Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 7
----------- SÍMAVIÐTALIÐ ______ Sérmenntað hótelfólk vantar 20211. — Hótel Saga, góðan dag. — Er hótelstjórinn við? — Andartak . Konráð Guð mundsson, gerið þér svo vel. — Góðan dag, okkur hérna við Lesbókina langaði til þess að vita, hvernig hótelvertíðin hefði gengið í sumar. — Hún hefur gengið mjög vel. Þrjá helztu vertíðarmánuð- ina, júní, júlí og ágúst, var nýting gestaherbergja 90%, sem er mjög gott. Nú er heldur far- ið að dofna yfir þessu, en þó var nýtingin 70% fyrstu fimm- tán dagana í september, og ég geri ráð fyrir að sú hlutfalls- taia haldist út þennan mánuð. í vetur býst ég við, að nýting- in verði 40—50%. — Eiga ráðstefnur, sem hér eru haldnar, ekki mikinn þátt í svona góðri nýtingu? — Jú, þetta hefur mikið byggzt á ráðstefnum hjá okkur í sumar. Þær eru margar haldn- ar hér að öllu leyti, því að hér er öll aðstaða og þjónusta fyr- ir hendi, svo að þátttakendur þurfa ekki að fara út úr hús- inu. Hér fá þeir fundaherbergi, mat o.s.frv. Nú er nýlokið tveim ur ráðstefnum, stórkaupmanna og útvarpsmanna, og 18. sept. koma hingað bandarískir blaða- rpenn á vegum International Newspapers’ Association. Mest hefur verið hér um Skandí- nava í sumar, vegna alls kon- ar norrænna móta, en um tíma bjuggu hér menn af 18 þjóð- ernum. Þá hafa verzlunarmenn hvaðanæva að gist hér í stór- auknum mæli í sumar. — Dregur ekki töluvert úr starfseminni á veturna? — Við sjáum auðvitað fram á, að gistingum fækkar, en aft- ur á móti eykst veitingasalan, svo að þetta mætir hvað öðru. Þá hafa ýmis félög vetrarstarf- semi sína hérna, halda veizlur hér, fundi, spilakvöld o.s.frv. Þessi vetrarstarfsemi hefst þeg- ar í október. — Tekur hið nýja gisti'hús Loftleiða ekki eitthvað frá Hót- el Sögu? — Það verða áreiðanlega næg verkefni fyrir öll gistihúsin á sumrin, en ég veit ekki enn* hvernig það verður á veturna. Ég býst við, að Loftleiðahótelið taki aðallega til sín „nýtt fólk“, þ.e. fólk, sem ekki hefði komið hingað áður, en kemur nú vegna aukins flugvélakosts Loftleiða og sérstakra kjara, sem félagið býður. Ég á von á, að við höldum því, sem við höfum, a.m.k. fólki, sem ekki er í neinum skipulögðum ferða lögum, en farþegar Loftleiða gista auðvitað í nýja hótelinu. Ég held, að öll gistihús í Reykja vík muni hafa nóg að gera á háannatímanum yfir sumarið, en veturinn verði erfiður hjá flestum. — Hvað er mikið gistirúm í Reykjavík? — Við hýsum 150 manns í 90 herbergjum, og Loftleiðahótelið tekur á þriðja hundrað manhs. Allt í allt geta gistihúsin hér tekið við 600—700 gestum. Það er þörf fyrir allt þetta gistirúm á sumrin, en ég er hræddur um, að ekki verði allir hótelhaldar- ar ánægðir 6—7 mánuði árs- ins. — Hvað um verðlagið? — Ég hef miklar áhyggjur af því. Að mínu áliti er verð- lagið hér nú 20—30% of hátt, til þess að ísland geti haft veru legt aðdráttarafl sem ferða- mannaland. Það er kostnaðar- samt fyrir ferðamenn að kom- ast til landsins og frá því aft- ur, svo að viðurgerningur hér má ekki vera mun dýrari en annars staðar. Fólk hefur sætt sig við gistingargjaldið, en því finnst matur of dýr, og eru kvartanir nú farnar að-berast vegna þess. Ég sé ekki fram á annað, en allt sé að verða 20— 30% of .dýrt. — Nokkrar leiðir til úrbóta? — Eitt mundi a.m.k. ekki skaða neinn aðila þjóðfélagslega séð, og það er að leyfa okkur að hækka útsöluverð á áfengi. Væri vínverðið rýmkað, gætum við haldið niðri verði á nauð- synjahlutum, og áliti ég það til mikilla bóta. Vín er tiltölu- lega ódýrara hér en annars stað ar, meðal annars vegna þess að skammtarnir hjá okkur eru í stærra lagi. Enski sjússinn er t.d. 2Vz centilítri, sá danski 3 cl., en okkar íslenzki sjúss er 4 cl. Fengist lagfæring bæði í sam- bandi við vinrrál og vinálagn- ingu, gæturn við haldið öðru verði niðri. — Hvernig lízt þér annars á gistihúsarekstur hér, þegar verð lagið er undan skilið? — Ég horfi björtum augum til framtíðarinnar að því leyti og kvíði því alls ekki, að óyfir- stiganlegir þröskuldar verði á veginum. Þessi atvinnurekstur á sér örugga framtíð. Að einu leyti þarf þó að gera stórátak nú alveg á næstunni; þ.e. í menntun sérhæfðs starfsfólks. Islendinga skortir nú tilfinnan- lega fólk, sem hefur lært allt viðkomandi hótelrekstri; dyra- vörzlu, gestamóttöku o.sfrv. Hér þarf þrennt að haldast í hendur: Auglýsingastarfsemi til að auka ferðamannastrauminn, hótelbyggingar og aukin. mennt un starfsfólks, er getur annazt það, sem auglýst er. Það þýðir ekki að halda áfram að aug- lýsa Island sem ferðamanna- land úti um allan heim og reisa ný gistihús af kappi, ef ekkert sérmenntað fólk er fyrir hendi til að sjá um ferða- mennina. Ýmislegt í rekstri ný tizkulegs gistihúss er ekki hægt að læra hér. Hér þarf að vera fullkominn hótelskóli, en ekki bara matsveina- og veitinga- þjónaskóli. Aukin menntun hótelfólks er brýnasta viðfangs efnið í þessum málum eins og stendur. Sólarljósi breytt i saltvatn Vatnsihreinsunarstöð, sem mun vera ein í sinni röð, hef- ur nýle-ga verið komið upp á Symi-eyju, sem er í 40 km. fjarlægð frá Rhodos, Grikk- landi, og á hún að bæta úr vatnsskortinum þar. Stöðin var teiknúð af amer- ískum einkafyrirtækjum, sem einnig sáu um uppsetningu hennar, fyrir peninga, sem amerískur mannvinur gaf. Hún á, áður en lýkur, að hafa 400.000 gallóna geyma, til að taka við þessum nýja vatns- forða. Hreinsistöðin er þannig gerð, að fyrst voru gerðar langar og grunnar „víkur“ úr sandi og möl, en fóðraðar með gúmdú'k, til að gera þær vatnsheldar. Síðan var svart, hitafælið efni sett inn í víkurnar. Saltvatni var síðan dælt í þær og þær þaktar gagnsæju plastefni, en hitinn, sem lokast inni undir plastinu hækkar hitastig vatns- ins. Þá safnast gufa á plastið, kólnar aftur og rennur í geym- inn sem ferskvatn. Þessi 400.000 gallóna geymir er í smíðum uppi í fjallshlíð- inni ofan við bæinn. Á hverju kvöldi er saltið hreinsað úr ví'kunum og þær fylltar aft- ur af saltvatni fyrir næsta ~ vinnudag. Bæjaryfirvöldin í Symi gáfu land undir stöðina og íbúarnir undirgengusit að vinna að byggingunni fimmta hvern dag, kauplaust. Omnur hreinsistöð er fyrir- huguð á annarri grískri eyju, en staðurinn hefur enn ekki veri'ð ákveðinn. Svavar Gests skrifar um: NÝJAR P TUR Al'lmikið af nýjum hljóm- plötum kom í Hljóð'færa- verzlun Sigríðar Helgadótt- ur í Vesturveri fyrir stuttu. Að sjálfsögðu eru enskar hljómsveitir og söngvarar þar í meiri hluta. Ber þar fyrst að telja Dave Clai-k Five, sem eru að vinna sig upp aftur með hverri plöt- unni annarri betri síðustu mánuðina. Þarna kom „I like it like that“ óg „Hurt- ing inside“. Bæði eru lögin góð og í þessum aúðþekkta Dave Olark Five anda. Síðan er hann Ilerman og hans Hermits með enn eina plötuna, sem núð hefur met sölu erlendis, þetta er lag- ið „Im Henry VIII, I am“ sérlega skemmtilegf lag, og svo „The end oÆ the world“, gamalt lag, sem áð- ur hefur vei'ið sungið bet- ur. Þá kemur hún Marianne Faithfuill, sem ýrnist symgur dægurlög í þjóðlagastíl eða þjóðlög í dægurlagastíl og að þessu sinni rneð lögin „This little bird“ og „Morn- ing sun“. Þessi plata kom á markaðinn í Englandi fyrir nokkrum mánuðum en hefur sennilega ekki fengizt hér fyrr. Fyrra lagið er ágætt og Marianne, þótt ek'ki hafi hún mikla rödd, geðþekk söngkona. Þá eru það tvaer amerisk- ar hljómsveitir, sú fyrri er „Gary Lewis and the play- boys“ me'ð lö-gin „Save your heart for me“ og „Without a word of warning“, og allt bendir ti;l þess, að þetta verði þriðja metsöluplatan þeirra í röð. Þetta er senni liega vinsælasta unglinga- hljómsveitin í Ameríku. önn ur h'ljóm'sveitin, sem ekki er nema nokkurra mánaða, vrJkti á séx athygli með laginu „Wooly Bu(ily“, sem máðd fyrst metsölu í Amerí'ku og svo í Englandi í sumar. Þetta er sérkenni- legt lag og allgóð hljóm- sveit. Hitt lagið á þessari plötu er „Ain’t gonna move“. Að sjálfsögðu komu miklu fleiri plötur í HSH, Vesturveri, sem ekki er hægt að minnas't á hér að sinni. Auk þess kom al'l- mikið af 33. snúninga plöt- um. Lög úr söngleikjum og ýmislegt fl'eira eigulegt fyrir fólik, 9em ekki er „spennt fyrir“ bítlamúsi'k- inni. essg. ILIKEIT LIKE THAT LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 29. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.