Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 4
UM RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐMENNINGARII Eru Herúlar upp- hafsmenn norrænn- ar goðatrúar Iþessum tveggja greina flokki eru bornar saman tvær fornar sagnir. Annars vegar er það sögnin um flutn- ing Óðins konungs og síðar goðs úr Svartahafslönd- um til Norðurlanda, eins og hún kemur fyrir í upp- hafi Ynglinga sögu Snorra Sturlusonar. Hins vegar' er frásögn fornra sagnfræðinga af flutning- um hins forngermanska þjóðflokks, Herúla, sem Barði Guðmundson vildi gera að upp- hafsmönnum íslenskrar þjóðmenningar. Hér er aðeins verið að velta fyrir sér samhengi Herúla og norrænnar goðafræði, og sam- svörun sýnd, til að vekja umhugsun. Af hverju verða íslendingar frekar öðrum til að varðveita forn germönsk fræði, varðveita munnlega geymd, skáldskap, fornar sögur af Gotum, Húnum og mörgu öðru? Eftir EGIL EGILSSON Leiðirnar Tvær - Ein Og HlN SAMA? Á korti eru sýndar leiðinar sem lýst hefur verið, annars vegar leið Óðins samkvæmt Snorra Sturlusyni, hinsvegar leið hluta Her- úlanna til baka. Geta má þess að leiðin milli Norðurlanda (einkum Svíþjóðar) og Svartahafs varð flöif- arin yfir Garðaríki síðar meir. Þannig skilið væri það ekki stórfrétt ef leið Óðins og liðs hans og Herúla væri ein og hin sama, sem sé alfaraleið. Spurningin er aðeins: Hvað hefur hún snemma orðið að alfaraleið versl- unarsambanda og hernaðarbrölts? En ef borið er saman, ekki bara leiðin, heldur viðkomustaðir upphaf og endir, sést hvað líkt er: Austurbakki Donfljóts, Herfar- ir. Snorri segir ekki beinlínis hvert, en get- ur þess á sömu blaðsíðum, að Óðinn hafi átt jarðeignir suður um Litlu-Asíu, en orðið að gefa þær upp á bátinn þar sem Rómveij- ar voru annars vegar. Á hinn bóginn getur sagnfræðin um þátttöku Herúla í Egeastríð- unum. Síðan liggur leið um Saxland (ríkis- stofnun), dönsku eyjamar (Stofnun ríkis), Svíþjóð (endastaður, stofnun ríkis). (Ekki er það frétt í þessu sambandi að farið sé þar yfír sem‘ síðar varð Garðaríki. Stóran krók hefði þurft að fara til að komast hjá því þessa leið.) Það munar aðeins Ungverjalandi. Hins vegar er slóð Herúlanna flókin, og þeir e.t.v. margklofnir. Hvað varðar tímasetningu er samanburður ógerlegur. Nema ef við setjum svo að óðinn sé endurkominn Herúli, væri hann kominn til Norðurlanda löngu fyrir ungverska bardagann við Langbarða. Það má leika sér að því að telja ættliði Ynglingat- als. Þannig skilið yrði Óðinn kominn til Svfþjóðar ekki fjarri lokum annarrar aldar. Ekki passar það, því að þá em Herúlar við Azovsahaf. En eins og nefnt var, kann að vera þessi þjóðflokkur hafí verið að klofna í mörg brot og á ýmsum tímum. ErÞað Tilviljun? Nú mætti setja fram hugmynd: Þetta er sama sagan: ferð einhvers hluta Herúlanna til fyrri heimkynna sinna á Norðurlöndum (og lengra norður) og ferð Óðins og día hans. Leikum okkur að þvi að draga þá ályktun. Henni er skellt hér fram sem ögrandi tilgátu. Sé samhengi þarna á milli, vaknar sú spurning hvers vegna norræn goðafræði varðveitist með íslendingum í þeirri mynd sem raun ber vitni. Af hveiju verða íslendingar frekar öðrum (þó ekki einir þjóða) til að varðveita forn germönsk fræði, varðveita munnlega geymd, skáld- skap, fornar sögur af Gotum, Húnum og mörgu öðru frá þessum tíma, um persónur sem allir viðurkenna að hafi verið tii, svo sem Atla Húnakonug eða Jörmunrek Aust- gotakonung? Erum við þar að auki Herúlar að uppruna að verulegu leyti, eins og Barði Guðmundsson og áhangendur hans héldu fram, eða hvernig er þessu samhengi háttað? Það voru færð fyrir því margvísleg rök fyrir daga Barða Guðmundssonar, að Herúl- ar hafí flutt þáverandi leturgerðarlist þ.e. rúnaristu til Norðurlanda. Skýring þess sé, að þeir hafi fyrir kynni af suðrænni þjóðum og því staðið á æðra menningarstigi en þeir sem kyrrir höfðu verið á Norðurlöndum. Það hefur verið rennt stoðum undir það ■meðal fræðimanna, að Herúlar hafi orðið að, eða blandast yfirstétt hinna verðandi þjóðríkja Dana (Skjöldunga) og Svía (Yngl- inga). Barða Guðmundssyni voru allra manna ljósastir þeir hlutir sem hafa verið raktir hér. Hann setur þá ekki fram sérstaklega, vegna þess að hann gerir þá aðeins að hlekk í miklu lengri keðju. Aðrir hlekkir hennar eru veikari en það sem hér er tíundað. Enn Um Samsvörun Snorra Og Herúlasögu 1) Snorri: Óðinn kenndi Norðurlandabú- um skáldskap. „Hann og hofgoðar hans heita ljóðasmiðir, og hófst sú íþrótt af þeim á Norðurlöndum.“ Norræn fræði: Fyrsta gerð norrænnar ritlistar barst að sunnan með Herúlum. (Hér er aðeins vitnað til ríkjandi skoðunar þeirra fræðimanna Sophusar Bugge og Ott- os von Friesen, sem einnig aðrir en Barði Guðmundsson vitna til). 2) Snorri: Óðinn fer aðeins með hluta síns liðs í norður, en setur bræður sína, Vé og Vfli yfir Ásgarð. Suðrænir sagnfræðingar um Herúla: Þeir klofnuðu í a.m.k. tvo hluta. Partur þeirra náði aftur til Norðurlanda, en annar hluti ekki. 3) Snorri um Óðinn og J)á frændur: „En hans menn fóru brynjulausir og voru galnir sem hundar eða vargar, bitu í skjöldu sína, váru sterkir sem birnir eða griðungar." Sagnfræðin um um Herúla: Þeir börðust með spjótum einum án hjálms og brynju. Líf þeirra snerist meir um hernað en meðal nokkurs annars þjóðflokks. 4) Snorri: „Óðinn setti lög í landi sínu (Svíþjóð, jnnsk. EE), þau er gengið höfðu fyrr með Ásum; svo setti hann, að alla dauða menn skyldi brenna og bera á bál með eign þeirra." Sagnfræðin um Herúla: Herúlar héldu iengur en aðrir þjóðflokkar þeim sið að brenna menn dauða í stað þess að heygja. Mér er spum: Setur Óðinn þau lög í landi sem hann er kominn í (skv. Snorra), um að sínum gömlu siðum sé haldið, nema svo hafi verið, að væri þörf þess, og þau hafi verið í andstöðu við ríkjandi útfararsiði sem voru fyrir í landinu? SÉRSTAKAR ElGINDIR ÍS- LENDINGA Ég geng út frá því sem staðreynd að við íslendingar höfum haft og höfum enn ákveðna eiginleika sem urðu til að við skár- Uppland ' Leið Ása skv. Ynglinga- sögu Snorra /Jfliiti. ? ? Herfarír ÓÖÍns j' Litta Asía um okkur úr meðal germanskra þjóða. Þessi sérstaða kann að hafa orðið til þess að for- feður okkar hófu hér landnám. Þessi sér- staða er staðreynd. Hún er til enn, Hún er e.t,v. viðurkenndarí meðal þeirra erlendu manna sem þekkja til okkar en meðal okkar sjálfra. Það er ekki I ætt við þjóðarhroka að viðurkenna að svo sé, Sá sem er alinn upp við það nú á þessari öld, að skáldskap- ur sé ofar settur öllu öðru, finnur sig aðeins arfbera hefðar sem hafðj þegar verið til óralengi er landnemar íslands settust hér að um níu hundruð, er þeir komu einkum úr strandhéruðum Suðvestur-Noregs. Þessi sérstaða verður til að við varðveitum framar öðrum hinn forngermanska arf. Hún lýsir sér í því að um níu hundruð er hin munnlega geymd sagna og skáldskapar miklu sterkari meðal vor en meðal annarra germanskra manna og einnig norrænna þjóða. Þetta er almennt viðurkennt. Menn greinir frekar á um skýringar þessa. Barði Guðmundsson sá þá skýringu að þjóðmenn- ing og blóð Herúla hafi borist frá dönsku eyjunum og frá Upplandi Sviþjóðar til strandhéraða Noregs, og þeir sem þaðan fluttu út um haf hafi haldið sérstöðu sinni meðan þeir voru innan Noregs. Enda hafi dvöl þeirra ekki verið löng þar. Það er og algengt frá seinni tímum að þjóðabrot haldi sérkennum sínum miklu lengur en hér um ræðir. Barði færir margvísleg rök fy.rir tilgátu sinni og misgóð. Þau felast í samanburði íslenskra og norskra lifnaðarhátta, trúar- bragða og þjóðskipulags, og í áberandi fijó- semisdýrkun á íslandi, sömu ættar sem kennd er við Nerthus hjá Tacitusi. Tacitus minnist reyndar ekki á Herúla í Germaníu. Herúlar eru hins vegar á því svæði þar sem eru þeir þjóðflokkar sem dýrka Nerthus. Sé hinsvegar fijósemisdýrkunin áberandi meðal íslendinga innan ákveðinna land- svæða, eru til nærtækari skýringar: Tvö af fylkjum Noregs, sem lögðu til hvað flesta landnámsmenn, ef trúa skal Landnámu, eru kennd við sérstaka forn- germanska ættflokka. Hörðaland eða Harð- angur og Rogaland. Ættflokkarnir eru Hörðar eða Herðir og Rygir (Rogar). Tekið skal fram, að ekkert samhengi hefur fund- ist á milli Hörðanafnsins og Herúlanafns- ins. Orðstofnarnir virðast hafa verið har- annarsvegar og erul- hinsvegar. Hörður og Reyr bera latnesku nöfnin Haruthes og Rugii. Rygir koma fyrir hjá Tacitusi á svip- uðum slóðum og Herúlar hafa verið þá, nema austar. Seinna tekur þýska eyjan Riigen nafn af þeim. Nafnið gæti verið skylt kornheitinu rúgur. Rugen á sér sérstæða sögu. Einmitt þar eru mjög greinilegar menjar Nerthusdýrk- unarinnar. Tacitus getur eyju, sem gæti tæplega verið annað en Rugen eða Fehm- arn, sem sé miðja þeirrar dýrkunar. Ein- hverntímann á miðöldum, vafalítið vel fyrir þann tíma að ísland byggist, stugga slav- neskir þjóðflokkar við germönskum íbúum á Rugen, og enn talar það fólk sérstaka mállýsku þýskunnar, mótaða slavneskum uppruna sínum. Á tímanum á milli Tacitus- ar og vel fyrir níundu öld hafa Rygir verið a.m.k. nógu mikið og lengi á Rogalandi til að gefa því nafn. í Haraldar sögu hárfagra er talað um Hólmrygi, sem getur þýtt þeir sem búsettir eru á eyjum eða annesjum Rogalands. Þarna væri komin bein leið og miklu styttri milli íslenskrar fijósemisdýrkunar og hinnar fornu Nerthusdýrkunar Germana, heldur en Barði Guðmundsson vildi hafa hana. Segja má að samkvæmt Barða hefjist saga Herúla við suðurbotn Eystrasalts, ber- ist suðaustur til Svartahafs, til Eyjahafs eða Litlu-Asíu, til baka til Danmerkur og Sví- þjóðar, áfram til Noregs, íslands, og endi i norðvestri á Grænlandi, Hellulandi (Labrad- or) og Nýfundnalandi. Væri þetta rétt, eru ferðameistarar þjóðflutningatímans, Gotar og Húnar orðnir að heimóttum samanborið við Herúla. Veikasti hlekkurinn í röksemdafærslu Barða er tenging Herúla við Vestur-Noreg. Hún verður að teljast ágiskun og vitnað er m.a. fremur lauslega í fornleifafræði, í álit annarra manna, sem ég hef ekki séð að Barði hafi athugað sjálfur sérstaklega. Að- ferðafræði hans, m.a. samanburður á fjölda hins eða þessa, svo sem bæjarnafna með kvenheitum, flölda skálda í landshlutum íslands, er ekki studd tölfræði, enda eins og ekki hafi verið búið að finna tölfræðina upp. Hinsvegar er hér dregin fram samsvörun hluta þess er Barði hélt fram, annarsvegar, og rómverskrar og grískrar sagnfræði. Af kenningum Barða myndi leiða að skrif Snor- ra Sturlusonar um uppruna Ása séu ekki hrein fabúla, heldur eigi sér rætur í sögu 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.