Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 6
MEÐ heildarútgáfu á íslendinga sögum og þáttum á ensku í höndunum getur maður ekki annað en leitt hugann að þeirri fírru að hún skuli jafnframt vera sú fyrsta sinnar tegundar. íslendingar eiga sögur sem teljast eitt merkilegasta framlag til evróp- skra miðaldabókmennta en þeim hefur ekki dottið í hug að koma þeim á framfæri við aðrar þjóðir - nema í óreglulegum smá- skömmtum - fyrr en nú að nokkrir ofurhugar ráðast í verkið. Sjálfsagt eru einhveijar eðli- legar skýringar á þessu. Kannski hafa breytt viðhorf til sagnanna skipt einhveiju. Fræðin eru til dæmis bara ný farin að líta á Islend- inga sögurnar sem eitthvað annað og meira en texta- eða handritafræðileg vandamál. Nú skoða bókmenntafræðingar þær með sömu gleraugum og hveijar aðrar fagrar bókmennt- ir. Og fræðimenn af öðrum sviðum, svo sem mannfræði og félagsfræði, skoða þær út frá nýjum sjónarhornum. Það er heldur ekki helgi- brot lengur að prenta sögurnar í almennum útgáfum með nútímastafsetningu, frekar sjálf- sögð kurteisi við þá sem vilja lesa þær sem bókmenntaverk eða heimildir um horfínn heim. Fijálsiegra viðhorf til sagnaarfsins er því kannski ein af ástæðunum fyrir því að nú hafa menn loksins treyst sér til að gefa hann út í enskri heildarútgáfu. Áhugi útlendra á sögunum hefur auðvitað líka haft sitt að segja. Jóhann Sigurðsson, útgefandi þýðinganna, segir að áður en ráðist var í verkefnið hafi verið kannaður áhugi bre- skra og bandarískra bókasafna á því að kaupa heildarútgáfu á íslendinga sögunum í enskri þýðingu. Voru viðbrögðin mjög jákvæð og á grunni þess stofnaði Jóhann Bókaútgáfuna Leif Eiríksson sem gefur verkið út árið 1992 ásamt Sigurði Viðari Sigmundssyni sem lést í fyrra. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur var ráðinn ritstjóri þýðinganna árið 1994 en þá þegar höfðu nokkrir þýðendur hafið vinnu sína. Með Viðari starfaði fjögurra manna rit- nefnd sem skipuð var þeim dr. Robert Cook, dr. Terry Gunnell, dr. Keneva Kunz og Bern- ard Scudder þýðanda. Þýðendur voru alls þijá- tíu frá sjö löndum í þremur heimsálfum. Allir hafa þýðendurnir ensku að móðurmáli og starfa við háskóla í Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Ástralíu og á íslandi. Útgáfunni er fylgt úr hlaði með formálsorð- um þeirra Ólafs Ragnars Grímsssonar forseta íslands, Bjöms Bjarnasonar menntamálaráð- herra og dr. Jónasar Kristjánssonar fyrrver- andi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnús- Morgunblaðió/Kristinn JÓHANN Sigurðsson útgefandi og Viðar Hreinsson ritstjóri segja að með nýrri enskri heildarútgáfu á íslendinga sögum og þáttum skapist ný sóknarfæri til að kynna þennan sagnasjóð á erlendri grund. LAGT í VÍKING MEÐ SAGNAARFINN Heildarútgáfa á íslendinga sögum og þáttum í enskri þýóingu kemur út í dag hjá útgáfufélaginu Leifi Ei- ríkssyni. Þýóingin á sögunum hefur gengió ótrúlega hratt og vel en skipulegt starf hófst árið 1993 og skömmu síóar var Viðar Hreinsson ráðinn ritstjóri verksins. ÞROSTUR HELGASON ræddi við hann og útgefandann, Jóhann Sigurósson, um verkefnió og nýja landvinninga sagnaarfsins en fyrst í staó verð- ur lögó áhersla á aó selja þýóingarnar í bandarísk, kanadísk og bresk bókasöfn og menntastofnanir. sonar. Þá gerir ritstjórn stuttlega grein fyrir útgáfunni en síðan fylgir ítarlegur inngangur eftir bandaríska fræðimanninn dr. Robert Kellogg, þar sem lokið er upp veröld sagn- anna í ljósu máli, fjallað um samfélag þeirra og sögusvið, frásagnareinkenni og stíl, persón- ur og viðburði. Loks fylgja við lok fímmta bindis útgáfunnar skrár og skýringar, landa- kort og myndir, sem greiða eiga leið erlendra lesenda að þessum einstæða sagnaheimi. Nákvaemar en lika lifandi Viðar Hreinsson segir að ekki hafí verið erfítt að fínna þýðendur. Verkefnið var kynnt á fornsagnaþingi á Akureyri sumarið 1994. Þar sýndi töluverður hópur fræðimanna áhuga á að taka þátt í verkefninu, en nokkrir þýðend- ur voru þá þegar byijaðir. Viðar segir að nokk- ur hundruð manna leggi stund á íslensk fræði út um allan heim og auðvelt sé að fínna hæfa einstaklinga í þeim hópi. Útgefendur hafí líka notið liðsinnis Háskóla íslands og Stofnunar Sigurðar Nordals við val á mönnum til verks- ins. Ekki eru allir þýðendurnir fræðimenn á sviði fornbókmennta, tveir þeirra eru atvinnu- þýðendur. En væri hægt að flokka þýðingarn- ar undir það að vera fræðilegar? „Það er hægt að gera greinarmun á smá- smugulegum fræðilegum þýðingum og mjög fijálsum, en þetta eru jafnframt tveir pólar í þýðingafræðum almennt," segir Viðar. „Við lögðum áherslu á það við okkar þýðendur að sögurnar yrðu þýddar á Iifandi nútímamál. Og þótt þýðendurnir væru fræðimenn mættu þeir láta nægja að hafa fræðimannskápuna á annarri öxlinni. Þýðingarnar eiga að vera trúverðugar og nákvæmar en líka lifandi. Til að koma góðum bókmenntum til skila þýðir auðvitað ekki að vera í einstrengingsleg- um fræðimannastellingum og ég held reyndar að flestir fræðimannanna hafi tekið þessu verkefni fagnandi, þeir hafa getað slett svolít- ið úr klaufunum við þetta. Við höfðum það Morgunblaðið/Jim Smart ÞÝÐINGARNAR eru gefnar út á glæsilegan hátt í fallegu bandi og í öskju. Bækurnar munu kosta tæpa 500 dollara eöa um 35.000 íslenskar krónur. líka alltaf í huga að þær línur sem við lögðum í upphafi myndu ekki virka sem spennitreyja á þýðendurna." Viðar segir að reynt hafi verið að ná fram samræmdum heildarsvip á texta þýðendanna 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.