Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 13
H O R F T H E I M I N N EFTIR GABRIEL LAUB Gleraugu frá ýmsum sjónarhornum Með aldrinum gerast á manni furðulegustu breytingar. Tildæmis eru handleggirnir á mér alltaf að styttast. Að vísu ná þeir ennþá utanum konuna mína þegar karlmennskan hleypur í mig — en langi mig tilað lesa þá eru þeir orðnir of stuttir. Það eru bara örfá- ir mánuðir síðan það nægði mér að rétta úr þeim með bókina eða dagblaðið í höndun- um, og þá gat ég lesið jafnvel smáleturs- dálkana — nú duga þeir ekki lengur nema ég sé með lestrargleraugu. Gleraugu við fjarsýni eru þó nokkuð heim- spekilegt vandamál. Áratugum saman lifði ég í þeirri blekkingu að manneskjan hlyti að vera fjarsýn. En skyldi það nú vera hag- kvæmast? Trúlega er það betra fyrir svonefnt samfélag og hægara fyrir le- sendann, einkanlega blaðalesendur, að horfa ekki á þetta úr altof miklum fjarska. Af gleraugum má hafa mörg önnur not en þau að sjá betur með þeim og greina 3 frá 8 í símaskránni. Gleraugun eru þesslags fyrirbæri — líkt og eldspýtur ellegar lyklar — sem maður þarf einlægt á að halda en hefur þá undantekningarlaust lagt frá sér annarstaðar. Gleraugnaleit er þjálfun fyrir lappirnar en engu síður en minnið og rökhugsunina: þegar búið er að rölta þrem, fjórum sinnum herbergi úr herbergi um gjörvalla íbúðina og gleraugun sjást hvergi þá er ráð að setj- ast niður, einsog rabbíinn forðum, og grufla svolítið í huganum: „Það eru víst engin gler- augu á borðinu, inní bókinni eru þau ekki, ég var búinn að gá að því,“ tuldraði hann. „Við skulum nú sjá. Enginn hefur tekið þau því menn sem þurfa gleraugu þeir eiga gler- augu, enda getur enginn notað mín gleraugu nema þurfa alveg samskonar gleraugu. Nú er ég búinn að leita alstaðar og finn ekk- ert. Af sjálfu leiðir að þau hljóta að vera upp á enninu á mér.“ Svo þreifaði hann upp á ennið, og viti menn: þar voru þau. „Lofað- ur sé Drottinn," sagði þá rabbíinn. „Hann færði okkur ritninguna sem aftur hefur kent okkur að hugsa rökvísi — öðruvísi hefði ég aldrei fundið gleraugun mín!“. Vitaskuld er það ergilegt að finna ekki gleraugun sín strax, en hinar jákvæðu hlið- ar leitarinnar bæta manni það upp. Verst er þetta náttúrlega fyrir þá sem eru svo nærsýnir að þeir geta ekki fundið gleraugun gleraugnalaust. Svo eru gleraugu líka til prýði. Sonur minn sem hefur óbrigðulan smekk á flott- heitin valdi umgjörðirnar, enda segja allir að þau fari mér vel. Þegar manni skilst að gleraugun punta útlitið og gera mann stór- um gáfulegri þá vex náttúrlega sjálfstraus- tið að sama skapi. Ur því gleraugun mín eru bara til lestrar höfðum við þau bara „hálf“. Gler í neðrihlut- anum, enginn efrihluti. Byrjandi einsog ég ræður ekki strax við það að líta upp með berum augum en horfa svo niður með gler- augum. Þetta getur orsakað misskilning — tildæmis sýnist krónupeningur verða fimm- kall í gegnum gleraugun, en fimmkallinn verður einsog tíkall. Þetta reyni ég að láta mér vel líka og gleðjast af því — meðan það endist: Held mig þá ríkari en ég raunar er. Af þessu má sjá að gleraugu bæta fleiri en sjón manns. Eg er skelfing feginn að vera kominn með þau. Verð líka að vera feginn því gleraugnalaust get ég ekkert les- ið — þó ég gæti það alveg þangað til ég fékk þau. Auðveldlega. Mér finnst að sumir bókmentagagnrýn- endur ættu strax að fá sér gleraugu: Til þess að geta lesið, hugsað rökrétt og sýnst miklu gáfaðri en þeir eru.1' 1) Þetta er vitaskuld ekki við hérlenda gagnrýnendur. K M Blátt flauel Nýjasta kvikmynd bandaríska leik- stjórans Davids Lynch vekur mikla athygli EFTIR SÓLVEIGU ANSPACH „Blue Velvet" — eða „Blátt flauel" — er í senn ógnvekjandi, skelfileg, fáránleg, kími- leg, ógeðsleg, aðlaðandi og afar sérstæð kvikmynd. Enginn megnar eiginlega að vera hlutlaus í afstöðu sinni til þessa kvikmynda- verks — sem sagt ósennilegt, að það láti nokkurn ósnortinn. Kvikmyndin leiðir áhorf- andann inn í veröld, sem um margt svipar til þess heims, er Baudelaire skóp í kvæði sínu Correspondance („Samsvörun"): Öll skynjun tekur að blandast, heimar dýra og mannvera tengjast og fléttast saman, aldir og stund renna saman í eitt. Eftir þá ákaft dýrkuðu kvikmynd „Eraserhead“, sem Stan- ley Kubrick bar geysimikið lof á, eftir „Fílmennið“, þar sem ægileg vansköpun er ekki lengur talin vera þrúgandi martröð, og „Dune“, tekur kvikmyndaleikstjórinn David Lynch okkur sér við hönd og leiðir okkur inn í furðulegan, framandi umheim, sem teljast verður fáséður í bandarískum kvikmyndum, þar sem einkennandi and- blær, sjálft megininntak hluta og ofbeldið í daglegu lífi eru stef, sem birtast aftur og aftur. SÚRREALÍSKUR SÖGUÞRÁÐUR Kvikmyndagagnrýnendur í New York bera mikið lof á þessa óvenjulegu og mót- sagnakenndu kvikmynd og telja hana beztu mynd ársins. Hún hefur alveg nýlega hlotið sigurverðlaunin á Avoriaz-kvikmyndahátí- ðinni, sem helguð er furðulegum kvik- myndaverkum og haldin árlega í Frakklandi. Sagan gerist í Lumberton, friðsælu, kyrrl- Kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. átu þorpi skógarhöggsmanna í Norður- Karólínufylki í Bandaríkjunum. Jeff (leikinn af Kyle MacLachlan), einkar prúður og ráðvandur ungur maður, finnur dag nokkurn, þegar hann er á gangi úti á engi, eyra af manni, alþakið flugum. Þetta óvænta og tilviljunarkennda atvik verður til þess, að fundum hans og kabarett-söngkonu einnar ber saman... Kona þessi, klædd bláu flaueli, Dorothy að nafn (leikin af Isa- bellu Rosselini), dregur hann svo inn í heim martraða, ofskynjana og ímyndana, þar sem ungi maðurinn kemst í tæri við hið illa.íbúð konunnar hefur á sér skuggalegan blæ, andrúmsloftið er óheillavænlegt og staður- inn virkar allur lokaður og óraunverulegur. Þar uppgötvar Jeff holdið, kynlíf, ótta, svívirðu og blóð. Það er í þessu ógnvekj- andi umhverfi, sem hann fyrst hittir þann forynjulega geðsjúkling Frank (frábærlega leikinn af Dennis Hopper), sem skýtur hon- um skelk í bringu. Frank er illvirkinn og ógnvaldurinn; hann heldur eiginmanni og barni Dorothy föngnum sem gíslum. Til allr- ar hamingju fyrir Jeff á hann unga og afar ljóshærða unnustu, í órafjarlægð frá þessu aumkunarverða lastafulla líferni, sem hann Máttur hins illa og holdsins veikleiki: Frank og Dorothy (Dennis Hopper og Isa- bella Rossellini). hefur kynnzt hjá Dorothy. Unnustan, Sandy (Laura Dern), er kyrrlát, traust stúlka, sem bíður hans í fagurleitum, bandarískum un- aðsheimi, þar sem myndin fær svo giftusam- legan endi með hæðnislegum undirtóni, sem ekki fer framhjá neinum. Fallegt, lítið ein- býlishús með skærgræna grasflöt allt í kring og bústna, skrautlega túlípana eins og á póstkorti, stendur vörð um ást þeirra Jeffs og Sandy; gegnum gluggann sést og hey- rist kvakandi þröstur á grein; hann vakir yfir þeim og hamingju þeirra, fuglinn sá, enn raunverulegri og meir ekta en þrestir gerast yfirleitt í náttúrunni. Þetta er ham- ingjan í einu og öllu eins og hinn fullkomni miðstéttarmaður lætur sig dreyma um hana og útmála fyrir hugskotssjónum sínum. Meira Af Slíkum Ofsa Og Undarlegheitum í Vænd- UM Isabella Rosselini, dóttir þeirra Ingrid Bergmans og Robertos Rosselinis, hefur um fimm ára skeið verið „andlit Lancóme", snyrtivörufyrirtækisins heimskunna, í eitt hundrað og fjörutíu löndum, en með túlkun- inni á Dorothy í „Bláu flaueli" hefur hún loksins fengið sitt fyrsta veigamikla og áhugaverða hlutverk í kvikmynd. Það hafa vissulega ekki reynzt nein mi- stök hjá Hollywood að veita Isabellu Rosselini aðgang að stjörnu-klúbbnum, því að um leið og hún hafði lokið þessari kvik- mynd skrifaði hún undir samning um að leika, ásamt Ryan O’Neal, í myndinni „To- ugh Guys" („Kaldir karlar"), sem brátt verður tekin til sýningar. Að því er viðvíkur David Lynch, þessum einstæða og á margan hátt ofsafengna leik- stjóra, hefur hann þegar á pijónunum fleiri slíkar óþægilegar og óhugnanlegar aðstæð- ur handa okkur kvikmyndahúsagestum. Hann hefur ætíð látið heillast af hinu af- brigðilega og óeðlilega og næsta kvikmynd, sem hann leikstýrir „Ronnie Rocket", verður fáránlegur og harla fjarstæðukenndur gam- anleikur um afskræmdan, bæklaðan dverg með rautt hár. „Þegar ég var barn átti ég heima í reglu- legri paradís garða og blóma undir himni, sem alltaf var heiður og blár,“ segir David Lynch. „Og svo hélt ég einn góðan veður- dag til New York-borgar. Ég varð alveg agndofa og miður mín. Allt upp frá því hefur þessi hrikalegi og geigvænlegi heimur heillað mig og hrifið." Það er ítalski kvikmyndaframleiðandinn nafnkunni, Dino de Laurenti, sem standa mun að gerð næstu kvikmyndar Davids Lynch, „Ronnie Rocket", með sömu skilmál- um og hann setti við framleiðslu myndarinn- ar „Blátt flauel": Lítið fjárframlag til framkvæmda handa David Lynch, sem á hinn bóginn fær algjörlega fijálsar hendur varðandi listræna hlið veksins. Við þurfum því engan veginn að hafa áhyggjur af afrakstri þessarar samvinnu, því að þetta ljóðræna skáld kvikmyndanna, sem lætur hrífast svo mjög af því furðulega og framandlega, hefur nú þegar fært sönn- ur á, að hann kann tökin á Hollywood- iðnframleiðslunni, án þess þó að bregðast sinni skuggalegu þráhyggju. LESBÓK MORGUNBLAÐ.SINS 28. MARZ 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.