Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 15
I Listasafni ASI stendur nú yfir sýn- ing á frjáls- legum olíu- krítarmynd- um Jóns Engilberts, sem málar- inn lét eftir sig þegar hann féll frá 1972 og hafa ekki áður verið sýndar opinber- lega. sumar þessara mynda hafi verið frumdrög að öðru, sem unnið var staerra, en það skiptir raunar ekki máli; olíukrítarmyndirnar standa fullkomlega fyrir sínu. Flestar eru þær frásagnarlegs eðlis og geyma ákveðin minni, sum tengd einhverju persónu- legu úr lífi Jóns, önnur algildari og fjalla um þjóðsagnaefni eða jafnvel trúarleg efni. í þessum fyrirferðarlitlu verk- um er Jón líkur sjálfum sér: norrænn expressjónisti með mikinn þrótt i línum og lit og veitir sér slíkt frelsi í útfærsl- unni, að það frásagnarlega verð- ur ekki alltaf alveg ljóst. En það myndræna stendur alltaf fyrir sínu. Ég hef á tilfinningunni að Jón Engilberts hafi aldrei verið met- inn til fulls og hann átti skilið að njóta meiri velgengni en raun bar vitni um. Jón var modernisti og svo ákveðinn í að vera í fram- varðasveitinni, að hann söðlaði um á fullorðinsárum og fór að mála alveg óhlutbundið eða abstrakt. Athyglisvert er, að Jón týndi sjálfum sér ekki þar, held- ur hélt hann öllum sínum megin- einkennum í litanotkun og þróttmikilli pensilskrift. Einnig þetta hefur ekki verið metið svo sem vert væri og verið látið standa í skugganum af verkum ýmissa samtímamanna Jóns, sem voru þó ákaflega lítið per- sónulegir. Ég man vel vonbrigði Jóns, þegar hann sýndi abstrakt- ið sitt í fyrsta sinn, mig minnir í Listamannaskálanum gamla — og fann þá að ýmsum gömlum aðdáendum þótti sem hann hefði stigið skref afturábak og þá til þess eins að dansa með hinum. En Jón dansaði engan veginn með hinum og hélt áfram að vera expressjónisti, þótt formið væri óhlutlægt. Umbúðalaus og kröftug tjáning var honum svo inngróin, að hann leiddi alveg hjá sér reglustikuabstraktið, sem stundum var nefnt svo, þ.e. geómetríska stílinn, sem byggði á beinum línum og hreinum flöt- um. í þeirri myndgerð hefði Jón Engilberts aldrei fundið sjálfan sig og slíkur afburða teiknari sem hann var, nýttist honum vel hverskonar frjálslegt myndmál. Það er einnig til marks um hæfni Jóns Engilberts, að hon- um tókst að mála fágætlega góð portrett, enda þótt hann gerði ekki mikið af slíku og hefði í raun ekki þá þjálfun á þeim vettvangi, sem sýnist þó vera forsenda fyrir árangri. Nægir í því sambandi að benda á por- trettið af Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni, — öðru nafni Hannesi á horninu, sem var vin- ur og baráttufélagi Jóns í Al- þýðuflokknum i gamla daga. Enda þótt nokkrar olíumyndir frá síðasta æviskeiði Jóns séu enn til í eigu frú Tove, er þetta þó að öllum líkindum í síðasta sinn, að efnt verður til sýningar á verkum eftir Jón, sem ekki hafa sést áður. Þessvegna er fengur í þeirri sýningu á olíu- krítarmyndunum, sem stendur nú í Listasafni ASÍ og mun verða þar framá helgina 17.—18. marz. GÍSLI SIGURÐSSON. Med olíukrít að vopni Jón Engilberts var mikill átakamaður í myndlist og lét eftir sig feikilega um- fangsmikið ævistarf, þeg- ar hann lézt í febrúarmánuði 1972. Meðal þess, sem hann var þá búinn að ganga frá og hefur trúlega ætlað að sýna, var stór röð olíukrítarmynda, sem að mestu hafa legið í þagnargildi hjá frú Tove, ekkju málarans, utan þær fáu sem Lesbókin fékk lánaðar og birti í fyrra með nokkrum ljóðum. í þessum olíukrítarteikning- um sem spanna árin frá 1954— 1966, koma fram megineinkenni Jóns Engilberts sem málara. Það er sama þótt stærðin sé aðeins á við bókarkápu eða póstkort: Alltaf tekst Jóni að koma svo áleiðis sinni persónulegu rithönd í teikningunni, að ekki fer milli mála hver höfundurinn er. Sami þróttur einkennir þessar myndir og stórverk Jóns, sem til dæmis prýða Landsbankann og Hótel Holt. Það má gera því skóna, að LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 10. MARZ 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.