Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 12
Bærinn Montraux rið austurenda Genfarvatnsins. Þar er rerðlag á hótelum hátt, enda erþetta leikröllur hinna fjáðu, sem freista gæfunnar í spilarítinu. AUSTUR MEÐ GENFARVATNI Við ókum í síðdegisblíðunni út úr Genf og austur með vatninu. Þarna er völ um tvær leiðir: Hraðbraut og rólegri veg, sem liggur nær vatninu. Við völdum þá leið. Þetta er stórt vatn, 70 km á lengd, en 14 km yfrum það og í nokkrum fjarska blasir við snækrýnt Mont Blanc. Meðfram vatninu er röð af lúxusvillum, en þær sjást yfirleitt ekki fyrir þéttum skógi og varðhundarnir sjást ekki heldur, né vopnaðir varðmenn, sem standa víst allt um kring svo lítið ber á. En allur er nú varinn góður; hér búa sumsé bæði frægar stjörnur og ríkar, sem setzt- ar eru í helgan stein, en einnig og ekki síður allskonar glæponar með illa fenginn auð — og kóngafólk, sem hefur orðið að flýja að heiman, en hafði áður komið einhverju af auði sínum undan til Sviss; þar á meðal munu vera ættingjar fyrrum franskeisara. Nei, þeir eru ekki gangandi úti við í blíðunni; allt er svo vel falið, að ströndin lítur fremur út eins og ónumið land. Mestur bær á strönd vatnsins er Lausanne, 45 km frá Genf og þar voru þeir í marz að reyna að ná sáttum í Líbanon. JLausanne Schönheit zeigt sich nicht auf den erstern Blik, sondern verlangt entdeckt zu werden," segja þýzku- mælandi Svissarar og það mun rétt: Fegurð Lausanne kemur ekki í ljós við fyrstu sýn og maður þarf tíma til að uppgötva hana. En allir áttu strax að geta séð, hve fagurt er niðri við vatnið, þar sem bæjarbú- ar og ferðamenn spásséra í kvöldblíðunni. íbúarnir voru 126 þúsund fyrir fáum árum, flestir frönskumælandi. Við gerðum mjög stuttan stanz á ströndinni við Laus- sem tveggja manna herbergi með morgunverði kostaði aðeins 200 franska franka, eða um 700 krónur. Þar var gott að snæða kvöldverð, en það voru ekki margir á ferli úti við í Chamonix, en stórkostlegt að sjá Mont Blanc bera skýrt við næturhimininn, því tunglið var á bak við tindinn og lýsti upp baksviðið. I HINNI ALÞJÓÐLEGU GENF Morgunsólin skein jafn fagurlega á tind Mont Blanc og á Matterhorn daginn áður, en það var samt svalur morgunn í Chamonix, enda í rúmlega 1000 metra hæð. En skyndilega hitnaði þegar sólin náði niður í dalinn og við fórum í Alþýðubankann og drukkum bjór á indælis torgi áður en lagt var í’ann til Genfar. Fyrsta kastið er falleg leið vestur til St. Gervais-les bains, en úr því er bein og breið hraðbraut allar götur til Genfar; rúmlega tveggja tíma skikkanlegur akstur og komið í heimsborgina um hádegi; ekkert vesen á landamærunum inn í Sviss. Nú var ekki annað en njóta reykjanna af réttunum, því ferðinni var heitið til Laus- anne eða lengra inn með Genfarvatni, eða Lac Leman eins og það heitir raunar í franska hlutanum. Það er samt eftirminnilegt og ánægjulegt að koma til Genfar, jafnvel þótt ekki sé hægt að stanza þar nema fáeina klukkutíma — og ég mæli heils hugar með því. Eins og fyrri daginn þýðir ekki annað en finna álit- lega bílageymslu — en áður ókum við um borgina til að sjá eitthvað meira en blá-miðjuna og lentum í villum eins og gengur. Um- ferðin er strembin í Genf. Ef allar leiðir liggja til Rómar, þá liggja þær í gegnum Genf, segja menn þar. íbúatalan er að vísu ekki nema um 160 .þúsund, en talið að '*iwíannað eins sé þar af erlendum gestum á hverjum tíma, enda æði oft að ein- hverskonar „Genfarviðræður" standa yfir, svo og ótelj- andi ráðstefnur aðrar. Fallegust er Genf við vatnið og þar tekur gosbrunnur- inn óðar athyglina; sá hæsti í heimi: 140—150 metra nær vatnssúlan upp — og þetta gerðu menn árið 1880. Bara gott hjá þeim. Eftir að hafa komið bílnum fyrir í neðanjarðarbíla- geymslu við Rhone, sem fellur þarna með nokkrum straumþunga út úr vatninu, var farið yfir eina af þeim 8 brúm, sem þar er að hafa og snæddur miðdegisverður á vatnsbakkanum: Silungur, ugglaust úr vatninu, steiktur í hvítvíni, logn, sólskin og flugur útá. Ég held að silung- ur úr Apavatni sé betri. Raunar er þetta á eyju í ánni, sem kennd er við Rousseau. Hér er niðurbærinn: Rues Basses, Rive gauche vinstra megin ár og Rive Droite til hægri. En þessi frægi Genfarandi: „Esprit de Geneve"? Allstaðar. Skemmtilegast er að virða fyrir sér fólkið; allra þjóða fólk, nema hvorki sá ég eskimóa né indíána. Ætli þeir þurfi ekki að sitja ráðstefnur? Og ríkidæmi er ákaflega augljóst. Það birtist í Benzum og Rollsum og Bentleyum og frúm hlöðnum af gullkeðjum og gullháls- menum og gullarmböndum. Og meðan vorar frúr huga að nýjustu tízkunni í óskaplega fínni forretningu á Rive gauche, sezt ég niður ásamt félaga mínum og við horfum á arabakonu, sem er nú heldur betur komin í kaupstaðinn. Hún hefur skilið svörtu dulurnar eftir heima, en komin í hnésíðar flau- els-pokabuxur, silkiblússu við, og var að máta hver Ieð- urstígvélin á eftir öðrum. Reyndar hefðum við getað sagt henni strax að þetta gengi ekki: Hún var of lág til hnésins blessuð konan til að líta út eins og módel- skvísa. Við hlið hennar var indversk kona í sari og mátaði hælaháa skó. Og þegar við gengum út, sáum við bílstjóra á eðalfínum Benz hleypa út bleksvörtum Afr- íkubúum. Þannig er Genf. Heimsborgin Genf er ekki stór, en fólkið er fjöl- skrúðugt og gos- brunnurinn úti í ratninu setur srip sinn á staðinn. Þorp után rið heiminn: Miirren stendur í 1600 metra hæð og horf- ist í augu rið fjallarisana í Bern- er Oberland.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.