Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 8
Smásaga eftir INDRIÐA G. ÞORSTEINSSON Drengurinn stóð á melnum þar sem vegurinn liggur yfir Frostastaða- lækinn og hafði verið sendur eftir hestum upp í holtin fyrir ofan, sem hölluðust nokkuð inn til landsins og voru hulin jarðvegi að mestu og holtagróðri og berjalyngi nema nyrst. Þar náði jökulnúið blágrýtið upp úr jarðveginum. Drengurinn stansaði á melnum og horfði eftir mannaferðum. Hann sá engan, en norður á hæðunum sem skyggðu á veginn rótuðust upp tveir aflangir rykmekkir sem þynntust óðfluga eftir því sem þeir stigu hærra í kyrru en sólarlausu ágústveðrinu. í sama vetfangi og hann var að virða þetta fyrir sér æddi svartur bíll upp á meldyngjurnar og þeyttist niður brekku eins og hann væri á æðislegum flótta undan rykinu. Drengurinn byrjaði ekki að heyra dyninn af ferð hans fyrr en á beina veginum norðan við Frosta- staðamelinn. Hann horfði á rykið frá honum leggjast eins og gagnsæja blæju yfir engin. Maðurinn í bílnum sá drenginn tilsýndar þar sem hann bar við Ioft og hann hægði ósjálfrátt ferðina eins og hann væri að mæta sauðkindum. Þó steig hann ekki á hemlana fyrr en hann þeyttist inn í sveiginn í brekk- unni upp á melinn. Skyndilega birtist drengurinn aftur. Hann stóð ofan við veginn og fylgdist með honum, berhöfðaður og hélt á teymingi í vinstri hendi og horfði opineygur á hann fara hjá. Það dró mikið úr rykinu þegar bíllinn hægði ferðina og maðurinn vonaði það yrði drengnum ekki til óþæginda. Hann var að líkindum orðinn tólf ára og maðurinn undraðist að sjá ekki kunn- uglegt svipmót á honum. Hann þekkti vaxtarlagið á öllum í þessari litlu sveit síðustu fjörutíu árin og hon- um fannst að svona tólf ára snáði ætti að bera svipmót af nefi sem hann þekkti, hökulagi eða yfirbragði ennis og augna. Það gegndi náttúrlega öðru máli væri hann aðkominn yfir sumarið. Þetta voru svo sem engin stór- felld fræði að þekkja fólkið. En það tengdist hvergi þessum laglega strák með brúnu húðina, sem minnti mjög á þann lit sem fólk í hlýjum löndum ber og virðist geta orðið arfgengur. Nú voru heyannir að mestu að baki og kominn tími hjá sveitamönnum að leggjast í ferðalög eða slæpast með öðrum hætti. Þetta voru því góðir dagar fyrir gist- ingar, enda var ekki hætta á að menn yrðu drifnir í hey, eins og stundum bar við um gesti, sem komu fyrr á sumrinu. Maðurinn ók yfir Frostastaðalækinn, sem kominn var undir brú, og áfram inn sveitina og rykið féll hægt og dreift til jarðar í logninu og skildi stráin eftir loðin og grá og sveim í lautum. f speglinum yfir framrúðunni sá hann drenginn standa kyrran á meln- um og horfa á eftir bílnum með sólskin í húðinni og hrokkið, tinnusvart hárið í úfinni beðju ofan á kollinum yfir svörtum augum og breiðu enni. Og maðurinn í bílnum sá einnig gufuna stíga upp af Frostastaðalækn- um bæði ofan og neðan við brúna og mundi þann tíma, þegar hann hafði átt erindi yfir þennan læk óbrúaðan í snattferðum á hestum og fannst að hestarnir gætu brennt sig á heitu vatninu. En lækurinn hafði verið grunnur og hafði runnið nokkuð breitt í gegnum mel- inn, og að auki var vatnið ekki mjög heitt, þótt stórir gufustrókar stæðu upp af því á kyrrum og svölum sumarkvöldum, þegar Frostastaðabóndinn var kominn á Hamra-Rauð í einsemd sinni og tók skeiðsprettinn suður móana með sitt langa klof, svo minnstu munaði að hann snerti jörð þegar klárinn lagðist á skeiðið. Frostastaðabóndinn hafði stundum brugðið sér af bæ eftir dagsverkin og gerði það kannski enn. Og hann hafði þurft að flýta sér til að ná til kunningjanna fyrir háttinn. Hann lagðist gjarnan út af í rúmbálka, bældi sængurnar undir heimaofnum teppum og greiddi hár sitt í sífellu með annarri hendi á meðan hann var að bölva Jónasi frá Hriflu. Nokkru fyrir sunnan Frostastaðamelinn hvarf snotur spegilmyndin með gufunni og drengnum, og Frosta- staðabóndinn hvarf einnig úr huganum, þótt af honum væru fleiri sögur frá þeim tíma þegar maðurinn í bíln- um átti heima handan ár. Hann sveigði bílinn út af veginum og niður í troðninga, uns hann kom á annan mel, sem náði alveg niður að ánni. Hann var að velta fyrir sér hvort mikið væri í henni, sem gat varla verið af því síðsumarvatnið var sjaldan til vandræða. En stundum var ekki fært yfir ána á öðrum tímum. Það hafði hins vegar aldrei gerst í ágúst svo langt hann mundi. Hann fór niður brekkuna í fyrsta gír og lét bílinn síga hægt úr vaðrofinu út í vatnið. Leiðin lá í stórum boga yfir á vaðinu, og þegar hann var kominn út í miðja ána byrjaði hann að sveigja upp á móti straumi til að ná vaðrofinu hinum megin. Það svarraði í mölinni undir hjólum bílsins og sullaði um brettin, og einu áhyggjur mannsins voru út af því hvort vatn kæmist í kveikjuna þegar hann fór að amla bílnum móti straumi. Innan stundar var hann sloppinn upp á bakkann og kveið engu meir. Vaðið var heldur djúpt fyrir bíl þrátt fyrir ágústvatnið í ánni og raunar alltaf kvíðvænlegt að fara yfir. Menn voru eitthvað farnir að tala um brú, en það dróst á langinn að hún kæmi af þvi atkvæðin þeim megin, sem hann var staddur, voru ekki teljandi mörg. En nú var kominn barnaskóli fyrir nokkru og kannski gerði það gæfumuninn, hvenær sem þingmenn tækju sér tak. í þessa á komu vorflóð og svo flóð út af klakastíflum á veturna. Annars rann hún með mesta jafnaðargeði norður sveitina. En vaðið gat stundum orðið erfitt fyrir bíla, enda var þá vatnið í mitt læri eða meira. Þá var gripið til þess ráðs að fara í klofstígvél og bera fólk yfir, bæði börn og fullorðna. Kennslukonan var borin yfir um helgar. Hún átti heima handan ár og fór þangað til að halda upp á hvíldardaginn. Þetta var stálgreind kona og skáld gott og auk þess fönguleg úr hófi. Hún orti alltaf kvæði á stóru vetrarskemmtuninni og menn, sem voru vanir beinaberum skáldum úr kvennastétt og slétt- um á hvorn veginn sem horft var á þau, undruðust alltaf þennan ýturvöxt og þann góða og gamansama skáldskap, sem kennslukonan lét sér um munn fara. Það var því ekki að undra þótt menn kepptust viö að haga ferðum sínum þannig að vera staddir í klofstígvél- um barnaskólamegin við ána í þann mund sem ljóst var að hvíldardagurinn yrði ekki umflúinn. Þetta bar að vísu engan teljandi árangur. Menn stigu út í vatnið hver um annan þveran og biðu fast við bakkann á meðan kennslukonan var að koma sér á bak, brugðu síðan höndum aftur fyrir sig og undir þykk lærin og lögðu í strauminn. Þegar hún fór að eldast urðu þessar ferðir stöðugt strjálari, uns hún fékk sér klofstígvél og lærði á ána. Síðan hafði hún vaðið sjálf, jafnvel í flóðum, en ungu mennirnir, sem einu sinni höfðu verið að voka við ána, voru annað tveggja fluttir í burtu eða giftir nema Frostastaðabóndinn. Hann hafði verið ógiftur enn fyrir einum tíu eða tólf árum, þegar maðurinn í bílnum var síðast á ferð á heimaslóðum, og hafði verið að þeysa út um byggðina að loknum dagsverkum til að ná tali af mönnum fyrir háttatíma. Hann ók eftir bakkanum og upp sneiðing sunnan í stórri melbungu og framhjá stóru túni, þar sem áður hafði verið melur, og heim að bænum. Það var engin mannaferð á hlaðinu og ekkert kvikt nema gulur hund- ur með hvítan kraga og blesu. Hundurinn tók vinalega á móti gesti og lét vera að gelta að bílnum, en vatt sér í þess stað aftur með honum þegar hann var stansaður og lyfti fæti við vinstra afturhjólið, eins og til að veita því lokaskírn eftir svamlið í ánni. Maðurinn opnaöi bíl- hurðina og horfði aftur með bílnum á hundinn vera að snúast við afturhjólið og heyrði kyrrðina dúa yfir sveit- inni og daufan árniðinn eins og undirspil, og hann lét lofta góða stund inn í bílinn ef ske kynni að eitthvað af töðuilmi lenti þangað inn. En það var ekki orðið mikið um töðuilminn, enda lágu túnin nauðasköllótt báðum megin árinnar og stakir lóuhópar voru byrjaðir að safn- ast á þau fyrir suðurferð. Auðséð varð að flestum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.