Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 9
I ú er kominn sá tími þegar ríki og baer rjúka upp með andfælurn eftir vetrarsvefninn og byrja í óða önn að tæta í sundur götur. Einn góðan veðurdag eru mættir ferlegir menn með ferleg verkfæri að plægja þennan endalausa akur. Líklegast eru hvergi í viðri veröld grafin önnur eins fyrn af skurðum miðað við mannfjölda og í Reykjavík svo að dæmi sé nefnt. Skolpveitan þarf að eignast sína skurði og síðan síminn og þá rafveitan eins og nærri má geta og þá vatnsveitan og síðast en ekki síst blessuð ylvolga hitaveitan. Það má með lagi grafa fimm skurði í eina götu á einu sumri. Ég þykist ekki hafa meira vit á þessum hlutum heldur en kötturinn, og ef fyrrnefnd- ir aðilar eða verktakar þeirra þykj- ast þurfa að grafa fimm samsíða skurði í sama vegarspottann á sama árinu, þá situr ekki á mér að vera með ólund. Sjálfsagt mundi allt fara á ringulreið ef reynt yrði að pota vatninu og símanum og öllu hinu hafurtaskinu ofan í sama skurðinn eða sama stokkinn. Frú Stefanía á Laufásveginum, sem ætlaði í mesta meinleysi að hringja á manninn sinn, fengi vatnsbunu í eyrað; eða maður- inn hennar í Stjórnarráðinu, sem ætlaði í mesta meinleysi að kveikja á lampanum sínum, skolaði niður hjá rikisstjórninni. Það kæmist allt í háa loft þykist ég vita, og maðurinn sem átti uppátækið og lét grafa einn fer- legan skurð í staðinn fyrir fimrn pínulitla, hann yrði líklegast hvers manns kvikindi. É, I g átti nokkurn þátt í því að torvelda Reykvíkingum lífið tvö síð- ustu árin fyrir stríð; fimmtán sextán ára pjakkur að leggja djöfullegar beinbrotsgildrur fyrir borgarana. Mig minnir ég hafi fengið eina niu- tíu aura um tímann fyrir kvikindis- háttinn. Ég get ekki láð mönnum síðan þó þeir hafi yndi af skurðum. Það er ógleymanleg stund þegar hús- ið er umkringt af skurðum. Þarna gægist húsmóðirin örvita af angist út um svefnlherbergisgluggann. Þarna húkir vinnukonuálkan gjörsamlega ringluð á skurðbakkanum. Og þarna kemur húsþóndinn eins og þrumu- ský út um forstofudyrnar og ætlar út á tröppur, en það eru bara alls engar tröppur í dag þvi miður, því að við fjarlægðum þær í þýtið i morgun. Þarna kemur löggan á harðastökki og spyr í fyrsta lagi nærgætnislega hvort húsbóndinn sé víða brotinn og í öðru lagi (og ekki alveg eins nær- gætnislega) hvort við sjáum ekiki að fólkið sé í svelti. Þá kemur verkstjór- inn askvaðandi á klofháum bússum, því að skurðurinn er (hæ, gaman!) fullur af vatni. Síðan hefst einskonar ráðstefna þar sem húsbóndinn er Johnson og verkstjórinn er Kosygin og aumingja löggan er U Tant. John- son er á sokkaleistunum og með kúl- rur á víð og dreif um skrokkinn og það hefur slitnað niður um hann að lausir (eins og hann orðar það), en Kosygin segist aldrei á sinni lífs- fæddri ævi hafa heyrt annan eins helvítis munnsöfnuð, og U Tant bið- ur menn með grátstafinn í kvenkun- um' að sýna stillingu. ar á kemur vinnukonan. með inniskó húsbóndans og vesling% kon- an hans klöngrast út um forstofu- dyrnar og byrjar að toga í skyrtu- lafið hans. Þetta er nákvæmlega eins og í Berlinarvitleysunni þegar litlu þjóðirnar byrja í ofboði að toga í laf- ið á þeim stóru. Johnson sefast nokk uð við þetta og fer í inniskóna og YiV£R.r A9 FA«-4y IAILI ? ætla að láta loka skurðinum eftir viku til að varðveita friðinn. Síðan komum við pjakkarnir, stórir og smá ir, og leggjum planka yfir skurðinn svo að húsbóndinn komist á kontór- inn og vinnukonuálkan komist í mjólkurbúðina og veslings frúin kom ist á hárgreiðslustofuna þar sem hún mun andvarpa af mikilli list framan í aðrar frúr sem lika eru umkringd- ar af skurðum. E l kkert skil ég í Þjóðviljanum að láta sér detta í hug að kalla Loft- leiðaflugmenn verkamenn eins og hann kvað hafa gert í ritstjórnar- grein fyrir tæplega fjórum vikum. Morgunblaðið var andaktugt yfir þessu uppátæki, og mig skal ekki undra. Það er voðalega hættulegt að láta svona vitleysu út úr sér. Þetta situr í fólki eins og fyrirsögnin í Vísi í fyrra: Menn almennt ánægðir með skattana. Sannleikurinn er vit- anlega sá að menn eru aldrei ánægð- ir með skattana, því að það stríðir einhvernveginn á móti mannlegu eðli; og eins verða menn dálítið gramir (að ekki sé meira sagt) þegar reynt er að læða því inn hjá mönn- um með lymskulegu orðalagi að fimm hundruð þúsund króna flug- maður sé í sama bát — og eigi þá skilið sömu samúð að vænta má — og knappt hundrað og fimmtíu þús- und króna verkamaður á Eyrinni. Ef Loftleiðaflugmaður er verka- maður, þá er Kjartan Thors formað- ur Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðsson framkvæmdastjóri hjá Standard Oil og ritstjórar Þjóðviljans heita Silli og Valdi. Mér finnst alltaf dálítið raunalegt þegar greindir menn kom- ast í þvílíkan æsing eða vilja sýna þvílíka þjónkun að þeir byrja að skrifa bull. Loftleiðaflugmenn geta naumast_ hafa verið hrifnir af þessu írafári. Ég trúi því ekki að málstað- ur þeirra sé svo afleitur að þeir þurfi að fljúga þotunum í gallabuxum. Og etf ég hefði haldið áfram að torvelda Reykvíkingum lífið með djöfullega upphugsuðum beinbrotsgildrum við bæjardyr þeirra, þá kynni ég þeim blaðamönnum litlar þakkir sem legðu að líku lífskjör mín við skófl- una og svo mannanna sem sigla loft- ið. X rúnaðarmaður minn í versl- unarstétt segir mér að niu hundruð króna frönsk sólgleraugu, sem komu nýlega á markaðinn, renni út „eins og heitar lummur“. Þau kváðu ekki getað rispast og ekki geta brotnað, og lyfsali nokkur sem hefur þau á boðstólum fullyrðir að þau geti ekki tapast heldur. Verðið veldur því að fólk þorir ekki að líta af þeim. E aflan 1 fallinu. Hann veifar hand- leggjunum og spyr hvort við séum orðnir band-sj óðandi-hringlandi-vit- andvarpar af alefli framan í U Tant. Kosygin vei'ður líka stilltari og hysj- ar upp um sig bússurnar og segist inhver kynni líka að hafa gaman af að heyra nýja skilgrein- ingu á orðinu voraur (eint.: voma) sem kom fram á ísienskuprófi í gagn fræðaskóla, — svohljóðandi: Vomur: Maður sem er dauður en veit það ekki. Þætti mér ekki ótrúlegt, að hún hefði heyrt huldukonutnar kveða, og ljúflinga slá hörpu sina í mánaskini á björtum vetrarkvöldum. Ströndin norður frá Kaldbak er reka- sæl. Gtsli Sigurðsson er síðar var kall- aður „hinn ríki“ ólst upp við Kaldbak, Eitt sinn, er hann var á ferð um strönd- ina, sér hann stórt rekatré birtast i brini löðrinu, og hyggst festa það, svo það taki ekki út aftur. Skammt frá var sel- ur, sem fyrir forvitnissakir varð fyrir trénu og sálgaðist. Gísli nær hvoru- tveggju á þurrt land. Heldur hann heim með selinn, en er hann var skamfnt á veg kominn lítur hann um öxl, og sér þá mórauða tófu snuðra í brautinni, og var það hennar hinnsta ferð. Þótti þessi för í frásögur færandi. Þar var haft að orði um auðsæld Gísla að 3 höfuð væru á hverri kinda hans. —r Jón Sigurðsson var að leita um- sagna merkra manna um kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, skrifar Gísli í Bæ, að kjörgengi og kosningarétt eigi ekki að miða við efnahag, allir hafi jafnan rétt til áhrifa á þjóðmálin, því allir séu menn þegnar þjóðTélagsins. Kolbeinsvík var innsta býli í Árneis- hreppi. Síðasti bóndinn flutti þaðan 1943. Neðan við hraunið við víkurbotn- inn er slétt grund, og þar er hið gamla tún, en þarna er hlýlegt. Yfir víkinni gnæfa brúnahvöss og ferleg Skreflu- fjaill og Birgisvíkurhyrna. Úthafið var Fi-amhald á bls. 10. 18. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.