Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 6
„Sagnfræðin er að leggja undir sig svið mannlegs lífs, sem skipta fólk mjög miklu máli, en var alls ekki venja að leggja stund á fyrir bara 10 árum: Hversdagslegt heimil- islíf, kvennamenningu, bama- menningu og bamauppeldi“ stund á fyrir til dæmis tíu árum. Það er alls kyns hversdagslegt heimilislíf, kvennamenning, barnamenning og barna- uppeldi og þess háttar hlutir sem fólk er að sinna mjög mikið núna. Ég held að þetta gefi sögu nýja möguleika á því að ná til almennings umfram það sem hún hefur gert til þessa. Og það er mikil fjarstæða sem hefur heyrst að þessi saga sé eitthvað minni þjóðarsaga en stjórnmálasaga. AÐ Gera Nemendur Að Betri Verkmönnum Páll: Þessi aukna fjölbreytni í verkefna- vali og viðfangsefnum í sögu, málfræði og bókmenntafræði helst eflaust í hendur við það að þjóðfélag okkar er orðið mun fjöl- breyttara og fjölskrúðugra en áður var. En þetta tengist e.t.v. ekki síður breyttum vinnubrögðum og nýjum kennsluháttum. Gunnar: Ef við hugum að því sem hefur verið að gerast í háskólum á sviði mann- legra fræða að undanförnu, þá held ég að ein merkasta breytingin sé sú að fræðin hafa orðið hagnýtari, ekki hagnýtari í þeim skilningi að við höfum einhverja tryggingu fyrir því að þau skili auknum hagvexti, heldur á þann veg að þau geri nemendur að betri verkmönnum á sínu sviði en ekki bara fróðari. Ég held að þetta sé meginbreyting sem orðið hefur á há- skólum: Aukin verkmenntun og minni fræðsla. Eftir því sem ég þekki til, að minnsta kosti í minni grein, sagnfræðinni, þá stöndum við jafnfætis öðrum háskólum í þessari þróun. Það hefur verið lögð sívax- andi áhersla á ritgerðavinnu, á að þjálfa fólk í að skrifa um grein sína, vinna í henni, miðla henni til annarra. í sögu höf- um við gengið lengra á þessari braut en í nokkrum öðrum háskóla sem ég þekki til. Og ég veit að sama hefur verið að gerast í fleiri greinum heimspekideildar. Höskuldur: Ég held að þetta sé alveg rétt og þetta hafi gerst í flestum eða öllum greinum hér við háskólann. Þessi aukna áhersla á vinnubrögð og verkefnavinnu hefur ákveðna afleiðingu fyrir nemendur. Hún gerir það miklu erfiðara að stunda námið í hjáverkum með vinnu líkt og áður var þegar dugði að fylgjast með í tímum og „Ég held að það sé mikill misskilningur, sem er mjög útbreiddur, að íslensku eigi að kenna í skólum á sama hátt og erlent mál“ tileinka sér ákveðið lesefni fyrir próf, skriflegt eða munnlegt. f flestum greinum er námið orðið stöðug vinna, það eru verk- efni allt misserið og minna um próf en var. Páll: Þið virðist báðir telja þessa þróun mjög jákvæða. En er hún það að öllu leyti? Er ekki hættan sú, að stúdentar einangrist meira frá þjóðfélaginu og að fræðin séu gerð óaðgengilegri og fjarlægari hinum al- menna borgara um leið og kennslan verður hnitmiðaðri og markvissari? Gunnar: Nei, ég held að það sé þvert á móti. Ég held að það sé miklu meiri hætta á því að þau fræði sem hugsa sig sem fræði eingöngu — sem hugsa sig sem lokaðan heim eins og mér fannst vera mikil til- hneiging til að gera, t.d. þegar ég var hér við nám fyrir 10—20 árum — að þau ein- angrist og missi hæfileikann til að ná til almennings. En ef maður hugsar um fræð- in sem eina jurt í hinum þjóðfélagslega garði, sem okkar hlutverk er að rækta, þá hljótum við náttúrlega að hugsa um það m.a. hvernig hún vex með öðrum jurtum. Ég held að á síðasta áratug hafi háskóla- menn tekið að hugsa meira um hlutverk greina sinna í þjóðfélaginu og möguleika Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslenskri málfræði og for- seti heimspekideildar trá 1983. þeirra til þess að ná til fólks og gera þar eitthvert gagn. Sagnfræðin Og Deilur Um SÖGUKENNSLU Páll: Nú hefur verið nokkur umræða um sögukennslu á síðum Morgunblaðsins í vetur, en ég hef ekki orðið var við að marg- ir sagnfræðingar í háskólanum hafi lagt þar orð í belg. Það vaknar því spurning um tengsl sagnfræðinnar og sögukennslu í landinu. Hefur ekki sagnfræðin hér við deildina vissar skyldur gagnvart sögu- kennslu í skólum landsins? Gunnar: Jú — alveg tvímælalaust — en sannleikurinn var sá með þessa umræðu sem þú tekur dæmi af sérstaklega — hún var svo ómálefnaleg að það var mjög erfitt að blanda sér í hana eins og hún fór fram í haust. Ég er viss um að einhverjir sögu- kennarar við deildina eiga eftir að láta í ljós álit sitt á þessari umræðu og því sem var málefnalegt í henni, sem var satt að segja afskaplega lítið. Eg held að það megi segja að sögu- kennsla í skólum hér sé í vissri kreppu og að greinin saga eða sagnfræði hafi dregist aftur úr og vanþróast sem kennslugrein. Ég tel alveg hiklaust að það sé hlutverk háskóladeildarinnar að stuðla að því að bæta úr því. Hún gerir það ekki ein, en það kemur henni við og ég held að það sé í þeim skilningi sem heimspekideild á að rækta sín fræði í þjóðfélaginu. Það kemur henni við hvernig þau fræði sem eru stunduð í heimspekideild eru rækt í skól- unum. Ég held t.d. að það megi varpa því fram, að sú kreppa sem saga er í núna í skólunum sé afleiðing af því að hún var tæplega til sem sjálfstæð fræðigrein hér í háskólanum fyrr en eftir breytingu sem var gerð á heimspekideild árið 1965. Áður var .saga annars vegar til sem partur af íslenskum fræðum og þá eingöngu ís- landssaga, og hins vegar sem mannkyns- saga sem var kennd til B.A.-prófs með ein- um stundakennara, sem var maður í fullu og föstu starfi í menntaskóla, en kom hingað upp í háskóla kl. 5 og kenndi milli 5 og 7. Það var allt og sumt sem hér var kennt í sögu, þangað til tekin var upp kennsla í sagnfræði til B.A.-prófs við breytinguna 1965. Ég held að það sé ein- mitt athyglisvert að taka eftir því hvernig sögukennsla í skólunum hefur að vissu leyti drabbast niður í framhaldi af þessari vanrækslu háskólans. MlSSKILNINGUR í ÍSLENSKUKENNSLU Páll: Nú hefur þú, Höskuldur, tekið þátt í umræðu í vetur, sem einnig fór fram á síðum Morgunblaðsins, um íslenskt mál, framburð og fleira. Telur þú, að íslenskir málfræðingar geri nægilega mikið af því að ræða um íslenskt mál á opinberum vettvangi? Höskuldur: Ég held að það hafi skort töluvert mikið á að menn hér við háskól- ann tækju þátt í þess háttar umræðu. Einnig hefur skort á að þeir skiptu sér af og hefðu áhuga á því sem er verið að gera í skólunum. Ég held að það sé vaxandi áhugi á því í deildinni — eins og Gunnar kom reyndar að — að hugleiða hvernig Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði og forseti heimspekideildar 1981—1983. megi bæta úr þessu. Fram til þessa hafa menn lítið hugsað um það hvernig á að kenna íslenskt mál, hvað felst í móður- málskennslu. Menn hafa því ýmsar rang- hugmyndir um þetta. Ég held t.d., að það sé mikill misskilningur, sem er mjög út- breiddur, að íslensku eigi að kenna í skól- um á sama hátt og erlent mál. Sumir virð- ast t.d. halda að móðurmálskennarar hafi ekkert ráðið við þágufallssýkina vegna þess að þeir kunni svo lítið fyrir sér í kennslufræðum og þeir geti í því efni lært ýmislegt af kennurum í erlendum málum. Það séu til aðferðir til að berja inn í menn ákveðin munstur og ef þeim væri beitt í íslenskukennslunni, þá væri hægt að kenna mönnum að segja „mig langar" í staðinn fyrir „mér langar". Eg held að Páll SkÚlason Ölafur K. Magnússon tók myndirnar. prófessor í heimspeki. menn átti sig ekki nægilega á því, hvorki almenningur né heldur margir þeir sem fást við íslenskukennslu, að þarna er alveg grundvallarmunur á. Móðurmálið lærir fólk með allt öðrum hætti en erlend mál. Páll: Þess virðist gæta dálítið meðal málfræðinga, að þeir vilji ekki fella dóma um gott og vont málfar, ekki segja okkur hvað sé góður eða slæmur framburður. Eiga málfræðingar að vera svona hlut- lausir gagnvart viðfangsefni sínu — ís- lenskunni? Höskuldur: Ég held að það sé nauðsyn- legt fyrir þá sem fást við rannsóknir að vera ekki alltof uppteknir af því hvaða niðurstaða á að koma út úr athuguninni. Ef menn hafa heitar skoðanir á því hvern- ig það ætti að vera sem þeir eru að rann- saka, þá getur það haft áhrif á þá sem rannsakendur, þeir verða ekki hlutlausir. Ég held að málfræðingar átti sig betur á því en margir sem fást við móðurmáls- kennslu — ekki síst ef sú kennsla felst í því að kenna móðurmálið eins og erlent mál — að málfræðireglur eru bara lýsing málfræðinga á því hvernig fólk talar. Þeir, sem hafa skoðað tungumál, vita að sumir tala svona og aðrir öðruvísi og að það er engin fræðileg ástæða til þess að fella gild- isdóm um slíkt. Páll: Getur þú ekki sagt mér hvað er góð íslenska? Höskuldur: Jú, góð íslenska er ekki málfræðilegt hugtak. Við höfum öll skoð- anir á því hvort og hvenær vel er að orði komist. En það er ekki spurning yfirleitt um rétt eða rangt. Ég held að menn rugli því oft saman sem er málfræðilega rétt og hinu sem fer vel eða illa í málfari eða stíl. Þetta stafar kannski af því hvernig móð- urmálið hefur verið kennt í skólum, t.d. þegar kennari leiðréttir ritgerðir. Þá strik- ar hann gjarnan með rauðu jafnt í mál- fræðilegar villur, t.d. vitlausar beygingar- myndir, sem oftast eru gerðar af klaufa- skap, og svo kauðalegt eða vont málfar. Þá fá menn á tilfinninguna — og kennararnir hafa þá kannski á tilfinningunni líka — að þetta sé allt saman spurning um rétt og rangt. Þessa sama sjónarmiðs gætir stundum í þáttum í dagblöðum og útvarpi. í stað þess að segja „betur færi “ eða „betra væri“, þá segja menn „rétt væri“ að taka svo eða svo til orða. Þetta stuðlar að ruglingi á því sem er málfræðilega rétt og hinu sem er spurning um gott eða vont mál. Málfræði — MÁLSKRÚÐSFRÆÐI Páll: Þú vilt sem sagt gera skýran grein- armun á málfræði og málskrúðsfræði. Málskrúðsfræðinni — sem fjallar um beit- ingu málsins, hvernig tala eigi og rita mál- ið með góðum árangri — hefur því miður lítið verið sinnt hér í deildinni. Kennarar og aðrir eru raunar sífellt að beita mál- skrúðsreglum og löngu tímabært að leggja meiri rækt við þessa fræðigrein. En hvers vegna skyldi hún hafa verið vanrækt? Gunnar: Ég held að allar greinar mann- legra fræða hafi verið að búa sér til hlut- leysisvígi, verið að reyna að finna sér ein- hvern vettvang til þess að standa á þar sem hægt væri að stunda greinina sam- kvæmt aðferðum náttúruvísinda á hlut- lægan og hlutlausan hátt. Ástæða þess að málskrúðsfræðin hefur ekki eignast rúm í heimspekideildum háskóla er sú, að það er augljóslega engin leið til að stunda hana á hiutlausan hátt. Hún er fræðigrein sem byggist á grundvallarhugtökum eins og gott og vont. Ég held að í innsta eðli sínu geri sagnfræðin það líka, en menn hafa reynt mjög mikið til þess að stunda hana þannig að hún geri það ekki. Svo ég skýri þetta örlítið nánar, þá er sagnfræði eða saga kannski í kjarna sínum samanburður á því hvað var betra og hvað var verra við það að vera til í gamla daga. Þetta er mjög einfaldað, en í innsta eðli sínu er saga kannski sprottin af hugmyndum um það hvort við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg. Það hefur verið feimnismál að segja þetta í háskólum, vegna þess að náttúruvísindin hafa sett okkur ákveðnar reglur um það hvernig við ættum að vera og ein af þeim reglum er að við megum ekki hugsa um gott og vont. Páll: Er þessi regla ekki tóm blekking og jafnvel sjálfsblekking á hæsta stigi? Hvernig á að ræða um þau fyrirbæri sem fengist er við í mannlegum fræðum án þess að nota sífellt hugtökin gott og vont? Hljótum við ekki sífellt að leggja mat á þessi fyrirbæri vegna þess að þau eru verð- mæti? Tungumálið, sem við tölum, og sag- an, sem við heyrum til, skipta pkkur máli og hafa slík áhrif á líf okkar að það virðist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.