Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 5
Fyrr á tímum var dauðinn fjölskyldumál og heita mátti að allir að- standendur sem vettlingigátu vaidið, tækju virkan þátt íaðdragand- anum. Myndin sýnir banabeð James A. Garfields, forseta Banda- ríkjanna, sem varð fyrir skotárás í júlí 1881 og lézt nokkrum mánuðum síðar úr blóðeitrun. íReykjavík. Börn þurfa ekkisíður en full- orðnir að fá tækifæri til að láta íljós þær tilfinningar, sem fylgja sorgogmissi. Tilfinningalegur stuðningur við barnið á slíkum stundum getur skipt sköpum um framtíð þess og hæfni til að glíma við aðskilnað og sorg síðar á ævinni. lífinu lifandi og án allra þjáninga. Hún hélt því fram að verkir væru það sem sjúklingar óttuðust mest, jafnvel meira en dauðann og fannst henni mikið vanta upp á að því væri vel sinnt á sjúkrahúsunum. Ef sjúkling- ar eru með verki, eru þeir öryggislausir, kvíðnir og hræddir og á því stigi er erfitt að ætla sér að leysa önnur vandamál. Ann- ar þáttur sem Dame Cicely var óánægð með á sjúkrahúsum var að dauðvona sjúkl- ingar voru svo afskiptir bæði af starfsfólki og eins jafnvel fjölskyldu sem gjarnan var haldið í fjarlægð. Sjúklingar voru einmana og hræddir við að verða hafnað og þá bæði af fjölskyldu og starfsfólki því „það væri hvort sem er ekkert eftir“. Aðstandendur tilheyra í umönnun „hospice“ alveg til jafns við sjúklinginn. Það er tekið tillit til þeirra að öllu leyti og þeir studdir svo þeir geti aftur veitt hinum deyjandi stuðning. Þessi stuðningur miðar að andlegum, líkamlegum, félagslegum og trúarlegum þörfum viðkom- andi. Þá er mikið lagt upp úr því að hjálpa aðstandendum til að vinna úr sorg sinni eftir andlát. Það má kannski segja í stuttu máli að starfsemi „hospice" byggist á því að líta á dauðann sem eðlilegan hluta lífsins og að hvorki séu gerðar tilraunir til að lengja né stytta líf. Að litið sé á hinn deyjandi sem mannlega veru sem hefur ýmsar sérstakar þarfir sem allir meðferðaraðilar gera sér grein fyrir. Þeir séu tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að gera hinum deyjandi síðustu stundir lífs síns sem bærilegastar þannig að honum finnist lífið þess virði að lifa því og hann sé sáttur við að deyja — með fullri reisn og virðingu. Að aðstandend- ur njóti umönnunar til jafns við sjúkling og fái fiillan stuðning eftir andlát. Að sérþjálf- áð starfslið sinni þessu fólki og fái til þess stuðning. Það hugarfar sem kemur fram þegar sagt er „því miður, það er ekkert meira hægt að gera" þarf að breytast í „við gerum allt sem við mögulega getum". Fær starfsfólk sjúkrastofnana sem vinnur með dauðvona sjúklinga ein- hverja handleiðslu eins og víðast gerist erlendis? A sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum er engin handleiðsla eftir því sem við best vitum. I námi heilbrigðisstétta er lítil kennsla í málefnum dauðvona. í lækna- deild er engin kennsla en í námsbraut í hjúkrunarfræði eru fáeinar kennslustundir í umönnun dauðvona í tengslum við hjúkr- unarfögin. Einnig er siðfræðileg umræða um dauðann í heimspekitímum. Starfsfótk telur sig almennt vanmáttugt gagnvart dauðvona sjúklingum sem stafar m.a. af því að undirbúning skortir í námi eins og áður er sagt og eins vegna viðhorfs bæði heilbrigðisstétta og almennings til dauðans. Hvað varðar handleiðslu til starfs- ins á sjúkradeildum erum við langt á eftir öðrum þjóðum bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum. Starfsemi „hospice" leggur mjög mikið upp úr handleiðslu og stuðningi við starfs- fólk með aðstoð sálfræðinga og presta. Það er okkur mikið áhugamál að bæta úr þessu. Ýmsir sérfræðingar eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum hvað þetta málefni varðar. Er fyrirhugað er opna sérstaka „Hospice “-deild? Það þarf ekkert endilega að byggja heilt hús eða opna sérstaka deild til að sinna þessu betur, því eins og ein skilgreining segir; „hospice er enginn sérstakur staður heldur skilningur á umönnun". Þessi starf- semi miðar að því að gera fólki mögulegt Sorgarviðbrögð starfsfólksins EFTIR SIGURÐ ÁRNASON Hvað getum við, sem vinnum með deyjandi fólki, gert til þess að létta sorgina, eigin sorg? Sorg, sem til dæmis byltist fram, þegar ungur sjúklingur er deyjandi: sjúklingur, sem kannski á dreng eins og drenginn minn, stúlkur eins og stúlkumar mínar. Hvað er til bragðs, þegar mörkin verða óljós og við spyijum: „Af hveiju ekki ég?“ Þá er aðeins ein leið og það er að láta eftir sér að fá útrás, syrgja, kannski skæla svolítið; taka utan um einhvem góðan vinnufélaga, svona rétt örskots- stund til að finna lífið, mannlega hlýju. í dag styður hún mig, á morgun ég hana. í útlandinu var hom inni á skoli, nokkrir bollar og kaffikanna, sem aldrei var tóm. Bunki af þurrkum. Það okkar sem klökknaði laumaðist inn. Þá ieið ekki langur tími þar til einhver kom og settist á hinn kollinn. Tók í höndina, snerti. Smám saman létti herpingnum af bijóstinu, við sugum upp í nefið og gátum haldið áfram að vinna. Þetta er aðferðin, sama aðferð og gildir í mann- legum samskiptum yfirleitt. Einungis þannig getum við haldið styrk okkar og hæfileikanum til að hjálpa öðrum. Siguröur Árnason er krabbameinslæknir í Landspitalanum. Handleiðsla starfsfólks EFTIR PÁL EIRÍKSSON Iallri meðferð er kennsla og hand- leiðsla mjög mikilvæg eins og reyndar í öðrum atvinnugreinum. Hvergi er þó mikilvægi handleiðslu meira en í meðferð tilfmningalegra vandamála eða sársauka. Þegar fengist er við meðferð og aðhlynningu deyjandi fólks og ættingja þeirra hrökkva lyf og tækni skammt og sá sem að meðferðinni stendur verður að reiða sig á eigin reynslu, kunnáttu og fæmi í mannlegum samskiptum. Því miður virðist sá mis- skilningur ríkja hér á íslandi, að þeir sem iokið hafa embættisprófi séu „sérfræð- ingar" og eigi að vita allt og kunna. Þetta er reginmisskilningur, því eitt er að læra á bók og annað að nýta þá kunn- áttu í lífinu. Ganga má út frá því, að flestir, sem í heilbrigðisstéttir sækja, geri það af þörf til að hjálpa öðram. Ölí viljum við sjá árangur af starfi okkar, en hvergi finnum við meir og sárar til vanmáttar okkar en þegar dauðinn blas- ir við. Hinn deyjandi þarf á hlýju, skilningi og virðingu að halda svo og ættingjar hans. Sem meðferðaraðilar getum við ekki fært hinum deyjandi heilsuna eða lífið aftur og við getum ekki gefið aðstandendum það sem þeir helst viija, sem er að gefa hinum deyj- andi lífskraftinn aftur eða vekja hinn látna til lífsins. Öll eram við meira eða minna hrædd við dauðann og þann sárs- auka sem fylgir sorginni. Því er mjög mikilvægt, að þeir sem meðferð og að- hlynningu stunda fái þá hjálp sem þeir þurfa. Sú hætta er ávallt fyrir hendi að við sjáum ekki okkar eigin blindu bletti og þekkjum ekki eigin takmörk. Nokkur óhugsuð orð eða setningar geta valdið meiri misskilningi og sárs- auka en margir gera sér grein fyrir. Fæstir þeirra, sem starfa innan heil- brigðistétta, hafa nokkru sinni fengið kennslu eða handleiðslu í meðferð á sorg- arviðbrögðum. Úr þessu verður að bæta til þess að sársauki og andieg vanlíðan hinna deyjandi geti orðið minni. Aðstand- endur og eftirlifandi þurfa á skilningi og andlegum stuðningi að halda á þess- um erfíðustu tímum ævi sinnar. Þeir, sem veita slíkan stuðning, þurfa á allri þeirri hjálp og handleiðslu að halda, sem unnt er að veita, til þess að dauðinn geti orð- ið auðveldari þeim sem deyjandi eru, sorgin fái eðlilegan farveg hjá þeim sem eftir lifa og meðferðaraðilum nýtist sem best reynsla sfn og að þeir fái hjálp með eigin sorg og vanmáttarkennd. Hand- leiðsla er hér lykilorð, sem ekki má gleyma. Páll Eiríksson er yfirlæknir á dagdeild geð- deildar Borgarspítalans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. MARZ 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.