Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 15
ERLENPAR BÆKUR HEIMSENDIR AÐ AFLOKNU STRÍÐI Fjörutíu og átta „’48“. Har- perCollins 1997. 330 síður. BRESKI spennusöguhöfund- urinn James Herbert hef- ur skrifað átján bækur sem njóta munu mikilla vinsælda í heimalandi hans og víðar. Þær hafa selst í næstum því 40 milljónum eintaka um heim all- an en á meðal titla eftir hann sem þekktastir eru má nefna „The Magic Cottage", „Hunted“ og „Portent". Nýj- asta sagan hans er heim- sendatryllir og heitir einfald- lega „’48“. Vísar heitið til ártalsins 1948 en sagan ger- ist í Lundúnum þremur árum eftir að síðari heimsstyijöld- inni er lokið. Ef henni lauk þá nokkurntíman. Styrjöld- in endaði nefnilega ekki með þeim hætti sem við þekkjum, samkvæmt skáldskap Herberts, held- ur með tortímingu alls mannkyns eða svo gott sem. Hefnd Hitlers Adolf Hitler og ódæð- isverk hans hafa löng- um verið spennusagna- höfundum, einkanlega bresk- um, dijúg náma í gegnum tíð- ina. Líkt og landi James Her- berts, Robert Harris, býr Her- bert til önnur og miklu mun verri endalok á seinni heims- styrjöldinni. Harris gaf sér að Hitler hefði unnið stríðið og sæti á valdastóli í Þýskalandi í kringum 1960. Herbert á hinn bóginn gefur sér að Hitler hafi séð að stríðið var tapað og til þess að hefna sín rækilega og sjá til þess að enginn kæmi út úr því sem sigurvegari fór hann út í verulega stórtækan sýkla- hernað. Hann skipaði að settur skyldi banvænn blóðsjúkdómur í V-2 eldflaugarnar, sem hann miðaði á London. Sjúkdómur- inn var svo bráður að mannkyn allt þurrkaðist út þannig að þegar sagan hefst árið 1948 eru aðeins þeir eftir á lífi sem eru í hinum sjaldgæfa blóð- flokki AB mínus; sýklahernað- urinn hafði engin áhrif á þá. Einnig eru nokkrir verulega sjúkir Svartstakkar enn á ferli, sem halda að þeir geti bjargað lífi sínu frá Blóðdauðanum svo- kallaða með blóðflutningum og elta uppi lifendurna. Engu er líkara en James Herbert hafi horft á Mad Max- myndirnar þijár þegar hann skrifaði þessa heimsendahroll- vekju; hún er einn eltingarleik- ur frá upphafi til enda í gegnum gereyðilagða Lundúnaborg, sem orðin er einn stór og óhugnanlegur kirkjugarður. Og ekki aðeins Lundúnir heldur mun veröld öll hafa orðið fyrir barðinu á síðustu eitursendingu Hitlers. Aðalsöguhetja Her- berts er bandarískur ævintýra- maður og flugmaður sem kom- ið hafði til Bretlands í byijun stríðs að beijast við nasistana og lifði af V-2 árásina í stríðs- lok og er ágætlega haldinn lík- amlega með sinn sjaldgæfa blóðflokk í æðum en útbrunn- inn andlega. Á einum af mörg- um æsispennandi flóttum sín- um undan blóðþyrstum Svart- stökkum rekst hann á tvær ungar konur, þýskan öðling, sem hinn hatursfulli Ameríkani hyggst myrða með tímanum, og gamlan lestarstjóra og þau halda hópinn um hríð en Svart- stakkarnir eru sífellt á hælum þeirra með nálarnar á lofti. Skelfilegl sögusvið Þegar hópurinn getur loks hvílst og tími er fyrir samtöl svarar Herbert spurningum eins og þeim hvað varð um konungsfjölskylduna, hvernig fór fyrir Churchill, hvernig fór fyrir restinni af veröldinni og af hveiju Ameríkaninn hefur ekki komið sér burt frá Lund- únum ennþá. Leikurinn berst um eyðilegar og eyðilagðar sögulegar byggingar eins og Buckinghamhöll og Savoyhót- elið og Herbert nýtir sér ágæt- lega vel skelfilegt sögusviðið. Hann segir í stuttri orðsend- ingu í lok bókarinnar að hann hafi lagst í talsverðar rann- sóknir á því hvernig umhorfs var í Lundúnum þegar sagan gerist og hélt sér „við stað- reyndir þegar það var unnt“. Hann dvelur nokkuð við lýsing- ar á afskræmdum líkum sem liggja eins og hráviði í hinum mikla kirkjugarði sögunnar og fremur er það óhugguleg lesn- ing. Frásögnin er sögð í fyrstu persónu frá sjónarhóli flug- mannsins úrræðagóða og er nokkuð kaldhömruð og full af smáatriðum. Hvimleiður er sá siður höfundarins að setja margar athugasemdir sögu- manns innan sviga. Herbert leggur alla áherslu á hraða í frásögninni en getur auðveld- lega týnt sér í smáatriðunum. Einkanlega verður þess vart um miðbik sögunnar þegar hann gerir hlé á Mad Max-elt- ingarleiknum. Þá dettur damp- urinn niður hjá honum og frá- sögnin sniglast áfram áður en kemur að lokaviðureigninni við Svartstakkana. Fjörutíu og átta er engin sérstök skemmtilesning heldur myrk og drungaleg hrollvekja þar sem dauði og afskræming blasir við á hverri síðu og þeir örfáu sem lifað hafa af útrým- ingu mannkyns eygja varla nokkra von. Herbert nær stundum að vekja upp raun- verulega spennu innan um rotnandi líkamsleifarnar í rústum Lundúna en missir tök- in á henni þess á milli. Sagan er miðlungsgóður tryllir er ger- ist í sýndarveruleika og hentar sjálfsagt ágætlega sem tölvu- leikur, ef ekki verður gerð úr henni bíómynd. ARNALDUR INDRIÐASON IVIÐJUM VINSÆLDA TONLIST Sígildir diskar BARBER Samuel Barber: Music for Solo Piano. Leon McCawley, píanó. Virgin Classics 7243 5 45270 2 9. Upptaka: DDD, Bristol, 199[?]. Útgáfuár: 1997. Lengd: 69:57. Verð (Skífan): 1.999 kr. SUM tónskáld lenda í því að semja svo yfirgengilega vinsælt tónverk, að það skyggir á allt sem síðar frá þeim kemur, hvort heldur með réttu eða röngu. Um tíma leit þannig út fyrir að svo færi með Septett Beet- hovens, enda leið ekki á löngu áður en hann bókstaflega þoldi ekki tónsmíðina, en sem kunnugt er náði hann að rífa sig upp úr sjálf- heldunni. Nokkru öðru máli gegndi með Samuel Barber (1910-81), því hið víðkunna Adagio hans fyrir strengjasveit frá 1936 (upphaflega þáttur úr 1. strengja- kvartettinum) náði snemma þvílíkri yfirburðastöðu á kostnað eftirfar- andi verka hans, að hið „ný-rómantíska“ am- eríska tónskáld varð fyrir vikið fábreyttara í vitund almennings en ella hefði orðið. Barber, sem varð náinn vinur óperuhöf- undarins Menottis og góðkunningi Vladimirs Horowitz, hlaut góða barýtonrödd í vöggug- jof og hugðist framan af leggja höfuðáherzlu á söngferilinn. Er þar e.t.v. að fmna eina af ástæðum þess að la- grænt tóntak hans vék aldrei að ráði fyrir framsæknibylgju eftirstríðsára. Þó hann hafi alizt upp við píanóleik og farið að semja fyrir það hljóðfæri snemma á unglingsaldri, urðu heild- arafköst hans fyrir einleikspíanó ekki mikil, enda að mestu saman komin á þessum eina diski. Auðheyr- anleg gæði þeirra virðast samt benda til sjálfsgagnrýni, er gæti hafa leitt til verulegra affalla, áður en tónaf- urðirnar komust alla leið á prent, enda kvað Barber hafa verið lítillát- ur með afbrigðum. Á þessum diski eru píanóverkin Nocturne Op. 33 (1955), Excursions Op. 20 (1944), Ballaða Op. 46 (1977), Souvenirs Op. 28 (1952), Interlude Op. posth. (1932) og Pían- ósóatan Op. 26 frá 1949. Næturljóð- ið kallaði hann kveðju til Johns Fi- elds (írska frumheija formsins), í Ferðalögunum (Op. 20) gerist hann þjóðlegur á ameríska vísu með notk- un á búgívúgí, blús, þekktu kúreka- lagi og „Hoedown“ a la Copland. Minjagripirnir (Op. 28) eru góðlát- legar endurminningar frá kaffihúsa- BÓKABÚÐIN Amazon.com á al- netinu hefur hafið útgáfu á gagn- virkri skáldsögu. Sagan verður skrifuð í samvinnu rithöfundarins Johns Updike og lesenda á alnet- inu. Updike hefur skrifað fyrsta kafla sögunnar, sem heitir Morðið í matvörubúðinni, og síðan getur hver sem er bætt við kafla. Starfs- fólk Amazon.com mun síðan velja einn kafla á dag sem bætt verður við útgefnu söguna á netinu og greiða höfundinum 1.000 dollara í höfundarlaun. Updike mun svo skrifa lokakafla sögunnar í sept- músík Art Deco tímans í sex þáttum, og Píanósónatan var samin fyrir Horowitz eftir pöntun frá ameríska tónskáldafélaginu. Erfitt er að heyra ekki ávæning af einhveiju þekktu hér og þar í jafn tónalli músík sem þessari, t.d. af Poulenc í Souvenirs, en í heild eru stykkin þó furðu fersk, ekki sízt hin 20 mín. langa Píanósónata. Hinn spræki ungi brezki píanisti Leon McCawley er ekkert minna en stór- talent; leiftrandi vakur spilari, en samt yfirvegaður í öllu sem hann gerir, og hljóðritunin er í góðu lagi. SCHUMANN Robert Schumann: Heine Lieder. Thomas Hampson barýton; Wolfgang Sawallisch, píanó. EMI Ciassics 7243 5 55598 2 1. Upp- taka: DDD, New Jers- ey, 10/1994. Útgáfuár: 1997. Lengd: 60:15. Verð (Skífan); 1.999 kr. SNILLD Schumanns sem söngljóðahöfundar hefur verið lýðum ljós í hálfa aðra öld, og hef- ur rómur hans í ber- skjölduðustu grein allra kammertón- greina sennilega aldrei staðið hærra en nú á aldarlokaáratugnum, eins og sjá má af ötulli plötuútgáfu. Það þarf því orðið meira til en vandaðan flutning, ef vekja á eftirtekt. Því hefur bandaríski barýtoninn Thomas Hampson áttað sig á. Sjálfur á hann kringum hálft hundrað hljómplötuupptökur að baki á aðeins 12 ára ferli, bæði ljóð, óperur og Bach-kantötur, og kannski var það sam- starfið við frumhyggju- menn eins og Hamonco- urt og Leonhardt í Das alte Werk-kantöturöðinni (Teldec) sem kom Hampson á sporið með að taka sjálfur þátt í heimildarýni tón- sagnfræðinga, því í seinni tíð hefur hann nokkuð látið að sér kveða sem meðhöfundur hljóðritabæklinga á grundvelli eigin rannsókna. Að vísu fer æ að verða meira um að söngvar- ar leiti sjálfír uppi hálfglötuð eða vanmetin viðfangsefni, eins og einnig hefur borið á hérlendis, og vekur eiginlega furðu, að hríðvaxandi efni- sekla söngvara skuli ekki leiða til meiri sönglagaframleiðni núlifandi tónskálda en raun ber vitni, sérstak- lega í ljóðauðugu landi eins og ís- landi. En aftur að eftirtektarvandanum. í þessu tilfelli virðist Hampson hafa komizt í feitt, því í samvinnu við Renate Hilmar-Voit, Carla Maria Verdino-Siillwold og starfsfólk Rík- isbókasafnsins í Berlín hefur honum tekizt að tína saman upphaflegu gerð Dichterliebe og frumflytja á hljómplötu. Og þar kemur margt forvitnilegt í ljós, einkanlega þó sú ember og einhver höfundanna mun fá 100.000 dollara í verðlaun fyrir framlag sitt. Fyrr á þessu ári var sagt frá Amazon.com bókabúðinni í Morg- unblaðinu en hún hefur veitt stór- um bókabúðum eins og til dæmis Barnes & Nobles í Bandaríkjunum harða samkeppni. Fyrrnefnd bókabúðakeðja hefur brugðið á það ráð að hefja sölu bóka á alnet- inu einnig. Amazon.com hefur svarað þessari samkeppni með því að bjóða lægra verð og efna til ýmiss konar uppákoma eins og ritunar áðurnefndrar skáldsögu. staðreynd, að þessi nafntogaði bálk- ur Schumanns frá „söngljóðaárinu" 1840 við kvæði úr Lyrisches Int- ermezzo, Ljóðræna innskotskaflan- um í Buch der Lieder eftir Heinrich Heine - meðal kunnustu laga má nefna Im wunderschönen Monat Mai og Am leuchtenden Sommermorgen - telur ekki 16 ljóð, eins og flestir hafa haldið til þessa, heldur 20! Hver stóð fyrir grisjuninni á sínum tíma? Schumann sjálfur? Útgefand- inn? Og hvers vegna? Hampson og félagar varpa spurningunni fram, en svara henni því miður ekki. Þó er ástæða til að undrast, því „nýju“ sönglögin fjögur (þau voru gefin út sér, löngu eftir lát tónskáldsins) eru hvergi síðri en hin sextán, auk þess sem heildarsýn bæði ljóðskálds og tónskálds kemst fyrst í þessari frum- gerð bálksins til skila á fullnægjandi hátt. Lögin sem um ræðir eru Dein Angesicht, Lehn’ deine Wang’, Es leuchtet meine Liebe og Mein Wagen rollet langsam. Er að mínu viti ekki sízt síðastnefnda (og jafnframt lengsta) lagið gætt ljóðrænum tö- frum sem jafnast á við beztu ljóða- söngva Schumanns, þökk sé djúpri innlifun í tvíræðni Heines, þar sem hjúpuð skel sjálfsháðs breiðir yfir enn dýpri sársauka, og undursam- legum fisléttum píanósamleik, er sameinar prelúdíutækni Bachs og næmt hljóm- og hrynskyn róman- tíska tónskáldsins á svífandi látlaus- an hátt. Diskurinn hefur tvo aðra meist- arabálka að geyma við ljóð eftir Heine, 9 Iaga Liederkreis Op. 24 (þar á meðal sannkallaða unaðsreiti eins og Schöne Wiege meiner Leiden og Berg’ und Burgen schau’n her- unter) og hinn þriggja laga Der arme Peter Op. 53 nr. 3, þar sem napurt háð Heines í rómantískri kápu al- þýðuljóðsins mætir innlifuðu „þjóð- laga“-tóntaki Schumanns, er minnir á yfirborðinu á barnagælur, þó að meira búi undir, líkt og síðar í með- ferð Mahlers á kveðskapnum úr Des Knaben Wunderhorn. Alls eru lögin á disknum 32, s.s. meiriparturinn af rúmlega 40 tón- setningum Schumanns á Heine, lík- lega þeim ljóðahöfundi sem átti bezt við hann. Hæfilega nálæg hljóðupp- takan er nánast vammlaus, og slyng- ur píanóleikur hins sjötuga en greini- lega enn eldklára Wolfgangs Sawall- isch ber vott um aðdáunarvert inn- sæi og tímaskyn. Thomas Hampson getur státað af þýðum og björtum barýton, er slagar upp í tenór á köflum. Hitt er svo háð persónuleg- um smekk hvort mönnum líkar port- ato-söngmáti, er undirrituðum þykir stundum jaðra við oftúlkun, ef þá ekki beinlínis tilgerð. En textatúlk- unin er að öðru leyti góð, þrátt fyr- ir einstaka dæmi um enskuleitan þýzkuframburð. Allir frumtextar ásamt ensku- og frönskuþýðingum fylgja í bæklingi. Ríkarður Ö. Pálsson f----------------------------------------------------------x " Rcropriimt. STIMPILKLUKKUR Sala og þjónusta Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 Gagnvirk skáldsaga á Amazon.com LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.