Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 3
F TPgPáHf SHöHbHöHuIímISEI*]®®!!]®® Olgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvslj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100. Genf er heimsborg þótt hún sé ekki stór — og flest afbrigði mannkynsins virðast þar saman komin. Þriðji hluti frásagn- arinnar um tveggja vikna bílferð um Sviss segir m.a. frá Genf, áfanganum þaðan til Bern og uppí Berner Ober- land, tignarlegasta háfjallasvæði lands- ins. Catheríne Thomas er eiginkona brezka sendiherrans á fslandi. Þau hjón hafa víða verið í utanríkisþjónustunni, en Catherine er frá Ástralíu og finnur ýmislegt sameig- inlegt með því fjarlæga landi og íslandi, sem hún segir frá í samtali. 400 ár eru nú liðin frá því Guðbrandur Þorláksson Hólabisk- up réðst í það stórvirki að gefa út biblíu þá, sem við hann er kennd síðan. Sú útgáfa skipti sköpum fyrir framtíð tungunnar og það er einmitt út frá því sjón- armiði, sem Þórir Kr. Þórðarson skrifar um þetta I6. aldar menningarafrek. ct'dtðfðrc rtf þcini/nttars þafc þ put »m pu Qicfur SQrcifnarar gtera i Día uni/®afiíi$a fct^c cg 4Dímufu/|öa (af^tnav Jbín ÍDímttfa fte i íétme/og ftaöcr þtn fa Sú þýzka var ein af þeim sem komu til fs- lands eftir stríðið, réðst til bónda norður í Skagafirði.— og var ákveðin í að ná sér i mann. Indriði G. Þorsteinsson segir frá því, hvernig það gekk í nýrri smásögu: Við heitar laugar. FORSÍÐUMYNDIN er ettir Svein Björnsson, listmálara I Hafnarfiröi, og unnin sérstaklega fyrir Lesbók I tilefni páskanna MATTHÍAS JOHANNESSEN Hungurvaka á friðarpáskum Claes Andersson yrkir um barnið í vandlætingartón, segir að það sem gerist á morgun gerist í dag og hundrað þúsund lyklabörn sitji einmana á tröppunum og hundrað þúsund börn gráti i nótt og enginn dregur það í efa, en þó að ljóð skáldsins séu skáldleg skiptir það litlu máli því það er rétt sem Auden segir að ekki sé vitað til þess að ljóð hafi skipt sköpum í þessum ó- ljóðræna heimi og þó að ljóð skáldsins séu hnyttin skiptir það harla litlu máli því að einskis barns tár hættir að renna þeirra vegna og einveran bítur eins og frost- næðingur þrátt fyrir þau og skáldlegar fyrirsagnir í óskáldlegri veröld válegra tíðinda, skáldið ætti fremur að taka eitt barn upp á arma sína fyrir brot af næsta skáldastyrk, t.a.m. barn í Lam Teuba í Indónesíu, hraun og menguð vatnsból standa í skugga Seulawah-fjalls og börnin geta vart fæðzt fyrir sjúk- dómum og þurfa svo að berjast við skort og skyrbjúg hvern dag sem guð gefur eins og forfeður mínir, Claes Andersson, án þess nokkurn tíma heyrðist hósti eða stuna frá vorkunnsömum faríseum eða skáldmennum í öðrum löndum; Save the Children hefur heimilisfangið: 48 Wilton Road, Westport, Conn. 06880, USA. Ekkert svangt barn og sjúkt lifir á sam- vizku annars manns, allra sízt skálds sem er skítblankt öllum stundum, ekkert barn, Claes Andersson. Afreksmenn Fyrir allmörgum árum birt- ist mynd af málverki eftir Ásgrím Jónsson í Morgun- blaðinu (Mbl. 3. nóv. 1968). Var það af svipmiklum, hæruhvítum öldungi með alskegg og sagt vera af Sig- urði Símonarsyni skútu- skipstjóra hjá Geir Zoega. Það vakti at- hygli mína, hversu miklar og sterklegar hendur hans voru. Síðar kom á daginn, að mynd þessi var ekki rétt kynnt í blaðinu (Mbl. 19. jan. 1969). Þegar betur varð að hugað, þá reyndist hún vera af Vigfúsi Þórarinssyni bónda í Ytri-Sólheimum í Mýrdal. Vigfús þessi var fæddur árið 1841, en lést í Reykjavík árið 1934. Saga þessa mikilúðlega bónda var merk. Hann gat sér orð fyrir hreysti, hugrekki og ekki síður fyrir drengskap við þá sveitunga sína, sem lítils máttu sín. Varði hann ósjaldan mál þeirra, er þeir áttu undir högg að sækja, og hlaut af viðurnefnið Laga-Fúsi. lengi mun Vigfús hafa verið fygldarmaður ferða- manna yfir Jökulsá á Sólheimasandi og var ekki heiglum hent að glíma við það óárennilega vatnsfall. En í sögu Eyjólfs Guðmundssonar frá Hvoli, Pabba og mömmu, er greint frá einhverju víðfræg- asta afreki Vigfúsar. Segir þar frá för Mýrdælinga á teinæringnum Pétursey, út til Vestmannaeyja árið 1880. Eyjólfur kvað þá ferð mjög stórkostlega og í minn- um hafða. „Eflaust einhver sú svaka- legasta sjóferð á opnu skipi, þar sem ekk- ert slys hlýst af,“ ritar Eyjólfur. Formaður á skipinu var Guðmundur í Eyjarhólum, en Vigfús bóndi í Ytri-Sólheimum var meðal háseta. Aftakaveður gerði á útleið- inni og sleit sundur framsegl og mastur hrökk í sundur og undir lokin siglt undir þríhyrnu af aftursegli. Var mikil þrekraun að stýra undir einu aftursegli við þessar aðstæður, og þegar formaðurinn þáði hvíld af einum hásetanna og hvarf um stund frá stýri, þá henti það óhapp, að annar háseti, Þorsteinn að nafni, hrökk útbyrðis. Segir síðan svo frá: „En vindur hljóp í skinn- klæði hans, svo hann flaut uppi. Á svip- stundu var Guðmundur kominn undir stýri og sá, hvar maðurinn flaut fram með skipinu — svo sem faðmsbreidd út frá því. Eitthvað tókst honum að sveigja til um stefnu skipsins og bar Þorstein að skipinu fram á. Svo piikil fleygiferð var á skipinu og straumurinn harður, að engum datt í hug bjargráð öðrum en framámönnum. Vigfús, sem fremstur sat að venju, hafði kippt Þorsteini inn, áður en varði, og var það hið fágætasta snarræði. Þó var engin skipun gefin, sagði Vigfús síðar, „en ég vissi, til hvers formaðurinn ætlaðist, er hann sveigði í veg fyrir manninn ... Vig- fús gat sér almennt hrós fyrir snarleik sinn og hreystiverk, og sagði meðbróðir hans fram á, að hann hefði kippt mannin- um inn eins léttilega og meðalþorski. En Vigfús sagði, að hjá formanni eins og Guð- mundi væru allar hendur harðtækar." Þessi frásögn sýnir glöggt, hvert þrek- menni Vigfús Þórarinsson var og skýrir jþá um leið hendurnar miklu á málverki As- gríms. En því er þessi saga rifjuð hér upp í Rabbi, að fyrir skömmu vann afkomandi þessa heljarmennis afrek, rúmri öld síðar, og mun það þrekvirki lengi í minnum haft. Eitt af börnum Vigfúsar var Friðrik (f. 1871) bóndi á Rauðhálsi. Dóttir hans var .Ragnhildur húsmóðir í Vestmannaeyjum, en maður hennar var Guðlaugur skipstjóri á Stórabóli. Elsta barn þeirra hjóna er Friðþór faðir Guðlaugs þess, er vann það afrek aðfaranótt 12. mars sl. að synda fimm kílómetra leið til lands, eftir að skipi hans, Hellisey, hvolfdi og þaö sökk nálægt Vestmannaeyjum. Þá einstæðu sögu þarf ekki að rekja hér. Hins vegar er þessi stutta upprifjun sprottin af þeirri áráttu íslendinga og þá sennilega ekki síst presta, að rekja ættir þeirra, sem vekja forvitni. Sterklegar hendur Guðlaugs Friðþórsson- ar minna óneitanlega á hendur á málverki Ásgríms af Vigfúsi bónda á Ytri-Sólheim- um. Hitt skiptir ekki minna máli, að saga þeirra vitnar um hógværa drengskapar- menn, æðrulausa og sanna íslendinga. BOLLI GÚSTAVSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. APRÍL 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.