Flores hefur verið mormóni siðustu 20 árin og það var eitt af því, sem bjargaði honum — sama hvað fyrir hann kom, þá hafði hann alltaf trúar- sannfæringuna sér til stoðar og styttu: — Hugrekki .... það er svo marg- tuggið orðatiltæki .... en trúin .... þótt margir geti brosað að henni .... nú, þegar ég hef verið þarna úti, get ég aðeins sagt: Þetta hlýtur allt að hafa einhvern tilgang. Svo lágum við þarna. Annaðhvort gátum við gefizt upp eða ekki — s>vo að ég hélt bara áfram .... og áfram .... og áfram. — Gat Helen nokkuð hjálpað? — Það eitt, að hún var þarna, var £ Hér er Viggo Steenstrup með flugmanninum, sem fyrstur fór á vettvang eftir að Helen Klaben og Flores fundust. — „Eg reyndi að telja þau á að fara ekki af stað . . sagði Lloyd Ralph, flug- maður, en hann var sá síðasti, sem talaði við þan áður en þau lögðu upp í hina hina afdrifaríku ferð. Viggo E. Steenstrup: Mannraunir i Alaska Blóðið streymdi út úr sár- unum á andlitinu á Ralph, hélt Helen Klaben áfram. — Ég hélt áfram að hrópa: „Ertu lif- andi, Ralph.“ Eina hugsunin, sem komst að hjá mér, var, hvort hann væri lifandi! Ein hjúkrunarkonan í sjúkrahúsinu mældi blóðþrýstinginn hjá henni, til að vita hvort allt væri í lagi. — Nú, eftir á, er þetta allt svo óraun- verulegt. Ef hann hefði ekki farið að hreyfa sig og kveina, veit ég ekki, hvað ég hefði tekið til bragðs. Þegar hjúkrunarkonan hafði vingjarn- lega en einbeittlega ginnt mig út, bað ég Flores að halda sögunni áfram: — Mér leið fjandalega, og ég var viss um, að ég væri með að minnsta kosti tvö brotin rif — og svo var eins og ég væri með glóandi töng í kjálkanum. Það var ekki alveg dimmt þegar ég vaknaði. Ég held, að ég hafi verið nær meðvitundarlaus, þegar ég skreiddist út úr stjórnsætinu. Þessi byrjun var í rauninni það versta af öllu — rétt eftir að við höfð- um hrapað; bæði vegna þess, að það var svo fjandalega kalt — 45 stiga frost — og svo var það einveran og svo áfall- ið; en einhvern veginn tókst mér samt að ná Helen út líka. Þegar ég fór að hafast eitthvað að, var eins og það drægi úr kvölunum. Fyrst af öllu þurftum við að hvíla okkur, og svo borðuðum við og svo fór- um við að hugsa um, hvað við gætum tekið til bragðs. — En fyrsti dvalarstaðurinn? — Við byggðum yfir okkur rétt hjá vélinni. Ég reif teppið upp úr botnin- um á vélinni, og sætin vörðu okkur mesta kuldanum þegar við lágum á þeim. Vélin var skinnfóðruð. Ég notaði vasahnífinn minn til að losa fóðrið, svo að við gætum notað það sem eins konar tjald. Til að byrja með hafði ég ekki önnur verkfæri en vasahnífinn og svo einn hamar, en við vorum neydd til að kveikja eld, svo að segja tafarlaust. Annars værum við ekki hér í dag. Því næst kannaði ég matarbirgðirn- ar: tvær dósir af sardínum, dálítið af niðursoðnum ávöxtum — og tvær túbur Annar hluti af tannsápu, en þá vissi ég ekki enn, að þær teldust til matarforðans! — Þangað til hafði ég haft óbeit á sardínum, sagði Helen Klaben. Nú er ég alveg vitlaus í þær. Og tannsápu .... Brosið sýndi, að hún var farin að jafna sig aftur! — Hún er uppáhaldsmaturinn minn nú orðið. En það var heppni, að við skyldum ekki vita, hve lengi við áttum eftir að vera þarna — frá upphafi reikn- að — með þann matarforða, sem við áttum. F inn leitarmaðurinn, sem hefur hrapað í Yukon, taldi að ein ástæðan til þess, að þau hefðu ekki týnt lífinu væri sú, að þau höfðu enga hugmynd um, hversu vonlaust ástand þeirra var! — Þegar ég hrapaði, var ég ekki meira en um það bil kílómeters leið frá þjóð- veginum. Ef ég hefði hrapað eins og þau, án þess að vita, hvar ég var niður kominn, held ég, að ég hefði misst vitið. — Þarna úti í auðninni — hvergi er einmanalegra en einmitt þar! Þegar svo lítill tími er liðinn, fer maður að hata allan heiminn' og mannkynið. Það er eins og allir hafi yfirgefið mann. Ann- aðhvort gefst maður upp — og er um leið búinn að vera — eða þá að maður BARATTAN VID AUDNINA 17. tölublað 19Ctt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.