Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 12
gerir maður ekki, segir fólk. En Hrefna er víst ekki hin dæmigerða kona. ÁSkólaTil Kaupmannahafnar „Ég, dæmigerð? Mér er ekki nokkur leið að vera þannig. Ég verð að fá að fara mínar leiðir. Annars veslast ég bara upp. Það þótti víst ekkert venjulegt þegar ég rauk til Kaup- mannahafnar með mann og þrjú böm og settist á skólabekk. Það var nefnilega þann- ig, að mörgum árum áður hafði ég lært nudd og hafði alltaf geysilega mikinn áhuga á öllu sem þvi viðkom. Ég hafði lesið feikn- in öll um fomar aðferðir Kínverja og mér fannst mikil sannindi felast í þessum fræð- um öllum. Og mig langaði að læra meira. Þess vegna fór ég á Iþróttakennaraháskól- ann í Kaupmannahöfn. Þetta var ellefu mánaða nám sem lauk með prófí. Ég tók að auki öll þau námskeið sem ég gat fund- ið, þannig að alls var ég ijörutíu og sjö stundir á viku í skólanum. Manninum mínum tókst ekki að fá starf við sitt hæfí, en hann er rafvirki, og honum féll sjálfsagt ekki að vera heimavinnandi karlmaður. Og það var svo ótrúlegt hvemig þessi annars duglegi maður varð áhuga- laus. Það er víst ýmislegt sem ég hef á samviskunni, drottinn minn. Ég var fantur. En ég verð að segja það, að ég naut veru minnar í Kaupmannahöfn í fyllsta máta. Öll söfnin, byggingamar, listaverkin og tónlistin, manneskja. Stórkostlegt. Ég blátt áfram gleypti í mig Kaupmannahöfn, Því miður ga.t maðurinn minn ekki tekið þátt í þessu með mér og þama held ég að hjónaband okkar hafi endanlega gufað upp.“ ÁSTIN BLÓMSTRAÐI í SexMánuði „Ég hef ekki alltaf búið hér ein. Ég eign- aðist dýrgrip og ég hafði ekki hugmynd um að neitt þvflíkt væri til fýrr en .. . Ég má til með að segja þér frá þessu. Þannig var, að ég var svo lánsöm kona að upplifa og vita hvað það er að elska og vera elskuð. Það stóð bara alitof stutt eða aðeins sex mánuði. Tómas flutti hingað í þessa íbúð um mánaðamótin júní/júlí 1985 og sameig- inlega útbjuggum við þetta heimili. Þá höfðum við þekkst í sex mánuði. Bæði höfð- um við ákveðið með sjálfum okkur að búa alltaf ein. En þessi ákvörðun breyttist og við áttum saman yndislegar stundir héma heima hjá okkur. Ahugamál okkar vom þau sömu, tónlist, leikhús, blóm, gönguferðir og ýmislegt annað. En svo var það, að Tómas hvarf skyndilega úr þessu lífí. Ég vildi ekki trúa þessu, þetta gat ekki verið satt. Óstjómlega getur lífið verið ósanngjamt, hann mátti ekki fara svona og skilja mig eina eftir. Svona hugsaði ég, en það var alveg sama hversu mikið ég hróp- aði, hann var farinn að eilífu. Þrátt fyrir allt er ég óumræðilega þakk- lát forsjóninni fyrir að ég fékk að kynnast Tómasi og njóta alls þess góða sem við átt- um sameiginlega. En vissulega var lífið óbærilega fyrst á eftir og lengi á eftir. Skarðið sem hann skildi eftir verður ekki fyllt. Vinnan og fólkið sem ég stundaði hjálp- aði mér yfír verstu erfiðleikana og ég er því afskaplega þakklát." Eftir þessa síðustu raunasögu beinum við athyglinni að starfí Hrefnu undanfarin rúm tvö ár, en það er jafnframt hennar aðal hugðarefni, sem sagt nuddinu. Það er haft fyrir satt, að hún hjálpi fólki sem á við hina ýmsu kvilla að stríða á mjög áhrifaríkan hátt. 5000 ÁRA GAMLAR AÐFERÐIR „Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er ekkert yfímáttúrlegt við mínar aðferðir. Sannleikurinn er bara sá, að ég tel mig kunna að nudda, ég þekki starfsemi líkam- ans og uppbyggingu hans og hef aflað mér þekkingar á þessum sviðum hvar og hvenær sem ég hef getað. Að auki hef ég lesið allt sem ég hef komið höndum yfír viðvíkjandi orkusvæðum líkamans, en það er einmitt tilheyrandi þessum fomu aðferðum Kínveija sem ég minntist á áðan. Þær em álitnar vera um 5000 ára gamlar. Svo má vel vera, að ég hafí einhveija hæfileika til að miðla fólki af mínum innra krafti og það þarf ekkert að vera yfímáttúrlegt við það. Þau sannindi em ævagömul að orku er hægt að miðla þó hún sé ósýnileg. Hugsum okkur bara alla tækni nútímans sem sum hver byggist á hinum ýmsu straumum og öldum í ljósvakanum. Sú orka er ósýnileg okkar augum. En hvað viðkemur lækningu vil ég sjálf ekkert segja þér frá þvi máli. Þú ættir heldur að koma suður á Þinghólsbraut og ræða við nokkra af mínum skjólstæðingum sem heimsækja mig reglubundið." Og það varð úr, að ég gerði það. Við völdum föstudagskvöld klukkan átta. Mér lék forvitni á að sjá vinnustað Hrefnu, þar sem hún dvelur meirihluta sólarhringsins. Staðurinn er fremur lítill en vinalegur. Blóm- in skipa þar háan sess ekki síður en á heimili hennar. Þegar í Heilsuræktina kom voru þar fyr- ir fímm eða sex karlmenn og ein kona. Allir voru sammála um endumæringuna og vel- líðanina sem væri samfara nuddinu hjá Hrefnu. Öm trésmiður sagðist verða ómögu- legur maður ef hann kæmi ekki í nuddið á föstudögum. „Ég er bakveikur en vinn mik- ið. Svo á ég þijá krakka á aldrinum eins til sjö ára, þannig að raunverulega er aldrei friður. En að koma hingað er á við langt frí. Ég gleymi stað og stund, það er allt svo afslappað hér og notalegt. Það tók nú kon- una mína hálft ár held ég að skilja hvað í ósköpunum ég væri að gera allan þennan tíma héma á föstudögum. Stundum er klukkan orðin níu eða meira þegar ég held heim á leið og ég mæti þetta fjögur eða fímm á daginn. Já, það em sko alveg hrein- ar lfnur með það, að þessum heimsóknum sleppi ég ekki nema líf liggi við.“ Ragna Freyja Karlsdóttir tekur undir þetta hjá Emi. Hún segist vera skólastjóri í skóla sem Bamageðdeild Hringsins rekur við Dalbraut. Hún var ein þeirra sem endi- lega vildi segja frá reynslu sinni. HÖFUÐVERKURINN HVARF „Ég verð nú að segja alveg eins og mér fínnst, að það væri þjóðþrifamál að sem flestir gætu veitt sér svona meðferð eins og hér er að fá. Kvillamir yrðu þá brátt margir úr sögunni hjá fólki. Hvað sjálfri mér viðkemur hef ég þjáðst af ólæknandi höfuðverk í tólf ár og að sjálfsögðu allt mögulegt og ómögulegt verið reynt, en án árangurs. Jafnframt hafði ég of háan blóð- þrýsting og notaði lyf við honum. En til þess að gera langa sögu stutta, þá er blóð- þrýstingurinn orðinn eðlilegur, höfuðverkn- um fínn ég ekki fyrir á meðan ég er í nuddinu hjá Hrefnu, og hann hefur dvínað svo mikið þess utan, að stundum gleymi ég honum. Og ég hef þá trú að hann eigi eftir að hverfa og heyra fortíðinni til. Allt þetta þakka ég Hrefnu og hennar aðgerðum. Hún hefír komið mér inná réttar brautir hvað mataræði varðar og lagt hart að mér að hreyfa mig eins mikið og frekast er unnt, fara í gönguferðir og sund og því um lfld. Líðan mín er svo miklu betri heldur en áð- ur, að því er ekki saman að jafna. Svo er alveg sérstakt hvemig hún talar við mann hér í nuddinu, hún vekur hjá okkur afslapp- aða vellíðunarkennd sem erfítt er að skil- greina. Sko, maður svífur pínulítið, skilurðu, verður svo léttur í andanum. Hrefna hefur einnig lag á að velja rétta tónlist hveiju sinni og mér fínnst það hafa geysimikið að segja.“ Éinn var sá maður sem lítið hafði sagt til að byija með. Þetta var Haraldur. Hann var spurður hvers vegna hann kæmi til Hrefnu. „Það var nú þannig, að sl. vor kom í ljós að ég var haldinn einni tegund krabbameins sem var í eitlakerfi líkamans. Ég fékk viðeig- andi lyf við þessum sjúkdómi sem m.a. gerðu það að verkum, að ég fékk miklar kvalir í hnén. Þegar ég ætlaði að fara að sofa á kvöldin varð ég að „hjóla" mig í svefn, ég gat ekki haft fætuma kyrra. Við þessu átti að fara að gefa mér annað lyf, en þá fannst mér nóg komið og ég leysti aldrei út lyfseðl- ilinn. Hinsvegar hafði ég heyrt einhvem ávæning af þrekvirkjum sem tengudst Hrefnu og þess vegna leitaði ég til hennar. Til að byija með sagði ég henni ekkert um mína hagi, en eftir tvö skipti í nuddinu hurfu kvalimar í hnjánum. Eftir það rædd- um við mín mál og hún féllst á að reyna að hjálpa mér. Útkoman er sú, að nú í dag tek ég engin lyf við fyrmefndum sjúkdómi. Líðan mín er svo sannarlega allt önnur en hún var og það þakka ég Hrefnu eingöngu. Ég trúi á það sem hún er að gera og vissulega getur trúin haft mikið að segja. Nuddið sem ég fæ hjá henni er sko ekkert venjulegt nudd.“ Úm eitt atriði voru allir sammála, hvort sem þá angraði einhver kvilli eða ekki: Að það væri ómetanlegt að fá að koma inn í þægilegt andrúmsloftið hjá Hrefnu Markan og gleyma áhyggjum og erli dagsins dálitla stund. Gufubaðið, nuddið og ljósin væm svo að sjálfsögðu til að auka á lystisemdimar. „Mig langar til að segja frá minni lífsspeki í lokin, ef ég má,“ segir Hrefna að síðustu. „Maður á að leggja rækt við sjálfan sig, bæði andlega og líkamlega, og reyna að fá allt hið jákvæða fram í eðlisþáttunum sem okkur em gefnir í upphafí. Með því móti einu er maðurinn aflögufær og getur miðlað öðmm, veitt öðmm styrk. Því hvað ætlum við að gefa ef við eigum ekkert sjálf?" Þetta er góð spurning og íhugunarverð í öllum hraðanum og kapphlaupinu nú á tímum. En það er staðreynd, að Hrefna hlýtur að hafa verið dugleg við ræktunina, því svo mikið hefur hún gefíð samferðafólki sínu. Höfundurinn er landskunn dægurlagasöng- kona og hefur stundum skrifað samtöl í Lesbók. Hrefna við vinnu sína í nuddstofunni. Lesbók/Einar Falur. E R L Ui i i N D < ■ i R B Æ i 1 * U R ÍkingpenguinI ANDREW MOTION DANGEROUS PLAY P0EMS 1974-1984 ANDREW MOTION: DANGEROUS PLAY Poems 1974-1984. P.B. 1985. U.A. FANTHORPE: SELECTED POEMS. Penguin Books 1986. Andrew Motion er ein skærasta skáldspír- an á Bretlandi um þessar mundir. Hann yrkir einföld kvæði sem ólga af lífi. Stríð og glötuð ást em helstu viðfangsefni hans og tekst honum vel upp í hveiju því kvæði sem í þessu hefti er birt. Skáldið hefur feng- ið lof fyrir yrkingar sínar úr öllum áttum og hér er enn eitt lofíð. U.A. Fanthorpe er annarslags skáld. Hún yrkir auðskilin kvæði úr daglegu lífí sínu og fær þau til að glotta við sjálfum þeim, lesandanum eða lífinu sjálfu. Fanthorpe hefur verið prísuð eins og Motion sem er rúmum tuttugu ámm yngri en þessi kona sem hefur skapað skemmtilegt persónugall- erí í kvæðakvemm sínum. Það ætti að teljast óhætt að mæla með þessum tveimur ljóða- bókum. RACHEL BILLINGTON: THE GARISH DAY. Penguin Books 1986. Þessi bók er ansi gloppótt en með þijósk- unni kemst maður í gegnum hana. Það er hálf grátlegt þar sem hún er alls ekki vond hvað varðar þá kúnst sem gerir það að verk- um að bækur era læsilegar. Víst er einhver heildarmynd á verkinu en yfírborðið er allt sem sést og langt í frá að svo notalegt sé að maður fái ráðið í það sem undir býr. Máski á maður að geta í eyðumar en til þess að það sé mögulegt þarf tækni höfund- ar að vera betri en sýnd er á síðum þessaraR skáldsögu. Hún fjallar um Henry, æsku hans, samband hans við foreldrana, eigin- konu og sambandsleySi hans við þessar persónur og sjálfan sig. Rachel Billington hefur skrifað allmargar skáldsögur sem hafa verið skárri en þessi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.