Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 12
HITLER Framhald af bls. 1. oft á fótum á nóttunni til þess að gæta hans. Mig virtist hún aftur á móti varla sjá. Adolf var, að því er bezt varð séð, það einasta sem hún kærði sig um í þessum heimi. Faðir minn var bitur og aðfinnslu- samur, fljótur til reiði og skipti sér ekk ert af okkur börnunum. Hann lék sér aldrei við okkur, og ég held, að eink- um hafi Adolf liðið fyrir það að fá aldrei að vera með pabba og ræða á- hugamál sín við hann. Faðir minn var milli sextugs og sjötugs, þegar Adolf fæddist, en mamma tuttugu og níu. Mamma var vön að segja við Adoif, að karlmaður ætti að veita sér allt sem faann lysti, því lífið hefði ailt á boð- stólum, ef menn hefðu hugrekki til að grípa það, og biðu ekki eftir, að það kæmi af sjálfu sér. — Með öðrum orð- um, honum var kennt, að hann hefði frjálsar hendur til að gera allt sem hann langaði til. Skýrt dæmi um þetta er, að mamma keypti eitt sinn handa honum hálfhá stígvél, en félagamir í skólanum stríddu honum á stígvélunum. Svo kom hann og grýtti þeim í gólfið fyrir fram- an hana. En mamma átti enga aura til þess að kaupa fyrir aðra skó handa hon- um. En ég og hálfsystkini mín áttum nokkrar krónur í sparibaukum, sem við höfðum fengið fyrir sendiferðir hjá nágrönnunum. Mamma gerði sér lítið fyrir, tæmdi alla baukana, og keypti fyrir innihaldið aðra fallegri skó handa Adolf. Þetta fyrirgaf ég henni aldrei. Þegar þetta gerðist, var mjög farið að bera á ónærgætni hans, og hún fór í vöxt fyrir áhrif þessa uppeldis. egar pabbi var kominn á eftir- laun, fluttum við til Leonding í grennd við Linz. Adolf gekk í barnaskólann þar, og síðar í klaustrið í Lambadk, þar sem hann söng í kómum. Seinna tókst mömmu að nurla það mörgum aurum saman, að hann gat farið í gagnfræðaskólann í Linz. Þegar pabbi dó, 1903, fluttum við alfarið til Linz, mamma, Adolf og ég. En fjárhagur okkar var þá orðinn mjög bágborinn, og eftir tvö ár varð Adolf að hætta í skólanum. Þegar hann var sextán ára, versnaði honum brjóstveikin að nýju. Pabbi hafði dáið úr lungna- blæðingu, og mamma var örvingluð af hugsuninni um, að Adolf færi sömu leiðina. Hún sendi hann þessvegna til Theresu systur sinnar í Spítal, þar sem loftið var betra, og þar komst hann aft- ur til heilsu. 1906 fór Adolf í kynnisför til Vínar- borgar, og varð mjög hrifinn af þeirri borg. Eftir heimkomuna til Linz bað hann um að mega fara þangað aftur og stunda list. Honum tólost að sannfæra mömmu, en eins og kunnugt er, tókst honum ekki að ná prófi inn í lista- skólann. í desember 1907 skrifaði ég Adolf, og bað hann um að koma heim. Mamma hafði fengið krabbamein í annað brjóst- ið, og lá fyrir dauðanum. Eina ósk faennar var sú að fá að sjá Adolf áður en hún dsei. Adolf hefur verið talinn mannhrak, en ég horfði á hann stunda móður okk- ar deyjandi betur en nokkur annar hefði gert. Og hún dó, eins og hún hafði óskað, með hönd hans í sinni. Bróðir minn og ég vorum uppalin í kaþólskri trú, en hann var alltaf mjög fjandsam- legur kenningum kirkjunnar, sem hann sagði, að væri aðeins fyrir þræla. Margir hafa brotið heilann um, hvers vegna hann hafi hatað Gyðinga svo mjög, og hversvegna hann hafi verið svo ákveðinn í að útrýma þeim. Að- eins sárafáir vita, að það var vegna Gretu. Adolf hafði ekki mikið að bjóða Gretu og það vissi hún. Hann hafði lág laun, en var mjög sparsamur. Og Gretu, sem vann í verksmiðju, hafði líka tekizt að öngla svolítið saman, til kaupa á búshlutum. Skemmtanir þeirra voru fábreyttar, og þau voru alltaf heima á kvöldin. Adolf hafði aldrei kært sig um að taka þátt í skemmtanalífinu. En Greta líktist honum ekki algjörlega á því sviði. Hún sá fyrir sér falleg föt, dansleiki, fína bíla og ferðalög. Adolf hafði þrátt fyrir allt safnað það miklu saman, að hann gat fest kaup á litlu húsi og hreiðrað sæmilega um sig. Og 'hann var mjög hreykinn, þegar Greta og hann komu í heimsókn til mín, þrem vikum áður en brúðkaupið átti að fara fram. Og hann talaði af miklum áhuga um nýja heimilið og það litla sem hann ætti eftir að kaupa. Tveim dögum síðar kom einn af viðskiptavinum verksmiðj- unnar auga á Gretu; hann var þar í verzlunarerindum. Hún var yndisleg stúlka, há og grönn og björt, og kaup- sýslumaðurinn komst allur á loft. Hann bauð henni út að borða, lét sækja hana í stórum bíl með einkabílstjóra. Og honum tókst fljótt að fá hana til að gleyma Adolf. Litlu seinna hitti ég Gretu; hún var gjörbreytt. Þessi nýi vinur hennar hafði boðið henni allt það, er hún hafði áður séð aðeins sem draummynd. Viðhafnaríbúð, falleg föt, skartgripi, peninga, bíl —. Hún var gagntekin af hugsuninni um allt hið dásamlega sem biði hennar. Nokkrum dögum seinna fór hún að búa með auðuga kaupsýslumanninum, sem faafði lofað að giftast henni. Og Greta var ekki í neinum efa um, að hann mundi halda loforð sitt. En það gerði hann auðvitað ekki. Fyrir Adolf var þetta þvílíkt reiðar- slag, að hann varð aldrei samur maður. Hann heimsótti hana og ætlaði að reyna að telja henni hugfavarf, en hún neitaði að veita honum viðtal, og lét þjón segja honum, að hún ætti annríkt og vildi ekki láta ónáða sig. Og meðan Adolf beið í anddyrinu kom elskuhugi hennar heim og henti honum út. G reta eignaðist tvö börn með kaup sýslumanninum, en áður en seinna barn- ið fæddist, var hann orðinn leiður á faenni og búinn að reka hana frá sér. Um tíma reyndi hún að hafa ofan af fyrir sér og börnunum, en varð að lok- um að senda þau frá sér á barnaheimili. Sjálf var hún búin að vera, sökk stöðugt dýpra og dýpra, og 1931 fyrirfór hún sér. Einu kvöldi mun ég seint gleyma. Adolf kom og heimsótti mig, og það gerði hann aldrei nema honum lægi eitthvað mikið á hjarta. „Hún Greta er dáin“, sagði hann mjög beiskur. „Hún fyrirfór sér. Vin- ur hennar lofaði að giftast henni, en í þess stað rak hann hana á dyr. Ef Guð lofar, þá skal ég kyrkja hann í greip minni einhvern daginn.“ Adolf sagði þessi örlagaþrungnu orð hægt og stillilega, en samt fylgdi 'þeim svo mikill kraftur, að ég varð óttaslegin. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég komst að þvi, að maðurinn sem hafði tælt Gretu og eyðilagt líf hennar var Gyðingur. Adolf náði sér aldrei eftir sálarkval- irnar sem dauði Gretu og niðurlæg- ing ollu honum. Það voru brostnu von- irnar út af Gretu og heimilinu sem þau höfðu ætlað að skapa í sameiningu, sem gerðu hann að beiskum og hatursfullum manni. Ég veit vel, að í bókinni „Mein Kampf“ leggur hann áherzlu á margt annað, en það er enginn efi, að sorgar- saga Gretu leiddi hann út á þá afdrifa- riku braut, sem gerði hann að bölvaldi allrar veraldar. Almenningi er ekki kunnugt um, að kohur höfðu mikil áhrif á Adolf, þrátt fyrir það að hann gerði sér ekki háar hugmyndir um þær yfirleitt. En því verður ekki neitað, að það voru konur sem lyftu honum upp á tindinn. Anna Elisabeth von Ribbentrop, dóttir kampa- vínskóngsins Henke, var ein þeirra kvenna, sem höfðu mest áhrif bak við tjöldin. En það er ekki satt, sem sagt hefur verið, að þau hafi haft mök sam- an, önnur en þau sem viðkomu sam- eiginlegum áhuga þeirra á stjórnmál- um. Að Adolf varð orsök í dauða fjölda milljóna, verður ekki neitað. En hann ber ekki einn ábyrgðina; frú Ribben- trop og maður hennar gera það líka. Þau álitu að Adolf væri fæddur for- ingi, og studdu hann í hergöngu hans upp á valdatindinn. Þá var bróður mín- um orðið það ljóst, eins og öðrum stjóm málamönnum, að konur eru ómissandi, einnig í pólitík. ar sem konur eru með í spilinu“ sagði bróðir minn einu sinni, „haga flest ir karlmenn sér eins og hálfvitar. Þetta vald verður að nota til hagsmuna fyr- ir þjóðina.“ . Og út frá þessu sjónarmiði skapaðist öll framkoma bróður míns gagnvart konum. Hann umbar þær, meðan hann gat haft gagn af þeim stjórnmálalega séð. Kynferðislega hafði hann engan á- huga á þeim. Ég held að hann hafi glat- að áhuganum á kvenkyninu, þegar Greta Raubal dó. Það hefur verið sagt, að hann hafi sótzt eftir konum, en ég get fært sönnur á, að það eru ósannindi. Eina konan sem hann kærði sig um, fyr ir utan þær sem viðkomu stjórnmálum, var Eva Brauri. Og að hann giftist henni var áreiðanlega til þess að sýna henni virðingu og halda gefið loforð. Hann var í rauninni ekki ástfanginn af henni. Þegar ég nú Lít um öxl, yfir barn- æsku bróður míns, á ég oft erfitt með að skilja, að þetta fór sem fór. Stundum finnst mér þetta allt hafa verið ein hræðileg martröð. Ég skil það nú, að undirstaðan undir þessa ógæfu- sömu þróun var lögð þegar í bemsku faans. Hin takmarkalausa tilbeiðsla mömmu á þessum uppáhaldssyni sín- um eyðilagði hann gersamlega. Maður getur sagt, að mamma hafi rutt veginn fyrir hann. Veginn sem kom honum í þá aðstöðu að vera faataðasti maður veraldarinnar. Hann hafði slæm skapgerðareinkenni, en ég held samt, að ef hann hefði feng- ið rétt og strangt uppeldi þá hefði marg^ farið öðruvísi en fór. Sjálf hef ég ekki yfir neinu að kvarta, og þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Heimurinn veit tæpast að ég er til, því þegar allra athygli beinist að einum manni, verður systir hans að engu. Ég hef verið spurð hvort ég gæti samið viðeigandi grafskrift yfir bróður minn. Mér finnst að hún ætti að hljóða svona: Móðir hans skemmdi hann þegar á bamsaldri með taumlausu dekri. Hvað sem heimurinn annars segir um hann, þá veit ég, og nokkrir aðrir sem bezt þekktu til, að móðir hans stórspillti hon- um. Hann hefði máske getað orðið mik- ill stjórnmálamaður. Þess í stað kaus hann að gerast foringi ofbeldisstjóm- ar. Og þegar hann lézt 1945 — lét hann ekkert annað eftir sig en heilt synda- flóð af glæpum og hatri. Og nafn sem kemur Öilum ættingjum hans til að óska þess að þeir gætu gleymt, að þeim renn- ur sama blóð í æðum. Margrét Jónsdóttir þýddl. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. vera reimt þar, eins og víðar hérna i Englandi. En ég var nú ekkert smeykur við vofur, trúði mátulega á þær, satt bezt sagt. Nú — ég sannfærðist þá held- ur betur.“ Enn tók hann sér málhvíld, saup á glasinu sínu, leit út um gluggann, hugs- aði sig um og hélt svo áfram: „Þetta er gamalt hús, frá miðhluta seytjándu aldar, stílhreint, og stór garður í kring- um það. Frændi minn var piparsveinn, en hafði ráðskonu, sem enn var þarna, og auk hennar aldraður garðyrkjumað- ur. Allra bezta fólk, tryggt og trútt, þægilegt í viðmóti. Ég bjó um mig í íbúð gamla manns- ins, á annarri hæð. Það var fremur geðs- leg vistarvera, hátt til lofts, vítt til veggja; tvær stofur, auk svefniherberg- is, forn og fögur húsgögn, gömul mál- verk á veggjunum, ró horfinna tíma — ég kunni vel við mig. — Ráðskonan sá um mig, eins og ég væri barnið henn- ar, og ég hafði gaman af að tala við garðyrkjumanninn. En þegar ég spurði hann um vofuna, var tæplega hægt að toga úr honum orð. — Hún er nú þama á hæðinni, tautaði hann aðeins. Þú verður sjálfsagt var við faana. Það stóð heldur ekki á því. Ég sofn- aði vært í rúminu hans frænda. En um miðnætti vaknaði ég við það að kaldur gustur lék um andlitið á mér. Ég reis upp til hálfs — og sá hana þegar í stað. Hún stóð rétt við fótagaflinn.“ Hann sat teinréttur á stólnum, en drúpti höfði og hafði lokað augunum. Ég varð að bíða nokkuð lengi eftir fram faaldinu, því að enn virtist hann hafa gleymt stund og stað. Loksins leit hann á mig og hristi höfuðið, eilítið vand- ræðalega. „Ég sá hana mjög skýrt, og ég man þetta eins og það hefði gerzt í gær —■ en hvernig á ég að lýsa henni? Hún var umkringd bláhvítri birtu, og horfði beint í augun á mér, varla annað hægt að sjá en að hún væri lifandi mann- eskja. En ég vissi nú samt, eða þóttist vita, að svo væri ekki. Þótt ekki hefði verið annað en fötin hennar — léttur en talsvert útflúraður sumarkjóll frá Viktóríutímabilinu, og sveigur af hvít- um rósum um dökkt hárið yfir enn- inu. Og hún var einhvernveginn allt öðruvísi en konur á okkar tíð, háls- inn langur, afsleppar axlir, líkaminn allur fjarska fíngerður; ótrúlega grann- ar hendur — og andlitið, ávalt og fölt, fríðara en hægt er að lýsa. En augun verða mér ávallt minnisstæðust: stór og dimm, full af lifandi myrkri, undar- lega framandi, kannske ómannleg, og þó hlý. Ég get ekki komið orðum að þessu. Það var einhver spurn í þeim, sem ég skildi auðvitað ekki, og mér fannst hún ætlast til einhvers af mér. — Ég starði á hana stundarkorn, og svo fór ég að reyna að tala við hana. En það var eins og hún heyrði ekki til mín, eða gæti að minnsta kosti ekki svarað. Varir hennar bærðust efcki, eng- inn dráttur hreyfðist í andlitinu fagra, ekki frekar en hún væri vaxbrúða. Svipbrigðin voru öll í augunum, þessum dimmu, djúpu næturaugum, er voru svo — svo ómótstæðilega heillandi. Ég steig framúr rúminu, án þess að líta af henni, og fór í slopp utanyfir náttfötin. Mér var ekki ljóst hvað ég ætlaðist fyrir, en er ég gekk til henn- ar veik hún undan, sveif yfir gólfið og hvarf út um lokaðar dyrnar. Er ég opn- aði þær, beið hún mín á pallinum fyr- ir utan, en leið hægt niður stigann, þeg- ar ég nálgaðist hana. í forsalnum nam hún staðar anidartak og leit til mín, en hélt þvínæst áfram — út um læstar aðaldyrnar. Ég fór þeg- ar á eftir henni, en varð þó að hafa fyr- ir því að opna hurðina. Veðrið var unaðslegt, heiður himinn, alsettur stjörnum, og fullt tungl. I fyrstu sá ég hana hvergi, en kom brátt auga á hana þar sem hún stóð milli trjánna, skammt frá mér. Og nú beið hún þangað til að ég var kominn að hlið inni á henni. Við horðumst í augu nokkrar sekúndur, svo héldum við af stað hægum skrefum, í áttina til tjarnar innar með vatnaliljunum í garðinum bak við húsið. — Það var einkennileg ganga, og ég get ekki lýst því, hvernig mér var innanbrjósts. Ég fann ekki til beygs, en það var því líkast sem ég J2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. tbl. 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.