Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 8
A5 sjá í myrkri M iTl. annkindin hefur lítið þegið af kettinum eða uglunni. Uglan getur flogið, kötturinn hugsar um sitt, en bæði geta séð í myrkri. Það væri æskilegt, ef maðurinn gæti öðlazt hinn fyrrnefnda hæfileika dýranna, enda þótt litlar líkur séu nú til, að svo verði. En hitt hefur gengið betur, að sjá í myrkri, því að nú geta menn séð hluti, sem eru svo ógreinilegir, að jafnvel kötturinn eða uglan sjá þá ekki, þrátt fyrir sína skörpu sjón. Þetta er gert með myndmagnaran- um, áhaldi, sem gefur frá sér meiri birtu en á það fellur. Þessi hæfileiki til að auka birtuna er í sjálfu sér ekkert merkilegt eða nýstárlegt. Hann hefur verið í stöð- ugri þróun síðan fyrstu sjónvarpstil- raunirnar voru gerðar á þriðja ára- tug aldarinnar. En endurbætur á þessum 40 árum hafa gert mynd- magnarann að handhægu áhaldi til vísindarannsókna, hvort sem er í læknisfræðinni eða varnarmálum. N i i okkrum nýlegum framförum á þessu sviði var lýst fyrr á þessu ári í Washington á ráðstefnu, sem haldin var — hin níunda í röðinni — um geislun og hálfleiðara. Ein skýrslan hafði fram að færa fyrstu Ijósmynd- irnar, sem teknar voru við eigin birtu ofurlítillar sjávar-lífveru, Noctiluca Miliaris. Dartmouth-skólanum, tóku mynd af Noctiluca með því að nota mynd- magnara í sambandi við smásjá og myndavél. Undir venjulegum aðstæð- um mundi birtan frá dýrinu verða of dauf til þess að nokkur mynd að viti gæti komið út á Ijósmyndaplötu. Með magnaranum sínum fundu vís- indamennirnir ýmislegt, sem ekki hafði áður verið vitað. Þeir fundu, að ljósgjafarsvæðin voru á yfirborði ein- frumungsins Noctiluca, að þessi svæði hafa tilhneigingu til að skipta sér í hálfmánalagaða bletti og að þeir fær- ast úr stað á yfirborðinu. Þýðing þessara uppgötvana liggur enn ekki Ijóst fyrir, en ekki hefði verið hægt að sjá þetta án myndmögnunar. M yndmagnarar byggjast á þremur undirstöðuatriðum: katóðu, sem gefur frá sér elektróna, kerfi af elektrónaaugum og fosfórskermi til móttöku myndarinnar. Birtan frá því, sem skoðað er, fellur á katóðuna að framan og þrýstir elektrónunum aft- ur. Fjöldi elektróna sem losna frá ’katóðuskerminum er í hlutfalli við ljósmagnið, sem fellur á þann sér- staka blett. Þannig kemur fram elektróna-„mynd“ af hlutnum. Rafmagnssvið hraðar þá elektrón- unum, og veitir þeim aukinn kraft. Önnur rafmagnssvið safna svo elektr- ónunum saman, líkast því sem linsa ljósgeislum, og þau lenda á fosfór- Framhald á bls. 12. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Hópur vísindamanna frá Princeton- háskólanum, háskólanum í Illinois og BALTAZAR skreytsr kirkjuna í FLATEY á BREIÐAFIRÐI Baltazar vinnur að skreytingunum. S pánski listmálarinn Baltazar er lesendum Lesbókarinnar að góðu kunn- ur, því að undanfarið hefur hann. oft myndskreytt síður hennar. Nú fyrir nokkru fréttum við, að hann hefði málað kirkjuna í Flatey á Breiðafirði í suraar og málað myndir úr lífi og sögu byggð- arinnar í Flatey á lofthverfinguna. Við hrugðum okkur hví á heimili hanis og Kópavogi og spurðum hann um tildrög þessarar kirkjuskreytingar. — Upphafið var það, segir Baltazar, — að mc 'álparinn í Flatey, Steinn Ágúst, bað mig að aðstoða við að velja liti á kirkjuna innanverða. Hún hafði ekki verið máluð lengi, og gamla máln- ingin var hvít og köld, eins og í frysti- húsi. — Ég athugaði málið og sá þá, að þarna var stór hvelfing í loftinu, um 100 fermetrar, alveg tiivalin til þess að myndskreyta. Ég hef skreytt kirkjur á Spáni, svo að ég er ekki alveg reynslu- laus í þessum efnum. Lútherskar kirkj- ur eru yfirleitt minna skreyttar en kaþólskar, en nú virðist vera komin upp hreyfing í þá átt að fegra þær fyrr- r,efndu meira en gert hefur verið. Eink- um held ég, að Norðmenn og Svíar slandi framarlega í þeim efnum. — Jæja, þetta varð til þess, að ég bauðst til þess að mála og skreyta kirkj- una Flateyingum að kostnaðarlausu, ef þeir greiddu fyrir mig far og fæði. Til- boðinu var tekið á sóknarnefndarfundi, Framhald á bls. 11. 29. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.