Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 9
marglitum leggingum og böndum og kon- urnar bera nælur og belti úr tini eða silfri. Úr horni og beini voru gerðir hinar marg- víslegustu hlutir. Mest bar þó á ýmsum áhöldum úr beini, svo sem skeiðum, hnífum, stöfum, keyrum, nálum og nálhúsum. Einn- ig var horn notað í skrautmuni, eins og nælur, beitissylgjur og tóbaksdósir, Þessir hlutir voru eingöngu gerðir með hnífi og eiga það sameiginlegt að vera mjög fagur- lega útskornir. Kannski kemur lyndisein- kunn Samanna best fram í þessum fagra útskurði, þar sem slík iðja krefst ótæpilegr- ar þolinmæði þegar skorið er í jafn hart efni sem horn er. Nokkurra ólíkra stílein- kenna gætir í munstrinu, þar sem hið sér- staka fléttumunstur tilheyrir Suður- og Mið-Samalandi, en ftjálslegt jurta- og blómamunstur er frekar einkennandi fyrir norðurhéruðin. Meðal fornra muna sem fundist hafa úr beini, er mjög algengt að á þá sé skorin mynd af hreindýri til skrauts, Óll bera þessi munstur með sér ótrúlega listræna tilfinningu og alúð við viðfangsefn- ið. Rætur og næfrar trjánna hafa Samar notað í ríkum mæli. Næfrarnar voru notað- ar við gerð ýmissa smærri íláta. Voru það oft sporöskjulagaðar öskjur, sem festar voru saman með leður-, sina eða rótarþráðum og voru lok þeirra skreytt með fíngerðu blóma- eða fléttumunstri. í þessum öskjum voru oftast skartgripir og aðrir dýrgripir geymdir. Ræturnar voru þurrkaðar og síðan lagðar í bleyti til að gera þær sveigjanlegri til sauma. Notagildi þeirra var mikið, áðal- lega til grófra sauma, í reipi og net. Þó eru mest áberandi rótakörfunar sem Samarnir fléttuðu. Útlit og ólík munsturgerð réðst af mismunandi fléttuaðferðum, sem oft gátu verið afar fjölbreyttar. Varla er þó hægt að kalla það sértaka samíska list að binda rótarkörfur, en þó hafa þær sérstöðu, því mér er sagt að engum hafi tekist að gera þær jafn endingargóðar og varanlegar og Sömum. Ttjávið, einkum í birki og greni, notuðu Samar í ýmsa stærri hluti eins og sleða, eiki, skíði og báta, svo og í ýmis ílát til notkunar innan húss sem utan. Meðal gróf- ari innbúsáhalda mátti einnig fínna hluti úr tré, s.s ausur, spóna og skálar, lagaðar úr stórum kvistum og hnútum tijánna. Enn og aftur kemur fram í þessum tréhlutum mikið listrænt næmi, og varla var sá hlutur gerður, hversu grófgerður hann var, að hann hlyti ekki einhveija skreytingu í formi útskurðar. Sá listiðnaður sem Samar eru þó senni- lega mest dáðir fyrir eru hinir fögru tinhlut- ir sem þeir gera. Fornleifafræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að Samar hafi notað tin í það minnsta allt frá fyrri hluta miðalda. Sagt er að tinið sé gull fátæka mannsins og vissulega hafa Samarnir með- höndlað það á þann veg að það er gulls ígildi. Mest áberandi er tinþráðurinn sem er mótaður með mismunandi götóttum þynnum úr horni. Síðan er tinþráðurinn spunninn utan um fíngerðar sinar og þá var hann tilbúinn til útsaums. Einkanlega eru það skrautklæði, eins og t.d. þjóðbúningur- inn, sem eru skreytt tini, svo og Ieðurarm- bönd og aðrir skartgripir. Tinþráðurinn er lagður á efnið og saumaður fastur með fínni þræði. Munstrið er reglubundið og felur í sér ýmist sikk-sakklínur, hringi eða kross- laga drætti. Einnig má oft sjá munstur af hreindýrahornum í tinútsaumi. Silfursmíði er varla hægt að telja sérstak- lega til listar Sama. Samar keyptu silfur- muni í skiptum fyrir vörur sínar og voru það einkum skartgripir kvenna, svo og drykkjarbikarar. Þessir hlutir báru stílein- kenni endurreisnartímabilsins og annarra evrópskra listastrauma allt fram á 18. öld. Eftir það hafa að öllum líkindum risið upp silfursmíðaverkstæði í þéttbýliskjörnum Samanna við sjávarsíðuna, þar sem fyrir- myndin í silfursmíðinni var hin forna hornút- skurðartækni. Hefur því oft í seinni tíð ver- ið talað um Lappasilfur og er þá átt við silfursmíði sem hefur nefnd einkenni sam- ískrar listar. Forsendur samískrar listsköpunar hafa gjörbreyst á síðustu áratugum. Um leið og Samar hverfa æ meir inn í samfélag hinna norrænu þjóða, sem hafa helgað sér land þeirra, hverfur um leið þörfin sem áður lá að baki henni. Nú er svo komið að aðeins tiltölulega fáir Samar stunda þessa iðju, en á hinn bóginn finnast þess dæmi að ná- grannaþjóðirnar hafí tileinkað sér aðferðir þeirra og komið á fót fyrirtækjum sem fjöldaframleiðsla „samíska" listmuni sem söluvarning fyrir ferðafólk. Gæði slíks varn- ings eru þó oftast takmörkuð og nú njóta „ekta“ samískir listmunir sívaxandi vin- sælda. Þótt samísku listamennirnir fái vafa- laust það sem þeim ber fyrir varning sinn, Töskur úr hreindýraskinni, hluti af búningi kvenna. Norður-samískur karlmannsbúningur með hefðbundinni skreytingu. þá er það næsta lítilvægt í samanburði við þær tekjur sem þeir færa norska, sænska og finnska ríkinu í formi erlends gjaldeyris. Þá ber einnig að geta þess að hinn „ekta“ Sami er einnig orðinn að aðdráttarafli fyrir erlenda ferðarnenn, á svipaðan hátt og indi- ánar Norður- og Suður-Ameríku eru í dag, íklæddir þjóðbúningum sínum. Af þekktum samískum ijöllistamönnum þessarar aldar má nefna Sune Enoksson, Esajas Poggats, Rose Marie Huva, EUen Andersson Kitok og Lars Pirak, Þá ber sér- staklega að nefna listamálarana Nicolaus Skum, Lars Johansson Nutti og Nils Nilsson Skum, sem allir hafa öðlast mikla viðurkenn- ingu sem listamenn og jafnframt fyrir það hve þeir túlka samískt hirðingjalíf á frábær- an hátt. Það er því fjarri iagi að Samar nútímans hafi einangrast í listsköpun sinni, heldur hafa þeir þvert á móti tekið fegins hendi þekkingu og menningarstraumum frá öðrum þjóðum, Nú síðast hafa þeir tileinkað sér kvikmyndagerðarlistína með góðum árangri. Fyrir nokkru átti ég þess kost að ferðast um Samaland Svíþjóðar. Á því ferðalagi skildi ég enn-betur það sem mér hafði ver- ið sagt um liina miklu nálægð Samanna við náttúruna og hve lotning þeirra gagnvart henni endurspeglast sterkt í allri listsköpun þeirra. Ég undraðist það hvernig fólk sem berst stöðugt við grimma veðráttu, htjóst- ugt land og oft óvild herraþjóða sinna í suðri sem hafa rýrt landgæði þeirra um aldir, hefur ætíð haft eirð til að iðka þá ótrúlega fíngerðu skreytilist sem raun ber vitni. Hiýtur það að vera ærið rannsókna- verkefni fyrir listfræðinga og mannfræðinga að kanna enn frekar þau áhrif sem skapast til listiðkana þegar maðurinn lifir í jafn nánum tengslum við náttúruna og Samar gera. Á leið minni lieim ók ég í gegnum háan, dimman furusköginn og hann ilmaði. Spor mannskepnunnar sáust hvergi, að undan- skildum breiðum, steyptum veginum, sem skarst eins og stálþráður gegnum græna endalausa skógana. Skyndilega ók ég fram á hrörlegt skilti sem á var skrifað klunna- legri skrift: Sameslöjd sáljs hár. Ég sveigði út frá aðalveginum og fór þröngan, krókótt- an vegarspotta, uns ég kom að ijóðri í skóg- inum. Þar hafði verið slegið upp tveimur stórum opnum Samatjöldum, þar sem plank- ar voru reistir með söluvarningi alls konar. Á trjádrumba úti fyrir voru hreindýraskinn hengd og feiknastór tröllkarl af tré, all ógur- legur ásýndum vísaði mér veginn. Hér gat að líta listiðnað Sama í hnotskurn, allt frá fínlegustu tinskartgripum til grófasta horn- útskurðar; frá hinum flóknustu vefnaðar- mynstrum til stórra næfrabakpoka. Auk þess mátti þarna sjá nær alla fuglafánu Samalands, uppstoppaða. Ekki þurfti að gaumgæfa hlutina lengi til að komast að raun um, að þarna var um raunverulegan samískan listiðnað að ræða. Handbragðið hafði á sér þann blæ, sem er gjörólíkur þeim sem sést á verksmiðjuframleiddum vörum helstu ferðamannastaðanna. Úti fyrir sölutjöldum þessum stóð kona nokkur, sem bar með sér glögg samísk út- litseinkenni. Klæðnaður hennar og málfar endurspegluðu hins vegar stöðu samískrar menningar í dag og vestræn áhrif á hana. Hún talaði ótrúlegt hrognamál sem ekki átti skylt við neina mállýsku, heldur var, að því er virtist, sambland samísku, fínnsku, norsku og sænsku. Á fótum sér hafði hún dæmigerða Samaskó af leðri með upp- brettri tá og sömuleiðis litfagra samíska húfu á höfði. Hún var í bleikum teygjubux- um, þeim sem vinsælar voru hjá bandarísk- um konum á sjöunda áratugnum, og sem yfírhöfn var hún í æfingajakka frá sænsku íþróttafélagi. Hendur hennar voru brúnar, stórar og hijúfar eftir snertingu við frost- hörkur og útiveru, en sem þó fóru lotningar- fullum og mjúkum hreyfingum um þá list- muni sem hún hafði á boðstólnum. Hún brosti stöðugt einlægu, hlýju brosi og augun lýstu af greind, en jafnframt þjáningu og reynslu. Þetta voru augu förusamans, þess sem enn hefur hæfileikann til að sjá eilífð- ina glitra í einum regndropa sem fellur af birkigrein í vorleysingum vermandi miðnæt- ursólarinnar, í djúpum augum hreindýrsins sem hefur ferðast frá Hvítahafi til Noregs- stranda, eða í röddum steinanna sem tala hátt uppi á heiðum Finnmerkur. Ég hafði með mér heim gilda sjóði úr djúpum lífslistar Samanna, listar sem þekk- ir ekki græðgi þá og síngirni sem ríður húsum okkar „þróaða“ vestræna samfélags, heldur endurspeglast í hárfínu handverki friðar, kyrrðar og jafnvægis. Höfundur er bókasafnsfræðingur og vinnur á Þjóðminjasafninu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17.APRÍL1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.