Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Blaðsíða 7
Mynd eftir Cy Twombly - hvað á hann sameiginlegt með veggjakroti „iáglistarinnar"? Það þykir í samræmi við einkennilega söguskoðiin þeirra sem stóðu að sýningunni í MoMA, að graffítimálararnir úr fá- tækrahverfunum fá ekki að vera með. arerindis, sem var álíka maðkétið og mjöl Hansakaupmannanna og töldu fólki trú um að með því að taka skírn myndi þjóðin öðl- ast listrænt frelsi. En þegar litið er til baka virðast menn hafa gert lítið annað en að apa sömu andleysuna hver eftir öðrum, inn- antómar stílæfingar sem eru ámóta þjóðholl- ar og kók og prins póló. Mættu hinir eldri listamenn gjarnan hafa þetta bakvið eyrað þegar þeir núa sínum ungu samstarfsmönn- um því um nasir, að list þeirra sé algjörlega samdauna erlendum straumum. „Láglistin“, samkvæmt almennri skil- greiningu, er barnaleg, skemmtileg, auðskil- in, ljót, dónaleg, kvensærandi, fordómafull og siðferðislega og pólitískt blind á báðum augum, en „hálistin" peninga- og hástéttar- holl, inntakslega óskýr, þungmelt, ópólitísk, hvít og karlkyns. „Hálistin" er hengd á veggi og komið snyrtilega fyrir í sýningar- sölum og galleríum. „Láglistin“ er sveigjan- leg, ísmeygin, gróðagráðug, alls staðar ná- læg og getur umbreytt sér í hunds-og katt- arlíki ef hún þarf á því að halda; hún umlyk- ur okkur eins og ósýnilegur veggur og er óaðskiljanlegur hluti af skynreynsluheimi samtímans. Hún bæði endurspeglar og skap- ar væntingar okkar og þrár og spinnur sinn draumavef saman við raunveruleikann með svo lymskulegum hætti að menn eru næst- um hættir að sjá muninn. í landi „láglistar- innar“ er yfirborð hlutanna það eina sem skiptir máli og allar lausnir eru einfaldar lausnir; þar býr þátíð og framtíð í núinu, þar gera allir það gott og þar eru allir menn alsælir. "'Það má heita hlálegt að MoMA skuli hafa ætlað sér að afgreiða jafn flókið fyrir- bæri og „láglistina“ á einni sýningu og pakk- að því saman í bók. Þá er þessi risaeðla módemismans líka sérlega illa í stakk búin að fást við þetta vandasama efni vegna hins stofnunarfræðilega ramma safnsins, sem gengur út á það að hólfa þurfi allar listir kyrfilega niður, en eins og mönnum ætti vonandi að vera orðið ljóst er ógjörningur að draga „láglistina" í einfalda dilka. Svo illa blandast þessi hristingur saman, að jafn- vel vinalegir og glettnir tauskúlptúrar („soft sculpture") skallapopparans Claes Olden- burgs líta hálf kjánalega út í hinum hvítþvegnu sölum MoMA. Það er því spurn- ing hvort að söfnin geti haldið áfram að þjóna hinum póstmódernísku listum ef ekki verður einhvers konar kerfisbreyting á starf- semi þeirra. Fátt bendir þó til að svo ætli að verða. í stað þess að einbeita sér að því að kljúfa verkefnin vandlega niður í fræði- lega þætti hafa stofnanir á borð við MoMA haldið áfram að útbúa fleiri, stærri og íburð- armeiri sýningar en nokkurn tíma áður, ælt út úr sér glansmyndakenndum sýningar- skrám í tonnatali og stórlega fært út rekst- urinn ef það mætti verða til þess að auka aðsóknina. Mikla írónían í þessu öllu saman er sú, að á síðasta áratug breyttust söfnin hálfpartinn í verslunarmiðstöðvar og urðu þar með „markaðslistinni“ eiginlega að bráð, þróun sem við heima höfum ekki alveg far- ið varhluta af. Myndlistin er bara ein deildin í búðinni, því að í dag eru söfnin allt í senn ferðamannastaðir, kaffihús, gjafavöruversl- anir, bókabúðir, bíó og leikvellir; í einu orði sagt, sannkölluð skemmtanahöll fyrir alla fjölskylduna. Það er þess vegna kannski ekki nema von að MoMA hafi ekki getað komið auga á eðli „markaðslistarinnar" þar sem það er upp fyrir haus í henni sjálft. Sýningunni í New York lauk þann 15. janúar síðastliðinn, en þaðan hélt hún til Art Institute í Chicago (20. febr.-12. maí) og Museum of Contemporary Art í Los Angeles (21. júní-15. sept.). arnir gera ekki minnstu tilraun til að varpa fram bindandi kenningu um samneyti þess- ara tveggja breiðfylkinga í listinni. Ekki það að slíkt lögmál þurfi endilega að fýrir- finnast, en það sakar vissulega ekki að reyna; heiður sjálfrar „hálistarinnar" gæti verið í veði. í sýningarskránni er enn verið að næla medalíum í barminn á Duchamp fyrir að hafa dregið „hálistina" út úr Louvre- safninu á asnaeyrunum í verkinu „L.H.O.O.Q." (skammstöfun fyrir „Elle a chaud au cul“, sem útleggst „henni er heitt á rassinum“) frá 1919. Myndin er eftirprent- un af Monu Lisu, sem Duchamp krotaði á yfirvararskegg og hökutopp í götustráka- stíl. Sannleikur málsins er hins vegar sá að Mona Lisa hafði löngu áður, myndrænt séð, labbað út úr safninu. Árið 1911 stal starfsmaður Louvere, Pierre nokkur að nafni, málverkinu ómetanlega og geymdi það á heimili sínu í rúmleg tvö og hálft ár. Skömmu á eftir varð stúlkan, og hennar „dularfull" bros, að því óskráða vörumerki sem hún er enn í dag. Lisa naut síns ný- fundna frelsis í botn, auglýsti sígarettur fyrir utan Louvre-safnið og nærfatnað handa hinum fínni frúm Parísarborgar í verðlistum og dagblöðum, svo eitthvað sé nefnt. Lærdómur þessarar dæmisögu er ekki fyrst og fremst sá að „láglistin“ hafi verið á undan Duchamp að gera sér mat úr hinu goðsögulega málverki Leonardos; fremur hitt, að Lisa var farin að lifa tvö- földu lífi og kom annar hluti þess frummynd- inni ekkert við. Nýlegra vandamál, sem herjar á sýning- una og höfundarnir neita að leita svara við vegna þess að það myndi líklega leiða þá út í ógöngurökfærslur, er hið tvíræða »ættar- mót sem er að finna í verkum listamannsins og auglýsingateiknarans Andy Warhols, poppmógúlsins, sem hafði það að kjörorði að „góður bisness [væri] besta listin“. Það er vitað mál að Warhol hélt áfram að gera auglýsingar allan sinn feril og þá vakna náttúrulega ýmsar spurningar; teljast aug- lýsingarnar sem hann framleiddi eftir að hann varð alvöru listamaður til „hálistar" eða „láglistar", er hægt að gera greinarmun á góðum og vondum Warhol, og hvernig geta verk hans eiginlega talist gagnrýni á hið síðkapítalíska þjóðfélag? Svipaða vandamálasögu er að segja um konsept-listakonuna Barböru Kruger, sem drepið var á í upphafi. Á síðasta áratug skaust hún upp á stjörnuhimininn með grípandi antíauglýsingum, er eiga að fá fólk til að hugleiða takmarkanir síns póstmóderníska skynjunarheims, eins og það hefði aldrei hvarflað að mönnum áður. I einu verkinu svo dæmi sé gefið hefur hún umorðað hin fleygu orð franska heimspek- ingsins René Descartes, „Cogito, ergo sum“ „(Eg hugsa, þess vegna er ég til“), og breytt þeim í „Ég versla, þess vegna er ég til“ (1987). Merking ljósmyndarinnar sém sýnir hendi með spjald þar sem á er rituð niðurstaða hinnar nýju lífsspeki, er ámóta auðskilin og búðarskilti, enda nýtur Kruger þess að hafa starfað um langt árabil við hönnun prentefnis (,,layout“) áður en hún varð opinberlega listakona. Verkin hennar eru einföld, stílhrein, ópersónuleg, spottandi og kjarnyrt og falla vel í kramið hjá þeim markaðshóp sem Kruger hefur áhuga á að ná til, mennta-elítunnar sem telur sig fá ferskt innsæi inn í heim „láglistarinnar". En „láglistin" með allri sinni skrumstælingu og lágkúruhætti lætur ekki að sér hæða. Auglýsingaframleiðendur uppgötvuðu fljót- lega að þau áhrifameðöl sem listakonan beitti gætu komið þeim sjálfum að góðu gagni og aukið söluna, og hófu þess vegna að útbúa auglýsingar í Kruger-stíl. Þekkt- asta „Kruger-auglýsingin“ í Bandaríkjun- um, sem kemur frá íþróttafatafyrirtækinu Nike, kom á markaðinn í fyrra og hefur farið eins og eldur í sinu um fjölmiðlana. Sýnir hún frægar íþróttastjörnur við púlæf- ingar, en undir myndinni stendur letrað feit- um stöfum: „Just do it“ („Gerðu það bara“). „Hálistin“ og „láglistin" elta hér skottið á hver annarri í órofa hring svo vart verður gerður greinarmunur þeirra á milli. Þá sakar kannski ekki að minnast á það í þessu samhengi að á meðan geometríska abstraktlistin ætlaði allt lifandi að drepa á íslandi í um það bil tvo áratugi (segjum frá fyrstu sýningu Septemberhópsins árið 1947 til stofnunar SÚM árið 1965) vegna fas- ískra listskoðanna vissra manna, seldust slík geometrísk „munstur“ á bollum, disk- um, servíettum, stólum, borðum og öðrum varningi grimmt út um allan heim. Einokun landslagsmálverksins, sem þreifst á ein- angrun okkar miðstýrða bændaþjóðfélags, var afnumin með tilkomu borgarastéttarinn- ar og mönnum skellt í nýja stílánauð. For- sprakkar módernismans heima börðust með klóm og kjafti fyrir útbreiðslu þes^a fagnað- ÞÓRDÍS RÖGNVALDSDÓTTIR DNA á Þorra Þegar húmar sest páfagaukurinn minn á lampann við gluggann í vestri og syngur. Hann lofar daginn sem er að kveðja trúr sínum skapara. Ég gleymi um stund norðanéljum á þorra sál mín baðar sig í suðrænni sól sem hnígur að viði skógurinn andar rökkri hjarta mitt slær ögn hraðar. Höfundur er myndlistarmaður. SIGURLAUG HALLDÓRSDÓTTIR Válynd veður Ég horfi á hafið úfið eins og tilfinningar mínar sem rótast upp með undiröldunni. Þærhafa legið á botninum svo lengi. Ég hlusta á vindinn ógnandi eins og ástríðurnar sem bála í brjósti mér. Þær hrífa mig með sér í stærstu hviðunum. Ég skynja regnið svo tært eins og ást mín sem kom svo óvænt og svo hljótt og fyllti loftið. Líttu ekki svo langt sjáðu heldur regndropana sem mynda útlínur okkar á leið sinni niður rúðuna. Höfundur er sporðdreki. Höfundur er listfræðingur og starfar í New York. ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTSDÓTTIR Sunnudags- morgunn Árla að morgni ég vaknaði við að veröldin brosti af gleði. Fagnandi heyrði ég fuglanna klið, ég fann mér létti í geði. Sólgyðjan heilsaði sofandi borg hún sendi geislana björtu, að þerra burtu þreytu og sorg, er þjáð hafa mannleg hjöitu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. FEBRÚAR 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.