Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 10
SÍMAVIÐTALID Úthreiðslan hefst úti á landi 12210. — Vikublaðið Fáikinn. — Er ritstjórinn við? . — Sigurjón Jóhannsson. — Góðan dag, þetta er hjá Lesbók Mbl. Hvernig gengur að auka sölu blaðsins? — Eigendaskiptin urðu í lok október, en það var ekki fyrr en í byrjun febrúar, að fram- kvæmdar voru þær breytingar, sem unnið hafði verið að um nokkurra vikna skeið. Svo fór salan að aukast í lok þess mán- aðar og hefur haldið áfram sið- an. Fyrst urðum við varir aukn ingar úti á landi, en síðar í Reykjavík. — Hver er skýringin á því? — Reykjavík er erfiðari markaður en landsbyggðin. Hér er meira við að vera og þar lesa menn blöð af meiri ná- kvæmni og taka því fyrr eftir Svavar Gests skrifar um: YJAR PLOTUR. NÝJAR PLÖTUR. Það er af sem áður var þegar það þótti merkisviðburður ef hljómplötur með enskum hljómsveitum eða söngvur- um komust á hinn svonefnda vinsældalista í Bandaríkj- unum. Það var í mesta lagi á 2—3 mánaða fresti að ein og ein ensk plata skaut upp kollinum, platan hans Cliffs Richards, „Living doll“, frá því fyrir fimm árum var m. a. ein þeirra. Nú hefur þetta alveg snú- izt við. Af tíu mest seldu (og þá um leið vinsælustu) plötunum í USA um siðustu helgi voru hvorki meira né minna en níu með enskum hljómsveitum og söngvurum. f efsta sæti var „Mrs. Brown you’ve got a lovely daught- er“ með Herman’s Hermits, en hljómsveitin nýtur gífur- iegra vinsæida í USA um þessar mundir, var þar á hljómleikaferðalagi fyrir nokkru. í þriðja sæti er nýjasta Beatles-platan „Tic- ket to ride“, í fjórða er Wayne Fontana með lagið „Game of love“ og í fimmta sæti Seekers með lagið „I’ll never find another you“. í sjötta sæti er svo Petula Clark með lagið „I know why“, sem hefur tekið við af „Downtown" og síðan kemur Herman’s Hermits aftur og nú með lagið „Silh- ouettes" og þá Freddie and the Dreamers með „I’m tell- ing you now“, þá koma Roll ing Stones í níunda sæti með lagið „The last time“. í tí- unda sæti er svo brezk hljóm sveit, sem heitir Sounds Or- chestral með lagið „Cast your fate to the wind“. Allt eru þetta brezkir kraftar nema Seekers, sem eru frá Ástraliu, en hiutu reyndar frægð og frama eftir að þeir settust að í Bretlandi. Eini Ameríkumaðurinn, sem á plötu í einu af tíu efstu sæt- unum, er Gary sonur Jerry Lewis gamanleikara með lagið „Count me in“. Frami brezkra hljómsveita hefur heldur betur aukizt fyrir til- stilli Beatles og ekki nóg með það, í næstu fjörutíu sætum eru um tuttugu plöt- ur brezkar. Platan, sem er í efsta sæti með Herman’s Hermits hef- ur verið efst í tvær vikur, en búast má við því að ann- aðhvort Gary Lewis eða Beatles fari upp fyrir hana í næstu viku. Platan hans Gary er búin að vera á vin- sældalistanum í sex vikur, var fyrir þremur vikum í 11 sæti svo sjöunda og núna öðru. En „Ticket to ride“ var þá í 59. sæti síðan 18. og nú þriðja svo það verður sennilega hún, sem komin verður í efsta sætið þegar þetta birtist á prenti. Mikill meirihluti þessara hljómplatna hefur fengizt í verzlunum hér, ýmist í Fálk anum eða HSH Vesturveri, innflutningi hagar orðið þannig, að nýjar plötur koma vikulega og hefur Fálkinn heldur betur tekið sig á í þeim efnum. Hér eru plötur með enskum söngvur um og hljómsveitum mest keyptar. Amerískir kraftar seljast illa og hvergi heyr- ist lengur mirmzt á Elvis Presley. Síðasta plata hans, „Do the elam“, var ekki góð. Hann er samt ekki af baki dottinn og er með nýja plötu á vinsældalistanum, hún er í 39. sæti og fer sér hægt, þar er hann aldrei þessu vant með gamalt lag, sem hann reynir að endur- vekja „Crying in the chapp- el“. Gaman verður að fylgj- ast með því hvernig honum tekst til. En Elvis kallinn er svo sem ekki í neinum vand ræðum, plötur skipta hann áreiðanlega ekki máli leng- ur. Hann leikur í 3—4 kvik- myndum á ári og fær senni- lega góðan skilding fyrir! essg. breytingum á þeim, hvort sem þær eru til hins betra eða verra. Við fáum einnig hlut- fallslega fleiri bréf frá lesend- um úti á landi, þar sem blað- inu er ýmist hælt eða það gagn rýnt. Þessi bréf eru okkur mik- ils virði. Það er mjög gaman að finna lifandi áhuga lesend- anna. — Hafið þið stuðzt við bréf- in í nokkrum breytingum á blaðinu? — Já, við höfum stundum haft hliðsjón af þeim í efnisvali. í fyrstu áttum við oft mjög erf- itt með að gera okkur grein fyrir því, hvernig við ættum að hafa hlutfallið milli léttmetis og fræðandi og vandaðra efnis. Ýmsar ábendingar hafa hjálp- að okkur nokkuð. — Hvert finnst þér hlutfall- ið eiga að vera? — Stefna okkar er sú, að þar sem þetta er heimilisblað, þá eigi allir meðlimir fjölskyld unnar að geta fundið í því eitt- hvað við sitt hæfi. Við höfum í huga að stækka blaðið í haust upp í 52 síður til að auka fjöl- breytnina og auka rými fyrir auglýsingar, svo að eðlilegt hlutfall verði milli þeirra og lestrarefnis. — Æskilegt er að hafa sem mest af innlendu efni í blaðinu. Við fengum til dæmis teikni- myndasögu af Sæmundi fróða eftir Harald Guðbergsson, sem teiknar Ása-Þór í Morgunblaðs- lesbókinni. Þá ætlar Gisli J. Ástþórsson að teikna syrpu af myndum fyrir okkur með text- um frá sjálfum sé. Hefst birt- ing þeirra í næsta blaði með teiknimyndinni „Kokkteil- partí“. Við erum hreyknir af því að geta birt þetta efni, sem er að mínu áliti mjög vel unnið. — Hve margir vinna á rit- stjórn Fálkans? — Við erum þrjú, Steinunn S. Briem, Ragnar Lárusson, teiknari, og ég. SUNNUDAGUR Framhald af bls. 9 nú kyrrt oig ládauður sær, en þegar það æeist upp af stórviðri, gjörir það þennan stað dulúðugan og geigvænleg- an. Skammt er milli fjallsróta og sjáv- ar. Bærinn í Kolbeinsvík hefur verið reistur uppi við hraunröndina við tæra lind, sem sprettur fram undan hraun- Inu. Hefur þar verið nokkurt afdrep fyrir sviptivindum, sem þama eru feiki- legir. Sú saga er um tilkomu hraunsins, að til forna hafi búið í fjallinu tröllkona er hafði ímugust á bóndanum og vildi hann á burt, en það vafðist fyrir henni. Ákvað hún þá að spyrna stykki úr fjallinu yfir bæinn, og þar með tor- tíma bónda og hyski hans. Nótt þá, er þetta skyldi framkvæmt, gisti hjá bónda Guðmundur góði Hólabiskup; verður hann var við hvað til stendur, og er hann heyrir hávaðann fer hann út, og breiðir faðminn mót skriðunni: „Hjálpa hér, Drottínn, eigi má vésa- lingur minn“. Á sömu stundu er þetta var mælt, stöðvaðist grjóthrunið. 3ærinn mun hafa staðið undir hraun veggnum við lindina, sem Guðmundur góði hefur sennilega vígt neytendum vatnsins til blessunar. Þess er ekki get- ið að óhapp hafi hent byggð né búend- ur í Kolbeinsvík. Er við stöndum á grónum rústunum, þar sem við vitum að fólk hefur búið, er sem við heyrum skóhljóð kynslóð- anna, nemum gleðihljóð þeirra sem hamingjan var hliðholl, þrumurödd leið toganna og stunur og ekkasog hinna sjúku og öidnu. Við reynum að skyggn- aot með sjónum andans inn í myrkur liðinna kynslóða, en í gegnum þann þétta skóg eru aðeins strjálir og fáir geislar, sem birtast í sögunum. Megin- mörkin eru myrkvuð. Svo er um flesta þá er dvalið hafa í Kolbeinsvík. En aug- ljóst er, að þeim hefur verið skorinn þröngur stakkur í landrými og lífskjör- um. Ég sé í anda fámennan hóp heima- fólks, sem dvelur í lítilli, dimmri bað- stofu. Úti fyrir er norðanhríð og fann- kyngi, svo kofarnir eru að fara í kaf. Veðurofsinn dunar í fjallaskörðunum, en hafaldan biltist að hleinunum með Iheljarafli, svo jörðin titrar. Ég skynja vorið í töfrum sínum, bjart, kyrrt, loft- ið mettað af angan og ilmi vallargróð- ursins. Og miðnætursólin sindrar á haffletin- um og byggir brú úr geislum sínum um kvikan hafflötinn frá hleinunum fyrir neðan túnið til himins. Er ég snéri frá bæjarrústunum, og lindinni var sem til mín væri talað: Hver verður hlutur þinn, 20. aldar mað- ur? Þetta var sem viðlag frá liðnum öid- um. Bifreiðin rann hægt og mjúkt inn 4 þjóðveginn, þar var hraði hennar auk- inn. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 18. tbl. líKíS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.