Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 17
 KRISTINN MAGNÚSSON Upprisan Bænin Bók Svo undrandi sem þær vóru Skaparinn bókanna og trúlausar yfir og um stundarbið, flýttu þær allt um kring — Einsog för sinni Ræður lífi blik fyrir auga frá tómri gröf, tvinna María Magdalena Svo orð hennar og María hin, biðja þeir trú og tilbeiðslu svo fleiri Guð kynslóða, fengju tækifæri um meiri sem sjá til að spá í það mátt — í fyllingu tímans, sem hafði skeð: / bland við að maðurinn að steinn tilveruna, lifir ekki fyrir grafarmunna sem styrkja sig á brauði einu saman stóð ekki í stað í bæninni — og Kristur — með fyrirvara: Fyrir þau rök Hvar var hann ? Verði þinn vilji verður blaðsíðum Biblíunnar Hann var Það veit Guð flett að rökstyðja sigur sinn yfir dauðanum í það óendanlega Þær sannfærðust ESTHER VAGNSDÓTTIR Hluti af órjúfanlegrí lífheikfl sem við eigum erfitt með að sætta okkur við. Ég gat ekki vanist þessu, þótt þeir sem þarna dveljast um stundarsakir eins og við verði að reyna að. gera það. Eftir fjögurra ára dvöl í Ind- landi fórum við til Englands og vorum þar næstu fjögur árin. Við eigum allstórt hús um 100 km frá London með stórum garði. Þar nýt ég þess að vinna í garðinum, rækta tré, blóm og runna og brýt á mér allar negl- ur. Eftir fjögur ár vorumvið send til Tékkóslóvakíu og vorum þar næstu þrjú árin. Prag er ákaf- lega falleg borg, en í miðborg- inni eru margar reisulegar bygg- ingar sem því miður er erfitt að halda við. Það var gott að vera í Prag ög sérstaklega fróðlegt að búa og vinna í landi þar sem þjóðfélagið starfar eftir öðrum reglum en þeim sem við vorum vönust. Við fórum oft í óperuna meðan við vorum í Prag. Þar er mikil múskíklíf og m.a. þrjú stór óperuhús. Og í Tékkóslóvakíu komst ég upp á lagið með að fara á gönguskíði í fjöllunum þar. Reyndar notuðum við líka tæki- færið og skruppum á skíði bæði til Þýskalands og Austurríkis. Mér er minnisstætt að ég og önnur bresk kona tókum okkur til og fórum með lest frá Prag til Moskvu, því þarna eru beinar lestarferðir á milli. Við lögðum þó ekki í Síberíu-lestina þótt lestarferðir séu mér mjög að skapi. Ferðin tók þrjá dag og tvær nætur og við nutum þess að skoða þjóðlífið frá þessu sjón- arhorni. Samferðafólkið horfði að vísu dálítið undrandi á okkur í fyrstu en var sérlega elskulegt og kurteist í alla staði. Og alltaf var verið að bjóða upp á te eða einhverja hressingu. Eg þreytt- ist aldrei á því að horfa á lands- lagið, bændabýlin, búskapar- hætti og mannlífið út um lestar- gluggann. Ég er ekki vön að ferð- ast á eigin spýtur og það gerði þetta ferðalag enn eftirminni- legra. Svo vorum við í Moskvu í fjóra daga en bara eins og venju- legir túristar. Þegar dvölinni í Tékkóslóv- akíu lauk vorum við fimm vikur í Englandi áður en við komum hingað í apríl í fyrra, þegar mað- urinn minn tók við sendiherra- embætti hér. Og hér verðum við sennilega í 3—4 ár, en vitum ekki hvað þá tekur við.“ Sendiherrafrúin var beðin að segja svolítið meira frá Ástralíu og hvort bresk áhrif væru þar ríkjandi. „Nei, það tel ég ekki,“ sagði hún. „Að vísu voru landnemar þar breskir og breskt landnám byggðist fyrst og fremst á því að fangar voru fluttir þangað frá Bretlandi. En eftir 100 ára bú- setu hafði þegar þróast þjóðfélag með sín sérkenni, þótt þjóðfé- lagsbyggingin sé svipuð og í Bretlandi. Jólin eru t.d. alltaf um hásumarið og oft haldin há- tíðleg á ströndinni. Það segir sitt um mismun. Ástralía er strjálbýlt land en tækifæri og afkomumöguleikar miklir. Þess vegna var gengist fyrir sérstöku átaki fyrir u.þ.b. 30 árum að fá þangað fólk frá Evrópu — fagmenntað fólk til að setjast þar að. Það bar góðan árangur og nú þykir ekki lengur þörf á slíku. Ég get þó ekki upplýst mikið um það hvernig háttar þar til í dag. Breytingar eru örar nú á dögum og ég hef ekki komið til Ástralíu nema einu sinni síðan ég hleypti heimdraganum, og nú eru 18 ár síðan. Þetta er langt ferðalag og dýrt. Á þessum 18 árum hefur sjálfsagt mikið breyst í þjóðlífinu, bæði á efna- hags- og menningarsviði. En eins og Ástralía er í mín- um huga finnst mér margt vera líkt með Ástralíu og íslandi þótt stærðarmunur sé mikill og ann- að teliist heil heimsálfa. f Astralíu er þéttbýlast við ströndina eins og hér en stjál- býlt inni í landi þar sem stund- aður er fjárbúskapur. Búskapur er erfiður sums staðar en af öðr- um ástæðum en hér. Þar eiga menn í stríði við þurrka, sinu- bruna, skógarelda og flóð. í af- skekktum sveitum, þar sem geta verið mörg hundruð kílómetrar á milli býla, notast menn við skólakerfi sem kallast „School of the Air“ fyrir börn og unglinga, en þar fer kennslan fram í gegn um útvarp þar sem nemendur og kennarar geta talast við, en kennsla fer auk þess fram með bréfaskriftum. Oft getur farið svo að kennarar og nemendur sjáist aldrei þótt á milli skapist náin tengsl. Og þessi kennsla er nemendum að kostnaðarlausu. Að öðru leyti held ég að skóla- kerfið sé líkt og meðal vest- rænna þjóða nema ef vera skyldi að áströlsk börn eru farin að læra indónesísku í skólum vegna nálægðar Indónesíu, sem er næsta grannríkið." En hvernig er að búa á ís- landi? „Ég kann ákaflega vel við mig hér, sagð frú Thomas, þótt ég sakni auðvitað barnanna, sem eru öll á heimavistarskóla í Bretlandi, en þau eru 12,14 og 16 ára. Ég veit auðvitað líka að það er þeim fyrir bestu að vera í því menntakerfi upp á framtíðina. Slíkir heimavistarskólar tíðkast í Bretlandi; fólk sem flyst milli landa starfa sinna vegna sættir sig við þetta fyrirkomulag, og börnin eru ánægð. Það er fyrir öllu. Þau koma hingað við hvert tækifæri í fríum, voru hjá okkur i sumar og um jólin og eru vænt- anleg um páskana. Þau hvetja okkur úr sporum þegar þau eru hér og við njótum þess að fara saman í ferðalög. Við fórum hringveginn um landið í sumar og yfir bæði Kjöl og Sprengi- sand. Og ég lærði að aka bíl yfir óbrúaðar ár. Við förum oft á skíði, bæði í Skálafell og Bláfjöll. Okkur finnst það mikill kostur að geta valið góðviðrisdaga til að fara á skíði. Það er öðruvísi en að búa t.d. um tíma á skíðahóteli erlendis og verða eiginlega að fara út á skíði hvernig sem viðr- ar úr því maður er þarna kom- inn. Nú er daginn farið að lengja aftur. Ég hef aldrei verið svona norðarlega og mér fannst fyrst í haust að ég yrði að ljúka öllum erindum úti áður en færi að dimma, en komst svo auðvitað að því að ekkert er að því að vera úti eftir myrkur eins og víða er. Jú, hér er margt öðruvísi en annars staðar þar sem ég þekki til og öðruvísi en ég bjóst við. Mig grunaði t.d. ekki að svo mik- ið væri um að vera hér á lista- og menningarsviðinu eins og raun ber vitni, og það sem hér er boð- ið upp á stenst vissulega saman- burð við það sem er að gerast hjá þeim þjóðum sem ég hef kynnst. Samkvæmi eru að vísu drjúg- ur þáttur í störfum sendiráðs- fólks, en ég á líka gott með að hafa ofan af fyrir sjálfri mér. Ég fæst svolítið við útsaum í tóm- stundum, fer i leikhús og á tón- leika auk skíöaferðanna, og svo er ég í jass-ballett, sem mér finnst mjög skemmtilegt. Spurningunni um það hvort sendiráðsfólki fyndist það ekki stundum einangrað, svaraði hún á þessa leið: „Útlendingr eiga það alltaf á hættu að einangrast í því landi þar sem þeir dveljast um stund- arsakir, enda ef til vill ekki hægt að ætlast til þess að fólk sækist beinlínis eftir að umgangast þá. En ég held að gott ráð við því sé að stunda sín áhugamál meðal fólksins í landinu og kynnast þvi í gegnum þau. Störf í sendiráðum gera að vísu nokkuð sérstakar kröfur til starfsfólks. Það flyst á milli ólíkra landa og þarf því að hafa vissa aðlögunarhæfni — hafa opinn hug til umhverfisins. En það er líka gaman að kynnast nýju fólki og nýjum viðhorfum — og ég held að það lengi okkur lífið og haldi manni ungum í anda.“ Eg sit hljóð og læt hugs- anir mínir reika. Ósjálfrátt beinast þær að daglegum störfum og hvað ég hef haft fyrir stafni á liðnum degi, og í ljós kemur að það er allt ósköp hversdagslegt, ég hef lesið, skrifað dálítið, rölt lítils- háttar í verslanir, lagað mat, ná- kvæmlega það sama og milljónir annarra samferðamanna minna gera á venjulegum degi. En á með- an hugur minn reikar vaknar grunur um að eitthvað mikilvægt hafi vantað í innihald dagsins, eitthvað sem gæfi lífinu meira gildi, meira mikilvægi. Til hvers lifi ég? Hver er tilgangurinn með lífi mínu? Felur tilvera mín ekki í sér eitthvað meira en þessi hvers- dagslegu fyrirbæri daglega lífs- ins? Einhver innri nagandi til- finning segir mér að ég sé að blekkja sjálfa mig, að við séum öll að reyna að blekkja okkur sjálf með því að reyna að telja sjálfum okkur trú um að þetta sé lífið sem beri að láta sér nægja og annað ekki. Erum við raunverulega öll að láta blekkjast? Eða hvað ætti lífið að hafa upp á að bjóða meira en þessa nútímalegu tilveru með öll- um sínum þægindum, skemmtun- um og fjölbreytni? Veitir þetta líf- inu ekki nægilegt innihald? Eða gildi menntunar, ætti það ekki að vera nægileg lífsfylling þeim sem hvorki sækjast eftir þægindum né skemmtunum? Gildi vinnunnar dregur auðvitað enginn í efa, vinn- an göfgar manninn, það dettur víst engum í hug að neita. En hvaðan er hún þá komin þessi til- finning, þessi grunur um að þrátt fyrir allt þetta sem lífið hefur að bjóða sé til eitthvað ennþá annað sem óljós þrá mín beinist að, eitthvað óskilgreinanlegt sem ekki sé að finna í ytri fyrirbærum, heldur í ástandi míns eigin hugar. Og ég skynja með órökvísu innsæi eigin hjarta, að ekkert er eins nauðsynlegt og að finna einhvern tilgang með þessu öllu sem við köllum tilveru okkar, lifa í vitund- inni um að verið geti að öll sú reynsla sem lífiö færi þjóni ein- hverju markmiði sem okkur sé ætlað að vinna að á einn eða ann- an hátt. Ég skynja sjálfa mig sem hluta af stærri heild, mannkynið er ein heild, ég er háð þessari heild, en hún er einnig háð mér að sama skapi, því án einstakl- inganna væri engin heild. Bönd heildarinnar eru órjúfanleg, við erum öll tengd saman í eina líf- heild og ég skynja órjúfanleg bönd milli mín og allra á þessari jörð. En um leið skynja ég líka hvernig þessi litla lífheild hér á þessari jörð er eins. Um leið kemur mér í hug hversu agnarsmá hún er þessi jörð okkar í hinu mikla samfélagi alheimsins, sandkorn á sjávarströnd er hún í smæð sinni. En þrátt fyrir smæð okkar þá erum við fulltrúar lifs í alheimi og hljótum því að eiga okkur hlutverk. Og það hlýtur að vera fólgið í því að skilja stöðu okkar innan lífheildarinnar, ekki aðeins hér á okkar jörð heldur einnig innan alls alheimsins. Okkur er ætlað að skilja að á sama hátt og þessi litla lífheild er hluti hinnar stóru lífheildar alheimsins gegnum við hlutverki sem ómiss- andi hlekkir órjúfandi heildar. Okkur er ætlað að uppgötva þann sköpunarvilja sem birtist í öllu sköpunarverkinu og samræma vit- und okkar þeim tilgangi sem við sjáum birtast þar. Alls staðar sækir lífið fram í óteljandi mynd- um bæði hér á okkar jörð og á ótal öðrum jarðhnöttum í alheimi. Alls staðar sækir það fram til meiri þroska og fullkomnunar og við er- um liðir í þessari þróun. Okkar hlutverk er að finna leið til sam- ræmingar við það lögmál þróunar sem lífið birtir okkur, skilja þann- ig þátt okkar í tilgangi sköpunar- verksins; að skapa lífinu stöðugt fegurri og fullkomnari farveg í viðleitni þess að tengjast sífellt í stærri og fullkomnari lífheildir. Þegar vitund okkar nær betur að skilja það stórkostlega hlutverk sem okkur jarðarbúum er ætlað fer líf okkar að öðlast fyllri til- gang; dagleg tilvera öðlast lit og ljóma og lífsleiði verður fjarlægt hugtak. Hugleiðum tilveru okkar í þessu nýja ljósi og þá mun hugur okkar smám saman opnast fyrir fegurð og tilgangi lífsins. Um leið verðum við skapandi þátttakendur í lífinu og sannir fulltrúar mannkyns með lífsstefnu að leiðarljósi. LESBOK MORGUNBLAOSINS 14. APRiL 1984 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.