Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Blaðsíða 6
Áhrif markaðslistar á nútímalist Einkennileg söguskoðun ó samtímalistin sé með andlitið á bólakafi í „kitchi“ og því kannski mest forvitnileg í þessu sambandi eru aðeins þrír listamenn sýndir í lokasalnum, sem spannar myndlist síðustu tíu ára; Jeff Koons, Elizabeth Murray og Jenny Síðari hluti Sértu borinn og barnfæddur utan þríhyrningsins New York-París-Róm áttu treglega gengt inn í hámusteri listarinnar. í því sambandi má minna á, að Svavar Guðnason og félagarnir í Helhesten reyndu að kría út sýningu í MoMA 1945, en fengu hrokafullt svar þar sem glittir í þá ósk, að listamennirnir séu ekki að trufla stofnunina meira í framtíðinni. Eftir HANNES SIGURÐSSON Holzer. Það er í samræmi við hina einkenni- legu söguskoðun höfundanna og íhaldssemi MoMA, að jafnvel vegglistamenn eins og Keith Haring og graffítímálararnir úr fá- tækrahverfunum er þykja hafa átt stóran hlut að máli, fá ekki að vera með (sennilega of „subbulegir" til að vera sýningarhæfir) og að Murray, Holzer, Meret Openheim og Hannah Höch eru einu konurnar á sýning- unni, og hvað með t.d. David Salle og þann ískalda mannerisma er gefur að líta í verk- um hans, myndum þar sem leitast er við að hreinsa burt öll persónuleg gildi eða fil- muramma („film stills") listakonunnar Cindy Sherman, sem endurskapar steríótýp- ur hvíta tjaldsins með því að klæða sig í mismunandi gervi. En það er fleira sem sker í augu, þó menn þurfi ef til vill að tilheyra minnihluta- hópi eins og íslendingar eða Skandínava- búum til að taka eftir svoleiðis smáatriðum. Allir samtímaiistamennirnir sem teknir eru fyrir á sýningunni, sem og á prenti, eru bandarískir og eru ættir þeirra raktar með vafasömum hætti til hinna ýmsum stórhöfð- ingja, listasögunnar. Þessi ásetningur kemur ennþá skýrar fram í nýjustu bók Varnedoe, „A Fine Disregard: What Makes Modern Art Modern", sem gefin var út í kjölfar sýningarinnar, en þar reynir hann að renna stoðum undir þá skoðun sína að Jeff Koons sé einhvers konar andlegur arftaki Picasso hvað áhuga þeirra beggja á „láglistinni“ varðar. Koons og samlandar hans eru „rétt feðraðir" og þeim komið fyrir á stöllum við hliðina á hinum miklu andlegu leiðtogum sögunnar; þeir eru hluti af óbrotinni þróun- arkeðju sems liggur frá Frakklandi yfir til Bandaríkjanna og leiðir til stöðugt meiri fullkomnunar samkvæmt kenningum mód- ernismans. Við erum vitni að því hvernig hin imperíalistíska valdamaskína fer að búa til listasöguna. Jafnvei þó að MoMA gefi sig út fyrir að vera alþjóðlegt fyrirbæri, sem beri hag allra listamanna og þjóða fyrir bijósti, er vart einleikið með hlutdrægni stofnunarinnar þegar skyggnst er nánar undir yfirborðið. Þema sýningarinnar er næstum séreinkenn- andi fyrir bandaríska myndlist, enda eru listamenn annarra þjóða í mikíum minni- hluta og þjóna vart öðrum tilgangi en þeim að útvega alþjóðlegar umbúðir utan um þennan heimatilbúning; þ.e.a.s. að Frakk- landsarfleifðinni undanskilinni, en Frakk- landsást listasögunnar hefur alla tíð verið yfirþyrmandi og einkennist af eiginhags- muna naflaskoðunum, fordómum, hömlu- lausu snobbi, sjálfsánægju, grobbi og list- rænum einokunarsamningum stórveldanna. Enski popplistamaðurinn Richard Hamilton er eini fulltrúi síns lands á sýningunni („Hvað er það sem gerir heimilin í dag svona mikið öðruvísi, svona aðlaðandi?, 1956)“), og átti þó poppið, sem nærðist aðallega á afurðum „láglistarinnar" hvað sterkustu ítök í Bretlandi að Bandaríkjunum undan- skildum. Reyndar fær Svíinn Öyvind Fahlström og, þó harla ótrúlegt megi virð- ast, Daninn Asger Jorn líka að vera með, sá síðari með myndina „Framúrstefnumenn gefast aldrei upp“ frá 1962. Valið á þessu verki Jorns, sem gert var rétt rúmum ára- tug áður en listamaðurinn lést, undirstrikar þá sögufölsun sem hér á sér stað: Jorn er tengdur við frönsku veggspjaldamálarana („affichister") og Situationist Internat- ional-hreyfinguna, sem hann sagði sig næst- um samstundis úr, og gefið er í skyn að hann hafi orðið fyrir ómældum áhrifum frá nemendum í Ecole des Beaux-Arts, er krot- uðtt hvað ákafast herorð á veggi í stúdenta- óeirðunum í París árið 1968. Ekki eitt auka- tekið orð um Cobra-hreyfinguna, hvað þá heldur Heihesten, rétt eins og Jorn hefði ekki náð fullum þroska í list sinni fyrr en Jeff Koons: Bjarndýr og iögreglumaður, 1988. Varnedoe, forstöðumaður Nútíma- Iistasafnsins í New York, reynir að renna stoðum undir þá kenningu sína, að Jeff Koons sé einhverskonar andlegur arftaki Picassos hvað varðar áhuga beggja á „láglist“. í byijun sjöunda ártugarins. Nær lagi hefði verið að sýna þau verk eftir Jorn er birtust í tímaritinu Helhesten, sem vinir hans Svavar Guðnason og dönsku abstrakt málararnir gáfu út í sameiningu, eða ljósmyndir af veggmyndunum (nú glat- aðar) er hann gerði ásamt Carl-Henning Pedersen og fleirum í Bregneröd rétt fyrir utan Kaupmannahöfn í lok fimmta áratug- arins. Fyrst að Jean Dubuffet og hans „art brut“, sem tengist geðveilu, naívistum, barna- og ættbálkalist fremur en beinharðri „markaðslist“, fær svona mikið olnboga- rými, því þá ekki alveg eins að leyfa hinum sönnu Cobra-mönnum, dönsku abstrakt málurunum, að vera með í leiknum. Ekki vantar að reynt sé að tengja hina útvöldu listamenn inn í þema sýningarinnar, jafnvel þó að þátttaka þeirra í sýningunni verði að teljst reist á afar hæpnum forsendum. Eða hvað á Cy Twombly, sem vanalega er álit- inn skilgetið afkvæmi súrrealismans og abstraktexpressjónismans, eiginlega sam- eiginlegt með „veggjakroti láglistarinnar" annað en krassið, hvað réttlætir nærveru rúmenska höggmyndarans Constantin Brancusi, og hvernig í ósköpunum er hægt að slá því fram órökstuddu að portrettið af „Gertrude Stein“ (1906) eftir Picasso marki upphafið á skopi („caricature") í „hálist", Svarið er að sjálfsögðu ofureinfalt; sértu borinn og barnfæddur utan þríhyrningsins New York-París-Róm áttu treglega gengt inn í hámusteri listarinnar. Ég man ekki betur, svo maður dusti nú rykið af þjóðar- rembunni, en að þeir félagarnir í Helhesten hafi reynt að kría út sýningu hjá MoMA árið 1945, sama ár og Svavar Guðnason kom alkominn heim og kynnti landsmenn fyrir möguleikum abstrakt málverksins, í Listamannaskálanum. Sendu þeir safninu litógrafíur, pennateikningar, tréristur, sýn- ingarskrár, tímaritið Helhesten og hundruð ljósmynda, bæði svart-hvítar og litskyggn- ur, ásamt stefnuyfirlýsingu þar sem í stóð meðal annars: „Þg.ð er mín skoðun, [skrifar Jorn fyrir hönd hópsins], að við hérna í Danmörku höfum öðrum listamönnum í heiminum frá undrum og stórmerkjum að sgja og vona ég að einhveijir séu reiðubún- ir að leggja við hlustir" (sjá Gunnar Jesper- sen: „De Abstrakte“, 1967, bls. 98). Þegar ekkert svar barst sendu þeir annað bréf til MoMA í maí árið eftir og ítrekuðu beiðnina. Mörgum mánuðum síðar fengu þeir loksins orðsendingu frá Jarnes Johnson Sweeney, undirmanni Alfreds Barrs sem sennilega hefur þótt þetta vera of mikið smámál til að láta það til sín taka, þar sem vinunum var aðeins þakkað fyrir þann áhuga er þeir höfðu sýnt safninu. í orðunum glitti í óstjórnlegan hroka og þá ósk að listamenn- irnir séu ekki að trufla stofnunina meira í framtíðinni. Þannig fór sú frægðarför nú út um þúfur. TÍMI Stórsýninganna EkkiLiðinn Aðal fræðilegi galli sýningarinnar, eins og áður hefur verið getið, er sá að höfund- 6 )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.