Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 6
Skotbyrgi úrjárni, sem hægt var að shúa. Það var niður grafið á sínum tíma, suðvestan til á flugvellinum, en liggur nú með öðru járnadóti. Járnbyrgi voru ekki algeng á stríðsárunum. Við Nauthólsvík og í Öskjuhlíð eru steypt skotbyrgi og einnig má finna þar hlaðnar víggrafir. Algengust voru þó á sínum tíma sandpokabyrgin, en þau eru nú öll horfin vegna fúa. Frá Árbæjarsafni STRÍÐSMINJAR Á REYKJAVÍKUR- FLUGVELLI Nú orðið leiðir fólk sjald- an hugann að því að Reykjavíkurflugvöllur var upphaflega lagður í hemaðarskyni. Var hann bækistöð fyrir flugvélar Bandamanna í síðari heimsstyijöld- inni sem höfðu einkum það hlutverk að kljást við kafbáta Þjóðvetja á norðanverðu Atl- antshafi. Kafbátarnir þýsku heijuðu á skipa- lestir sem fluttu vopn og nauðsynjar frá Ameríku. Nú er nær hálf öld liðin frá því ófriðnum lauk og hefur flugvöllurinn síðan verið notaður fyrir almennt farþegaflug. Enn má þó fínna ófá merki um upprunann. Maður að nafni Snæbjörn Pálsson vann í hálfa öld á Reykjavíkurflugvelli, fyrst sem verkamaður í Bretavinnunni, síðan sem slökkviliðsmaður. Er hann manna fróðastur um svæðið. Hann fór með undirrituðum í leiðangur einn eftirmiðdag og greindi mér frá því sem fyrir augu bar. Hér á síðunni má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í þeim leiðangri. Þess má geta að í Öskjuhlíð er einnig mikið af stríðsminjum. Gerð er grein fyrir þeim í almennu riti um Öskju- hlíð sem út kemur innan skamms. Höfundur er safnvörður í Árbæjarsafni. Texti og myndir: HELGI SIGURÐSSON Flugvélabyrgi, hið stærsta á Reykjavíkurflugvelli og hið eina sem eftir er. Mik- ill fjöldi flugvélabyrgja var á flugvellinum á sínum tíma, nær öll gerð úr sandpok- um, mold og grjóti. Sérstaða þessa byrgis fólst í því að það var steypt og þess vegna er það enn á sínum stað. Lengi var flugvél af Douglas-gerð geymd í því og var hún mikið notuð til fallhlífaæfinga. Byrgið er á flugvallarsvæðinu miðju. Skammt frá því var skotfærageymsla. Á kosningadag árið 1942 gerðist það slys að flugvél flaug á skotfærageymsluna og sprakk hún í loft upp. Brak þeyttist um stórt svæði og drunur heyrðust um allan bæinn. Nokkrir menn fórust. Flugskýli 3, hurð á austurhlið. Ætla mætti að hér hafi ekki verið gengið um síðustu hálfa öld. ÖIl stærstu flug- skýlin á Reykjavíkurflugvelli eru frá stríðsárunum. Þau eru í fullri notkun og yfirleitt vel við haldið. Byssustæði fyrir loftvarnabyssu, skammt innan fíugvallargirðingar, ná- lægt Skeljungi við Skeijafjörð. Það er hið eina sinnar tegundar á Reykjavíkur- flugvelli nú en á stríðsárunum voru þau þijú talsins. Tvö flugskýli. Fremri byggingin er gamla flugskýli Ferðafélags íslands, yfirleitt nefnt „Sjóskýlið". Það var byggt árið 1938, en þá var öld flugbátanna. Skýlið brann árið 1940 en var endurbyggt á árunum 1943-44. Viðbygging var reist 1942-43 af setuliðinu. Bæði skýlin voru nýtt af hemum á ófriðarámnum. Steyptur vegur til flutninga á sprengjum úr Öskjuhlíð að sprengiflugvélum. Til öryggis voru sprengjubyrgin höfð alllangt frá flugvellinum, hlaðin úr torfi og gijóti. Engin ummerki sjást lengur eftir byrgin, en malarvegirnir í Öskjuhlíð sunnanverðri tengdu þau saman á sínum tíma. Til flutninga á sprengjunum voru notaðar sérstakar dráttartíkur, sem skriðu eftir jörðinni á hjólum á stærð við hjólböruhjól.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.