Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 6
FELLIBYLURINN Á BlLDUDAL sept. 1936 var hlýr og fallegur haustdagur á Bíldudal. Mistur var í lofti og þunn skýjaslikja á himni en stafalogn. Það var mjög heitt þenn- an dag, sjálfsagt um 20 stiga hiti, Þann 15.—16. september 1936 gekk ofsaveður yfir vestanvert landið með þeim afleiðingum, að franska hafrannsóknaskip- ið Pourquoi pas fórst á skerinu Hnokka við Mýr- ar. Þetta veður kom svo snögglega yfir Vestfirði, að það steyptist nánast eins og skriða yfir Bíldu- dal með afleiðingunum, sem hér er sagt frá Eftir PÁL ÁGÚSTSSON þó ekki væri sterkt sólskin. Þegar litið var inn yfir Haganesið sást hvernig Horn- tærnar spegluðust í lognkyrru yfirborði Suðurfjarðanna. Æðarfuglinn gúaði fram af hleinunum. Það var friður yfir litla þorpinu við Arnarfjörðinn. Skömmu eftir hádegið gengu faðir minn, Ágúst Sigurðsson í Valhöll, og skólastjór- inn Jens Hermannsson í Glaumbæ, sem var næsta hús við Valhöll, upp í hlíðina fyrir ofan þorpið að hyggja að brunnstæði. Við bræðurnir Hjálmar, Jakob og undir- ritaður fylgdumst með og einnig synir Jens, Sigurður og Gunnar, ásamt dreng, sem var í fóstri hjá Jens og Margréti, Ríkharði Sigurleifssyni, en foreldrar hans höfðu bæði veikst og dvöldu á Vífilstöðum um þessar mundir. Faðir minn og Jens höfðu mikinn áhuga á að leiða neysluvatn inn í hús sín, en svo hagaði til að nóg vatn var fyrir neðan hús- in, en fékkst ekkert það ofarlega í hlíðinni að það næði að renna inn í húsin. Faðir minn hafði látið grafa 2 brunna fyrir ofan Valhöll, en án árangurs. Stoppað var á ýmsum stöðum í hliðinni og rætt um hugs- anleg brunnstæði. Við strákarnir sprönguðum allt í kring, en aðallega dvöldum við þó í „Kastalan- um“ sem við kölluðum svo, en það var bygging, sem við höfðum hlaðið úr grjóti, allmerkileg að okkar áliti. Þetta var einn af þessum dýrðlegu, áhyggjulausu dögum, sem strákar í smáþorpi eiga sér í bland við náttúruna. Alltaf höfðum við nóg að starfa, einatt var verið að dytta að „Kastalanum", laga virkisveggi, breyta og laga. Þarna höfðum við fengið nóga útrás fyrir kraftana við óhemju grjótburð úr hlíðinni. Nokkuð voru þeir Jenssynir yngri en ég, en við Ríkharð- ur vorum að kalla jafnaldrar, hann tæpu ári yngri, en ég var þá 13 ára. Kært var með okkur og vorum við mikið saman. Hann var frekar stór eftir aldri með mikið hár og brúsk að framan, fríður og föngu- legur drengur og var þennan dag i himin- blárri blússu. Þetta haust hafði komið mikill smokkur í Arnarfjörð og var smokkveiði stunduð hvert kvöld og fram á nótt alls staðar úr firðinum. Eins og kunnugt er veiðist smokkurinn aðallega í ljósaskiptunum og nokkuð eftir að dimma tekur. Flestar trill- ur á Bíldudal stunduðu einnig þessar veið- ar. Þar voru m.a. þessir: Pétur Bjarnason í Svalborg ásamt sonum sínum á „Bjössa", Eiríksbræður á „Blíðfara", við í Valhöll á „Ými“, „Siggi" Magnúsar Guðmundssonar, „Fylkir" bátur Jóns frá Dynjanda og Magnúsar Guðmundssonar í Sjóbúð, bátur Kristjáns Alberts og Gunnars sonar hans, „Bóti“ og „Bliki" bátar kaupmannanna Samúels Pálssonar og Jóns Bjarnasonar og svo nokkuð af árabátum, sem flestir voru 4ra manna för. Ennfremur lítil trilla eign Eiríks Guðmundssonar úr Otradal og Otri stór trilla, sem Guðmundur í Otradal átti. Þennan dag var einnig farið á smokk eins og kallað var og var farið fljótlega upp úr eftirmiðdagskaffinu. Reynt var á ýmsum stöðum, en oft kippt og var afli sæmilegur. Um 12 leytið um kvöldið vorum við staddir á Hvestubót og var þá smokkur að mestu tekinn undan. Var þá farið að hugsa til heimferðar. Svarta myrkur var á, svo ekki sást svo mikið sem móa fyrir fjöllun- um, höfðum við bundið fjósalugt á rá út frá mastrinu til þess að hafa einhverja týru og svo var talið að smokkurinn leitaði á ljósið. Logn var á, en þungur sjór og ennþá mjög hlýtt í veðri. Tveir aðrir bátar voru þarna í námunda við okkur, Sölvi á Steinanesi á Steinbjörgu ásamt sonum sínum og Eiríkur frá Otradal á horni sínu, en hann var þá fluttur til Bíldudals og nýkvæntur Sigurey Indriðadóttur frá Duf- ansdal. Jens Hermannsson skólastjóri var hættur veiðum þetta haust og búinn að setja bát sinn „Jón formann" upp á kamb og hafði Ríkharður í Glaumbæ verið á smokk með okkur á Ymi næstu daga á undan. Þetta kvöld var með okkur á Ými Guðmundur ólafsson í Kurfu (Gimli) og var því nokkuð þröngt hjá okkur, svo Ríkharður brá á það ráð að fara þetta kvöld með Eiríki, sem var systursonur Jens, ásamt ungum pilti Ólafi Jónssyni (Gotta). Gotti var sonur hjónanna Jónínu Ölafsdóttur og Jóns Jóhannssonar. f því að við vorum að hætta renndi Sölvi á Steinanesi að okkur á Steinbjörginni og kvaðst líka vera hættur og best væri að koma sér sem fyrst heim, veðurútlit væri mjög slæmt og hann fyndi á sér að óveður væri í aðsigi. Við kölluðum til Eiríks og spurðum hvort hann ætlaði ekki að fylgj- ast með heim á leið, en hann kvaðst ætla að taka eitt rek ennþá, áður en hann hætti. Síðan var haldið af stað heim á Bíldudal, sem ekki var meira en svona hálftíma stím að fara. Myrkrið var svo óskaplegt að erf- itt var að keyra bátinn, landið sást alls ekki, en brimhljóðið var mikið og var eig- inlega keyrt eftir því, en ekkert mátti útaf bera því öll landtaka var stórgrýtisurð og því stórhættulegt að fara of nálægt landi. Mér fannst líða óratími þar til beygt var fyrir Kolgrafarhrygginn og ljósin fóru að sjást á Bíldudal. Sölvi á Steinanesi fór miklu dýpra á Steinbjörginni því hann ætlaði yfir fjörð. Við skildum ekkert í því hvernig hann fór að rata þetta, í þessu óskapa myrkri, en allt reyndist þetta ganga hjá honum eins og í sögu. Við á Ými sigum inn með fiskreitunum, rétt sluppum við íshúshleinina og renndum inn á vog- inn. Fundum bólfærið eftir nokkra leit, en þar lá „Gudda“, smáskekta, sem við áttum. Gengum við nú frá Ými eins og vant var, keðjan dregin upp og vafinn 2 hringi um pollann, en kaðlinum við keðjuna brugðið um fremstu þóftuna og bundinn vandlega. Svo mikill sjógangur var á voginum þrátt fyrir lognið, að ég varð að halda um fæt- urna á Hjálmari bróður mínum, þegar hann lá á maganum á stafnskýlinu við að ganga frá bátnum, svo að hann hrykki ekki útbyrðis. Rerum við því næst í land á Guddu, sett- um hana upp á kamb og héldum rakleiðis heim. Var þá klukkan eitthvað um 1%. Móðir okkar var vakandi þegar við kom- um og var fegin að sjá okkur; fengum við eitthvað gott að borða og siðan átti að ganga til náða enda mannskapurinn orð- við, að það hefði reyndar ekki verið fallegt af vitninu að hugsa aðeins um sitt eigið barn, en hins vegar væri það almanna mál, að blóð væri þykkara en vatn og raun- veruleg móðir stæli jafnvel handa barni sínu, ef í nauð- irnar ræki, en það væri stranglega bannað með lögum, því að eign væri eign, og sá sem stæli, lygi einnig, en það væri sömuleiðis bannað með lögum. Síðan hélt hann eina af sínum spaklegu og grófu ræðum um slægð mannanna, sem lygju að dómstólunum, þar til þeir blánuðu í framan, og eftir stuttan útúrdúr um bændur, sem þynntu mjólk alsaklausra kúa út með vatni, og um borgarstjórnina, sem krefði bændurna um of háa mark- aðsskatta, en hann kom málinu sjálfu ekkert við, til- kynnti hann, að vitnaleiðslum væri lokið og þær hefðu ekki leitt til neinnar niðurstöðu. Síðan gerði hann langt hlé og sýndi öll merki ráða- leysis og leit í kringum sig, eins og hann vænti tillögu frá einhverjum viðstaddra um, hvernig komist yrði að niðurstöðu. Menn horfðu forviða hver á annan, og sumir teygðu fram álkuna til að koma auga á ráðþrota dómarann. 1 salnum varð dauðaþögn, aðeins mátti heyra kliðinn frá mannfjöldanum utan af götunni. Þá tók dómarinn aftur til máls og dæsti. „Það hefur ekki verið sannreynt, hver hin rétta móðir er,“ sagði hann. Barnið er aumkunarvert. Maður hefur nú heyrt, að feður víki sér oft undan skyldum sínum og vilji ekki gangast við börnum sínum, þorpararnir þeir arna, en hér gefa sig fram tvær mæður. Rétturinn hefur hlýtt á þær eins lengi og þær eiga skilið, nefnilega nákvæmlega 5 mínútur á hvora, og komist að þeirri niðurstöðu, að þær ijúgi báðar, eins og þær eru langar til. En nú þarf að hugsa fyrir barninu, sem þarf að eiga, móður. Það verður því að sannreyna, án þess að sinna eintómu þvaðri, hvor er hin raunverulega móðir barns- ins.“ Og með gremju í röddinni kallaði hann á réttarþjón og skipaði honum að sækja krít. Réttarþjónninn fór og kom aftur með krítarmola. „Dragðu hring með krítinni þarna á gólfið, svo stóran að þrír menn geti staðið inni í honum,“ skipaði dómar- inn. Réttarþjónninn kraup niður og dró hring á gólfið, eins og honum var sagt. „Komdu nú með barnið,“ skipaði dómarinn. Hann kom inn með drenginn, sem fór aftur að skæla og vildi komast til Önnu. Dollinger gamli kippti sér ekkert upp við gólið í honum og hélt máli sinu áfram, aðeins með dálítið hærri röddu. „Þessa tilraun, sem nú mun verða gerð,“ tilkynnti hann, „hef ég fundið í gamalli bók, og hún er talin allgóð. Hin einfalda grundvallarhugsun, sem liggur að baki krítarhringstilrauninni, er að hin raunverulega móðir mun þekkjast af ást sinni á barninu. Sem sé, það verður að reyna styrk þessarar ástar. Réttarþjónn, láttu barnið inn í krítarhringinn." Réttarþjónninn tók skælandi barnið úr örmum barnf- óstrunnar og setti það inn í hringinn. Dómarinn hélt áfram, um leið og hann snéri sér að frú Zingli og önnu: „Takið þið ykkur líka stöðu inni í krítarhringnum, takið hvor í sína hönd barnsins, og þegar ég segi: „Nú!“ þá reynið þið að toga það út úr hringnum. Sú ykkar, sem ber meiri ást til barnsins, mun toga af meira afli og þannig ná því til sín.“ Áhorfendur voru orðnir órólegir. Þeir tylltu sér á tá, og sumir rifust við þá, sem stóðu fyrir framan þá. En svo varð dauðaþögn, þegar báðar konurnar stigu inn í hringinn og tók hvor í sína hönd barnsins. Einnig barn- ið var þagnað, eins og það grunaði hvað væri að gerast, og snéri társtokknu andlitinu að önnu. Síðan skipaði dómarinn: „Nú!“ Með einum heljarmiklum rykk svipti frú Zingli barn- inu út fyrir hringinn. Ringluð og vantrúuð horfði Anna á eftir því. Af ótta við að barnið meiddist, ef togað væri í báða handleggi þess samtímis og hvorn í sína áttina, hafði hún strax sleppt takinu. Dollinger gamli stóð upp. „Og nú vitum vér,“ sagði hann hátt, hvor hin raun- verulega móðir er. Takið barnið af þessari kvensnift. Hún myndi rífa það í tætlur með köldu blóði." Svo kinkaði hann kolli til Önnu og gekk hratt út úr salnum til morgunverðar síns. Næstu vikurnar töluðu bændurnir í nágrenninu, sem vissu alveg, hvað þeir sungu, um að dómarinn hefði drepið tittlinga, þegar hann dæmdi konunni frá Mering barnið. - ☆ -- EFTIRMÁLI Þessa sögu ritaði Brecht í útlegð árið 1940. Fyrir- mynd hans að úrskurði Dollingers dómara í lok sögunn- ar er alþekkt frásögn um dóm Salómons í 3. kapítula Konungabókar í Gamla testamentinu, en Brecht lætur sögu sína gerast í heimaborg sinni, Ágsborg, undir lok þrjátíu ára stríðsins um miðja 17. öld. Ýmislegt, bæði í efni og stíl sögunnar, minnir á frá- sagnarlist íslendingasagna. Til dæmis grunar lesand- ann strax, að ekki muni vel fara, þegar smámenni ætla sér að grípa inn í rás örlaganna. Lítið er hirt um að lýsa útliti, hvað þá tilfinningum persónanna, en athafnir þeirra gefa þeim mun skýrari mynd af þeim. Athyglisvert er það stílbragð að gera á stöku stað svolítið hlé á frásögninni til að skjóta inn örstuttum setningum, sem gefa til kynna, hvaða stefnu sagan muni taka, án þess þó að slakni á spennu hennar við það. öll er sagan sögð í stuttum setningum, sums staðar svo, að það olli erfiðleikum í þýðingu. BALDUR Ingólfsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.