Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 9
Skagfírzkt ástalíf eftirstríd. Gísli Sigurðsson, 1984. sumarönnum var lokið í Melbrekku, en heybólstrar við hlöðuopið sunnan við bæinn, og gulur og leginn slæðing- urinn í kring, bentu til þess að Kristbjartur hefði ekki látið dragast að hirða áður en haustrigningarnar byrj- uðu. Hundurinn snéri sér við og meig í suður á aftur- hjólið. Maðurinn hafði fengið sér vindil og sat enn í opnum dyrunum þegar Kristbjartur kom út, horfði ókunnug- lega á hann í fyrstu, en glaðnaði allt í einu á svip og sagðist vera aldeilis hissa að sjá hann. Eg er aftur á móti ekkert hissa aö sjá þig, sagði maðurinn, eða viltu ekki vindil. Hann þreifaði í sætið fyrir aftan sig og fann pakkann og rétti honum. Kristbjartur kom út á hlaðið og opnaði pakkann og fékk sér Hofnar puck. Hann var á skyrtunni og órakaður svona síðdegis í miðri viku og tók við eldstokki úr hendi mannsins og var þögull af því þessi heimsókn kom á óvænt eftir meira en áratug. Þeir voru báðir farnir að eldast og þó Kristbjartur meir. Það sást á gráum skeggbroddunum og svolítið framsettum mag- anum, en hann bar enn svip fríðleiksmannsins og kvennagullsins frá liðnum tíma, þegar dansað var í laugarhúsum út og suður um byggðina og menn höfðu pela í rassvasanum og komu í svörtum sevjottfötum með hvítt um hálsinn tii að líta þrifalega út í augum stúlknanna, sem voru í allavega litum kjólum, doppótt- um, fjólubláum, rauðum og grænum og brúnar á hörund undan sumarsólinni og heyverkunum. Kristbjartur hafði slegist eins og aðrir á hans aldri við stráka utan af Strönd, sem efndu sér í átök með hrindingum og dónaskap við stúlkurnar. Þær tóku þessum látum með ópum og háum skríkjum meðan eldri menn komu sér fyrir úti við veggina og hrintu frá sér og fengu sér í nefið. Þeir hlutu pústra líka og vissu stundum ekki hvort heldur þeir voru að þurrka blóð eða tóbaksrennsli úr nefinu. Þeir létu það einu gilda. Menn á þeirra aldri áttu margar svaðilfarir að baki og eitt svaðilball til eða frá gerði engan mun. Um það bil sem maðurinn í bílnum flutti í burtu giftist Kristbjartur stúlku úr öðru héraði. Hún var kaupakona úti í firði sumarið sem þau kynntust, og hjónabandið varð stutt og stirt. Kannski hafði það ekki byggst á öðru en upptendruðum þörfum á björtum júlí- nóttum eftir stutt og fálmkennd kynni á svaðilböllum héraðsins. Kristbjartur hafði aldrei látið neitt uppi um það við vini sína. Nú hafði hann setið þarna í Mel- brekku í rúman áratug og búið eins og vitlaus maður, rifið jörðina í sundur og ræktað hana og flutt mold á melana. Hann blandaði saman mold og melum og sáði í slétturnar, sem brostu iðjagrænar við honum fyrr en varði, og reis moldugur úr rekkju til að safna á sig meiri mold og háttaði hrímugur af áburðarryki af því enginn var til að siða hann nema stöku ráðskonutetur, sem hann sagði að elda mat og mjólka kýr og skipta sér ekki af öðru. Þetta flaug nú svona um huga mannsins í bílnum, sem var að bauka við að ná sér í nýjan vindil úr rauða Hofnar puck pakkanum. Eftir að konan fór hafði líf Kristbjarts verið lítið annað en mold og gras og melar. Þeir skröfuðu um líðan, afkomu og heilsu í logninu og þurftu svo sem ekki margs að spyrja af því þeir vissu vel hvor til annars í fjarlægðinni, og þeir voru glaðir á hljóðlátan hátt yfir að vera staddir saman á ný eftir að hafa átt saman margbreytilega æsku. Það var eins og þeir vildu ekki hreyfa sig af hlaðinu. En svo bauð Kristbjartur í bæinn og gesturinn bjóst við að þeir LESBÖK MORGUNBLAOSINS 14. APRlL 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.