Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 5
hug að fara blátt áfram í burtu af bænum með barnið og leita sér atvinnu lengra suður frá, ef til vill í Kempt- en eða Sonthofen. Aðeins hætturnar á þjóðvegunum, sem svo mikið var talað um, og að það var hávetur, héldu aftur af henni. Nú fór dvölin á bóndabýlinu að gerast önnu erfið. Mágkona hennar spurði hana við miðdegisborðið í við- urvist allra vinnuhjúanna tortryggnislegra spurninga um manninn hennar. Þegar hún gekk svo langt að líta einu sinni með uppgerðarmeðaumkvun á barnið og segja hátt: „Veslings anginn“, ákvað Anna að fara, hvað sem það kostaði, en þá veiktist barnið. Það lá órólegt í kassanum sínum, eldrautt í framan og með sljó augu, og Anna vakti yfir því heilu næturnar milli vonar og ótta. Þegar það var á batavegi og hafði endurheimt brosið sitt, var árdegis dag nokkurn bankað á dyrnar, og inn gekk Otterer. Að Onnu og barninu undanskildum var enginn í stofunni, svo að hún þurfti ekki að vera með nein látalæti, en það hefði hvort eð er verið henni ómögulegt vegna þess, hve henni brá. Þau stóðu skamma stund án þess að mæla orð af vörum, en þá sagði Otterer, að hann hefði íhugað málið af sinni hálfu og væri kominn að sækja hana. Hann minntist aftur á hjónabandssakramentið. Anna reiddist. Ákveð- inni en þó lágri röddu sagði hún manninum, að það hvarflaði ekki að sér að búa með honum, hún hefði aðeins gengið í hjónabandið barnsins vegna og vildi ekkert af honum þiggja handa sér og barninu nema nafn hans. Þegar hún talaði um barnið, leit Otterer sem snöggv- ast í áttina til kassans, sem barnið lá í og hjalaði, en gekk ekki að honum. Fyrir bragðið fékk Anna enn meiri andúð á honum. Hann lét nokkur orðatiltæki falla og bætti við, að hún skyldi íhuga þetta allt betur, hjá sér væri þröngt í búi og móðir sín gæti sofið í eldhúsinu. Þá kom bóndakonan inn, heilsaði honum forvitin og bauð honum til hádegis- verðar. Hann heilsaði bóndanum, sem var seztur til borðs, með því að kinka kolli hirðuleysislega, án þess þó að gefa í skyn, að þeir þekktust ekki, og án þess að ljóstra því upp, að þeir þekktust. Spurningum bónda- konunnar svaraði hann fálega, án þess að líta upp frá diskinum, og sagðist hafa fengið starf í Mering og Ánna gæti flutzt til hans, en talaði ekki um, að það þyrfti að gerast þegar í stað. Síðdegis forðaðist hann samneyti við bóndann og klauf eldivið bak við hús, þó að enginn hefði beðið hann um að gera það. Að loknum kvöldverði, sem hann át þegjandi, bar bóndakonan sjálf yfirsæng inn í herbergi Önnu, til þess að hann gæti gist þar, en öllum til undr- unar reis hann þunglamalega á fætur og tautaði, að hann þyrfti að halda aftur heimleiðis þá um kvöldið. Áður en hann fór, starði hann eins og annars hugar niður í kassann, sem barnið lá í, en sagði ekkert og snerti það ekki. Um nóttina veiktist Anna og tók hitasótt, sem varaði vikum saman. Næstum allan tímann lá hún sinnulaus, en nokkrum sinnum, þegar leið að hádegi og hitinn rénaði dálítið, skreið hún að kassanum, sem barnið lá í, og hagræddi ábreiðunni. Á fjórðu viku sjúkdómslegu hennar kom Otterer ak- andi á rimlavagni upp að húsinu og sótti Önnu og barn- ið. Hún hreyfði engum mótbárum. Það var ekki að undra, hve bati Önnu var hægfara, þar sem ekki var annað til matar en þunnar súpur í hjáleigukotinu. En dag einn sá hún, hve óhreint og vanhirt barnið var og fór einbeitt á fætur. Hið vin- gjarnlega bros, sem bróðir Önnu sagði alltaf að væri arfleifð frá henni, ljómaði á andliti drengsins, er hann sá hana. Hann hafði stækkað og skreið um herbergið með ótrúlegum hraða, skellti niður lófunum og rak upp smáskræki, þegar hann missti jafnvægið og datt á and- litið. Hún baðaði hann í litlum trébala, og öðlaðist aftur sjálfstraust sitt. Fáeinum dögum síðar hafði hún aftur fengið sig full- sadda af lífinu í hjáleigukotinu. Hún vafði nokkrum ábreiðum utan um barnið, stakk niður einum brauðhleif og dálitlum ostbita og strauk að heiman. Hún ætlaði að komast til Sonthofen, en ferðin gekk seint. Bæði var, að hún var mjög máttfarin, og það var slabb á þjóðveginum. Auk þess voru þorpsbúar orðnir tortryggnir og nískir af völdum stríðsins. Á þriðja degi stroksins varð hún fyrir því óhappi að snúa á sér fótinn í vegarskurði. Eftir að hún hafði legið þar klukkutímum saman og óttast um líf barnsins, var hún flutt heim á bóndabæ, þar sem hún varð að liggja úti í fjósi. Litli snáðinn skreið fram og aftur milli lappanna á kúnum og hló bara, þegar hún rak upp angistaróp. Loks varð hún að gefa upp nafn manns síns, sem sótti hana og fór aftur með hana til Mering. Upp frá þessu gerði hún engar frekari flóttatilraunir og sætti sig við örlög sín. Hún lagði hart að sér við vinnu. Það kostaði erfiði að fá uppskeru af þessum litla akurskika, sem þau höfðu, og halda kotbúskapnum gangandi. Maður hennar var þó ekki óvingjarnlegur við hana, og sá litli fékk nóg að borða. Bróðir hennar kom líka öðru hverju í heimsókn og færði henni ýmislegt að gjöf. Eitt sinn gat hún meira að segja litað kápu rauða handa barninu. Hún hugsaði með sér, að þannig flík hlyti að fara barni sútara vel. Með tímanum varð hún sæmilega ánægð með lífið og átti marga ánægjustund við uppeldi barnsins. Þannig liðu nokkur ár. Dag einn gekk hún í þorpið til að kaupa síróp, en þegar hún kom aftur, var barnið ekki lengur i kofanum. Maður hennar tjáði henni, að velklædd kona hefði kom- ið akandi í léttvagni heim að bænum og tekið barnið. Önnu varð svo mikið um þetta, að hana svimaði, svo að hún varð að styðja sig við vegg. Strax sama kvöldið lagði hún af stað til Ágsborgar og hafði ekki annað meðferðis en dálítinn nestisböggul. Fyrsta verk hennar í ríkisborginni var að fara í sút- unarstöðina. Henni var hvorki veitt áheyrn né heldur fékk hún að sjá barnið. Systir hennar og mágur reyndu án árangurs að hughreysta hana. Hún fór til yfirvald- anna og æpti viti sinu fjær, að barninu sínu hefði verið rænt. Hún gekk svo langt að gefa í skyn, að mótmæl- endur hefðu tekið barnið. Henni var svarað því til, að nú væru aðrir tímar og að friður hefði verið saminn milli kaþólskra manna og mótmælenda. Hún hefði tæpast fengið nokkru framgengt, hefði henni ekki fallið einstakt happ í skaut. Máli hennar var vísað til dómara, sem var mjög óvenjulegur maður. Hann hét Ignaz Dollinger og var frægur um allt Schwaben-hérað fyrir ruddaskap sinn og lærdóm. Kjör- furstinn í Bayern, sem hann hafði átt í málaferlum við fyrir hönd hinnar frjálsu ríkisborgar, uppnefndi hann „Þennan latneska taðskeggling", en almenningur lof- söng hann í löngum brag. Anna gekk fyrir hann í fylgd systur sinnar og mágs. Gamli maðurinn, sem var lágvaxinn og óskaplega feit- ur, sat í svolítilli, tómlegri kompu milli stafla af skjöl- um og hlustaði aðeins stutta stund á hana. Því næst skrifaði hann eitthvað á blaðsnepil. „Gakktu þangað, og vertu fljót!" drundi í honum, og um leið benti hann henni með lítilli klunnalegri hendinni á stað í herberg- inu, sem birta féll á gegnum mjóan glugga. Fáeinar mínútur virti hann andlit hennar vandlega fyrir sér, en benti henni síðan að fara og andvarpaði mæðulega. Daginn eftir lét hann réttarþjón sækja hana og æpti að henni, áður en hún var komin inn fyrir þröskuldinn: „Hvers vegna minntistu ekki á, að um væri að tefla sútunarstöð ásamt öðrum verðmætum eignum?" Anna svaraði hvekkt, að fyrir sig væri það barnið, sem skipti máli. „Imyndaðu þér ekki, að þú getir nælt þér í sútunarstöðina," sagði dómarinn hranalega. „Sé það rétt, að þú eigir krógann, falla eignirnar í hlut ættingja Zinglis." Anna kinkaði kolli án þess að líta á hann. Svo sagði hún: „Hann þarf ekki sútunarstöðina." „Átt þú hann?“ hreytti dómarinn út úr sér. „Já,“ svaraði hún lágri röddu. „Ef ég bara mætti hafa hann, þangað til hann kann öll orð. Hann kann ekki nema sjö ennþá.“ Dómarinn hóstaði og hagræddi skjölunum á borði sínu. Síðan sagði hann rólegar, en þó með gremju í röddinni: „Þú vilt fá drenghnokkann og kvensniftin þarna í silkipilsunum sínum fimm vill líka fá hann. En hann þarfnast raunverulegrar móður.“ „Já,“ sagði Anna og horfði á dómarann. „Farðu," rumdi hann, „á laugardaginn set ég rétt.“ Þennan laugardag voru aðalgatan og torgið fyrir fram- an ráðhúsið krökkt af fólki, sem langaði að vera viðstatt málaferlin um mótmælendabarnið. Hið kynlega mál hafði frá upphafi vakið mikla at- hygli, og á heimilum og í veitingahúsum var rifist um, hvor væri hin raunverulega móðir og hvor hin falska. Einnig var Dollinger gamli víðfrægur fyrir sín alþýð- legu réttarhöld, þar sem var beitt meinyrtum orðatil- tækjum og spakmælum. Réttarhöld hans þóttu betri skemmtun en gripamarkaðir og héraðsmót. Þess vegna þyrptist ekki aðeins fjöldi Ágsborgara saman fyrir framan ráðhúsið, heldur einnig fjöldi bændafólks úr nágrenninu. Föstudagur var markaðsdagur, og það hafði gist í borginni, á meðan beðið var eftir málflutn- ingnum. Salurinn, sem Dollinger dómari hélt rétt í, var hinn svokallaði „Gyllti salur". Hann var frægur fyrir að vera eini salurinn af þeirri stærð í öllu Þýzkalandi, sem engar súlur voru í. Loftið var hengt upp með keðjum, sem náðu upp í rjáfrið. Dollinger dómari, sem var eins og lítil kringlótt kjötklessa, sat fyrir framan lokað málmgrindahlið við langvegginn. Venjulegur kaðall hélt áhorfendum frá. En dómarinn sat á sléttu gólfinu og hafði ekkert borð fyrir framan sig. Hann hafði sjálfur komið þessari tilhögun á fyrir nokkrum árum, því að hann lagði mikið upp úr viðhöfn. Viðstaddir fyrir innan hið afmarkaða svæði voru frú Zingli ásamt foreldrum sínum, langt aðkomnir svissneskir ættingjar hins látna Zinglis, tveir velklæddir virðulegir menn, sem litu út fyrir að vera efnaðir kaupmenn, og Anna Otterer með systur sinni. Við hlið frú Zingli sást barnfóstra með barnið. Allir, málsaðilar og vitni, stóðu. Dollinger dómari var vanur að segja, að réttarhöld stæðu skemur, ef allir málsaðilar yrðu að standa. En ef til vill lét hann þá bara standa til þess að láta þá skýla sér fyrir áhorfend- um, því að maður gat aðeins séð hann með því að tylla sér á tær og teygja fram álkuna. í byrjun réttarhaldsins gerðist óvænt atvik. Þegar Anna kom auga á barnið, rak hún upp óp og gekk fram. Barnið vildi komast til hennar og braust ákaft um í höndum fóstrunnar og háskældi. Dómarinn lét fara með það út úr salnum. Því næst kallaði hann frú Zingli fyrir. Hún kom með miklum pilsaþyt og skýrði frá því, um leið og hún bar af og til lítinn vasaklút upp að augum sér, hvernig hermenn keisarans hefðu hrifsað frá sér barnið meðan borgin var rænd. Þá sömu nótt hefði vinnukona hennar komið til föður hennar og skýrt frá því, að barnið væri enn í húsinu, trúlega í von um þjórfé. Eldabuska föður hennar, sem var send i sútun- arstöðina, hefði hins vegar leitað barnsins árangurs- laust og hún gerði ráð fyrir því, að þessi persóna (hún bandaði í átt til Önnu) hefði náð því á sitt vald til þess að geta á einhvern hátt kúgað út peninga. Hún hefði líka væntanlega komið fram með slíka kröfu fyrr eða síðar, ef barnið hefði ekki verið tekið af henni í tæka tíð. Dollinger dómari kallaði báða frændur Zinglis fyrir og spurði þá, hvort þeir hefðu á sínum tíma grennslast fyrir um hann og hvað frú Zingli hafði sagt þeim. Þeir báru það, að frú Zingli hefði látið þá vita um dráp eiginmanns síns og að hún hefði skilið barnið eftir hjá vinnukonu, þar sem það væri í góðum höndum. Þeir töluðu mjög illa um hana, sem raunar var engin furða, því að eignirnar komu í þeirra hlut, ef frú Zingli tapaði málinu. Eftir framburð þeirra snéri dómarinn sér að frú Zingli og spurði hana, hvort hún hefði ekki einfaldlega orðið frávita af ótta við árásina forðum og hlaupist burt frá barninu. Frú Zingli leit á hann vatnsbláum augum, eins og undrandi, og svaraði móðguð, að hún hefði ekki skilið barnið eftir í reiðileysi. Dollinger dómari ræskti sig og spurði hana forvitnis- lega, hvort hún héldi, að engin móðir gæti yfirgefið barnið sitt í hættu statt. Jú, það héldi hún, sagði hún ákveðin. Hvort hún áliti þá, spurði dómarinn aftur, að móðir, sem slíkt gerði, ætti skilið að vera lúbarin á sitjandann, án tillits til þess, hve mörg pils hún bæri utan á honum. Frú Zingli svaraði engu, og dómarinn kallaði Önnu, hina fyrrverandi vinnukonu, fyrir. Hún gekk hratt fram, og með lágri röddu endurtók hún það, sem hún hafði þegar sagt við frumrannsóknina. En hún talaði, eins og hún væri jafnframt að hlusta, og við og við gaut hún augunum til stórrar hurðar, sem barnið var hinum megin við, eins og hún óttaðist, að það væri að skæla. Hún bar það, að hún hefði að vísu farið til heimilis frænda frú Zingli umrædda nótt, en af ótta við hermenn keisarans og umhyggju fyrir sínu eigin óskilgetna barni, sem hefði verið komið fyrir hjá góðu fólki í nágrannaþorpinu Lechhausen, hefði hún ekki snúið aft- ur til sútunarstöðvarinnar. Dollinger gamli greip hranalega fram i fyrir henni og hreytti út úr sér, að það hefði þó verið ein manneskja til í borginni, sem hefði fundið til einhvers, sem líktist ótta. Hann sagði, að það gleddi sig að geta sagt það, því að það sannaði, að jafnvel á þessum tíma hefði þó ein manneskja haft svolitla vitglóru í kollinum. Hann bætti Teikning/Alfreð Flóki LESBOK MORGUNBLAÐSINS 10. AGÚST 1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.