Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 10
sögn í lifanda lífi Lágfiðlan var frá upphafi stjúpbarnið í fjölskyldu strengjahljóðfæranna, staðsett mitt á milli fiðl- unnar og sellósins. Það er ekki einn einasti konsert fyrir lágfiðlu í öllum tónbókmenntum rómantíska og klassíska tímabilsins, ef litið er Vor Sporléttir fákar hrista makkarm í eltingaleik um himinhvolfið bláir þíðvindar hríslast um hlíðina og vefa grænt teppi í grábrúnar lautir langsofin börð Ijúka upp rauðbleikum augurn á Bæjarholtinu > Bið Gamla grenitréð í horninu hristir af sér vetrarslæðu og réttir fram grein móti vorþeynum hlustar eftir vængjaþyt úr blámanum. Einn daginn koma þau með strá í nefi halla undir flatt og horfast í augu — Höfundur vínnur á skrifstofu í Reykjavík. SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Lífið Á grænum grundum dansar berfætt barn og brosir á móti lífinu. Á myrku malbiki stíga þreyttir fætur trylltan dans. Á bónuðum flísum tifa hægfara fætur í flókaskóm sem lífið hefur úthlutað þeim eftir erfiði dagsins. Á hvítum dúk hvíla kaldir fætur uppí loft. Höfundur býr í Reykjavík. Leiðréttingar í grein Konráðs Bjarnasonar um skipsstrand í Selvogi 1896 og þijú íbúðarhús í Ölvusi t og Selvogi, sem birtist í Lesbók 20. febrúar sl., stóð réttilega í myndatexta, að Friðrik konungur 8. kom hingað árið 1907 og gisti í Arnarbæli. I kynningartexta við greinina á sömu síðu stóð hinsvegar ranglega, að þar hafi Kristján konungur 9. verið á ferð. Leiðréttist það hér með. í næstu Lesbók þar á undan, 13. febr- úar, birtist röng mannsmynd vegna ókunn- ugleika með grein Helgu Siguijónsdóttur um nýskólastefnuna. Myndin átti að vera af Wolfgang Edelstein, sem var yfirvöldum menntamála innan handar um mótun nýrrar skólastefnu. í myndasafni Morgunblaðsins var mynd af manni með þessu nafni, sem var notuð, en reyndist vera af öðrum Wolf- gang Edelstein, nefnilega föður þess sem myndin átti að vera af. Wolfgang yngri býr og hefur lengi búið í Berlín. Eru hann og lesendur beðnir velvirðingar. Þessi rússneski snillingur hefur hafið lágfiðluna til vegs og virðingar sem einleikshljóðfæri og tónskáld hafa samið yfir 40 verk sérstaklega fyrir hann. Eftir RUTH HERMANNS 40 tónskáld hafa samið tónverk sérstak- lega fyrir Yuri Bashmet, sem nú er bókaður mörg ár fram í tímann. fram hjá „symfóníuconcertante“ eftir Mozart, sem nær þó ekki markinu nema að hálfu leyti. Það er ekki fyrr en á þessari öld, sem tón- skáld á borð við Bela Bartok og Wiliam Walton fara að veita lágfiðlunni gaum og meta dularhljóm hennar að verðleikum. Þá bregður svo við, að fram á sjónarsviðið kemur tónlistarmaður, alveg óforvarandis, sem gefur þessu hljóðfæri byr undir báða vængi og lyftir því í æðra veldi, frá því að vera liðtækt milliraddarhljóðfæri í hljómsveit, upp í að verða eftirtektarvert einleikshljóð- færi. Sá meistari hljóðfærisins er Yuri Bas- hmet. Þessi rússneski tónlistarmaður, sem býr yfir fitonskrafti í list sinni en sekkur sér þess á milli niður í þunglyndislega dulúð, fer nú sigurför um tónlistarheiminn og sigrar meira að segja hvem tónlistarsalinn af öðrum með stormáhlaupi. Samkvæmt ummælum London Times er hann óumdeilanlega einn af fremstu tónlist- armönnum heims I dag. Yfir 40 tónsmíðar hafa verið samdar sér- staklega fyrir þennan lágfiðluleikara, sem fæddist í Rostow við Don-fljótið árið 1953. Þar á meðal em verk frábærra tónskálda á borð við Schnittke, Danissow, Kancheli og Sofia Gubaidulina, sem var nemandi Sjostako- vitsj. Ásamt píanóleikaranum Sviatoslav Ric- hter, fiðluleikaranum Gideon Kremer og selló- leikaranum Mistroslav Rostropovich, er Yuri Bashmet með allrafremstu hljóðfæraleikurum Sovétríkjana fyrrverandi. Honum hefur tekizt að hefja lágfiðluna til vegs og virðingar sem einleikshljóðfæri og gera hana að uppistöðu- hljóðfæri fyrir einleikstónleika, en það lánað- ist fyrirrennurum hans, brautryðjendunum Primrose og Hindemith, aldrei. I kjölfarið hefur verulegur fjöldi lágfiðluleikara fylgt fordæmi hans og hafið einleikaraferil með góðum árangri. Yuri Bashmet byijaði að leika á fiðlu þeg- ar á unga aldri, en því næst varð gítarinn „hobbý“. Fjórtán ára gamall gerðist hann leiðandi gítarleikari í rokkhljómsvejt, sem hann stofnaði sjálfur. Loks ákvað hann að læra á lágfiðlu, sem bauð hljóðfæra bezt upp á möguleika til að leika af fingrum fram á þann hátt, sem hjartað býður, en til þess fann hann hjá sér óviðráðanlega þörf. Þegar hann var 18 ára gamall, komst hann inn í tónlistarháskólann í Moskvu. Þegar Sviatoslav Richter lék lágfiðlusónötu Sjos- takovitsj, op. 147 með hinum unga Yuri, varð það þar með fyrirmynd hins ýtrasta í kröfum. 23 ára gamall vann Bashmét fyrstu verð- laun í ARD-keppninni í Miinchen og lék þá lágfiðlukonsertinn eftir Bela Bartok undir stjórn Rafaels Kubeliks. Við það komst at- vinnuferill hans á flug og honum var veitt fullt ferðafrelsi í hinum vestræna heimi. Við það bættist sá heiður að vera yngsti tónlistar- maður, sem nokkru sinni hefur hlotnast pró- fessorsembætti við tónlistarháskólann í Moskvu. En hvað er það við persónuleika Bashmets, sem sker sig úr? Hann fer sínar eigin slóðir, á skjön við allar hefðir. „Ég er ekki einn af þeini, sem getur æft sig klukkustundum saman á hveijum degi. Það yrði mínum kröftum um megn. Hjá mér byggist allt á tækni,“ segir þessi grannvaxni listamaður með hár, sem er biksvait og sveifl- ast alla leið niður á herðar. „Maður verður að uppgötva sálina í þessu hljóðfæri og vera ástfanginn af dularhljómnum, sem í því leyn- ist.“ Það er í þessu, sem list Bashmets er fólgin. Fram úr Testore-lágfiðlunni sinni töfrar hann fram þann djúpstæðasta boðskap, sem tónlistin býr yfir. Hafi maður einu sinni heyrt það, gleymist það ekki aftur. Sú frábæra bogatækni, sem hann hefur á valdi sínu, leyfir honum að magna tóninn nærri fram yflr það mögulega, og draga svo úr honum aftur að vild niður í það nær óheyr- anlega. Og óhræddur klifrar hann upp á hæstu tóna, sem fiðlutæknin leyfír, en er eig- inlega ekki réttu lagi innan getutakmarka lágfiðlunnar, án þess að þrunginn tónninn gefi nokkurs staðar eftir. Auk þess er meistar- inn óútreiknanlegur. í dag leikur hann á einn hátt, en á morgun á allt annan. Eins og hann segir sjálfur, lætur hann stjómast af stemmn- ingu augnabliksins. I nóvember síðastliðnum varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hlýða á Bashmet ásamt píanóleikara hans, Mikhail Muntian, í stóru tónlistarhöllinni í Hamborg. Mér veittist einn- ig tækifæri til að eiga orðaskipti við lista- manninn og verð að viðurkenna, að persónu- töfrar hans og útgeislun höfðu djúp áhrif á mig. Tónlistin og manneskjan mynda eina órofa heild í Bashmet. Jafnframt spurði ég konuna, sem er um- boðsmaður hans á ferðalögum, hvort mögu- leiki væri á því að fá Bashmet til íslands sem einleikara með Symfóníuhljómsveit íslands. Svarið kom á óvart. Hún sagðist vel vita, að „the Iceland Symphony Orchestra" væri mjög góð hljómsveit. Hins vegar væri Bashmet bókaður mörg ár fram í tímann, en samt væri á engan hátt útilokað að sjá til þess möguleika einhvern tíma í framtíðinni. Það gladdi mig óumræðanlega að heyra þannig lof um íslenzku symfóníuhljómsveitina á þessum stað og það frá fagfólki sem veit hvað klukkan slær. Yuri Bashmet er gagntekinn af bezta lágf- iðlukonsert samtíma tónbókmenntanna, sem landi hans Alfred Schnittke samdi sérstaklega fyrir hann og tileinkaði honum að auki. Bas- hmet frumflutti konsertinn 1986 í Conc- ertgebouw í Amsterdam. Um list Schnittke hefur hann það að segja, að hún sé allt í senn, hæstpersónuleg, ein- staklingsbundin, og alheimsbundin. Stórkost- legasta tónlistin verður að hafa til að bera gagnstæða póla af þesasri gerð: ást og hat- ur, líf og dauða, æðstu sælu og dýpstu sorg. Árið 1985 stofnaði Bashmet eigin strengja- sveit með tuttugu frábærum tónlistarmönn- um, „Moskvu-einleikurunum". Þau samtök eru yfir alla samkeppni hafin og leikur þeirra óviðjafnanlegur, hvað varðar nákvæmni og sérstæðan eigin hljóm. En eins og orðið hefur um svo marga Sovét- listamenn, sem nú sækja á vestræn mið, hafa Mosvku-einleikararnir fundið sér ný heim- kynni í Frakklandi. Fyrir þá sök kom til að- skilnaðar á milli þeirra og meistarans í jan- úar 1992. En Bashmet hefur til þessa ekki viljað án heimkynni sinna í Rússlandi vera, enda heimalandið sá jarðvegur, sem hann sækir næringu til fyrir anda og sál. Því byggði hann strax upp aðra einleikarahljómsveit í staðinn. í henni eru beztu nemendur skólans í Mosvku og hefur hún nú þegar staðist eld- skírii í París. Þrátt fyrir það geta aðdáendur Bashmets andað rólega, því að þessi snilling- ur hefur engan veginn hugsað sér að skipta um farveg og snúa sér alfarið að hljómsveitar- stjórn. Höfundur var fiöluleikari með Sinfóníuhljóm- sveit íslands í 29 ár. Lágfiðlan hafin til vegs og virðingar. Yuri Bashmet á tónleikum. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.