Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 11
s í y y i s I x P e n s u / # — Nú ég sé ekki betur en hjónabandið sé til fyrirmynd- arl MARRIAGE GUI&ANCE Pt&EON i NEVMS; 'ANDY CAPP ' v' ^ £ • ‘ 4 erlendum bókamarkaði Bókmenntir Die schwarze Tiir. Daniel Boul- anger. Carl Hanser Verlag 1965. „prosa viva“ 14. DM. 5.80. Carl Hanser Verlag gefur út bókaflokkinn „prosa viva“, sem á að kynna nýstárlegar bókmennt- ir. Alls hafa verið gefin út 16 bindi i þessum bókaflokki. Hér eru verk lítt þekktra manna, nýrra höfunda sem hafa sett saman verk, sem bókmenntalegir ráðu- nautar forlagsins telja athyglis- verð. Hér segir frá umferðamann- inum Petitgris, sem sezt að í þorpi í Norður-Frakklandi. Hann fær vinnu hjá bónda nokkrum, en er hrakinn þaðan og leitar hælis í niðurníddu garðhúsi hallar nokk- urrar þar i nágrenninu og það taka að gerast ískyggilegir at- burðir í þorpinu. Petitgris er göldróttur og fyrirkemur fjand- mönnum sínum, með því að rista nöfn þeirra á svarta hurð garð- hússins, eða svo álíta þorpsbúar. Vera hans þarna ógnar hversdags- legri tilveru íbúanna og að lok- um hverfur hann á braut. Sagan er mjög vel rituð og það verður eftirkeimur af henni. Höfundur er Frakki og hefur samið ágæt kvik- myndahandrit. Þýðingin er gerð af Elmar Tophoven. The Northmen Talk. A Choice of Tales from Iceland. Translated and with Introduction by Jacque- line Simpson. Foreword by Eric Linklater. Phoenix House Ltd. 1965. 30s. Þýðandinn hefur valið þær sög- ur og kvæði til þýðingar, sem hafa ekki áður verið þýddar á ensku, og auk þess gefur hún hér út þær sögur, sem ekki eru fáanlegar nú í enskum útgáfum. Tilgangur þýðanda með þessarl útgáfu er sá sami og höfundanna í upphafi, að skemmta. Hér eru sýnishorn úr goðafræðinni, æviþættir, ýkju- sögur og nokkur fornkvæði. Þetta er hin skemmtilegasta sýn- isbók og formálinn og inngangur- inn auka á gildi bókarinnar. Þýð- andinn gerir enga tilraun til þess að skrúfa upp málið í einhvers- konar íyrnsku, sem margir liafa reynt og venjulega mistekizt. Hún notar eðlilegt mál og það hæfir efninu betur en uppskrúfun og tilbúin fyrnska. Þetta er vel unn- ið verk og góður inngangur að ís- lenzkum sagnaauði. The Saga of Grettir the Strong. Translated by G. A. Hight. Edited with Introduction, Notes and Indexes by Peter Foote. Dent: Everyman’s Library 699. 1965. 15s. Þetta er hin snotrasta útgáfa, laglega prentuð og með ógætum skrám og sögukorti. Málið er eðlilegt, og er mesti munur að lesa söguna í þýðingu á eðlilegu máli, heldur en á því tilgerðarlega og margskrúfaða máli, sem áður þótti hlýða að nota í þýðingum á sögunum. Inngangurinn er ágæt- ur, stuttur og greinagóður. Sagan er rituð snemma á 14. öld og hver kynslóð hefur lesið hana með sín- um skilningi síðan. Þetta er ein sú vinsælasta íslendingasaga, og hef- ur orðið mörgum tilefni til ágætra bókmenntaverka. Landlýsingar England and Wales. A Traveller’s Companion by Arnold Fellows. Clarendon Press: Oxford Uni- versity Press 1964. 30s. Þessi bók er ætluð skemmti- ferðamönnum og öðrum sem áhuga hafa á ferðarölti og sögu þeirra staða, sem ferðazt er um. Bókinni er skipt í 15 kafla. Fyrstu kaflarnir eru um byggingu lands- ins og þær þjóðir, sem þar koma við sögu, Rómverja, Engilsaxa og víkinga, þarnæst koma kaflar um byggingar, kirkjur, klaustur, íbúðarhús og kastala. Þróun bygg- ingarlistarinnar er rakin með frá- sögn í máli og myndum. Þarnæst kemur skrá yfir öll skiri Englands, með því helzta, sem þar er að sjá. Þetta er mjög hentug bók fyrir þá sem vilja kynnast Englandi og sögu þess. Bókin er prýdd fjölda mynda og hverjum kafla fylgir bókalisti fyrir þá sem vilja afla sér frekari fræðslu um þessi efni. The Travcls of Marco Polo. Trans- lated with an Introduction by Ronald Latham. Penguin Books 1965. 7/6. Þetta er ein frægasta ferða-iga, sem samin hefur verið. Marco Polo er einn fyrsti langferðamað- ur, sem um getur, fáir ef nokkrir höfðu fyrir hans dag farið svo víða. 1271 fer hann áleiðis til Kína, þar sem hann var í mörg ár í þjónustu Kublais Khans; hannfær heimfararleyfi 1295. Með ferðabók sinni kynnir hann Evrópumönn- um hin fjarlægu Austurlönd, sagnir hans þóttu svo fjarstæðu- kenndar í fyrstu, að hann var nefndur stórlygari og settur i dýflissu. Með þessari bók hans kynnast Evrópumenn Kínaveldi frá fyrstu hendi. Fáar ferðabækur hafa verið jafnmikið lesnar og þessi, og hún hefur síður en svo misst gildi sitt með árunum. Ævisögur Allenby by Brian Gardner. Cass- ell and Company Ltd. 1965. 30s. Allenby skrifaði aldrei minn- ingar sínar, sem var og er þó mik- ill siður með herforingjum. Hing- að til hefur hans verið minnzt sem mannsins, sem aðstoðaði Lawr- ence í Palestínu, en sú mynd verður með þessari bók meira en lítið rangfærð. Höfundur ævisög- unnar fékk aðgang að bréfum, minnisblöðum, ræðum og athuga- greinum Allenbys og með þess- um heimildum hefur hann sett saman ævisögu sem mun vekja furðu og undrun. Hann var mað- ur athafnarinnar, ákveðinn og hik laus á úrslitastundum. Hann vakti með mönnum bæði ótta og virð- ingu. Þekking hans á hernaðar- sögu var yfirgripsmikil. í bréfum hans til eiginkonunnar birtist hann hvað gleggst. Hann hataði stríðið og hafði einlæga samúð með fjandmönnunum. Hann tók þátt í Búa-stríðinu og heimsstyrj- öldinni fyrri og herfrægð hans verður hvað mest við töku Jerú- salem 1917. Hann var oft á önd- verðum meið við herráðið og það kom síðar fram að hann stóð flest um herforingjum framar i hern- aðarlist. Þessi bók er algjört end- urmat á Allenby og hann fær þann sess í sögunni sem hann á vissulega skilið. Heimildaskrá fylgir og myndasafn er ágætt Jóhann Hannesson: ... ÞANKARÚNIR „Hugmyndir og hu,gsjónir brezka heimsveldisins" er ekki stór bó:k, en mjög skýr, enda var það ætlun höfundar að hún væri við alþýðu skap.Þó var efnið á sínum tíma flutt við ýmsa háskóla. Höfundurinn (E. Barker) reit bókina um það leyti, sem verið var að breyta heimsveldinu (empire) í sam- veldi (eommonwealth) og er hún fyrir þá sök lærdómsríkari en ella. Greindar eru í bókinni margar heimsveldahugsjónir aðrar en þær brezku, þar á meðal hugsjónir hinna fornu Moskóvíta, Grikkja, Rómverja og frænda vorra þýzkra, sem átt hafa sér í sögunnar rás fyrsta, annað og þriðja ríkið. — í eyrum vorum lætur orðið heimsveldi (imperíum) ekki sér- lega vel, og er það fremur sök blaðanna en skynseminnar. Menn telja það e.t.v. fánýtt að kynna sér hugsjónafræði heimsvelda, en þessi veldi hafa komið við sögu vora, og átök heimsvelda hafa breytt ýmsum íslendingum úr fátækl- ingum í ríka menn, aukið verklega þekkingu margra, en litlu bætt við andlegan þroska; en meira rnáli skiptir þó — ef jarðarbúar hugsa til sambúðar í friði — að nauðsynlegt er að skilja nokkur af þeim öflum, sem knýja þjóðirnar áfram á braut sinn'i Hitinn frá mannfjöldasprengingunni kyndir nú undir ýmsum útþensluhugmyndum, og það er ekki að undra þótt menn hugsi um hvar hinn mikli mannfjöldi eigi að lifa og á hvaða hátt. Þegar búið er að þýða orðið imperium (empire) á íslenzku og kínversku, blasa við tvær hugmyndir, all-ólíkar, en þó skyldar: Útþensla um heiminn og sterkt miðlægt vald (Tí-kwoh), eða yfirdrottnun. í hugtakinu samveldi er síðari þátturinn horfinn en samlieldni komin í staðinn. Á mið- öldum merkti imperíum ekki annað en sjálfstætt landsvæði í Rretlandi, ríki sem var óháð öðrum valdaaðilum en sjálfu sér. Breyting verður um leið og ríki eignast ítök í öðrum löndum og tekur að flytja út vörur, menn, hugmyndir o.fl. Elztu „heimsveldi“ sögunnar áttu sér sterkt miðlægt vald, en mikill munur var á þessum rikjum eftir því hvaS menn hugsuðu um valdið og tilgang þess. Sums staðar var vald- hafinn talinn guðdómur, og þar þurfti engin lög, heldur að- eins orðsendingar frá honum, og skáru þær úr öllum mikil- vægum málum og voru æðri venjum og óskum manna. Þannig þurfti Faraó engin fjárlög; þjóðarframleiðslan beindist nálega öll að hofum og pýramídum og jarðarfara-vísindum. Lög gátu því lítt þróazt þar í landi. Þar sem þjóðihöfðiniginn hins vegar var mennsk vera, sem fór með umboð frá guð- dómlegum verum eða Himni, þar voru lög nauðsynleg og gátu jafnvel þróazt (i Kína, Mesópótamiu, Hetitaríkinu o.fl.). — Ólíkt öðrum þjóðum var hið forna ísraei, þar sem Guð hafði gert sáttmála við þjóð og valdhafar stóðu undir skuld- bindingum sáttmálans og voru þannig undir lögum, en ekki yfir þeim. Þar gátu þróazt bæði lög og mannréttindi og stjórnarskrá orðið til, svo sem Devteronomíum (sbr. 5. Móseb.) Markmið heimsvelda kunna því að vera margvísleg. Þar sem ekki er um pýramída að ræða sem æðsta markmið — eða stórborgarsmíð — er einhvers konar útþensla nærliggjandi. Skortur á jarðnæði leiðir til landveldastefnu, mikil fram- leiðsla til verzlunarhyggju, vöruskortur til ránsveldastefnu eða víkingaveldis, en iðnaður og fjármagn leiðir til inn- limunarstefnu af einhverri gerð, peningaheimsveldastefnu. f sambandi við útiþenslu þjóða á svæðum, sem þegar eru mannabyggðir, verður ekki hjá árekstrum komizt, og hafa slíkir árekstrar sums saðar leitt til útrýmingar þjóða (Kina, Austur-Síbír, Ameríka). Önnur neikvæð áhrif eru tvöfeldnin, þar sem til verður tvöfaldur þegnskapur, tvöföld mannrétt- indi og ýmislegt annað, sem veldur klofningi í sálum og samfélagi manna. Hjá þessum klofningi verður ekki komizt í heimsveldi, en aftur á móti í samveldi. Hjá heimsveldunum er hins vegar að finna margt jákvætt, sem hagnýta má til samstöðu þjóða og til heilla fyrir lif þeirra og velferð. Hér kemur mönnum sennilega fyrst í hug tæknin, með kostum hennar og göllum, en félagslegar upp- götvanir, svo sem póstur, almennir skólar, hreinlæti, hjúkrun og læikningar, eru líka þættir í þeirri menningu, sem vestræn heimsveldi hafa flut.t út til annarra þjóða, og síðast en ekki sízt, hugsjónir um slmenn mannréttindi. Það er meðal annars þessum og öðrum andlegum þáttum að þakka að brezka heimsveldið hrundi ekki, eins og mörg önnur, heldur um- breyttist í samveldi. Þessi breyting hefir þegar tekið áratugi og á sér enn stað, og er meðal þeirra þátta í samtíð vorri, sem gefa von um friðsamlega sambúð þjóða, að hún er ekki ómöguleg. 18. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.