Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 5
m: Jón Margrétar og fóru þau að búa í Galtar- dal en búskapur þeirra gekk mæðulega og samfarir eigi síður, þó eignuðust þau eina dóttur, Guðrúnu sem giftist Eyjólfi presti Gíslasyni, Ólafssonar biskups. Ekki var prestskap Jóns Þorlákssonar að öllu lokið þótt hann væri búinn að missa hempuna tvisvar því með hjálp velgjörðar- manna fékk hann uppreisn með konungs- bréfi, dagsettu 11. ágúst 1786, með því skil- yrði að hann mætti ekki vera prestur í Skál- holtsbiskupsdæmi. Um sumarið andaðist Árni prestur Tómas- son að Bægisá í Eyjafjarðarsýslu og fékk séra Jón þá það brauð og fór þegar um haust- ið norður að Bægisá. Er hann var settur prestur þar hafði Jón fjóra um fertugt. Mar- grét, kona Jóns, vildi ekki fara með honum norður og voru nefndir menn til að koma á skilnaði milli Jóns og Margrétar en þeir menn leiddu það mál ekki til lykta og enginn skilnaðardómur varð milli þeirra hjóna, en Margrét bjó að því sem þau áttu fyrir vest- an, þar til hún andaðist veturinn 1808. Fljótt varð Jóni til vina þegar hann kom norður og urðu þeir honum miklir aðstoðar- menn: Stephán amtmaður Þórarinsson, Magnús prófastur Erlendsson, Þorlákur bóndi Hallgrímsson á Skriðu og Einar Hjaltested á Akureyri. Sjá má á kvæðum til þessara manna að þeir hafa styrkt Jón á allan hátt og þó óbeðnir, því aldrei kvartaði Jón, hversu bágt sem hann átti og ætti hann nokkuð, var það öðrum jafn heimilt og honum sjálfum. Jón Þorláksson er oft kenndur við Bægisá þó að hann hafi upphaflega verið Vestfirðing- ur og er það allmerkilegt því hann var orðinn 44 ára þegar hann verður prestur á Bægisá en ástæðan er þó líklega sú að hann hafði áður verið á hálfgerðum hrakningum á milli staða og á Bægisá ritar hann þau verk sem hann er frægastur fyrir, þ.e. þýðingar sínar, Paradísarmissi eftir John Milton, Tilraun um manninn (Essay on man) eftir Alexander Pope og Messías eftir Klopstock. Lund og list Ef lesendur hefði séð mann, meðallagi að hæð og grannvaxinn, nokkuð iotinn íherðum, með gult slegið hár, breiðieitan og brúnamik- inn en þó lítið höfuðið, snareygan ogharðeyg- an, sem í tinnu sæi, bólugrafinn mjög með mikið skeggstæði, söðulnefjaðan og hafið mjög framanvert, meðallagi munnfríðan, út- limanettan og skjótan á fæti, málhreifinn og kvikan svo líkaminn allur væri jafnan sem á iði, þá hefði þeir séð þjóðskáld Islendinga Jón prest Þorláksson á þroskaárum sínum. Lýsing Guðmundar G. Hagalíns á Jóni á Bægisá er svipuð en þó frábrugðin. Þar kem- ur fram að augu Jóns hafi verið skær, líkt og þau sindri þegar hann rennir þeim til og beinir þeim að einhverju sérstöku, að hárið sé liðað neðst og varirnar í þykkara lagi, en þó ekki svo að óprýði sé að. Guðmundur nefnir einnig að Jón hafi verið lágur vexti. Guðmundur G. Hagalín lýsir skapgerð Jóns Þorlákssonar á þann veg að hann hafi verið ör og tilfinninganæmur, geðbrigðin snögg, skapið ríkt, ástríðurnar miklar og lifsfjörið svo ákaft að það birtist jafnvel í óvenju snöru og tindrandi augnaráði og snöggum en þó mjúkum hreyfingum. Jón Sigurðsson segir að á yngri árum sínum hafi Jón verið léttlynd- ur og síglaður, hugsað lítt fram en tekið hvetja stundargleði með báðum höndum og ekki allsjaldan verið gjálífur og léttúðugur í orðum en þó jafnan góðlyndur og viðkvæm- ur. Sigurður Stefánsson segir að Jón hafi verið heillandi æskumaður, fallegur með sitt gullslegna hár og sín tindrandi augu, en hófsamur og hæverskur, drengur góður og hvers manns hugljúfi. Ljóð Jóns á Bægisá eru mörg gamansöm en hitt kom þó fyrir að hann orti skammar- kvæði og gat þá orðið allsvæsinn í orðavali því hann var fljótur að reiðast en þó sjaldan langrækinn. Jón lenti í mikilli deilu við Magn- ús Stephensen og ástæðan var sú að Magnús gaf út sálmabók. Magnús tók nokkra sálma eftir Jón í bókina en breytti þeim að höfundin- um forspurðum og olli það gremju Jóns. Sálmabókin var í daglegu tali nefnd Leirgerð- ur vegna þess að hún var prentuð í Leirgörð- um. Eftirfarandi vísa er kveðja Jóns til títt- nefndrar sálmabókar: Farvel Leirgerður, drambsöm drilla, drottnunargjörn og öfundsjúk! Þú skalt ei fleiru frá mér spilla, freyddu sem best af þínum kúk. Jón Þorláksson var mikið upp á kvenhönd- ina og átti börn með konum sem hann var eigi giftur, hafði hann þessi fósturbörn stund- um hjá sér og játaði jafnvel undir rós í vísum að hann væri faðir þeirra. Jómfrú Jóhanna! hann Jón og hún Anna það er ei meira um það þau eru þínir smiðir, því er von þú iðir úr einum í annan stað. Jón gat reyndar sýnt á sér milda hlið í frumortum ljóðum eins og kemur fram í ljóð- inu Tittlingsminning. Þar syrgir Jón hinn vængjaða vin sinn. Mjög er nú hljótt í söngva sæti! sá fór í burt er skemmta nam, er þá mitt fegurst eftirlæti orðið að dauðum tittlings-ham? Ó gæti ég lífgað aftur þig! ó hvað það mundi gleðja mig! Ef lifði Túllín enn hjá Dönum, um þig sá gæti kveðið brag; ættfuglar þínir áður honum yndælan gjörðu Maí-dag, ég má og vitna það um þig: þú hefur tíðan gladdan mig. Ó, hvað lystilig yndis-kvæði á þinn hljómfagra barkastreng lék hún, þá morgunljómann bæði lofaði’ og nýjan sigurfeng: að hálfur unninn vetur var, vorblóminn gladdi skepnumar. Þetta er hluti úr kvæðinu. Richard Beck telur að hér skrifi Jón í ákveðnum hæðnistíl og í anda rómantíkurinnar (þ.e. stíll sem samsvarar rómantískum hæðnistíl Heine) en í henni er samúð með dýrum jafnt sem mönn- um eitt af grundvallaratriðunum. Sami mað- ur minnist einnig á það að ljóð Túllíns, sem Jón þýddi, hafi upphaflega verið rituð undir áhrifum frá forverum rómantíkurinnar. Þannig að samkvæmt þessu má segja að Jón hafi að einhverju leyti verið rómantíkus. Það gætir jafnvel formælinga hjá Jóni ef honum rennur í skap. Þegar hann var orðinn aldurhniginn varð hann haltur og kallaði halta fótinn Kolbein svarta. Þá spottaði mað- ur einn hann fyrir heltina. Jón kvað: Þú sem mæddum manni geð meiðir án saka og raka, annað eins hefur áður skeð og þú rækir niður hnéð á kaldan klaka. Segja má að þetta hafi orðið að áhrínisorð- um því að síðar sama dag datt maðurinn svo illa að hnéskelin brotnaði og gekk hann 'aldr- ei óhaltur síðan. í kveðskap Jóns sem tengist daglegu amstri bregður fyrir ádeilu á kaupmannsvald- ið. Eitt sinn ætlaði kaupmaður á Akureyri að taka hryssu af Jóni upp í verslunarskuld. Þá kvað hann: Varla má þér, vesælt hross! veitast heiður meiri, en að þiggja kaupmanns koss og kærleiks-atlot fleiri, orðin húsfrú hans; þegar þú legpr harðan hóf háls um egtamanns, kreistu fast og kyrktu þjófl kúgun Norðurlands. Jón Þorláksson orti fallega vísu til Jórunn- ar, þeirrar sem hann mátti ekki eiga en gat þó við tvö börn: Sorgarbára ýfir und, elda rasta njórunn! freyju tára fögur hrund falleg ertu Jórunn! Jóni þótti vænt um þessi „fósturbörn sín“ og góður vitnisburður um það er vísa sem hann orti til laundóttur sinnar sem hann átti með bústýru sinni, Helgu Magnúsdóttur. Komdu til mín, kona góð! kættu mér í geði! þér á ég að þakka fljóð! það sem ég hef af gleði. Öll er von ég elski þig, yndisperlan ljúfa! aðrir flestir angra mig, en aldrei þú, mín dúfa! Þér þó goldin umbun er öllu minni’ en skyldi, fyrirmunar fátækt mér að fóstra þig sem vildi. Sá sem gladdi með þér mig mitt í þrautum nauða, elski blessi’ og annist þig, eins í lífí’ og dauða. „Fósturbörn“ Jóns voru sögð vera börn annarra manna í sveitinni því ef viðurkennt væri að séra Jón Þorláksson væri faðir þeirra þá hefði hann misst hempuna í þriðja sinn, líklega að fullu og öllu. En Jón hefur þó ekki viljað vera án kynfær- anna eins og eftirfarandi vísa vitnar um: Betra’ er að vera hátt með haus hengdur upp á snaga en að ríða eistnalaus alla sína daga. Jón Þorláksson setti á prent sínar fyrstu þýðingar ásamt nokkrum frumsömdum kvæðum árið 1774. Hann var þrítugur þegar honum fyrstum íslenskra skálda öðlaðist sá heiður og sú hamingja að fá að líta og hand- leika sín eigin ljóð í prentaðri bók. Jón er þó frægastur fyrir þýðingar sínar á Paradís- armissi eftir John Milton, Messíasi eftir Klopstock og Tilraun um manninn eftir Alex- ander Pope eins og fyrr er sagt. Um og eftir sextugsaldurinn varð nokkur breyting á hugarfari Jóns frá Bægisá og er ástæðan ef til vill sú að hann hefur verið farinn að finna fyrir ellinni. Hann varð þung- lyndari og bitrari í orðatiltækjum en fyrr og sár yfir því að menn mætu verk hans ekki að maklegheitum. Samt sem áður brá ekki sjaldan fyrir glaðlyndi hans og hafði hann þá veikleika sinn og fátækt að gamni. Úr Paradisarmissi Blíður er árblær, blíð er dags koma, fylgja henni tónar töfrafullir árvakra fugla, sem er eymalist. Blíður er röðull, þá er breiðir hann austan árgeisla á unaðsfoldir, yfir grös, eikur og aldini, sem þá deig glansa fyrir döggfalli. Samantekt Af heimildum um Jón Þorláksson má ráða að hann hefur verið skáld gott, bókvís, ljóð- elskur, verið kvennamaður, gleðinnar maður, gamansamur, klæminn, lítill búmaður og frekar fátækur alla sína tíð. Sjálfslýsing Hér með lýsist hjörfa Þór: hann á að vera skrafinn, herðalotinn mjög og mjór, mikið bólugrafinn. Hann er næsta höfuðsmár, um höku’ og kinnar loðinn, plt á kolli hefir hár, hvergi búkur snoðinn. Seggurinn hefir söðulnef, sem er hátt að framan, mælir oft frá munni stef mörgum þykir gaman. Ærið þungur undir brún, ör og þver í lyndi, meður litla hönd, en hún heitir strá í vindi. Upp í loftið álnir tvær, átta’ og sjö þumlunga voga loga viður nær, vegur tólf fjórðunga. Einatt hýrum augum vann auðs á renna jarðir, ei til handa annað kann en að bregða gjarðir. Við þeim glæp sig vari fólk, sem vill að sínu búa: honum fyrir ferskri mjólk og feitu spaði' að trúa. Eitt hans merki vitum vær, víst ei forgleymandi: ákaflega’ hann allur rær, eins á sjó og landi. Stundum klúr í orðum er, aupn hörð sem tinna. Ef hann fyrir einhvem ber eigi þeir sem finna. Heimildir: Erlendur Jónsson. 1977. fslensk bókmenntasaga 1550-1950. Reykjavík. Bókagerðin Askur. Guðmundur G. Hagalín. 1948. „Jón Þorláksson". Sam- tíð og saga, ritstjóri Steingrímur Þorsteinsson. Reykjavík. Ísaíoldarprentsmiðja H.F. íslensk ljóðabók Jóns þorlákssonnr prests að Bæg- isá. 1843. Kaupmannahöfn. Prentað á kostnað Þorsteins stúdents Jónssonar. Jón Sigurðsson. 1947. Merkir íslendingar. Reykjavík. Bókfellsútgáfan. Richard Beck. 1957. „Jón Þorláksson, Icelandic Translat- or of Pope and Milton“. Studia Islandica 15-17. Reykja- vik. H.F. Leiftur. Sigurður Stefánsson. 1963. Jón Þorláksson. Reykjavik. Almenna bókafélagið. Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson. 1971. Gamlar slóðir. Reykjavik. Forni. Höfundur er kennari HELGI SÆMUNDSSON HÁSUMAR- DAGUR Á SUÐUR- LANDI Morgunn er kominn mætur og fagur, hljómar og leiftrar hásumardagur. Heilsar með kossi heiði og felli, ángandi fjöru, iðgrænum velli. Umhverfis dansa eldgömul fjöllin einsog í gáska ólátist tröllin. Himininn speglar hylurinn tæri. Úppljómar jökul árroðinn skæri. Góð er sú kveðja, gaman er þetta: Lindirnar kliða, laukarnir spretta. Höfundurinn er skáld og rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaósins. LÁRUS MÁR BJÖRNSSON RÓSAÓR- ATORÍAN „Því lífið breytir engu - nema því sem máli skiptir. “ Tómas Guðmundsson. Ég geymdi handa þér rauða rós, en roðinn hann fölnaði óðum. Ég varðveitti handa þér logandi Ijós, lífsneista í svipulum glóðum. Við dyr þínar rósin visnaði og varð að vindsorfnum minnisvarða. Við glugga þinn ljósið gekk um garð og guggnaði í vetrinum harða. Ég smíðaði handa þér smaragða hring, en smám saman gljáann hann missti. Ég ræktaði handa þér rifsberjalyng og rauðustu berin ég kyssti. Hringinn á fmgur þér fimlega dró en fölvi hans stakk þig sem þyrnir. Og Urðarbrunns meyja að urtunum hló á ást mína kvöldsólin stirnir. TIL ÞESSA LJÓÐS Ég vakna til þessa ljóðs: Renni tungunni eftir hrygg lengju þinni, gref varirnar inn í hnakka grófina, kyssi herðablöðin sólgyllt, nakin. Gæti þess að rjúfa ekki inn sigli drauma þinna. Sofna frá þessu ljóði. Höfundurinn er rithöfundur og kennari, búsettur í Reykjavík og á Laugum i Dala- sýslu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.