Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 10
SIGGI SIXPENSARI 1. Gleðileg' jól, elskan! — 2. — Koss — 3. Fæ ég ekkert í jólagjöf. — 4. Varkossinn ekki nóg? ^ ‘ - - ’.i ‘ Á erlendum bókamarkaði Penguin-bækur The Brothers and other plays. Terence. Penguin Books 1965. 4/6. Terence var uppi á árunum 186- 159 f. Kr. Hann er með fyrri leik- ritahöfundum Rómverja og grísku áhrifin dyljast ekki í verkum hans, en þrátt fyrir það hefur hann haft áhrif á þróun leikrita- gerðar á Vesturlöndum. Þessi leik- rit eru gamanleikir, sem áttu að stytta mönnum stundir, þetta var dægradvöl og leikir hans urðu mjög vinsælir. Handrit leikritanna varðveittust betur en margt annað, og stafaði það bæði af vinsældum og aðdáun lærðra manna á latínu þeirri, sem þau voru rituð á. Þegar kemur fram á endur- reisnartímabilið er farið að leika verk hans aftur, en á miðöldum var lítið um veraldlega leikstarf- semi. Áhrif hans á síðari tíma leikritahöfunda urðu mikil. Þessi leikrit eru þýdd af Betty Radice og hún skrifar einnig greinagóð- an formála um höfundin og verk hans. The Pot of Gold and other plays. Plautus. Penguin Books 1965. 6/—. Plautus er talinn fæddur 254 og lézt 184 f. Kr. Hann setti saman leikrit eftir grískum fyrirmynd- um, og hefur ef til vill þýtt sum þeirra úr grísku. Leikrit hans eru raunar staðfærð grisk verk en gefa þó góða mynd af rómversk- um hugsunarhætti og einkum rómverskum smekk. Þessi leikrit eru fyrstu rómversku bókmennt- irnar, sem nú eru víð lýði, og þessvegna hafa þau geysilega þýð- ingu sem bókmenntasögulegar minjar. Leikritin eru þýdd af E. F. Watling og eru gefin út í þeim tilgangi að þau verði leikin á nú- tíma leiksviði. Penguin hefur einnig gefið út annað bindi leik- rita þessa höfundar. sem er „The Rope and other plays“. The History of the Church from Christ to Constantine. Eusebius. Translated by G. A. Williamson. Penguin Books 1965. 8/6 Eusebius frá Sesarea setti sam- an nokkur rit og meðal þeirra er þetta, sem er eina kristnisagan sem til er frá upphafi og fram um 300 eftir Krist. Þetta er eitt merk asta heimildarritið, sem til er um þetta efni, höfundur var enginn sérstakur stílisti, en ritið er mjög fróðlegt, og þýðandi gerir það læsi legra með niðurröðun og fyrir- sögnum, einnig sleppir hann end- urtekningum,. sem óþarfar mega teljast.. Hér er að finna ýmsar sögur og athugasemdir, sem hvergi eru til annars staðar. From Blake to Byron. The Peli- can Guide to English Literature. Vol. V. Ed. by Boris Ford. Pengu- in Books 1965. 4/6 Þetta er fimmta prentun þessa bindis. Þessi bókmenntasaga er í sjö bindum. Megináherzlan er lögð á þjóðfélagslegar forsendur bókmenntanna og þá þýðingu sem þær hafa fyrir nútímafólk. Hverju bindi fylgja mjög ýtarleg- ir bókalistar og skrár yfir höfund ana og verk þeirra. Þetta er eitt þeirra mörgu ágætu ritsafna, sem Penguin gefur út. The Man of Property. John Gals ■ manns. Georg vann um tíma, sem sinni heidur hann, að sósíaiism- worthy. Penguin Books 1965. 6/—. Þetta er fyrsta bókin í bóka- flokknum um Forsytana, sem er ein frægasta skáldsaga þessarar aldar. Það hefur sjaldan verið dregin upp betri mynd af enskri millistétt aldámótaáranna en höf- undur gerir í sögu Forsytanna. „In Chancery", önnur bókin í Forsyta-bálknum, er einnig til í Penguin. Early Voyages and Northern Approaches 1000-1632. Tryggve J. Oleson. The Canadian Centenary Series. Oxford University Press 1964. 42/—. Svo er ráð fyrir gert, að prenta sögu Kanada í sautján bindum, og er þetta rit það fyrsta þeirra. Bókin fjallar um fund Kanada og endurfund og samband þjóðanna, sem byggðu austurströnd lands- ins við Evrópuþjóðirnar á mið- öldum. Fyrsti hluti bókarinnar er um komu íslendinga til þessa landsvæðis, höfundur byggir mjög á íslenzkum heimildum, enda er varla öðru til að dreifa, nema ef vera skyldi fornminja- rannsóknir á frumstigi. Höfundi hættir nokkuð til þess að gera söguna fyllri en efni standa til, og fabúlerar um það, að Pýþeas hafi komið til íslands eða Thule Höfundur gleypir við kenningum Jóns Dúasonar um samruna ís- lendinga á Grænlandi og þjóða á norðausturströndum Kanada og tekur ýmislegt fleira úr ritum þess góða manns, sem getur ork- að tvímælis. Það er auðvelt að hafa uppi getspeki og styðjast við hæpnar forsendur, þegar um er að ræða efni, sem lítt er rannsak- að og stundum varla gjörlegt að rannsaka, en úr slíku verður ekki saga heldur fabúla. Merk- ustu landkönnuðir norðurslóða á miðöldum voru íslendingar, þeir þekktu norðurhöfin öllum betur og löndin, sem að þeim lágu og fóru víða. Þetta er verð- ugt rannsóknarefni, en erfitt, því að miðaldalandafræði er oft hreinn óskapnaður, nema í ís- lenzkum heimildum. Þrátt íyrir ýmsar hæpnar staðhæfingar er bókin skemmtileg aflestrar og fylgja myndir, bókaskrár og at- hugagreinar. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR „ÞAÐ skulu öll hjón vita, að þau geta ekki gert Guði, kristn- inni, heiminum, sjálfum sér eða niðjum sínum neitt gagnlegra né betra en að ala börnin sín vel upp. Því að þetta er beinasta leið þeirra til Himinsins, og ekki munu þau geta áunnið sér Himininn á neinn auðveldari eða betri hátt en með þessu verki. Hins vegar er ekki auðveldara að ávinna sér helvíti á neinn annan hátt en með atbeina barna sinna. Og ekki geta foreldrar tekið sér neitt fráleitara fyrir hendur en að vera skeytingar- lausir um sín eigin börn, láta þau bölva og ragna, læra van- sæmandi orð og vísur og lifa lífinu að eigin vild. Til eru jafp vel þeir foreldrar, sem sjálfir hvetja þau til að bera þarflaust skart eða lifa veraldlegu lífi til þess eins að þóknast veröldinni, ná miklum metorðum og safna auði og bera jafnan meiri um- hyggju fyrir að fullnægt sé líkamlegum þörfum en þörfum sál- arinnar. Engin eyðilegging er meiri í kristninni en sú, sem staf- ar af því að börnin eru vanrækt. Ef kristnin á aftur að rétta við, verða menn vissulega að byrja með börnunum, eins og gert var til forna. Falskur kærleikur foreldranna blindar þá, svo að þeir hugsa meir um líkama barnanna en sál. En börnin eru dýrmætur, eilífur fjársjóður, sem foreldrum er falið að varðveita, svo að djöfull, heimur og hold steli þeim ekki eða tortími. Og eftir 'dauðann munu foreldrar verða að gera rækileg reikningsskil fyrir þeim á efsta degi.“ Á þessa leið talaði Lúther fyrir nálega hálfri fimmtu öid um ábyrgð foreldra á börnum sínum. Það er skammt hugsað að álíta að vor eigin öld sé hin fyrsta, sem gefur börnum gaum, þótt aðstaða til að búa vel að þeim sé nú miklu auð- veldari en hún áður var. Það er álit margra fróðra manna að siðbótarleiðtogarnir hafi lagt grundvöllinn að síðari alda upp- fræðslu almennings á Vesturlöndum, og vakið ráðamenn þjóð- anna til að gefa skólamálum gaum í miklu víðtækara mæli en áður tíðkaðist. Ungir fræðimenn skrifa nú vísindarit um þessi efni og finna heimildarannsóknum mörg sígild sann- indi um uppeldið, er fram hafa verið sett fyrir mörgum öld- um. Vor á meðal er að vísu alloft talað og stundum ritað um ábyrgð foreldra á uppeldi barna sinna. í raunveruleikanum er þeim aðilum stöðugt að fjölga, sem skipta sér af uppeldi barnanna, sumir til góðs, aðrir til ills. Skólar vorir eru ríkis- skólar í enn ríkara mæli en með flestum þjóðum. Vér búum við ríkisútvarp og bráðum einnig ríkissjónvarp, hlýðum flesta daga á ríkisrekna auglýsingastarfsemi, og látum styrkja íþrótt- ir og barnagæzlu af opinberu fé. Þá hafa blöð flokkanna og fyrirtæki skemmtanaiðnaðarins mikil uppeldisáhrif á börnin. Svigrúm foreldranna er stöðugt að þrengjast, svo að afskipti :teðja að úr öllum áttum, einkum í þéttbýli, strax og börnin taka að vaxa upp úr frumbernsku. Það er því á vorum tímum mikil freisting fyrir foreldra að láta sálarlegt uppeldi barn- anna eiga sig, en sjá um líkamlega velferð þeirra eftir beztu getu. Margt af þessu er almennt mannfélagsástand í nútímanum og snertir mörg mannfélög önnur en vort. Það, sem er einna furðulegast, er, hve létt menn taka því, þótt það sé rifið niður, sem þeir hafa byggt upp, og hve seinir menn eru að bregðast við því, sem þeir vita þó þrátt fyrir ýmsar takmark- anir, að er mjög óæskilegt fyrir sálir barnanna. Við fyrstu sýn virðist svo sem börn i voru þjóðfélagi (og unglingar) hafi allsnægta nóg, og þar með þurfi engar áhyggj- ur að hafa af þeirra líkamlegu velferð. Nánari athugun sýnir hins vegar að kjör þeirra eru mjög ólík, þótt þau líði ekki skort. Sum börn læra ekki að vinna neitt til þarfa, önnur hafa of mikið að gera, svo að þeim er ofboðið við vinnu. Börnin búa ekki við sult, en víða við mjög óheppilegar lífsvenjur. í stað þess tómleika og daufleika, sem áður var víða fyrir hendi, er komin ótrúlega mikil ítroðsla alls konar orða og hljóða, sem trufla sálarlíf þeirra. Þótt ráðstefnur vísindamanna vari við of miklum hávaða og telji geðheilsuspillandi, eru margir foreldrar, sem iáta sig þetta engu skipta, né heldur svefnþörf og leikþörf barnanna. Orð Lúthers eiga enn erindi til voi 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.