Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 10
Metropolitan-óperan í New York er ein af þessum stóru og frægu óperum, sem hafa stórstjörnur á sínum snærum. Árið 1966 flutti Matropolitan-óperan í nýtt hús í Lincoln Center. í bókmenntunum. Fyrsta ópera Monte- verdis var Orfeo sem flutt var í Mantua árið 1607. Og þetta verk verður að teljast fyrsta meistaraverkið í sögu óperunnar. Þar kom líka í fyrsta sinn í tónlistarsög- unni fram heil hljómsveit sem skipuð var 36 hljóðfæraleikurum. Og Monteverdi reyndi að láta hin sérstöku blæbrigði hljóðfæranna lýsa tilfinningum og skap- ferli persónanna í framrás leiksins. Söng- urinn hefur losnað úr viðjum söngleiksins og eru nú komin til sögunnar heil lög (arí- ur) og lagstúfar (arioso). Auk þess bætir Monteverdi inn í millispili fyrir hljóm- sveit, dönsum og kórum til að auka fjöl- breytni verksins. Og allt var þetta fellt saman í lífræna og sannfærandi dramatíska heild. Monteverdi samdi næstu árin 12 óperur sem því miður hafa allar glatast. En síðustu ár sín, þegar hann var kominn á áttræðisaldur, samdi hann tvær óperur sem varðveist hafa. Það eru II Ritorno d’Ulisse in Patria 1641 og loks mesta meistaraverk hans í þessari grein, Krýning Poppeu eða L’Incoronazione di Poppea frá 1642. Sú ópera fjallar um ástir Nerós keisara og frillu hans, Poppeu, saga um svik og lævísi, ófyrirleitni og grimmd. En persónurnar eru yndislega lifandi og raunverulegar. Og tónlistin er full af krafti og snilld sem orkar á hlustendur sem óvanir eru gamalli tónlist eins og opinberun. Hin dramatísku meistaraverk Monteverdis urðu ekki almenningseign fyrr en á síðustu áratugum. Og það sætir furðu hve þessi gamla tónlist hefur margt að segja okkur. Frá upphafi daga óperunn- ar og allt til Mozarts eru óperur Monte- verdis þær sem mest skírskota til nútím- ans. Sigurður l‘ór Guðjónsson er rithöf- undur íReykjavík og hefur skrifað um tónlistarefni í Lesbók og tón- listargagnrýni í Alþýðublaðið Fáar óperur bjóða uppá eins magnað svið og Aida, sem gerist í Egyptalandi. Hér er uppfærsla á Aidu úr Scala-óperunni frá 1962—63. HÚÐUN TANNA BANVÆNT HUGARFLUG Einkennandi fyrir þann er hyggur á sjálfsmorð er, aö honum finnst hann vera úr tengslum við aöra, oröinn eins og ókunnugur maður f sínu umhverfi og njóti ekki neins stuðnings til aö halda áfram að lifa vað veldur því, að fólk fremur sjálfsmorð? Skiptir aldur og staða í þjóðfélaginu miklu máli í þessu sambandi? Sérfræðingar eru nú loks farnir að greina, úr hvaða röðum fólks þeir komi, sem líklegastir eru til að fremja þennan afar torskilda verknað. Sé plasthúð sett á barna- og fullorðinstennur, er hægt að draga úr tannskemmdum um helming. Það var niðurstaða sér- staks starfshóps á vegum Heilbrigðisstofnunar Banda- ríkjanna, að varnarhúð ætti að bera á tennur barna milli 2ja og 4ra ára og síðan aftur á fullorðinstennur frá 6 ára aldri. Slík húð reynist vernda tyggingarfleti tannanna. Hún er gerð úr tilbúinni trákvoðu og verður að mjög hörðu lagi, sem yfirleitt ætti að endast að minnsta kosti í fimm ár. Þessari húðun er ætlað að koma sem viðbót við flúórblöndun til varnar tannskemmdum. Þó að flúórblöndun hafi stuðlað að þvi að draga úr tannskemmdum um einn þriðja á árunum 1971—1980, er ástandið þannig í Banda- ríkjunum, að í 16 ára táningi hafa að meðaltali tíu tennur skemmzt, verið fylltar eða dregnar úr. Það er áberandi varðandi sjálfsmorð, hversu rökréttur og óhjákvæmilegur þessi örvænt- ingarfulli verknaður er í augum þeirra, 3em hann fremja. Ald- ursflokkur eða aðstæður í lífinu skipta engu máli, hvað þetta at- riði snertir. Sjálfsmorð á í rauninni rætur sínar að rekja til hugmynda í bernsku um að „hverfa" til að losna við meiri eða minni óþæg- indi eða til að refsa öðrum fyrir meintar eða raunverulegar mis- gerðir. Lítt þroskuð rökhugsun barnsins veldur því, að það lítur á dauðann sem tímabundið brotthvarf frá erfiðum aðstæð- um og telur að hægt verði að snúa aftur. í ímyndun sinni létt- ir dauðinn af barninu fargi vonbrigða af völdum annarra. Töfrar bernskunnar, eins og þeir birtast í hugmyndunum um dauðann, geta orðið svo samofn- ir hugsanagangi hinnar full- orðnu manneskju, að til þeirra er leitað til að lina þjáningar, sem andstæðir atburðir hafa valdið. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.