Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 15
land, þar er hann vi'.di. I>á bar hann íyrir borð kirkjuviðinn allan og bað þar koma >-,em Ásólfur vildi. En Aust- menn komu vestur í Vaðil. En III nótt- urn síðar kom viðurinn á Kirkjusand að Hólmi, nema 2 tré á Raufarnesi á Mýrum. Haíldór lét gera .kirkju 30 álna og viðiþakta og helgaði Kolumkilla með iguði.“ c . krm heilags Ásólfs einsetumanns hefur staðið í kirkju heilags Kolumba á Hólmi; hafa þar margir beygt hné sin í bæn og hlotið bót meina sinna. Hin unga íslenzka kirkja eignaðist hér dýrling, sem hefur verið tilbeðinn í nærliggjandi sveitum. Heimildir skortir, hve víðtæk heigi Ásólfs hefur verið, en frændur hans á Hólmi munu hafa haldið henni á lofti eftir föngum og munkarn- ir í Bæ, lærisveinar Hróðólfs biskups sem dvaildi hér til ársins 1049 eða 19 ár frá því u.m 1030 og virðist bæði hafa haldið kóaustur og skóla í Bæ. Hann var náinn frændi engilsaxnesku konunganna é Englandi og gerðist að lokinni ís- lándsdvöl sinni ábóti í hinu fræga Ab- irígdon-klaustri á Englandi. Mætti teljá heilagan Ásólf ármann byggðarinnar við Hvaifjörð; kann vera að írskra áhrifa gæti þar enn í 'dag. Guðsmenn í kirkjurri heilags Kbluirii- ba á Hólmi (Innra Hólmi) og Esjubergi og í Jörundarholti (Görðum) hafa ákall að heilagan Ásólf og Kolumba, læri- meistara hans; svo mun einnig hafa veí'iö í kirkjunni í ,3æ. Lýkur hér frá- sögu atf Ásólfi alskik Konálssyni. A 1 »■ nruar maður, er hér var helgur kaulaður, var Þorlákur ábóti Loftsson í Þykkvabæ í Álftaveri. Hann var son Lofts Helgasonar ráðsmanns í Skálholti, bróður Árna Helgauonar Skálholtsbisk- ups (d. 1320), þess sem reisti veglega dómkirkju í Skálholti eftir bruna kirkj- unnar á þorra 1309. Einnig er getið að Árni ha.fi sett elliheimiii presta í Gaul- verjabæ í Flóa. Kona Lofts og móðir Þorláks var Borghildur, dóttir Eyjóifs ofsa Þorsteinssonar og Þuríðar Sturlu- dóttur á Sauðafelli Sighvatssonar. Loft- ur var ráðsmaður í tíð Staða-Árna Þor- láksfjanar Skálholtsbiskups (d. 1298), og stóð mjög gegn lögleiðing Jónsbókar á Alþingi 1281. Var landráðasök dæmd á hendur honum af mönnum konungs. Var hann lengi í Noregi í þeim málum, kom út 1287. Seinna eða eftir 1291 bjó hann í Haukadal í Biskupstungum. Þorlákur hefur lært a/!lar klerklegar listir í Skál- holti undir handarjaðri föðurbróður síns, Árna biskups. Hann hafði forstöðu Þykkvabæjarklausturs í Veri á sein- ustu árum Loðmundar ábóta 1307-14 þar. Á því tímabili eða um 12 mánaða skeið var þar Lárentíus klerkur Kálfs- son, síðar Hólabiskups, og hélt skóla og kenndi mörgum klerkum og bræðrum, meðal annarra Runólfi nokkrum, sem fékk að skólanafni heitið anima, sem þá var siður. Þorlákur varð ábóti 1314 og hélt til dauðadags 1354. Bræður í Möðruvaliiaklaustri í Hörg- árdal höfðu brennt klaustrið af vangá, komið i druikknir heim at Gáseyri, verzl- unarstað við Eyjafjörð: Tók síðan Hóla- biskup undir sig staðinn en skipaði bræð ur í vistir. Bræður kærðu fyrir erki- biskupi í Niðarósi og kom bróðir Ingi- miundur Skútuson af Noregi 1328 með bréfum erkibiskups í þessum málum Var sá boðskapur svo látandi, að þeir herra Jón biskup Halldórsson af Skál- holti og herra Þorlákur ábóti voru skip- aðir „judices delegati“ að dærna á milli Hólabiskups, er þá var Lárentíus Kálfs- son, og bræðra á Möðruvöiilum. Átti Þorlákur ábóti í ferðum með Skálholts- biskupi norður í land í málum þessum. Var aftur sett klaustur á Möðruvöllum. Fór Þorlákur tvisvar í þeim erinda- gjörðum norður í land. í Lárentíusar sögu Kálfssonar er ekki getið mikið uim hans hlut í málum þessum, en geta má þess til, að það hafi helzt verið til frið- arstili'.is. Erfiðleika hefur Þorlákur átt í klaust urstjórn sakir óhlýðni bræðra. Getið er í Lögmannsannál 1343: „Item þá kom út Jón biskup Sigurðsson. Tók hann Arngrím og Eystein ad correctionem, bræð'ur í Veri í Þykkvabæ, fyrir það, er þeir börðu á Þorláki ábóta sínum. Var Arngrímur settur í tájárn ea Eysiteinn 1 hálsjárn." Árið áður, 1342, hafði Þorlákur orð- ið að flýja klaustrið, en tók völd aftur þar eftir aðgerðir Jóns biskups Sigurðs- sonar. Annar hinna óhlýðnu kanúka var enginn annar en Eysteinn Ásgrímsson skáld, er kvað hið fræga helgikvæði Lilju og átti einnig í óvægum deilum við Gyrð ívarsson biskup í Skáliholti. Hvort þegar í lifanda lífi hafi farið orð af heilagleik Þorláks ábóta, eru engar heimildir fyrir. Hefur hann sjálf- sagt sýnt mikla og virðingarverða still- ingu í deilum sínum við klaiusturbræð'- ur jafnframt göfugu liferni og bæn- rækni. Var hr.nn heilagur talinn og bein hans upptekin 1360, sex árum eftir dauða hans. Hafa jarteinir gerzt af hon- uim'sem öðrum helgum mönnum, þó nú sé fennt í þau spor. Helgur dómur hans hefur prýtt Þykkvabæjarkíausturkirkju og margir heitið á hann sér til árnaðarorðs, þó ei væri hann kanoníséraður frekar en aðr- ir íslenzkir dýrlingar. Hér lýkur frásögn af heilögum Þor- láki ábóta Loftssyni í Þykkvabæ í Veri. Um þriðja íslenzka dýrlinginn, sem hér verður getið, eru litlar frá- sögur. Hann hét Þórður Jónsson, ka.ll- aður hinn helgi, fæddur um 1340, höggv inn í Krosshólum í Hvammssveit 1385. Faðir hans er talinn Jón smiður (d. 1355) Pétursson Sveinssonar Halga- sonar, prests í Saurbæ á Kjalarnesi (d. 7.175), Skaftasonar, prests að Mosfeúli í Mosfellssveit, Þórarinssonar, beint aif Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni. Þórður er sagður hafa búið á 3arða- strönd. Á jólum 1385 er þess getið að þeir riðu, Guðmundur sýslumaður Ormsson frá Skarði, föðurbróðir Lofts ríka Gutt- ormssonar, og Eiríkur Guðmundsson, heim að Þórði og fönguðu hann, og var hann síðan höggvinn eftir dómi Orrns sýslumanns Snorrasonar á Skarði á Skarðsströnd, föður Guðmundar. Segir Jón laerði að aftakan hafi verið gerð í Krosshólum, og var honum gefið að sök, að hann vildi hjálpa bróður sínum, Jóni, sem höggvinn var sama ár. Eftir víg Þórðar var gerður aðsúgur að Guð- mundi og Ormi á A'þingi 1386. Menn töldu Þórð helgan. Bæði hefur hér ver- ið talið, að Þórður væri saki’aus réttaður og á hinni stærsitu hátíð; einnig má vera að Þórður hafi haft almemningsorð vegna guðrækni og mannkosta, og hon- um gefin sú ein sök að vilja hjálpa bróður sínum. Einnig kann hafa ráðið óvild til höfðingja þeirra sem stóðu að drápi Þórðar; annálar segja 1388 að Guðmundur Ormsson hvarf í Færeyjuun á dularfullan hátt, og mun alþýða hafla talið það hefnd fyrir víg Þórðar. Menn hétu á bein Þórðar, og voru þau fluitt í Stafholt í Stafholtstungum og prýddu sem helgur dómur Nikulásar- kirkju þar. Nú sést enginn vottur átrúnaðar beirna eða skrína þcssara þriggja íslenzku dýr linga, Sankti Ásólfs, heilags Þorláks á- bóta og Þórðar helga. (Heimildir: Landnáma, Annálar, ís- lenzkar æfiskrár Biskupasögur). 29. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.