Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 2
 Greta Garbo á tindi listaferilsins. sér til hreyfings til að afla sér enn meiri frægðar og enn meiri leiklistarframa. Hún hélt fyrst til Berlínar ásamt kvikmynda- leikstjóranum M. Stiller, en hann var af þýzkum gyðingaættum og þótti mjög fær í sínu fagi og ráðríkur vel að auki. En viðstaðan í Berlín varð ekki nema fáir mánuðir, því að Stiller lagði nú hart að Gretu að fylgja sér til Bandaríkjanna, þar sem honum hafði boðist starf við að leikstýra kvikmynd, en hann hafði mjög góð sambönd við ýmsa áhrifamenn í kvikmyndaiðnaði þar vestra. Það varð því úr, að Greta Gustaffson sigldi vestur um haf til Bandaríkjanna í von um að öðlast frægð og skjótan frama í höfuðstöðvum kvikmyndagerðar þeirra tíma, Hollywood. Hún var þá aðeins tvítug að aldri og kunni varla stakt orð í ensku, svo ekki hefur hana vantað kjarkinn til stórræð- anna, því einmitt um þetta leyti eru tal- myndirnar að byrja að ryðja sér til rúms. Fyrir milligöngu leikstjórans Stillers tókst Gretu að komast á samning hjá Metro-Goldwyn-Mayer-kvikmyndaiðju- verinu í Hollywood, og aðeins nokkrum vikum síðar hóf hún að leika aðalkvenhlut- verkið í kvikmynd, sem hlaut heitið „Kvenfreistarinn", en sýningar á þessari fyrstu mynd hennar hófust vorið 1926. Greta hafði þá tekið upp listamannsnafnið Garbo og var kynnt sem slík í hlutverka- skrá þessarar fyrstu amerísku kvikmynd- ar sinnar. En frægðin lét hins vegar á sér standa á amerískri grund, og þetta kom Gretu Garbo nokkuð á óvart eftir þá miklu vei- gengni, sem henni hafði fallið í skaut í Evrópu. Launin, sem Metro-Goldwyn- Mayer-félagið greiddi hinni ungu og iítt reyndu sænsku leikkonu voru ekki ýkja há þessi fyrstu ár hennar í Hollywood, svo ekki var eftir miklu að slægjast fyrir hana í þeim efnum heldur þar vestra. Hún var því í þann veginn að missa kjarkinn og snúa aftur alfarin heim til Svíþjóðar, þeg- ar gæfuhjól hennar fór loks að snúast hraðar. Eftir fjögurra ára dvöl í Holly- Greta Garbo Hin ógleymanlega kvikmyndagyðja fyrri tíma ænsk-bandaríska leikkonan Greta Garbo fæddist í Stokkhólmi árið 1905. Borgaralegt nafn hennar er Greta Gustaffson; var hún komin af velstæðu fólki og hlaut gott upp- eldi. Hún ákvað snemma að verða leikkona, og aðeins 16 ára að aldri hóf hún leiklist- arnám við Konunglegu Leiklistarakademí- una í Stokkhólmi og lagði sig alla fram við að ná sem beztum árangri í þeim stranga skóla. Strax að loknu þriggja ára námi í akademíunni tók hún að leika í kvikmynd- um, en hún var þá tæplega nítján ára að aldri. Kvikmyndun var ennþá ung listgrein í þá daga og ýmis tæknileg atriði við töku myndanna var harla ábótavant, miðað við það, sem síðar varð. Flestar voru þessar kvikmyndir fremur stuttar, og hlutverkin, sem Gretu Gust- afsson voru fengin, voru í fyrstu smá og veigalítil. En svo fékk hún skyndilega til- boð um að leika aðalkvenhlutverkið í langri og mjög vandaðri kvikmynd, sem byggð var á hinni frægu Gösta Berlings saga eftir skáldkonuna Selmu Lagerlöf, en bókin kom út í Svíþjóð árið 1891 og var brátt þýdd á fjöldamörg tungumál um all- an heim. Greta varð svo að segja á svip- stundu orðin þekkt kvikmyndaleikkona eftir að Gösta Berlings saga var tekin til sýninga, og innan árs frá því að þessi kvik- mynd hóf sína sigurgöngu um kvikmynda- hús Evrópu fór Greta Gustafsson að hugsa wood, lék Greta Garbo titilhlutverkið í kvikmyndinni „Anna Christie", en taka þeirrar kvikmyndar fór fram mikinn hluta ársins 1929, og var myndin frumsýnd snemma árs 1930. Þá fyrst tóku bandarísk- ir kvikmyndahúsagestir að veita hinni kornungu, norrænu fegurðardís verulega athygli, og fékk hún frábæra dóma fyrir frainmistöðu sína í þessu hlutverki hjá öll- um helztu kvikmyndagagnrýnendum í Bandaríkjunum. Greta Garbo var orðin stór stjarna í kvikmyndaheiminum, og laun hennar tí- földuðust á einu ári. Síðan fylgdi hver stórsigurinn á fætur öðrum með leik Gretu Garbo í aðalhlutverkum kvikmyndanna „Kristín Svíadrottning“ (1933), „Anna Karenina" (1935) og „Ninotchka" (1939). Fyrir leik sinn í þessum kvikmyndum öðlaðist Greta Garbo heimsfrægð, bæði sakir mikilla leikhæfileika og eftirminni- legrar túlkunar á þessum frægu kvenhlut- verkum í kvikmyndasögunni og heims- bókmenntum. Einstæð fegurð hennar, tig- inmannleg framkoma, sem var henni ávallt eðlileg og sérstæður yndisþokki, allt þetta gerði hana að hreinasta átrúnaðar- goði milljóna kvikmyndaunnenda um allan heim. Síðasta kvikmyndin, sem Greta Garbo lék í, var „Tvö andlit einnar konu“, en sú mynd var gerð árið 1941. Eftir þessa kvikmynd dró Greta Garbo sig algjörlega í hlé og settist að í New York. Hún hætti þar með kvikmyndaleik með öllu, og kom þessi ákvörðun hennar öllum, sem til þekktu, mjög svo á óvart, því hún stóð þá á hátindi frægðar sinnar. Metro-Goldwyn- Mayer-kvikmyndaiðjuverið missti þar með langstærsta spóninn úr aski sínum, og sendi hvern háttsettan fulltrúa sinn á fæt- ur öðrum á fund Gretu Garbo til þess að reyna að telja henni hughvarf með tilboð- um um gífurlegar launageiðslur fyrir áframhaldandi leik á vegum kvikmynda- iðjuversins, þar sem leikkonan skyldi fá að ráða leikstjóra, meðleikendum, gerð hand- rits og kvikmyndun. En öll gylliboðin reyndust árangurslaus: Ákvörðun Gretu Garbo varð ekki þokað; hún var hætt að leika í kvikmyndum fyrir fullt og allt. Fleiri amerísk kvikmyndafélög gengu lengi vel á eftir henni með grasið í skón- um, en allt kom fyrir ekki, hún sat við sinn keip. En frægð hennar hélt velli. Árið 1950 kusu lesendur hins þekkta og áhrifamikla bandaríska kvikmyndatímarits „Variety" Gretu Garbo mikilhæfustu og vinsælustu leikkonu aldarinnar. Kvikmyndir þær, sem hún lék í fyrir hartnær hálfri öld, eru enn þann dag í dag ofarlega á vinsældalista kvikmyndaunnenda og enn sýndar við góða aðsókn víða um heim. Kvikmyndir Gretu Garbos gefa því enn á okkar dögum af sér drjúgar tekjur, bæði til hennar sjálfrar, framleiðenda, dreifingaraðila og eigenda kvikmyndahúsa. Um æviferil Gretu Garbo og leiklistar- frama hennar hafa á undanförnum ára- tugum verið skrifaðar ótal bækur; blöð og tímarit um allan heim eru stöðugt að birta um hana lengri eða styttri greinar — efni, sem bæði er satt og logið, en alltaf mikið lesið af fjölda manns. Garbo er fyrir löngu orðin helgisögn í augum samtíðarmanna hennar. Nýlega kom út samtímis í Bandaríkjun- um og Bretlandi enn ein bókin um æviferil þessarar dáðu kvikmyndaleikkonu. Höf- undur bókarinnar er bandaríski blaðamað- urinn Alexander Walker, og nefnir hann bók sína einfaldlega „Greta Garbo — svipmyndir". Það sem einkum vekur for- vitni manna er sú staðreynd, að bókarhöf- undur er sá fyrsti, sem fengið hefur að- gang að ýmsum skjölum hjá Metro- Goldwyn-Mayer í Hollywood, þar sem skráðar eru alls konar upplýsingar um leikferil Gretu Garbo í bandarískum kvikmyndum. En satt bezt að segja kemur þar fátt annað nýtt eða markvert fram um leikferil þessarar mikilhæfu listakonu, nema þau launakjör, sem henni voru boðin fyrstu tvö árin, sem hún dvaldi í Holly- wood. Tölurnar, sem fengnar eru úr skjala- safni kvikmyndaiðjuversins eru að mörgu leyti athyglisverðar: Á fyrsta ári veru sinnar í Bandaríkjunum nær ráðningar- tímabil Gretu hjá Metro-Goldwyn-Mayer frá 10. september 1925 til og með 9. sept- ember 1926, og af þeim tíma starfaði leik- konan í alls 12 vikur og fjóra daga við kvikmyndaleik hjá félaginu og hafði 400 dollara í laun á viku; samtals 4.922,33 doll- arar. Hún hefur engin viðfangsefni á veg- um félagsins í 12 vikur, en fær greitt fyrir þann tíma, samkvæmt samningi 4.933,33 dollara. Eftir standa þá, samkvæmt samn- ingsgerðinni, 15 vikur og einn dagur, en fyrir þann tíma greiðir félagið henni 400 dollara á viku, þannig að heild nema laun leikkonunnar 6.066,66 dollurum fyrir leik- tímabilið. Hafi félagið ekki fengið henni verkefni við kvikmyndaleik á þeim vikum, sem eftir lifðu ráðningaársins, bar því þó skylda til að greiða leikkonunni 4.932,44 dollara að auki, þannig að heildartekjur hennar yrðu 10.999,00 dollarar. Að því er launin snerti, var upphafið að leikferli Gretu Garbo í Hollywood ekkert sérlega glæsilegt, því fjöldi starfsmanna kvikmyndaiðjuversins hafði tvöfalt hærri laun í þá daga. En Greta var staðráðin í því, að láta ekki þar við sitja; hún hafði nægilegt bein í nefinu til þess að vinna ekki í langan tíma fyrir smáræði eitt i kaup. Þegar á fjórða ári Hollywood-dvalar sinnar námu árslaun hennar yfir 100.000 dollurum, og fóru eftir það síhækkandi með ári hverju. Frægðarferill Gretu Garbo á hvíta tjaldinu átti að lokum eftir að kosta Metro-Goldwyn-Mayer félagið óhemjufé í kaupgreiðslur til hinnar mjög svo arðvænlegu leikkonu, segir í bók Alex- anders Walkers. Langsamlega athyglisverðast við þessa nýjustu bók um Gretu Garbo eru þó vafa- laust allar hinar mörgu ljósmyndir af leikkonunni, sem aldrei hafa verið birtar áður; þessar myndir eru meira hrífandi og segja skoðandanum mun meira um konuna Gretu Garbo en nokkrar lýsingar í orðum megna að fá sagt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.