Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 1
Mér þólti aldrei veruiega vænt um Adolf. Þegar við vorum lítil þá kom það fyrir, að ég jafnvel hataði hann. En mamma tilbað hann, og dekraði við hann meira en dæmi eru til. Ég varð að þjóna honum og hlýða öllum hans skip- unum, og þó var það rétt á takmörkum að hann gæti þolað mig. Honum var sama þó að mamma gældi við hann í allra augsýn, en ef ég ætlaði að sýna honum blíðu þá hrinti hann mér alltaf frá sér. Hann hafði andstyggð á að vera kysst- ur af konum.. Þegar eimhverjir úr fjöl- skyidunni komu í heimsókn, og kysstu alla eins og þá var títt, var hann van- ur að koma sér undan. Þegar mamma vildi að Adolf færi á fætur á morgnana, þurfti hún ekki ann- að en segja: „Paula, farðu upp og rektu r PAULA HITLER SEGIR FRA A dolf bróðir minn var einræðis- berra þegar á barnsaldri. Einn dag þegar Adolf bróðir minn var um það bil níu ára að aldri, klifraði hann upp í toppinn á einu af hæstu trjánum í garðinum ofckar. Hann sat yzt á mjórri grein sem svignaði í- ekyggilega undan honum. Hann þoröi ékki að hreyfa sig, en var of stærilát- ur til þess að kalla á hjálp. Leifcfélagar hans, einir fjórir, fimm drengir á hans aldri, kölluðu til hans að hann skyldi koma niður, en hann kallaði aftur, þó með hálfsfcjálfandi röddu: „Ég er konungurinn! Enginn ykfcar getur klifrað eins Ihátt og ég.“ Einn drengjanna kom hlaupandi inn í eidhúsið, þar sem ég og mamma vor- um að bakstri. „Frú Hitler, frú Hitler", hrópaði drengurinn í angist, „Adolf er uppi í trénu og kemst ekki niður.“ Mamma hljóp út í garðinn, og ég á eftir, og kallaði til Adolfs að koma nið- ur úr trénu. Ég sá að greinin sem hann sat á mundi þá og þegar brotna, eða minnsta kosti svigna svo mikið, að hann blyti er minnst varði að detta niður. Hinir drengirnir voru of litlir til þess ®ð geta klifrað upp og mamma sneri eér til mín viti sínu fjær af hræðslu. „Þú getur klifrað upp, Paula“, sagði bún. „Geturðu ekki séð að hann Adolf er hrædidur? — og ef hann dettur nið- ur þá rotast hann.“ Ég fór að klifra upp, en þegar Adolf sá það, læsti hann óhreinum höndunum tfastar um greinina, og andartaki síðar etóð hann niðri á jörðinni með ögrandi evip. „Ég vissi að ég gæti klifrað hærra en ellir aðrir", tautaði hann við sjálfan sig. Nú var hann ekki lengur hræddur, hann Ihafði gert það sem enginn af félögun- um hafði þorað að gera. „Eimhvern góð- »n veðurdag skal ég klifra eims hátt í hinu raunverulega lífi“, muldraði hann „svo hótt að enginn maður geti náð anér.“ E ina nótt, vorið 1945, minntist ég þessa atburðar eins greinilega og það befði skeð daginn áður. Þá nótt barði bermaður úr varnarliðinu á dyrnar hjá »nér. „Ég hef verið sendur til að tilkynna yður að Foringinn sé dáinn“ sagði iiann kuldalega. „Hvernig dó bróðir minn?“ spurði ég, „féll hann i stríðinu?11 „Foringinn stytti sér aldur“, sagði feermaðurinn. „Og kona hans Eva Braun?“ „Hún fór sörnu leiðina.“ BRÓÐUR SÍNUM Þegar ég horfði á eftir herm^nninum, varð mér á að hugsa, að nú he^ói bróðir minn klifraði eins hátt. og komizt yrði, svo hátt að enginn næði tii jians nema Guð einn. rembingskoss að homum Adolf og segðu að hanm eiigi að fara að klæða sig.“ Þetta dugði. Aður en ég hafði horft um öxi, var hann ailur á bak og burt. En það er aftur á móti ekki satt, eins og stundum hefur verið haldið fmm, að Adoli' hafi verið ónæmur fyrir kveai- legum ymdisþokka. En það er sannieikur að honum féll betur félagsskapur karla e kvenna. En það er langt fró þvi að konur hefðu engin áhrif á hann. Og ég er sannfærð um, að það er að vissu leyti sök tveggja kvenna að AdoM varð sá er hann var. Hatur er eins og krabbamein, sem vex og vex unz það hefur étið alla mann eskjuna upp. Bróðir minn tærðist upp af hatri. Fólk taldi sér trú um, að hann hefði ekki hæfileika til að elska, og áleit að hann hefði gifzt Evu Braun, af þvi að hún hafi átt von á barni." En ég vissi að Eva átti ekki von á neinu barni. Adolí giftist henni af skyldurækni. Eva vissi að hún mundi deyja um leið og Adolf, og vildi deyja sem eiginkona hans. En bróðir minn elskaði allt sitt Hf aðeins eina konu. Hún hét Greta Rauibal og var dóttir hálfsystur okkar, Angelu. Angela kom til Miinohen til þess að ger- ast ráðskona hjá Adolf, og hún var með dóttur sína með sér. Greta var um þess- ar mundir sjö eða átta ára. 3róðir minm hafði feiknarlegt dálæti á litlu stúlk- unni og umvafði hana allri þeirri ást sem hann átti til. Honum hafði alltaf þótt gaman að börnum. og nú var það þessi litla telpa sem allt snerist um. Þeg ar þetta var, vann Adolf við húsamál- un í Munchen. Hann hafði ekki mikil laun, en reyndi samt að spara samam, svo hann gæti seinna stundað verk- fræðinóm, en þrátt fyrir þetta gaf hann Gretu einhverja smágjöf á hverj- um laugardegi. Gretu þótti líka vænt um Adolf frænda og 1928 hafði húm néð þeim aldri að mega gifta sig. Adolí bað hennar, og hún játaðist honum. Og hálí- systir okkar samþykkti ráðahaginn. Greta var yndisleg stúllka, með skínandi fallegt Ijóst hár, og elskulega fram- komu. En ég er ekki viss um, að Greta hafi gert sér grein fyrir, að tilfinning- arnar sem hún bar til Adolfs hafi ekki verið ást, heldur góðvild. Umíhyggjö hans fyrir henni hafi ruglað hana í riminu. En þegar ég frétti að þessi gift- ing væri í aðsigi, brá mér ónotalega við. Ég vissi, að Adolf var metorðagjam, og að hann var ekki þannig gerður, að honum tækist að gera konu hamingju- sama. ekki mótfallin því, að þau gangi í hjóna- band. Og ég held að hann verði góður eiginmaður. En það er von, að þér svíði, Paula, því móðir okkar dekraði við hann á þinn kostnað. En þau verða áreiðanlega gæfusöm, og eignast fjölda barna. Við vorum bjá Stjörnuspámanni í gær, og það kom í Ijós að þau hafa bæði Venus að leiðar- stjörnu.“ Ég vissi að Adolf var mjög trú- aður á stjörnuspádcma, og að hægt væri segja fyrir örlög manna. En systir min sagði mér þá um leið, að gifting- unni yrði frestað um fimm mánuði Þetta var árið 1930, og í marz hafði Hmdenburg ríkiskanslari undirritað ymis skjöl, sem vakti óhemju reiði hjá hinu unga Þýzkalandi. Og það var í bar- attunni við ríkiskanslarann, að Adolf bróðir minn komst fyrst í snertingu við stjómmálabaráttuna í Þýzkalandi. Einn dag sagði hann við mig: „Ég \il sjá Þýzkaland voldugt aftur, eitt af leiðandi stórveldum veraldar. Ég veit að ég get endurreist Þýzkaland, og með eins góða konu við hlið mér og Gretu skal mér takast það.“ Einhverniveginn fann ég á mér að þetta mundi rætast. Því Adolf virtist strax á barnsaldri vera efni í forustumann. Mamma átti í miklum erfiðleikum með Adolf, því hann var veikbyggður að eðlisfari og berklaveikur. Hún hafðl þegar misst tvö börn, og það þriðja, Eduard, var ólæknandi. En mamma var ákveðin í, að Adolf skyldi lifa. Hún var Framhald á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.