Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 11
Fyrir 80 millj- ónum ára rar mikið af þrí landi, þar sem nú er restur- bluti Banda- ríkjanna, hulið sjó (dökkt sræði). En sro tók sjórinn að minnka, og spurningin er, brort það bafi rerið upphafíð að endalokum risaeðlanna. Fyrir 65 millj- ónum ára um það leyti sem risaeðlurnar burfu af sjón- arsriðinu, hörf- aði sjórinn hratt, enda orð- inn grunnur. Og innan 5 milljóna ára rar bann nær alreg horfinn niður í Mexíkó- fíóa. því er ég bezt veit“. En þar sem þeir héldu áfram að vera honum ósammála, sagði Alvarez með þótta: „Ég furða mig á því, að þekktir steingervingafræðingar skuli sýna slíkt vanmat á hinni vísindalegu aðferð", og eft- ir að hafa látið í ljós skoðun sína á deilu við tvo þeirra um það, hvenær síðustu risa- eðlurnar hefðu drepizt, sagði hann: „Mér þykir mjög leitt að hafa eytt svo miklum tíma í það, sem eðlisfræðingar meðal áheyrenda munu eflaust telja augljóst mál.“ Alvarez var að gera sig merkilegan gagnvart steingervingafræðingum. Eðlis- fræðingar gera það stundum. Þeim finnst þeir hafi einkarétt á skýrri hugsun. Þeir beita stærðfræði og nákvæmum mæling- um í ríkari mæli en hægt er í mörgum öðrum greinum vísinda. Eg minnist þess, að annar Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði sagð mér eitt sinn, að í vísindum væri til andleg tignarröð. Efst væru stærðfræði og fræðileg eðlisfræði, rétt fyrir neðan kæmi tilraunaeðlisfræði, en þar næst efnafræði og ef til vill stjörnufræði. Jarðfræði og steingervingafræði, sem snýstum óhreina hluti eins og mold og grjót, voru mun neð- ar í röðinni. Mannfræði, sálfræði og grein- ar eins og félagsfræði voru alls ekki á lista eðlisfræðinga. RÖKSEMDIR GEGN Kenningu ALVAREZ í marz í fyrra, 1983, varð kenning Alvar- ez fyrir öðru alvarlegu áfalli af völdum jarðfræðinganna Charles Officer og Charl- es Drake. Með því að draga saman niður- stöður af rannsóknum margra vísinda- manna byggðu þeir upp heilan bálk af rök- semdum gegn þeirri hugmynd, að eitthvað hrikalegt hefði gerzt um heim allan á sama tíma. Þeir beindu athygli sinni að sýnum, sem tekin höfðu verið í berglögum við boranir á sjávarbotni. Hvert þeirra táknaði safn botnlaga sjávar á mörgum milljónum ára. Jarðfræðingar hafa komizt að raun um, að segulsvið jarðar hafi seg- ulmagnað þessi berglög. Á um það bil hálfrar milljónar ára fresti breytir seg- ulsvið jarðar um stefnu. Þau botnlög, sem safnast saman á hverjum tíma segulmagn- ast þar af ieiðandi í þá stefnu, sem seg- ulsvið jarðar beinist á þeim tíma. Þannig er hvert lagið á eftir öðru segulmagnað í gagnstæðar áttir. Sveiflur frá einni segulstefnu til annarr- ar verða með mislöngu millibili og mynda greinilegt mynstur í berginu — mynstur, sem er hið sama um heim allan. Þetta mynstur er seguleinkenni hvers tímabils í jarðsögunni. Ef menn hafa tvö sýni sitt frá hvorum heimshluta og segulmynstrin í þeim eru nákvæmlega eins, er öruggt, að bergið í þeim hafi myndazt á sama tíma. Aðferðin gildir einnig, hvað varðar staði á landi, þar sem gamall sjávarbotn hefur komið í ljós. Svæðið, þar sem Alvarez og samstarfsmenn hans fundu fyrst irridi- um-lag, er einn af þessum stöðum. Með því að bera saman segulmynstrin í ítölsku berglögunum og mynstrin úr sjáv- arbotninum gátu jarðfræðingar komizt að því, hvað hafi verið að gerast annars stað- ar í heimshöfunum á þeim tíma, sem irri- dium-lagið myndaðist. Og sér í lagi gátu þeir séð, hvort steingervingar sjávarlíf- vera hefðu horfið á sama tíma í sýnunum. Þetta var góð leið til að reyna kenningu Alvarez. í einu tilviki var prófunin jákvæð. Samanburður leiddi í ljós að mikilvæg teg- und örsmárra sjvarlífvera hafði dáið út, einmitt þegar berglagið var að myndast. En í öðru tilviki sýndi samanburðurinn að aldauði sjávarlífvera hefði átt sér stað 200.000 árum síðar en irridium-lagið hafði myndazt. Og hvar sem sýnin leiddu í ljós, að einhver tegund sjávarlífvera hefði horf- ið, hafði það gerzt smám saman á löngum tíma eða frá 10.000 til 100.000 árum. ÁLITLEG KENNING OG Handhæg,En ... Nýlega notuðu þrír jarðfræðingar, þeir Everett Lindsay, Robert Butler og Noye Johnson, þessa aðferð til að bera saman segulmynstur til að sannreyna, hvort risa- eðlurnar hefðu orðið aldauða á sama tíma og irridium-lagið varð til. Tengslin milli risaeðlanna og smástirnisins voru að sjálfsögðu kjarni málsins í kenningu Al- varez. Fyrsta skrefið, sem þeir tóku, var að mæla mynstur segulmögnunar berglaga á landsvæði í Nýju Mexíkó, þar sem mikið hefur fundizt af beinum risaeðla. Og síðan báru þeir saman niðurstöðurnar og seg- ulmynstrin í ítölsku berglögunum. Útkom- an var þessi: Bein risaeðlanna hurfu ekki, þegar irridium-lagið myndaðist, heldur eru þau greinleg langt fram í næsta seg- ulmagnstímabil og því hafa risaeðlurnar lifað löngu eftir að lagið hafði orðið til. Með þessari niðurstöðu hverfur sam- hengið milli aldauða risaeðlanna og áreksturs smástirnis á jörðina. Þeir sem settu fram kenninguna um smástirnið reyndu að snúa sig út úr vandanum með þvi að staðhæfa, að tímasetningin væri röng eða óviss, þar sem nokkurra milljóna ára eyðing jarðlaga kynni að hafa haft áhrif á niðurstöður segulmagnsmæl- inganna. En mynstur segulmögnunarinnar í Italíu og Nýju Mexíkó koma of vel heim og saman til þess að gera þá skýringu sennilega. Svo að þannig standa málin. Kenningin um smástirnið var mjög álitleg, því að hún skýrði svo margt á einfaldan hátt og margir munu sjá eftir henni. En rökin gegn henni eru mjög sterk. Og þá er einni spurningu ósvarað, hvað gerði út af við risaeðlurnar. Svarið er sennilega það sem suma steingervingafræðinga hefur lengi grunað. Risaeðlurnar þróuðust á löngu tímaskeiði milds og stöðugs loftlags, sem varði meira en 100 milljónir ára. Stóran hluta þess tímabils huldi grunnur sjór part af Norður-Ameríu frá Kanada til Mexíkóflóa. Flóar og mýrlendi lágu að þessum sjó og til vitnis um það eru þykk kolalög frá Montana til Nýju Mexíkó. í þessum raka og milda heimi voru lífsskil- yrðin hin ákjósanlegustu fyrir risaeðlurn- ar. Þær sem voru jurtaætur átu hinn safa- ríka gróður, en kjötæturnar átu jurtaæt- urnar. RÖSKUN Á LÍFSSKILYRÐUM Fyrir um áttatíu milljónum ára tók að fjara í grunnsævinu, sem lá yfir vestur- hluta Norður-Ameríku. Þegar sjórinn þvarr og lönd þornuðu, varð loftslagið í heiminum kaldara og þurrara og gróður- inn varð ekki eins ríkulegur og áður. Fyrir um 65 milij. ára tók sjórinn að hörfa hrað- ar undan og í átt til Mexíkóflóa. Að nokkr- um milljónum ára liðnum vár Norður- Ameríkuhafið horfið. í þessari breytingu á sjávarstöðunni, sem olli stórfelldri röskun á heimkynnum risaeðlanna og lífsskilyrð- um, er fólgin sennileg skýring á aldauða þeirra. Hinar minni tegundir skriðdýra, sér- staklega snákar og eðlur, lifðu fram á hið nýja tímabil. Lítið skriðdýr getur smogið undir klett í sumarhitanum og legið í dvala að vetri. En Grameðlan (Tyranno- saurus) og hennar ætt var of risavaxin til þess. Þegar umhverfið breytist á mjög róttækan hátt, fá dýr, sem hafa lagað sig að hinum horfnu aðstæðum, ekki þrifizt og þau deyja út. Meira en 90 af hundraði allra plöntu- og dýrategunda, sem nokkru sinni hafa lifað á jörðunni, hafa horfið án þess að láta eftir sig nokkra beina afkomendur. Og þannig hefur ráðgátan varðandi hvarf risaeðlanna orðið að litlu vandamáli. Eða eins og steingervingafræðingurinn Thom- as Schoph orðar það: „Dauði er hinn eðli- legi gangur lífsins." — Svá — úr „Science Digest“ eftir Robert Jastrow. LESBÓK MORGUNBLAOSINS 10. AGUST 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.