Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 6
Tómas Guðmundsson. hafa gengið byltingu næst I íslenzkum kveðskap! En fyrst er nú það, að run- hendan er síður en svo fráhvarf frá rími. Þar er haldið bæði stuðlum og höfuðstöfum og endarím notað í ofaná- lag. í öðru lagi er svo hitt, sem Matthías hlýtur að kunna skil á, að sú yarð ekki raunin, að hið mikla kvæði ylli því, að eftir tilkomu þess væri fornyrðislag eða dróttkvæður háttur úr sögunni og run- hendan kæmi í staðinn. Ég minnist þess ekki, að Egill sjálfur notaði nokkru sinni runhendu nema í Höfuðlausn, en eftir að hann orti það kvæði, kvað hann Sonatorrek, Arinbjarnarkviðu og fjölda lausavisna. Og langflest allra varð- veittra dróttkvæða ortu skáld, sem voru yngri en Egill! Eins og flestir aðrir, sem hylla að meira eða minna leyti hið órímaða form, virðist Matthías líta mjög á ann- an veg en Sigurður Nordal á menning- arlega þróun okkar íslendinga, en þó vitna þeir báðir til orða Nordals, Matthías og Sigurður A. Magnússon. Verður ekki annað séð en Matthías skilji ekki gildi andófs og virkra að- gerða Snorra Sturlusonar gegn dönsun- um. Hann segir Snorra hafa barizt gegn þeim án árangurs og telur þá íhalds- semi hans að hefja slíka baráttu bera framsýni hans og smekk ekki jafnfag- urt vitni og Heimskringla stíl hans og ritleikni. Æ, mikil ósköp eru að sjá höf- und Njálu-bókarinnar bera á borð ann- að eins og þetta! Hverju öðru en Eddu Snorra og fastheldni hans og nokkurra annarra manndómsmanna hans tíðar og aldanna næstu skyldi það mega þakka, að hér flæddi ekki yfir slík feiknaalda erlendrar riddaramenningar, sem átti sér enga stoð í íslenzkri sögu eða þjóð- félagsháttum, að hún skolaði burt lif- andi og virkri þekkingu á fornu skálda- máli og stuðluðu rími, sögulegum áhuga og þeirri tilfinningu fyrir íslenzkri tungu, sem kom jafnt fram hjá hinu eina blóðvitni íslenzks sjálfstæðis, Jóni biskupi Arasyni, sem hjá óviðjafnanleg- tun skörungi hins nýja siðar, Guð- brandi Þorlákssyni? Hvað mundi hafa valdið þeim undarlega samruna gamals og nýs, sem af urðu rímurnar, ef ekki áhrif Snorra Sturlusonar? Hvað um ís- lenzka tungu, bókmenntir og þjóðernis- tilfinningu og andóf gegn þjakandi á- hrifum nauðaaldanna miklu, ef hann hefði ekki skapað það meistaraverk vits, þekkingar og framsýni, sem reynd- ist okkur flotholt andlegs áhuga og staðgóðrar, þjóðlegrar kveðskaparhefð- ar um aldir í hafískrepptri vök hörm- unganna, undir konungs- og kaup- mangarasvipu og eldregni úr iðrum jarðar — svo sem Heimskringla varð Norðmönnum ómetanlegur aflgjafi glæsilegrar endurreisnar seint og um síðir?.... Sigurður Nordal, höfundur okkar menningarlegu stjórnarskrár frá 1924, einn hinn mesti heimsborgari okkar að menntun og menningarlegri fágun, hef- ur fært að því óræk rök, að heilbrigð fastheldni okkar íslendinga á menning- arerfðir og bókmenntahefð hafi aftur og aftur bjargað okkur frá bráðum voða. Hann sýnir svo ljóst sem verða má, að það sé hinu íhaldsverndaða samhengi íslenzkra bókmennta að þakka, „að skáld vor hafa farið svo fá gönuskeið á síðustu öld og verk þeirra fyrir bragð- ið úrelzt miklu minna en samtímabók- menntir annarra þjóða“......Með þessu móti“, segir hann, „hefur heilbrigt íhald bjargað miklum kröftum frá því að fara forgörðum, og það er ómetanlegt fyrir fámenna þjóð. Við megum ekki við því, að rithöfundar vorir svigni eins og strá fyrir hverjum goluþyt bókmennta- tízku, sem um Norðurlálfuna blæs, og verk þeirra verði svo framtiðinni ó- nýt“.... (Leturbr. mín. G.G.H.) Þetta mundi Matthías Johannessen geta skil- ið, en öðru máli gegnir um Sigurð A. Magnússon. Hann er þarna á öndverð- um meiði, harmar, hve natúralisminn reyndist hér tiltölulega áhrifalítill, harmar, að við erum enn nátengdir ís- lenzkum hugsunarhætti, mótuðum af íslenzkri erfðamenningu, telur skáld- verkin því lífvænlegri, sem skáldin fleygja sér hömlulausari út í straum tízkustefnanna, svigna „meir fyrir hverjum goluþyt, er blæs um Norður- álfuna“ — já — nú má bæta Ameríku við. 1H atthías talar 1 l»ók sinni um vindmyliubaráttu þeirra, sem hafa í ræðu og riti sýnt sársaukakennda rækt- ar- og ihaldssemi sina gagnvart gam- alli ljóðhefð. En sannarlega er það bar- átta við vindmyllur, þegar þeir Sigurð- ur A. Magnússon reiða til höggs gegn fjandskap okkar, sem viljum fara með gát, gegn erlendum straumum og stefn- um. Ég hef til dæmis áreiðanlega eytt samtals tíma, sem svarar nokkuð mörg- um árum, í að fylgjast með bókmennt- um umheimsins, og mér virðist það ekkert gortkennt að skýra að gefnu til- efni frá eftirfarandi staðreyndum: Ég hóf lestur erlendra bóka fjórtán ára gamall, þaulkynnti mér fram að 1930 norrænar bókmenntir og eftir því sem kostur var á bókmenntir annarra þjóða á þeim málum, sem ég gat lesið mér að gagni, frumsamdar og í þýðingum — og þá ekki sízt rússneskar og pólskar, og á árunum frá 1929—’30 las ég svo heiltækt bandarískar bókmenntir og þá einkum skáldsögur, að ég skrifaði mjög langa tímaritsgrein um skáldsagnagerð Bandaríkjamanna á öðrum og þriðja tug þessarar aldar — með stuttum inn- gangi um eldri bókmenntir þeirra, og jafnframt las ég frá því ég var ungling- ur bókmennta- og menningarsögu, svo sem ég til náði. Þessu hef ég haldið fram síðan, eins og mér hefur unnizt tóm til vegna skylduvinnu og ritstarfa. Samtímis hef ég kynnt mér félagsmál og stjórnmál, að svo miklu leyti sem menning þjóðanna er undir þeim komin og mér hefur verið unnt. Sérstaklega vil ég taka fram, að á dögum Rauðra penna og fram að 1948 varði ég geysi- miklum tíma í að kynna mér raunveru- lega stefnu ráðstjórnarinnar rússnesku, ekki sízt með tilliti til andlegra mála, fékk mann, sem kunni rússnesku til hlítar til að lesa fyrir mig og kynna mér markverðustu greinar í Literaturn- aja gazetta, kynnti mér n518 hln mlk!u rússnesku réttarhöld gegn fyrrverandi foringjum í byltingarliðinu rússneska og las öll sovézk skáldrit, sem ég fékk til náð í þýðingum. Þetta gerði ég í full- um skilningi þess, að einangrun og ein- hæfing, sem er ein tegund ófrelsis á vettvangi bókmenntanna, er engan veg- inn æskileg andlegu lífi ökkar íslend- inga, enda hygg ég, að Sigurður Nor- dal verði síður en svo sakaður um menningarlega einangrunarstefnu. — Hann segir í áðurnefndri ritgerð, þegar hann hefur fært sín þungvægu rök fyr- ir gildi stuðlasetningar íslenzkra ljóða og varðstöðu um hreinleik tungunnar: „En hættan getur ekki einungis staf- að frá þeim, sem vilja opna mál vort og menntir upp á gátt fyrir erlendu vogreki. Hitt er ekki síður varhugavert að vilja gera landið að þjóðlegu fjósi, þar sem enginn erlendur ljósgeisli skín inn, en japlað er og tönnlazt á Eddum og fornsögum um aldir alda“. Smávegis leiðrétting í ræðu sinni á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur 23. febr. sl. sagði Sigurður A. Magnússon, að með þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar á kviðum Hómers hafi verið brotið blað í íslenzkri bók- menntasögu. En það er nú síður en svo, að áhrif Sveinbjarnar Egilssonar væru ein að verki um mál- og formfegrun ís- lenzkra bókmennta á öðrum fjórðungi 19. aldar, — hvað þá um breytt efnis- val og viðhorf. Þeir Eggert Ólafsson og séra Jón Þorláksson voru þar ærið á- hrifaríkir, og það sem meira er: Lífs- starf þeirra sem skálda og andlegra leiðtoga er eitt hið eftirtektarverðasta og lærdómsríkasta, sem ég kann skil á. Eggert hreifst á námsárum sínum er- lendis af anda upplýsingarstefnunnar og varð brennandi í andanum um fræðslu og manndómsvakningu fslendinga, en samtímis var hann rammþjóðlegur, vildi meðal annars auka reisn og siðfágun fs- lendinga með því að taka upp ýmsa forna siði, sem á var höfðingsháttur. Hann hafði sem náttúrufræðingur glöggt auga fyrir fegurð og furðum íslands, en sá ennfremur nytsamleg gæði landsins og vann samhliða að aukinni þekkingu þjóðarinnar á því, sem það hafði upp á að bjóða og að vakningu trúar hennar á bjartari framtíð. Hann var jafnfjar- lægur guðsafneitun, hálfvelgjulegri skynsemitrú og meinlætakenndum bók- stafstrúarbrögðum, en allt þetta var uppi með Norðurlandaþjóðunum á náms- árum hans. í hans augum og hjarta var Guð hinn blessandi faðir gróandi mann- lífs og gróðursællar moldar, og var sú guðstrú í fyllsta samræmi við allt í senn: það bezta í þjóðlegri menningu hinna dugmiklu og fengsælu bænda og sjósóknara átthaga hans við Breiðafjörð, nytsemianda upplýsingarstefnunnar, að- dáun þá á sköpunarverkinu, sem nátt- úrufræðin hafði blásið honum í brjóst, og brýna þörf þjóðar hans. Svo urðu þá áhrif hans á þjóðina og bókmennt- irnar eins og gleggst verður af Huldu- ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Jón Þorláksson varð snemma kunnur og metinn af frumkveðnum ljóðum sín- um, og þá einkum lausavísum, sumum spaklegum, öðrum gamansömum, hnyttnum og stundum hvassyrtum. En þótt hann væri smekkvís vel að þeirrar tíðar hætti, orðsnjall og hagmæltur, skáru Ijóð hans sig ekki úr kveðskap annarra skálda að bragarháttum og báru ekki stórlega af að líkingasnilli, málfegurð eða hugmyndaauði. Það var fyrst er hann tók að fást við hin miklu skáldverk þeirra Miltons og Klopstocks, að snilli hans og andleg auðgi naut sín og blómgaðist. Hann mun hafa haft á tilfinningunni, að bragarhættir frum- kvæðanna samrýmdust ekki sem bezt íslenzkri ljóðhefð, en jafnframt fann bann, aS ekkl hæfSu þe!m þe!r bættir, sem á hans öld voru helzt tíðkaðir hér á landi. Og svo tók hann þá að svipast um eftir bragarhætti, sem ekki væri honum það erfiður, að hann tor- veldaði honum mjög að láta hugsun, hugblæ, myndsköpun og líkingar frum- kvæðanna njóta sín, en væri svo tiginn að yfirbragði, að hann væri samboðinn efni og anda hinna miklu skáldverka. Og sakir samhengis íslenzks máls og menningar reyndist honum bragarhátt- urinn ekki vandfundinn. Hann valdi fornyrðislagið, frumhátt íslenzkra Ijóða, hátt þann, sem er á Völuspá, Sonatorreki og fleira hins andríkasta, orðsnjallasta og stílhreinasta í fornum skáldskap ís- lendinga. Það mundi svo hafa komið af sjálfu sér, að hann lagði sig fram um að vanda mál og líkingar, Svo að hann fengi haldið hinum tigna og skáldlega blæ frumkvæðanna, og er auðsætt, að hann hefur sótt orð og þá ekki síður fordæmi um orðmyndun til höfunda eddukvæða og nafngreindra fornskálda, t. d. Egils, en einnig hefur hann viðað að sér úrvali orða úr óbundnu máli og af munni alþýðunnar, en atvikin höguðu því svo, að honum hafði gef- izt kostur á að kynnast tungutaki fólks- ins víða um land. Hann hafði kynnzt því í tveim sýslum Vestfjarða, dvalið í Vestur-Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnessýslum, í Borgarfirði og við Breiðafjörð og var frá því að hann var hálffimmtugur, búsettur norður í Öxna- dal. Það rrtundi verða að kallast tilvilj- un, að einmitt faðir Jónasar Hallgríms- sonar réðst aðstoðarprestur til séra Jóns, en sá, sem á annað borð ber skyn á ís- lenzka tungu, á anda hennar og blæ- brigði, hann sér, ef hann ber saman málið á þýðingum Jóns Þorlákssonar og á sumum fegurstu ljóðum Jónasar, að það er engin tilviljun og síður en svo eingöngu að þakka þýðingum Svein- bjarnar Egilssonar á kviðum Hómers og áhrifum erlendra skálda, hve vel meðfædd snilligáfa Jónasar nýtur sín, en þetta verður að minni raun ekki fullkomlega skilið eða skýrt nema menn hafi gert þennan samanburð, en Framhald á bls. 13 Sigurður Einarsson. 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. tölublað 1963 !

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.