Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 4
Að vinna með dauðvona sjúklingum Ásgeir R. Helgason ræðir við hjúkrunarfræðingana Bryndísi Konráðsdóttur og Hjördísi Jóhannsdóttur Flestir hræðast dauð- ann og tala ekki opin- skátt um hann. Sjúklingum er ekki allt- af sagt frá því, að þeir séu deyjandi, hvað þá að þeir séu markvisst búnir undir dauðann. Nú er talað um sér- staka umönnun, sem nefnd er á ensku „hospice“ og byggir á að gera hinum deyj- andi sem bærilegastar hinar síðustu stundir lífs síns. vernig erum við í stakk búin til að takast á við sorg, reiði, kvíða og ótta sem oftast fylg- ir því að standa andspænis dauða okkar sjálfra eða okkar nánustu? Hvernig er búið að fólki og aðstandendum þeirra sem þurfa að glíma við langvinna, erfiða sjúkdóma þar sem líf og dauði vega salt á vogarskálum læknislistar og tækniframfara? Hvernig er búið að starfsfólki sjúkrastofnana sem stendur frammi fyrir þessum raunveruleika dags daglega? Er til einhver meðvituð stefna í heilbrigðiskerfinu varðandi þessi mál í dag? Til að leita svara við þessum spurningum og fleirum er tengjast umönnun dauðvona sjúklinga hér á landi tók ég tali tvo hjúkr- unarfræðinga, þær Bryndísi Konráðsdóttur og Hjördísi Jóhannsdóttur, sem hafa lagt sig sérstaklega eftir þessum málum undan- farin ár. Krabbameinsfélag íslands hefur nýverið ráðið þær til starfa til að annast undirbúning og uppbyggingu félagslegrar þjónustu og upplýsingastarfs fyrir krabba- meinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Ég hitti þær að máli í húsi Krabbameinsfélags- ins að Skógarhlíð 8, Reykjavík. Við komum okkur fyrir í vistlegu herbergi sem er aðset- ur „Heimahlynningarinnar“ en það er nafnið sem valið var að vel íhuguðu máli á hina nýju starfsemi Krabbameinsfélagsins. Orðið mun vera íslensk þýðing á heitinu „Home Care“. Við snerum okkur beint að spurningunum eftir að hafa rennt niður bolla af nýlöguðu ilmandi kaffi. Hefur afstaðan til dauðans eitthvað breyst á undanförnum árum eða ára- tugvm? Já, afstaðan til dauðans hefur breyst mjög mikið. Fyrr á árum var veiku og dauð- vona fólki sinnt af ættingjum og vinum í heimahúsum. Fjölskyldan var þá stærri, margir ættliðir bjuggu saman, veikindi og dauði var eðlilegur gangur lífsins. Með breyttum þjóðfélagsháttum og tilkomu sjúkrahúsa, elli- og hjúkrunarheimila færð- ist þessi þáttur frá heimilunum. Það heyrir til undantekninga að fleiri en tveir ættliðir búi saman í dag. Börn eru á dagheimilum, gamalt fólk er vistað á elliheimilum og hjúkrunardeildum og aðrir vinna úti og hafa ekki aðstöðu til að hugsa um gamalt fólk og sjúklinga. Dauðvona sjúklingar eru oft- ast inni á sjúkradeildum þar sem þeim er sinnt af faglærðu hjúkrunarfólki og að- standendur taka lítinn þátt í umönnun þeirra. Flest hræðumst við dauðann og tölum ekki opinskátt um hann. Þessi mál hafa verið hálfgert feimnismál. Sjúklingum er ekki alltaf sagt frá því að þeir séu deyjandi hvað þá að þeir séu markvisst undirbúnir undir dauðann. Okkur hefur fundist það vera einkamál læknis og hjúkrunarfólks að viðkomandi sé dauðvona. Fyrir rúmum tutt- ugu árum áttu sér stað miklar umræður í Bretlandi um aðbúnað og umönnun dauð- vona sem leiddi til þess að þau mál eru mjög til fyrirmyndar og hafa margar þjóðir fetað í fótspor Breta. Þessi umræða er nú hafin hér á landi og hefur fallið í góðan jarðveg. Það hefur vakið athygli okkar hvað fólk hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og allir eru sammála um að ýmsu sé ábóta- vant í umönnun dauðvona og aðstandenda þeirra. Nú skilst mér að starf ykkar hjá Krabbameinsfélaginu sé byggt upp á hugmyndafræði sem gengur undir nafninu „hospice Getið þið skýrt það nánar? Orðið hospiee er komið af latneska orðinu „hospes“ og þýðir bæði gestur og gest- gjafi. A miðöldum voru „hospice" skýli eða hæli fyrir pílagríma og ferðalanga þar sem þeir fengu hressingu og umönnun á löngum ferðalögum sínum. Síðan opnuðu írskar nunnur „hospice" í Dublin 1846 og í London 1905. Þangað tóku þær marga mikið veika sjúklinga og langlegusjúklinga. Þar sem umönnun dauð- vona varð þeirra starf, varð orðið „hospice" samnefnari fyrir þessa umönnun. Það verð- ur síðan vakning fyrir þessum málefnum í London árið 1967 þegar St. Christophers Hospice er opnað í S-London. Læknirinn Dame Cicely Saunders vakti máls á þörfum dauðvona fólks og ekki síður aðstandenda og var það hún sem opnaði þetta „hospice" og starfar þar enn sem yfirlæknir. Markmið hennar var að hjálpa þeim sjúklingum sem ekki höfðu von um lækningu, til að lifa Heimahlynning eðlileg ogjákvæöþróun EFTIR DR. MED. G.SNORRA INGIMARSSON Ileitni okkar til að draga úr sjúkleika og dauðsföllum af völdum krabba- meins og milda aðrar afleiðingar þess. Til krabbameinsvarna skipuleggj- um við aðgerðir til að draga úr líkum . þess að við sem einstaklingar sýkjumst af þessu meini. Slíkt er fyrirbyggjandi aðgerðir en upplýsingar og fræðsla eru þar m.a. mikilvægur þáttur. Við getum flýtt fyrir greiningu sjúkdómsins og auk- ið þar með iíkur lækningar og er skipuleg krabbameinsleit dæmi um það. Lækning krabbameina tekst nú oftar en nokkru sinni áður og þar er enn frekari framfara að vænta. Við sýnum í dag vaxandi skilning á gildi þess að aðstoða sjúklinga til andlegrar og líkamlegrar endurhæfingar eftir krabbameinsmeðferð og þar hafa meðal annarra samhjálparsamtök innan Krabbameinsfélagsins unnið ómetanlegt starf. Krabbameinsrannsóknir í víðtækum skilningi auka þekkingu okkar og fæmi til að taka enn fastar á vandan- um á öllum sviðum krabbameinsvama. Með „Þjóðarátaki gegn krabbameini 1986“ vildi Krabbameinsfélagið efla m.a. stuðning við þá einstaklinga sem krabba- mein heijar á og fjölskyldur þeirra. Sérhæfð þjónusta lítur nú dagsins ljós og er hún tvíþætt. Annars vegar er í boði almenn upplýsingamiðlun um krabbamein og ráðgjöf. Hins vegar hlynning að þeim sjúklingum, sem kjósa og vilja dveljast með ástvinum sínum heima. Þessi heimahlynning er skipu- lögð í samvinnu við Landspítala, Borg- arspítala, Landakot og heimahjúkrun Borgarlæknis. Megi þetta samstarf ná víðar og verða til að draga úr kvíða þeirra fjölskyldna sem sjúkdómurinn sækir heim og verða til líknar þeim sem ekki læknast. Snorri Ingimarsson er forstjóri Krabba- meinsfélags íslands. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.