Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 14
SPJALL VIÐ GRÓÐURUNNANDA f LANGHOLTSHVERFI þá möguleika sem stærðin býður upp á. Garðurinn hefur alla tíð verið hennar líf og yndi, allt fá árinu 1939 þegar hún flutti í húsið með manni sínum, Guðmundi Magnússyni, sem var vélstjóri hjá Eimskip en er nú látinn. „Hér voru fá hús í nágrenninu þegar við fluttum og mér fannst autt og nakið umhverfið. Ég fór því strax að reyna að koma upp skjóli við húsið. Ég hef frá því ég man eftir mér haft áhuga á Úr gömlu baöstofunni sem varð að garðbúsi „Mér fannst autt og nakið umhverfið ...' Jóhanna í dyragættinni i garðhúsinu Lítil tjörn og blómlegur gróður í kring öílum gróðri og unað mér vel við útistörf. Ég er fædd og uppalin í Grímsey. Foreldrar mínir voru Sigurborg Sigurðardóttir og Kristinn Kristmundsson en í Grímsey hafa forfeður mínir búið í 200 ár. í huga mér er eyj- an mín lítil Paradís. Ég er þakklát fyrir að ég gat tekið á móti foreldrum mínum þegar þau fluttu frá Grímsey og börn- in okkar nutu þess í ríkum mæli. Faðir minn fékk áhuga á því sem ég var að gera svo þaðan fékk ég drjúga hjálp, en þeir voru bræðrasynir faðir minn og Eiríkur Hjartarson, sá mikli garðyrkjumaður, svo þetta er ef til vill eitthvað í ættinni. Áður fyrr sigldi ég töluvert með eiginmanni mínum og kynntist þá margskonar gróðri, komst meira að segja alla leið til Palestínu og fór þar líka að ■ i i ífellt fer fögrum, gróð- l urríkum og vel hirtum einkagörðum í Reykja- i vík fjölgandi og reyndar um allt land. Sumir fá fagmenn til að skipuleggja og taka að sér byrjunarframkvæmdir. Öðrum hentar betur að ráða fram úr þeim sjálfir og oft tekst einkar vel til. MNfliyi Einn af fjölmörgum slíkum görðum er við Sunnuveg 35 í Reykjavík. Húseigandi þar, Jó- hanna Kristinsdóttir Magnús- son, hefur sýnt sérstaka natni og eljusemi við garðræktina, safnað að sér fjölda tegunda trjáa, runna og blómplantna og snyrtimennskan situr þar í fyrirrúmi. Auðséð er á gróðrin- um öllum að þar skortir hvorki „áburð, ljós né aðra vikt“, eins og segir í ljóði Jóns Helgasonar. Lóðin við húsið er óvenjulega stór og Jóhanna hefur notað vel Horft af grasflötinni niður að trjigróðrinum spyrjast fyrir um blóm og plönt- ur. Svo bjuggum við nokkur ár í Kaupmannahöfn rétt við 0r- stedsparken og þar kynntist ég þeim fjölbreytta gróðri sem þar er. Nei, ég hef aldrei stundað neitt garðyrkjunám en bara les- ið mér til hér og þar um meðferð plantna, hvernig á að grafa skurði og hlaða garða því lóðin hérna var vot og óunnin. Jú, ég hef fengið fagmenn til að leggja stéttina en steinunum í beðunum hef ég hlaðið sjálf og hrært í steypu ef með hefur þurft." Allt of langt mál væri að telja upp allar þær tegundir sem Jó- hanna hefur safnað að sér, en þó mætti nefna nokkrar til að gefa örlitla hugmynd um fjölbreytn- ina. í blómabeðunum gefur m.a. að líta jarðskriðnablóm, burkna, berghnoðra, spaða, garðaljóma, Júlíu-prinsessu-auga, brodd- hvönn, silfurtönn, fjalldalafífil, petúníu, bóndarósir, geislasóp, norskan maríustakk, hjarta- steinbrjót, lungnaplöntu og blending af íslensku fjólunni sem Jóhanna hefur sjálf gert til- raunir við og þá eru alveg ótald- ar fjölmargar tegundir trjáa og runna. Neðst í garðinum voru rústir af gömlum bæ. Þær lagfærði Jó- hanna og gerði að garðhúsi með alls kyns gróðri í upphækkuðu beði. Þar hefur hún líka hlaðið arin og útbúið svolitla lækjar- sytru sem hríslast um þar til gerðan stokk þegar skrúfað er frá vatnshana. Flestir garðeigendur hafa það fyrir sið að safna heyi og öðrum lífrænum úrgangi úr görðum sínum í plastpoka og láta aka slíku á sorphaugana. Jóhanna hefur annan háttinn á sem gæti verið öðrum til fyrirmyndar. Á einum stað í garðinum í skugga innan um þéttan trjágróður hef- ur hún komið sér upp safnhaugi með það fyrir augum að gera af áburð í garðinn. Hvernig fer hún að? Hún setur kalk neðst í hauginn, síðan hey af túnblett- inum og mold til skiptis og auk þess ýmislegt sem til fellur af lífrænum úrgangi úr garðinum, s.s. rabarbarablöð og fleira slíkt úr matjurtagarðinum að húsa- baki, dálítinn skammt af hrossataði og jafnvel gömul dagblöð og segir þau duga vel. Síðan fær hún sér geril í Sölu- félagi garðyrkjumanna, leysir hann upp í vatni, 1—2 matskeið- ar í 5 lítra, og hellir yfir haug- inn. Þarna á síðan að vera kom- inn fyrirtaks áburður eftir nokkra mánuði. Auk þess ber hún fiskimjöl á garðinn. „Ég hef mest verið ein við þessi störf," segir Jóhanna, „og hef alltaf jafn gaman af. Nú orðið fæ ég þó hjálp við að saga stærri greinar og grisja. Stund- um er ég komin út í garð á inni- skónum og farin að rótast í moldinni áður en ég veit af. Birkið er mitt leiðarljós um hvenær ég á að byrja vorverkin. Þegar það byrjar að laufgast, fer ég að vinna. Birkið er alís- lenskt og kann á veðráttuna. Það hefur aldrei brugðist mér. Hin trén fara stundum of fljótt af stað. Á haustin breiði ég greinar og lauf yfir blómabeðin. Það gefst vel og síðastliðinn vetur lifðu allar fjölæru plönturnar af. Nei, nei, ég verð aldrei þreytt á þessu," segir Jóhanna og hlær, „og það er sennilega bara vegna þess hvað mér finnst þetta gam- an.“ H.V.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.