Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 10
Sigurður við vinnu sína - ogaldrei betri en núna, segirgreinarhöfundurinn. I þessu bergi búa ennþá, kannske með álf- um, menn sem hafa í heiðri dyggðir, sem margir nútímamenn þekkja ekki einu sinni af afspum, en bjargfuglinn flögrar stefnu- laus og veit varla hvar hann á sér hreiður, né til hvers. Sigurður Sigurðsson hafði langa útivist með Dönum og af þeim lærði hann margt, en aldrei hvarf Sauðárkrókur úr sjónmáli. Þegar hann kom heim var eins og hann hefði aldrei farið. Eftir kynnin við hina mjúku Dani hefur þó heimkoman líklega verið um margt skrýtin, að hitta aftur þessa þjóð umlukta þvergirðingi og sérvisku. Með- al annars komst hann fljótlega að raun um, að það var ekki hægt að drekka með öðrum en abstraktmálurum, sem reyndar voru í köldu stríði við landslagsmálara eins og Sigurð, en svo fór, að annaðhvort tók hann þá í fóstur eða þeir hann. Slíkt hefði ekki gerst í hinu lagskipta stéttaskipulagi Dana, en þama réðust tengsl sem aldrei hafa rofn- að síðan. Meðan við hlupum eins og kálfar út um víðan völl eftir listagyðjunni, sat Sig- urður á palli inn í hljóðskrafi við sína listagyðju. Sumir okkar vorum Stalínistar, en hvemig við fórum að því að koma heim og saman abstraktinu og Stalín, er mér nú hulin ráðgáta. Þversögnin sér um sína. Sag- an segir, að Sigurður hafí um skeið verið kominn á fremsta hlunn með að turnast til réttrar trúar og mála abstrakt, en að ab- straktmálarar hafí allir lagst á eitt við að telja honum hughvarf. Þeir vildu hafa hann eins og hann var. Kannske sáu þeir í honum fastan punkt, miðjuna í miðflóttaafli sundur- leitra hugmynda. Það er kaldhæðni örlag- anna, að margir okkar, sem einu sinni vissu allt sem vitað varð um myndlist, skuli nú vita það eitt, að það skiptir ekki máli hvað er málað, einungis hvernig. Þeir hefðu skil- ið hvor annan Sigurður og Ólafur Ágústs- son. Sigurði hefði áreiðanlega þótt fengur í að hitta mann, sem gekk að múrverki með harðan hatt og húmbúkk. Báðir hefðu vit- að, að efni og meðferð þess er undirstaða góðra verka. Nú setja skáld saman bækur án þess að vera sendibréfsfærir. Sigurður hætti kennslu í þann mund að ungir listnem- ar voru hættir að þekkja muninn á litaspjaldi og þeytispjaldi og enginn nennti lengur að læra það, sem hann kynni og gat kennt. Meðal myndlistamema er varla nokkur maður með mönnum, nema hann hafi sýnt löngu áður en hann lýkur námi. Menn þekkja ekki lengur mun á merkingu orð- anna þróun og framfarir. Verkmennt hefur verið étin út á gaddinn af hugmynda- græðgi. Sígandi lukka er best og á það vel við Sigurð sem málara. Blaðgrænan danska vék hægt og bítandi fýrir dögginni tæru heima. Málarar eiga það til að vaxa og aukast fram á elliár og ég held að það sé deginum ljósara, að Sigurður hefur aldrei málað betur en nú. Og nú heldur hann, bless- aður karlinn, yfírlitssýningu í Listasafni og þar með hefur hún Selma afgreitt alla strák- ana sína. Þessi sýning hlýtur að vera forvitnileg. Niðri við ósá eru Héraðsvötnin lygn, breið og djúp. Höfundurinn er listmálari og var um árabil sam- kennari Sigurðar við Myndlista- og handiða- skóla íslands. Bjarni Bernharður í upphafi I augnablik kom hrím svo snjóflétta þá örlítil serla á rúffu blikk og bloss í augnablik játaðist neitaðist myrkvaðist birtist sté inn sté út leggjahalur nökkvabyr grasker mauluskuggi uggygglu gegglu örgeðu dapra unn að nullu Hðfundur er Reykvíkingur og Ijóðiö er úr nýrri Ijóöabók hans, Stjörnunös, sem er 7. Ijóðabók hans. Sveinbjörn Þorkelsson Þjón ustustú I kan Hún þrammar úr því neðra, sautján tröppur, framhjá skratta sem hellir glundri í Bronsmanninn. Vængjahurð, opin. Svífur. Horfm. Birtist á ný með bikar. Ljós fellur af skörinni á fótspor, rauð. Hún hvolfir bikamum. Tært vatn. Nýr dagur. Vetrarríki Nótt Nístir tönn kuldinn, snyrtir fingur kamelljónsins. Gnístir tönnum múrbijótur. í fingurgómunum geymir hún eldinn nýjum degi. Höfundur er framreiðslumaður og hefur gefið út 3 Ijóöabækur. Kristján Hreinsmögur Reyjavík 200 ára Hún Reykjavík lifir í Ijósinu bjarta, Þar svifur í rykskýi rafmagnað teppi á landinu kalda, með titrandi hjarta, og ráðherragreyið sem slapp út af Kleppi og þorskarnir synda í sjónum. fær frið til að liggja í leti. I Ríkinu kokhraustir kappamir tala, Hann sefur á daginn, hann drekkur í laumi, í kreppunnar faðmi þeir leggjast í dvala hann dansar við spegilmynd umvafinn glaumi og sofa á klingjandi krónum. og flæktur í nærbuxnaneti. Þar blaktir í golunni götóttur fáni Þar liggur í myrkrinu máttvana róni, og geðveikur ráðherra spyr eins og bjáni: einn maður í frakka er kallaður dóni „Er tilveran spaug eða speki?“ og skáldið í Ijósinu læðist. En höfðingjaskallinn sem skrifar um friðinn, En verksmiðjuþrællinn sem þjáist af stressi fær skítkast í hausinn, því tíminn er liðinn. er þjarkurinn mikli sá káti og hressi, Hann skrifar með blóðrauðu bleki. hann drepst þegar friðurinn fæðist. Það er erfítt að vera alltaf sljór, Það er erfitt að vera alltaf sljór, en indælt að vera frískur. en indælt að vera frískur. Heimskur er jafnan höfuðstór Heimskur er jafnan höfuðstór og hagsýnn sagður nískur. og hagsýnn sagður nískur. Höfundurinn er Ijóðskáld í Reykjavík. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.